Þjóðviljinn - 14.09.1985, Qupperneq 13
MENNING
MIR
Kvikmyndir
frá Sovét
lyndasýning
um MIR að
Fyrsta kvikmy
haustsins í húsakynnum
Vatnsstíg 10 verður nk. sunnu-
dag, 15. septemberkl. 16. Sýndar
verða fræðslu- og fréttamyndir
frá Sovétríkjunum, m.a. um list-
iðkun í Eystrasaltslýðveldunum.
Skýringar á íslensku flytur Sergei
Halipov dósent í Leningrad.
Kvikmyndasýningar verða
reglulegar hvern sunnudag kl. 16
að Vatnsstíg 10. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Tónlist
Landreisa
Vísnasöngvararnir Bergþóra
Árnadóttir, Aðalsteinn Asberg
Sigurðsson, Ola Nordskarfrá
Noregi og Mecki Knif f rá Finn-
landi eru nú að leggja af stað í
landsreisursínar, sem
spanna næstu þrjárvikurnar.
Bergþóra og Ola munu ferð-
ast saman og halda austur á
bóginn og síðan norður, en
þeir Aðalsteinn og Mecki fara
vestur um land og síðan
norður. Dúettarnir munu
mætast á Kópaskeri og halda
þar sameiginlega tónleika.
Hér birtist listi yfif viðkomu-
staði þeirra í næstu viku.
Aðalsteinn og Mccki:
15. sept. Akranes
16. sept. Borgarnes
17. sept. Ólafsvík
18. sept. Grundarfjörður
19. sept. Búðardalur
20. sept. Sauðárkrókur
21. sept. Blönduós
22. sept. Akureyri.
Salurinn
Heit og
köld
akrýl-
málverk
Á þriðjudag kl. 13 opnaði
Gunnar Karlsson aðra einka-
sýningu í flotta galleríinu Sal-
urinn að Vesturgötu 3. Sýnir
hann í þetta skipti akrýlmál-
verk máluð í heitum litum og
miklum kulda austur í Finn-
landiveturinn’83-’84.
Sýningin verður opin frá 1 til 6
alla daga og eitthvað fram yfir
helgi.
Það eru fleiri en karlmenn sem skrifa leikrit, - nú auglýsir Þjóðleikhúsið leikritasamkeppni kvenna. Myndin er úr
„Milli skinns og hörunds" eftir Ólaf Hauk Símonarson sem Þjóðleikhúsið sýndi í fyrra.
Þjóðleikhúsið
Garður
Leikritasamkeppni
framlengd
Nýtt leikfélag var stofnað
fimmtudaginn 29. ágústog
ber það nafnið Gaman-
leikhúsið. Þaðerbarnaleikfé-
lag. Fyrsta leikrit leikhópsins
verðurTöfralúðurinn eftir
danska höfundinn Henning
Fyrirlestur
Heimspeki með börnum
Sunnudaginn 15. september
kl. 15.00 mun Hreinn Páls-
son, M.A.,flytjafyrirlesturá
vegum Félags áhugamanna
um heimspeki sem nefnist:
Heimspeki með börnum —
Almenn kynning, námsefn-
islýsing og rannsóknir.
Hreinn lauk B.A. prófi í
heimspeki og sögu við Há-
skóla Islands, en hefur síðan
dvalið við framhaldsnám í
Bandaríkjunum, þar sem
hann vinnur nú að doktors-
verkefni við Michigan State
University. Efni fyrirlesturs-
ins, sem er í tengslum við
doktorsverkefnið, ætti að
vekja áhuga kennara og for-
eldra, sem er í mun að börn í
grunnskólum landsins eflist í
rökvísri hugsun.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
Lögbergi stofu 101, og er
öllum heimill aðgangur.
Nielsen, þýðandi er Anna
Jeppesen, tónlist er eftir Per
östergaard.
Leikritið fjallar í stuttu máli
um fjóra nágranna sem eru aldrei
sammála, en dag einn kemur
stúlka með dreka og þá snúast
nágrannarnir á móti henni og
drekanum, en að lokum verða
allir vinir og þannig endar þetta
skemmtilega leikrit. Leikstjórar
eru Magnús Geir Þórðarson og
Gottskálk Sigurðsson. Með aðal-
hlutverk í leikritinu fer Tinna
Laufey Ásgeirsdóttir, hlutverk
stúlkunnar. Við vonumst til að
sýna leikritið um 20. október.
Við vonum að Reykvíkingar
kunni að meta þetta nýja leikfé-
lag okkar.
Vatnslita-
myndir
Á sunnudag 15. sept. verður
opnuð í Samkomuhúsinu,
Garði sýning á verkum Braga
Einarssonar. Á sýningunni,
sem er sölusýning, verðaein-
göngu vatnslitamyndir. Þetta
erfyrstaeinkasýning Braga.
Sýningin verður opin kl. 14-20
um helgar, og kl. 19.30-22 virka
daga. Sýningunni lýkur 22. sept-
ember.
Leiklist
Gaman leikhúsið
Síðastliðið vor ákvað Þjóð-
leikhúsið að efna til sam-
keppni meðal kvenna um
gerð einþáttunga fyrir
leiksvið, í tilefni af lokum
Kvennaáratugar Sameinuðu
þjóðanna. Samkeppni þessi
var auglýst í maí og skilafrest-
ur var 1. septembersl. Nú hef-
ur verið ákveðið að fram-
lengja þennan skilafrest til 24.
október nk. og geta höfundar
því enn skilað inn handritum á
skrifstofu Þjóðleikhússins að
Lindargötu 7.
í boði eru þrenn verðlaun, 1.
verðlaun eru 50 þúsund, 2 verð-
laun 30 þúsund og 3. verðlaun 20
þúsund. Dómnefnd sem var
skipuð af Þjóðleikhúsráði er
leynileg og er það gert, að sögn
Þjóðleikhússtjóra Gísla Alfreðs-
sonar, til að ekki sé hægt að hafa
áhrif á störf hennar.
Ljóðlistarhótíð
Verði hlufi af íslensku menningarlífi
Safnrityfiríslenska Ijóðlistá spœnsku og annað með Ijóðum hátíðargesta á íslensku
Það hefur verið ákveðið að
gera Ijóðlistarhátíð að föstum
þætti í menningarlífinu og að
hafa slíka hátíð hvert oddaár
héráíslandi.sagði Knut Öde-
gárdforstjóri Norrænahúss-
ins.
Við munum fara þess á leit við
Norðurlandaráð að ljóðlistarhá-
tíð verði fastur liður í fjáráætlun-
um þeirra. Næsta ljóðlistarhátíð
verður því að forfallalausu haldin
hér 1987.
Þá var samþykkt að undirrita
áskorun sem send verður æðstu
stjórn Sovétríkjanna þar sem far-
ið verður þess á leit að Sovétrfkin
leyfi syni Tarkovskyhjónanna að
fara úr landi og sameinast fjöl-
skyldu sinni. Við gerum ráð fyrir
að öll ljóðskáldin sem tóku þátt í
hátíðinni undirriti áskorunina því
hér er um að ræða frelsi lista-
mannsins og tjáningarfrelsið.
Spænska ljóðskáldinu Jorge
Justo Pedrón var boðið að dvelja
í Norræna húsinu í einn og hálfan
mánuð á næsta ári til að ljúka við
safnrit um íslenska ljóðlist fram
til ársins 1985. Ljóðin mun hann
þýða yfir á spænsku og bókin
hugsuð sem kynning á íslenskri
ljóðlist fyrir hinn spænskumæl-
andi heim.
Einnig er í bígerð að gefa út
safnrit með ljóðum þeirra skálda
sem á hátíðina komu en eftir er
að finna peninga til að kosta þá
útgáfu. Ljóðin verða birt bæði á
frummálinu og í íslenskri þýð-
ingu.
Þátttakendur hátíðarinnar
kepptust síðan við að ljúka lofi á
þessa hátíð og öllu skipulagi
hennar og féllu þar mörg ljóðræn
orð sem of langt yrði eftir að
hafa.
-aró
MIKILL SPARNAÐUR E2lE
Raðveggir kosta ekki meira en efni í milliveggi þar sem hefðbundinni aðferð er beitt. Vegna þess að veggirnir koma samsettir frá verksmiðjunni og eru auðveldir í gppsetningu eru dæmi um allt að 80% tímasparnað. Sölustaðir Reykjavík Akranes Siglufjörður Akureyri Egilsstaðir Neskaupstaður Vestmannaeyjar Selfoss Keflavík Innréltingomiðstöðin Guðlaugut Mognússon Btjtut N. Bynot Trésmiðja Fljðtsdalshéraðs Valmi hf. Brimnes G. Á. Bððvarsson Byggingaval Ármúla 17a Skarðsbraut 19 Rðnargðtu 16 Glerórgðtu 30 Fellabœ B-gðtu 3 Strandvegi 54 Austurvegi 15 Iðavðllum 10 Slmar 91-84585. 84461 Slmi 93-2651 Slmi 96-71333 Sími 96-26449 Simi 97-1700 Slmi 97-7605 Slmi 98-1220 Simi 99-1335 Slmi 92-4500 ffl isaoa
FJALAR h/f Húsavík Sími 96-41346