Þjóðviljinn - 14.09.1985, Síða 14
UM HELGINA
Vilt þú leggja
öldruðum lið?
Við leitum að starfsfólki á öllum aldri - ekki síst eldri
konum, sem hafa tíma aflögu til að sinna öldruðum.
Vinnutími eftir samkomulagi, allt frá 4 tímum á viku
upp í 40 tíma.
Liðsinni þitt getur skipt sköpum fyrir aldraðan, sem
e.t.v. hefur beðið vikum saman eftir lítilsháttar aðstoð.
Vinsamlegast hafðu samband við Heimilisþjónustu
Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Tjarnar-
götu 11, sími 18800.
Stýrimann vantar
á mb Hamar SH 224 sem er að hefja síldveiðar með
hringnót. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 93-6652.
Innritun
íalmennaflokka
Eftirtaldar greinar eru í boði á haustönn 1985 í Náms-
flokkum Reykjavíkur, Miðbæjarskóla:
Tungumál: íslensk málfræði og stafsetning. íslenska
fyrir útlendinga. Danska 1 .-4. flokkur. Norska 1 .-4. fl.
Sænska 1 .-4. fl. Enska 1 .-5. fl. Þýska 1 .-4. fl. ítalska
1 .-3. fl. ítalskar bókmenntir. Spænska 1 .-4. fl.
Spænskar bókmenntir. Spænska samtalsfl. Franska
1 .-3. fl. Hebreska. Gríska. Rússneska. Portúgalska.
Esperanto. Kínverska.
Tölvunámskeið (basic, logo). Vélritun. Bókfærsla.
Stærðfræði. Leikfimi.
Verklegar greinar: Sníðar og saumar. Teiknun og
málun. Formskrift. Postulínsmálun. Myndvefnaður.
Hnýtingar. Bótasaumur.
Innritun fer f ram í Miðbæjarskóla 17. og
18. sept. kl. 16-20.
Kennslugjald greiðist við innritun.
Aðalfundur
Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Kópavogs
verður haldinn laugardaginn 21. sept. 1985 kl. 14.00
í Þinghól Hamraborg 11.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
^RARIK
^ RAFMAGNSVE(TUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða starfsmann
til starfa á framkvæmdaáætlanadeild stofnunarinnar.
DEILDARSTJÓRI
Starfið er fólgið í stjórn framkvæmdaáætlanadeildar,
m.a. gerð 2ja og 5 ára framkvæmdaáætlana, kerfisat-
hugunum og hagkvæmnisathugunum. Hér er um fjöl-
breytt og sjálfstætt starf að ræða sem krefst alhliða
þekkingar á raforkukerfum.
Leitað er að aðila með próf í raforkuverkfræði/-tækni-
fræði eða aðila með sambærilega menntun.
Upplýsingar um starfið veitir yfirverkfræðingur áætl-
anadeildar, tæknisviðs RARIK í síma 91-17400.
Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skila
til starfsmannadeildar Rafmagnsveitna ríkisins, fyrir 1.
október 1985.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík
Fimmtíu tónleikar
á starfsárinu
Þaraf 40 utan Reykjavíkur
íslenska hljómsveitin er nú að
taka sitt annað skref. Fyrsta
skrefið var tekið með stof nun
hljómsveitarinnar þann 2.
sept. 1981. Stofnendurvoru8
áhugamenn um tónlist: Ás-
geirSigurgestsson, Guð-
mundurEmilsson, Guðný
Guðmundsdóttir, Hafsteinn
Guðmundsson, Ingjaldur
Hannibalsson, Jón Örn Mar-
inósson, Sigurður I. Snorra-
son og Þorkell Jóelsson. Síð-
ar bættust þau I hópinn Sess-
elja Halldórsdóttirog Þor-
steinn Hannesson. Með
þv.ssum orðum hóf Guö-
mundur Emilsson, fram-
kvæmdastjóri hljómsveitar-
innarfund meðfrétta-
mönnum, sem hann hélt ný-
lega, ásamt þeim Sigurði I.
Snorrasyni og Guðrúnu The-
ódóru Sigurðardóttur.
Fjölbreytni í verkefnavali hef-
ur verið mikil. Við höfum flutt
124 tónverk. Fjölmörg þeirra
hafa ekki áður verið flutt á fs-
landi og 24 þeirra beinlínis samin
fyrir hljómsveitina og frumflutt
af henni. Um 40 einsöngvarar og
einleikarar hafa komið fram og
23 íslenskt tónverk hafa verið
hljóðrituð. Hljómsveitinni hefur
verið mjög vel tekið bæði af
gagnrýnendum og öðrum áheyr-
endum.
Annað skrefið hyggjumst við
svo taka nú með því að stórauka
umsvif hljómsveitarinnar. A
komandi starfsári munum við
efna til 10 tónleika í Reykjavík.
Tvennir þeirra verða raunar á
Bessastöðum því forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, hefur
orðið við þeirri ósk okkar, að fá
að flytja þá í kirkjunni þar. En
auk þess er hugmyndin að halda
þessa tónleika alla á fjórum stöð-
um utan Reykjavíkur: í Hafnar-
firði, í Keflavík, á Selfossi og á
Akranesi. Þannig eru 50 tón-
leikar fyrirhugaðir á starfsárinu.
Aukning á tónleikahaldinu, mið-
að við 1. starfsárið, er þannig
400% Áskriftartónleikar úti á
landi, í þeim mæli, sem fyrirhug-
að er, er auðvitað djörf ákvörð-
un. En ef vel tekst til markar
þetta tímamót. Reykjavíkur-
markaðurinn er mettur. En hug-
mynd okkar hefur frá upphafi
verið sú, að færa lifandi tónlist út
á landsbyggðina. Hér er stórt
skref stigið á þeirri braut.
- mgh
Einar Karl
Árni
Ingibjörg
Magnús Þór
Á sunnudaginn 15. september opnar Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
pólitískt kaffihús á Hverfisgötu 105.
ÍSLAND ÚR NATO - HERINN BURT
Eigum við að reyna aðrarjeiðir eða ekki?
Einar Karl Haraldsson og Árni Hjartarson leiða saman hesta sína og
takast á um ólík sjónarmið til herstöðvarmálsins - NATO.
Ingibjörg Haraldsdóttir les Ijóð og hinn landsþekkti Magnús Þór
Sigmundsson mætir með gítarinn sinn.
Það er því óhætt að segja að það verði ómenguð kaffihúsa-
stemmning á Hverfisgötu 105 á sunnudaginn.
Komdu og taktu þátt í umræðunni um herstöðvarmálið og njóttu
Ijóðalesturs og tónlistar.
Húsið opnað klukkan 14.00, umræðan um Nato byrjar 15.00.
Allir hjartanlega velkomnir
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. september 1985