Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 18

Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 18
DÆGURMAL Pat Metheny gítarleikari par excellance # Pat Metheny er nafn sem flestir unnendur vandaðrar tónlistar ættu að festa sér í minni, ef þeir hafa ekki þegar gertþað. Þaðvarmérsönn ánægja að kynnast þeirri tón- list sem þessi maður leikur svo snilldar vel á gítarinn, hann virðist búa yfir öllum þáttum sem prýða góðan músíkantídag. Og ekki nóg meö það að Pat hefur gefið út hátt í tug platna sem flestar hafa hlotið fádæma góða dóma þrátt fyrir lítinn skyldleika með þeim, heldur er nýjasta skífa þessa framsækna kappa hingað til hans besta og ánægjulegasta að hans eigin sögn. Sú ber heitið First Circle og er í senn heilsteypt, sér á parti og áberandi frísk og lifandi, hvergi dauður punktur. Það sem gerir First Circle jafn- framt áhugaverða er sú blandaða tækni, eða frekar blönduðu hljómar rafurmagnaðir við óraf- urmagnaða sem einkenna verkin. Það er víst öruggt að Pat Met- heny er einstakur hvað elektrón- íska gítartónlist varðar, og telst hann í dag vera einn af boðberum hinnar nýju tæknivæðingar sem á sér stað í heiminum nú. Pat Metheny Grúppan saman- stcndur af frábærum tónlistar- mönnum hverjum á sínu sviði, en sá aöili sem einna mest á í plöt- unni utan Pats sjálfs er kollega hans Lyle Mays (píanó- svuntuþeysar-hljómborð) sem samiö hefur með Pat ein fimm lög. Trommuleikur er í fimum limum Pauls Wertico, en hann þykir með þeim betri í heiminum í dag að áliti Methenys, og það er satt að leikur hans er yndislega næmur og melódískur þannig að unun er að. Bassaleikarinn er ekki síðri tónlistarmaður á sitt hljóðfæri, Steve Rodby setur sitt mark á tónlist Grúppunnar á sinn hógværa, tæra og umfram allt ególausa hátt, og er það aðal góðs músíkants að komast yfir heimtu- frekt og þrjóskt egóið í leik sín- um. Þá er það Pedro Aznar sem syngur eins og jarðneskur engill og söngur hans og rödd eru nýtt hljóðfæri, sem gefur tónlistinni merkingu til fyllingar laglínunn- ar; þannig líða saman tónar í kosmískri andakt. Öll lög á First Circle eru svo óþvinguð að þau virðast spunnin á staðnum, en hver tónn er á rétt- um stað og stund og finnst mér samspil allrar grúppunnar höfuð- atriði þegar platan er skoðuð í heild. Pat er líka það fjölhæfur tónlistarmaður, getur að því er virðist samið hvaða tónlist sem er, (samdi t.d. lagið This is not America sem David Bowie söng og er úr myndinni Fálkinn og snjómaðurinn), að allir hinir í hljómsveitinni fá sín fyllilega not- ið. Platan á sér upphaf og endi. Hún byrjar á marsi í fáránleika- stíl, Forward March, og ku vera tileinkaður unglingsárum Pats, en það var ekki nóg að hann þyrfti að leika göngumarsa í gaggó heldur héldu foreldrar hans mikið upp á slíka tegund tónlistar og áttu bágt með að skilja músiksmekk sonarins sem gleypti í sig tónlist Ornettes Co- leman, Bítlanna, Miles Davis og Beach Boys. Segja fróðir að marsinn minni verulega á Stra- vinski. Og í þessu lagi frekar en öðrum á plötunni brúkar hann synclavier-gítar óspart, og sýnir okkur hvernig lélegar lúðra- sveitir eru vanar að hljóma. Úr þeim skoplega leik rennum við í gegnum hvert fallega lagið á fæt- ur öðru, mishörð en alltaf jafn melódísk, og endum á Lofgjörð, sem Kristján Sigurjónsson hefur líka gert að sínu lokalagi í morg- unþætti Rásar 2. Smekkmaður. The Pat Metheny Group fær ekkert annað en lof í bak og fyrir að margáhlustaðri plötu þessari, First Circle. $ Pat Metheny. Hann er 31 árs, fæddur 12. ágúst 1954. MEGASX KUKL Samvinnuhreyfingin vinnur sigur MEGASXKUKL bætti mörg- um „gömlum slagaranum" viö menningararf vorn um síö- ustu helgi, á hljómleikunum Sjáðu hvað ég sé í Gamla bíói. Því miður missti undirrit- uð af framlagi Ijóðskáldanna sem hófu leikinn, þeirra Jó- hamarsog Sjón(ar...?), rétt slapp í sætið fyrir upphaf- stóna Kukls. Mikið skolli er Kuklið nú góð hljómsveit. Uppspretta kraftsins í músikinni streymir úr iðrum Sigtryggs trommara, sem er sí- vinnandi allan tímann, eins og þeir segja í fótboltanum; dular- fullan trumbusláttinn seiðir hann fram úr trommusettinu með öllum líkamanum, allt frá tágóm- unum fram í þá á fingrum og höf- uðið stjórnar náttúrulega öllu. Annars er jafnræði með hljóð- færum Kuklara og áhersla lögð á samspil en ekki sólóhlutverk ein- staklinga. Björk og Einar Örn virka að vísu nokkuð sóló eins og tíðast er með söngvara, annars er Björk mjög hæversk á sviði en stelur oft þrátt fyrir það senunni vegna skemmtilegs raddlags og sviðsveru. Meira jafnræði var með þeim Einari en áður á svið- inu, einkum var samspil þeirra tveggja og Megasar bæði skemmtilegt á að horfa og heyra. Og þá erum við komin að sam- starfinu Megasar og Kukls. Áður er talað um gæði Kukls og stend- ur það enn sem stafur á bók, nema hvað við bætist fallegt blóm í hnappagatið Gulla gítarleikara sem stráði mörgum blómum með gítarnum í „slagarana", eins og Megas kynnti samvinnulögin sín og Kuklara. Lengst hefur lifað í mér lagið þar sem allt hefur hækkað nema kaupið og söngur- inn þar sem Megas hvæsti að Björk að þegja. Það sem betur hefði mátt fara var að annað hvort hækka sönginn örlítið eða lækka hljómsveitina jafnmikið, til að heyra betur textana, sem þetta skemmtilega fólk var að flytja. Hins vegar var blöndun hljóðfæranna mjög góð innbyrð- is. Þá er bara að spyrja hvort ekki sé von á framhaldi þessa sam- starfs hins óviðjafnanlega Megas- ar og Kukls - það er t.d. of skemmtilegt til að komast ekki á plötu, og er þá vægt til orða tekið. Samvinnustefnan lengi lifi! A. Jazzvakning 10 ára Mikið - en ekki nóg Afmælishátíð Jazzvakningar (af hverju heitir hún ekki bara Djassvakning?) hófst á fimmtudagskvöld í Háskólabí- ói. Þetta fyrsta kvöld í 10 ára afmælisveislunni skemmtu spánski píanóleikarinn Tete Montoliu og Daninn Niels- Henning Örsted Petersen bassaleikari með tvíleik og svo hljómsveit þess síðar- nefnda sem auk hans var skipuð landa hans píanó- leikaranum danska Ole Kock Hansen og íanda okkar Pétri Östlund trommuleikara og með þeim söng Etta Camer- on, sem á ættir að rekja til Bahama-eyja en býr í Dan- mörku. Þeir Niels-Henning og Tete hófu leikinn. Aldrei hef ég heyrt í Spánverjanum, en það sem ein- kennir leik hans í fljótu bragði er mjög mikil nákvæmni og „hittni", ef svo má segja um virta músikanta, og húmor og hug- myndaauðgi hefur hann á takt- einum. Oft kom hann með skemmtileg, stutt innskot í sóló Niels-Hennings og var samspil þeirra mjög leikandi og skemmti- legt. Eins og áður bæði gapti maður og góndi á fingrafimi bassaleikarans og gleypti í sig melódískan bassaleikinn. Ég hvet hér með unga liðið til að berja þennan mann augum og eyrum, hvaða músik sem það hef- ur áhuga á. Eftir hlé áttu leik hljómsveit NHÖP og Etta Cameron. Etta Cameron er góð söngkona og til að lýsa því ögn nánar má nefna að hún minnti undirritaða á Ninu Simon og ögn á Billie Holliday. Ole Kock Hansen er einn af fremstu djassleikurum Dana og sá píanisti sem mest hefur unnið með NHÖP, segir í Afmælisdag- skrá Jazzvakningar, og Pétur Östlund kemur of sjaldan heim, segir í sama bæklingi. Af því fyrst tilvitnaða fengum við nasasjón á fimmtudagskvöldið og það síð- astnefnda er dagsatt, enda klæj- aði mann í eyrun að fá að heyra meira af fimleikum þessara manna, þarna um kvöldið, sér- staklega langaði mann í trommu- sóló, alls ekki af þjóðrembu einni saman, en það var ekki hægt. Vakningin hafði húsið ekki lengur til leigu en tæplega 11, er bíósýn- ing var á dagskrá. Því voru Etta og NHÖP rétt að komast í sveifl- andi stuð þegar þau urðu að hætta. Kannski er rétt að hætta skuli leik þá hæst hann stendur, en áður?, það er af og frá. Ég hefði alls ekki viljað hafa misst af Tete Montoliu, en vegna þessa stutta tíma sem Vakningin hafði til umráða í bíóinu hefði verið al- veg nóg að hafa Ettu og tríóið á dagskrá. Þá hefði allt hæfileika- fólkið á sviðinu fengið að njóta sín. Það er þó bót í máli að í Lækj- arhvammi á Hótel Sögu mun Pét- ur Östlund tromma með sænsku hljómsveitinni Emphasis on Jazz í kvöld og annað kvöld. Á sunnu- dagskvöld hefst dagskráin þar kl. 19 og lýkur kl. 1 og aðrir spilarar verða Tríó Guðmundar Ingólfs- sonar, Jazzmiðlar og Léttsveit Ríkisútvarpsins. í dag (laugar- dag) leika Mezzoforte í Háskóla- bíói kl. 14 ásamt ástralska saxó- fónleikaranum Dale Barlow og danska trompetleikaranum Jens Winter. í Lækjarhvammi á Sögu verða Ófétin íslensku (Eyþór, Friðrik og Gunnlaugur í Mezzo- forte og Tómas Einarsson bassa- leikari og Rúnar Georgsson blás- ari) og Emphasis on Jazz. Gleðilega djassvakningu. A. OPIH TIL KL.4IM« rVor*«» ' | ^öönbe-t. vrsA Jón Loftsson hf. ± Hringbraut 121 Simi 10600

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.