Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 20
Landsliðiðísöngásamtleikstjóranum, Sveini Einarssyni.
Framverðirnir i landsliði íslands í söng, þeir Kristján Jóhannsson
og Kristinn Sigmundsson.
Kristinn og Kristján
á Grímudansleik
Viðamesta uppfœrsla Þjóðleikhússinsfrá upphafi
Einhverviðamestasýning
Þjóðleikhússinstil þessaog
jafnframt fyrsta frumsýning
leikársins verður um næstu
helgi er Grímudansleikur eftir
Verdi verðurfrumsýndur.
Á milli 120-130 manns taka
þátt í sýningunni og ber þar hæst
„landsliðið" í söng með Kristin
Sigmundsson og Kristján Jó-
hannsson í fararbroddi. Verkið
verður aðeins sýnt um takmark-
aðan tíma vegna anna söngvar-
anna, en önnur sýning verður á
sunnudag og sú þriðja á miðviku-
daginn 25. sept.
Með stærstu einsöngshlutverk-
in fara Kristján Jóhannsson
(Gústaf III), Kristinn Sigmunds-
son (Renato Ankarström), Elísa-
bet F. Eiríksdóttir (Amelía), Sig-
ríður Ella Magnúsdóttir (Ul-
rika), Katrín Sigurðardóttir
(Oscar), Robert W. Becker
(Ribbing) og Viðar Gunnarsson
(Horn).
Leikstjóri er Sveinn Einars-
son, hljómsveitarstjóri er
Maurizio Barbacini frá Ítalíu og
stjórnar hann Sinfóníuhljómsveit
íslands. Dansar eru eftir Ingi-
björgu Björnsdóttur, leikmynd
eftir Björn G. Björnsson, bún-
ingateikningar eftir Malínu Ör-
lygsdóttur, en lýsingu annast
Kristinn Daníelsson.
Þessi uppfærsla Þjóðleikhúss-
ins á Grímudansleik er frumupp-
færsla verksins á íslandi.
Jqss
gefa út plötu
Ófétin
í tilefni af 10 ára afmæli sínu
ákvað Jazzvakning að gefa út
hljómplötuna Þessi ófétis
jazz! Þessi hljómplata hefur
að geyma 7 ný lög eftir þá
Tómas R. Einarsson, Eyþór
Gunnarsson og Friðrik Karls-
son. Auk þessara þriggja, en
þeir leika sem kunnugt er á
kontrabassa, píanó og gítar,
spila á plötunni þeir Gunn-
laugur Briem á trommur og
RúnarGeorgsson átenórsax-
ófón.
Þeir fjórir fyrstnefndu, Tómas,
Eyþór, Friðrik og Gunnlaugur
hafa leikið töluvert saman síð-
ustu 4 árin, en samstarf þeirra
hófst í Tónlistarskóla FÍH. Síð-
astliðinn vetur fóru þeir félagar
að festa á blað drög að nýjum
lögum og varð það kveikjan að
þessari hljómplötu. Þegar að
undirbúningsvinna var langt
komin þótti augljóst að saxófón-
leikur myndi prýða mjög nokkur
laganna og var þá Rúnar Georgs-
son fenginn til liðs við sveitina.
Platan var tekin upp í Stúdíó
Stemmu 10.-13. júní og hafði Sig-
urður Rúnar Jónsson veg og
vanda af upptökunni.
Titillinn Þessi ófétis jazz! er
sóttur í leikrit Halldórs Laxness,
Straumrof. (Fréttatilkynning)
Jassófétin í eigin persónu.
Sigríður Ella sem Ulrika í Grímudansleiknum, sem frumsýndur
verður í Þjóðleikhúsinu n.k. laugardag.
Skagfirska Söngsveitin
Nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson
Vetrarstarf Skagfirsku söng-
sveitarinnar í Reykjavík hefst
með fundi og myndakvöldi
laugardaginn 21. september.
Þar verða sýndar myndir frá
ferð kórsins síðastliðið vor til
Norður-Ítalíu og Frakklands.
Kórinn dvaldi sjö daga í Suður-
Týról og söng þar á fjórum stöð-
um við mjög góðar undirtektir. Á
undan söngnum flutti ítalskur
kennari við háskóla í Bolsano
stutt erindi um ísland en hann er
jarðfræðingur og hefur oft komið
til íslands og ferðast mikið um
landið. Einnig söng kórinn Litlu
orgelmessuna eftir Josep Haydn
við guðsþjónustu í kirkju heilags
Frans frá Assisi í Bolsano.
Á komandi starfsári mun kór-
inn hafa innlend og erlend lög á
efnisskrá sinni meðal annars nýtt
verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson
sem samið verður fyrir kórinn og
flutt á vortónleikum hans. Á-
formað er að fara söngferð
norður í land jafnvel á Sæluviku
Skagfirðinga. Æfingar verða
tvisvar í viku og raddþjálfari hjá
kórnum í vetur verður Halla S.
Jónasdóttir.
Kórinn getur bætt við góðum
röddum og geta þeir sem hafa
áhuga haft samband við söng-
stjórann Björgvin Þ. Valdimars-
son í síma 36561 á kvöldin.