Þjóðviljinn - 15.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1985, Blaðsíða 4
Jón Páll, Kristín Birna, Lárus (fararstjóri), Ragnheiður og Anna María fyrir framan leikhús Grace prinsessu, sem greypt er inn í klettinn mikla í Mónakó, rétt við hlið stærsta spilavítisins. í boði furstadæmisins. Kristín Reynis, Ragnheiður, Þórunn leikstjóri ásamt tveimur úr japanska leikhópnum. Verst að við skyldum gleyma peysufötunum heima. Kristín leikmyndateiknari, Egill Ijósamaður, Vigdís og Anna leikendur sóla sig í Kaktusgarðinum fræga í boði borgarstjór- ans í Mónacó. Rokkhjartað sló íMónakó... Myndir og texti: Þórunn Sigurðardóttir. Það leyndi sér ekki að mikið stóð til í Mónakó, þegar við ókum á rútunni í gegnum mið- borgina. Hvarvetna voru flögg og skreytingar sem minntu á að áttunda alþjóðlega áhuga- leikhúshátíðin var að hefjast. Við, sem vorum komin alla leið frá íslandi, vissum harla lítið um þessa hátíð, nemaað hún er stærsta áhugaleikhús- hátíð sem haldin er í heimin- um og að við erum fyrsti ís- lenski hópurinn sem sýnirá hátíðinni. Við vorum sem sagt komin alla leið frá íslandi, nánar tiltekið frá Hafnarfirði flest, til að sýna „Rokkhjartað“ í Mónakó. Með okkur í ferðinni var Sigrún Val- bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga, sem sat á alþjóðaþingi áhuga- leikfélaga, sem haldið var sam- hliða hátíðinni, og fór þar inn í aðalstjórnina sem fulltrúi Norðurlandaþjóðanna. íslenski hópurinn, sem taldi yfir 20 manns, hafði sjálfur safnað fyrir ferðinni með því að skemmta, spila, selja sælgæti, halda basar o.s.frv. Flestir hinir þarna voru kostaðir af sínu heimalandi, eftir að hafa verið valdir úr fjölda hópa sem til greina kom að senda til Mónakó. Margir þessara hópa höfðu verið 1-2 ár að undirbúa sig, - höfðu ferðast um heiminn með sýningar og tekið þátt í fjölda leiklistarhátíða. Alls voru 28 hópar frá öllum heimsálfum valdir til að sýna á hátíðinni. Fyrstu dagana dvöldumst við í góðu yfirlæti á San Remo á Ítalíu, skammt austan við Mónakó. Þar reyndum við að undirbúa okkur eftir bestu getu undir það sem beið okkar. Þegar við komum við í Mónakó á leiðinni til San Remo, komumst við að því að undirbún- ingstíminn í leikhjúsinu var jafnvel enn minni en við höfðum gert ráð fyrir, og var hann þó al- veg í lágmarki. Við skoðuðum myndband af síðustu æfingunni sem allir voru á heima á íslandi og reyndum að fara í gegnum öll tæknileg atriði, - en þess á milli sóluðum við okkur á ströndinni eða við sundlaugina á hótelinu. Móttaka í Mónakó Eftir tvo daga héldum við með allt sem tilheyrði sýningunni með lest inn í Mónakó, þar sem við vorum í boði furstadæmisins og hátíðarinnar. Allir komust heilu og höldnu í gegnum passaskoð- unina í lestinni og þegar við mætt- um á aðalstöðvar hátíðarinnar vorum við meira að segja aðeins á undan tímanum. Okkur til mikill- ar furðu var okkar beðið með kampavínsveislu og ræðuhöld- um, gjafaafhendingum og ýmsu tilstandi sem við vorum alls ekki búin undir. Sem betur fer höfðum við sungið mikið í rút- unni á leiðinni frá Luxemburg og niður í gegnum Frakkland til Ital- íu. Komu „Vísur Vatns- enda-Rósu“ og „Á Sprengisandi“ í stað margra og langra þakkar- pistla frá okkar hendi í þessari móttöku og ýmsu öðru veislu- standi sem beið okkar. Við höfðum meiri áhuga á að fá að skoða leikhúsið, en að dvelja lengi við kampavínið og eftir tals- verða ýtni fengum við að fara nokkur og skoða leikhúsið og að- búnaðinn þar. Við höfðum feng- ið enskumælandi fararstjóra, sem við skírðum Möggu í snatri og átti eftir að reynast okkur heldur betri en engin. Hún sagðist vera í „sérstöku sambandi“ við sviðsstjórann í Princess Crace leikhúsinu þar sem við áttum að leika og tókst henni að koma okkur inn í húsið í nokkrar mín- útur. Komið í leikhúsið Pessar mínútur voru notaðar til hins ítrasta og satt að segja veit ég ekki hvernig við höfðum farið að hefðum v.ið ekki fengið að smeygja okkúr þarna inn. Leikhúsið, sem er glænýtt og allt tölvuvætt, var á ýmsan hátt svo ólíkt því sem við áttum að venj- ast, að undir venjulegum kring- umstæðum hefði maður þurft 3 daga til að aðhæfa sýninguna hús- inu, stilla ljós, hljóð o.s.frv. Þess í stað höfðum við 4 klukkutíma sama dag og leikið var og þeir sem hafa komið nálægt leiksýn- ingunum vita að það er ekki langur tími til þessara hluta. Auk þess þurftum við að fá lánaða hljóðnema, söngkerfi, magnara fyrir hljóðfærin, auk trommu- setts og píanós, en ekki var hægt að flytja þetta að heiman. Þetta gátum við skoðað þessar fáu mín- útur og gengið úr skugga um að allt væri til staðar. Þótt við hefðum stytt sýningu okkar talsvet, var hún þó enn sem fyrr mun flóknari tæknilega en flestar sýningarnar sem þarna voru og hafði auk þess aldrei ver- ið leikin utan Bæjarbíós í Hafnar- firði. Það var því ekki laust við að undirrituð væri nokkuð kvíðin þegar í ljós kom að sýningunum í leikhúsinu er stjórnað algerlega í gegnum tölvu, sjónvarpsmonit- 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.