Þjóðviljinn - 15.09.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.09.1985, Blaðsíða 12
SUNNUDAGSPISTILL Ónœmistœring Veiran finnst jafnvel í tárum Viðtal við Robert Gallo, einn helsta sérfrœðing á sviði ónœmistœringar. „Kynlífið verður að halda áfram" Þótt grænu aparnir séu vinaleg dýr, bíta þeir og klóra. Einn mesti sigurinn í rann- sóknum á eðli ónæmistæring- ar (AIDS) var þegar mönnum tókst að einangra veiruna sem veldursjúkdómnum. Það gekk þó ekki sögulaust fyrir sig, þvíað tveiraðilarnáðu þessum mikla árangri svo að segja á sama tíma: bandaríski vísindamaðurinn Robert • Gallo, sem starfar við krabba- meinsdeildina í Bethesda í Maryland, og franskirvísinda- menn, sem starfa við Pasteur-stofnunina í París. Svo virðist sem Frökkunum hafi í upphafi tekist betur að skilgreina veiruna og „ætt- færa“ hana, en því miður hef- ur ekki verið farið heiðarlega með þessi mál, og hafaýmsir aðilar í Bandaríkjunum beitt ýmis konar bellibrögðum til að vísa á bug rannsóknum Frakkanna og eigna Robert Gallo allan heiðurinn. Hefur það gengið svo vel, að í fjöl- miðlum í Norður-Evrópu er varla minnst á vísindamenn Pasteur-stofnunarinnar og Robert Gallo talinn hafa ein- angrað og skilgreint veiruna fyrsturmanna. En hvað sem segja má um þetta heldur ömurlega mál, verður ekki um það deilt að Robert Gallo er einn af þeim sem eru í fararbroddi í rannsóknum á ónæmistæringu. Nýlega birtist langt og ítarlegt viðtal við hann í þýska virkuritinu „Der Spiegel" og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr því. Robert Gallo staðfestir fyrst að ónæmistæringarveiran, Ónæmistæringarveira séð í smásjá. 12 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1985 sem hefur nafnnúmerið HTLV-3 í Bandaríkjunum, hafi nú fundist í tárum manna, en telur að smit- hættan verði naumast meiri fyrir það. Hins vegar sé sýnt að augnlæknar verði að hreinsa sín tæki mun betur en áður hefur ver- ið gert. Nokkru síðar spyrja blað- amenn „Der Spiegel": Lætur þú sjálfur gera blóð- rannsókn til að leita að ónæmis- tæringarveiru? Á sex mánaða fresti eins og tíðkast í rannsóknarstofu okkar. í Þýskalandi eykst nú einnig ótti við að veiran kunni að breiðast út meðal vændiskvenna. Þýskar portkonur eru nú aftur farnar að krefjast þess að við- skiptavinir þeirra brúki smokka. Er ástæða fyrir þessum ótta, og eru smokkar tryggir? Ég er maður náttúruvísind- anna og ekki kynlífsfræðingur. En þú getur þó sagt okkur hvort veiran er, eins og sumir halda, smávaxnari en bilið í frumeindabyggingu gúmmísins. Smokkarnir eru öruggir, gúmmí hleypir engri veiru í gegn. En ég hef heyrt frá því sagt, að meðal manna sem leggja stund á samræði með smokkum, komi það fyrir að smokkarnir bresti. En fyrst þið spyrjið mig, þá er þessi vörn að sjálfsögðu gagnleg. Eins og þið vitið breiðist ónæm- istæring í Afríku einkum út með- al manna, sem hafa venjulegt kynlíf. Við höfum nýlega lokið við rannsóknir á ónæmistæringu í Afríku í samvinnu við belgíska vísindamenn. í Afríku tíðkast ekkert sódómí, það er „tabú“. 98 af hundraði smitana verða meðal manna af yfirstétt, miðstétt og efri miðstétt, meðal manna sem eru eins og þið og ég. í mörgum Afríkuríkjum er eins auðvelt að fá sér vændiskonur í hópum og að fá sér bjór í Þýskalandi eða espresso-kaffi á Ítalíu. Það er í sambandi við hefðbundið fjöl- kvæni ættarhöfðingja. Lauslœti og smitun Áttu von á svipuðum tölum fyrir vesturlönd, þótt kynlífsvenj- ur séu hér öðru vísi? Nei. Ég held að smitunin hér sé meira í ætt við rússneska rúlettu. Við mikið lauslæti eykst hættan skelfilega. Þeir menn sem stunda venjulegt kynlíf eru ekki mjög lauslátir, og því er veiran enn sáralítið útbreidd meðal þeirra. í Bandaríkjunum og einnig í Þýskalandi eru jafnvel þeir hommar, sem hneigjast ekki mjög til lauslætis þegar í mikilli hættu, vegna þess að veiran er nú þegar svo útbreidd meðal homma. Hvað snertir menn, sem stunda venjulegt kynlíf og hafa hemil á lauslætinu, er smitunar- hættan af völdum þessarar veiru ákaflega lítil. Hún vex þó stöðugt þangað til eitthvað verður gert. Ég er bjartsýnn og ber traust til vísindanna. Ég trúi því enn að við náum undirtökunum og málin þróist ekki eins og í Afríku. Má búast við því að túristar og menn sem ferðast um í viðskipta- erindum breiði veiruna út um heimsins hálfur? Að sjálfsögðu. Hvernig haldið þið að hún hafi annars borist hingað? Uppruni Veiran er nýkomin til Þýska- lands, til Evrópu og til Banda- ríkjanna, hún er nýkomin til Vestur-Indía og til Asíu. En hún erekki lengur ný af nálinni í ýms- um hlutum Mið-Afríku. Eru sannanir fyrir því? Ef þið rannsakið bandarísk blóðsýni, sem eru eldri en frá 1975, er ekki hægt að finna þar nokkur merki ónæmistæringar- veiru... Eru enn til blóðsyni frá árinu 1975? Vissulega og jafnvel enn eldri. En til eru blóðsýni frá vissum hlutum Mið-Afríku, sem eru frá 1970, sem sé fimm árum eldri, og sýna smitun af ónæmistæringar- veiru. í síðasta lagi árið 1970 voru því í Mið-Afríku og hvergi annars staðar í veröldinni menn sem höfðu tekið þessaveiru. Ýmislegt bendir svo til þess að árið 1960 og árið 1965 hafi engir menn á þess- um slóðum verið búnir að smit- ast. Þetta bendir til þess að ein- hvern tíma á seinni hluta sjöunda áratugarins hafi veiran HTLV-3 borist frá grænu öpunum, sem höfðu hana þegar í blóðinu, og til manna. Hvernig gat slíkt orðið? Þessari spurningu velti ég fyrir mér í tvö ár og fann ekkert svar. En í morgun komu til á rannsóknastofuna menn, sem voru alveg nýkomnir frá Kins- hasa, og þeir sögðu einum rómi: „Góði, maður, í Kinshasa þarf maður ekki annað en fara á markaðinn". Þar eru grænu ap- arnir alls staðar og hafðir til matar. Menn fara að sjálfsögðu á apaveiðar, og segja síðan frá því hvernig dýrin bíta og klóra. Þannig sýktust menn? Af biti og klóri að sjálfsögðu. En líka þegar menn éta græna apa hráa og hafa eitthvert sár í munninum. Sannfæring mín er sú að ef menn ætla að éta græna apa, bíta þeir á móti. Nú eru liðin fimmtán ár, og spurningin er sú hvort ónæmis- tæringarveiran berist út fyrir þá hópa scm hingað til hafa verið í mestri hættu í Bandaríkjunum og Evrópu. Hún hefur þegar gert það, en ég held að ekki sé þó nein ástæða til ótta. Það sem um er að ræða er

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.