Þjóðviljinn - 22.09.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.09.1985, Blaðsíða 3
Lokað á Watson Paul Watson, sem allir muna eftir frá því hann var hér á dögunum og hótaði íslending- um öllu illu vegna hvalveiða okkar, fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann kom heim til Skotlands. Hann hafði farið héðan til Færeyja þar sem hann mótmælti grindhvala- drápi og síðan sigldi hann til Glasgow. Þegar þangað kom voru flestir gengnir úr sam- tökunum Sea Shephard vegnaóánægju með harðfylgi hans og stofnuð höfðu verið ný samtök „Save“. Talið er að um 5000 meðlimir hafi yfirgef- ið samtökin og er það mikil blóðtaka fyrir samtök Wats- ons, þar sem ársgjaldið, 5 £ á mann, var helsti tekjustofninn.H Kokkabók AB Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík er nú á fullu að undirbúa prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og hefur m.a. tryggt sér kjörstað í Gerðubergi í byrjun vetrar. í undirbúningi eru mikl- ar breytingar á próf- kjörsreglunum og er upp- skrftin sótt til Alþýðubanda- lagsins. Ætlunin er að loka prófkjörinu fyrir öðrum en flokksbundnum og hafa tvær umferðir. Telja kunnugir að lokun prófkjörsins sé til þess að koma í veg fyrir það „slys“ að Albert skjótist upp fyrir Da- víð eins og hann gerði með Geir í þingkosningunum síð- ast. En Albert er greinilega til í slaginn og bara eftir að sjá hvað hann drífur meðal flokksmanna.H Af þjóðlegheitum Svo virðist sem það breytist í tímanna rás hvað menn telja þjóðlegt og minni á landið eina sanna. Þannig var með unga manninn sem var að borða á pitsustað í Kaup- mannahöfn og valdi sér teg- undina „American style“ af því það var eitthvað þjóðlegt við nafnið, eitthvað sem minnti hann á ísland.B _______Ríki í Neskaupstað Það eru fleiri en Hafnfirðingar sem eru þyrstir þessa dag- ana. Austur í Neskaupstað stendur þessar vikurnar yfir undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á við bæjaryfir- völd, að kosið verði um opnun áfengisútsölu í næstu sveitarstjórnarkosningum. Söfnunin hefur gengið hljótt fyrir sig en eftir því sem fréttist suður þá hafa undirtektir verið með ágætum og er það eink- um yngri kynslóðin sem ekki sættir sig við að þurfa að brenna yfir á Seyðisfjörð eða standa í stappi á pósthús- inu.B r- Ért þú ^ búinn að íara í Ijósa - skoöunar -ferð? .jf w Þrisvar sinnum færri konur gift- ast í dag, en fyrir þrjátíu árum. Það er að segja, - ef svo fer sem horfir. 12% kvenna, sem nú eru á þrítugsaldri munu líklega aldrei giftast og 10% karlmanna. Þetta segja félagsspámenn í Arizona háskólanum. Sun Yaoting er síðasti kín- verski geldingurinn sem lifir, en hann er nú 84 ára gamall. Hann er einn eftir af þúsundum geld- inga sem stjórnuðu hirð kín- verska keisarans Pu Yi. Sun man það enn þann dag í dag, þegar faðir hans gelti hann með eigin hendi er Sun var aðeins 10 ára gamall. Sun, var af fátæku fólki kominn og átti þrjár bræður. Það þótti mikil upphefð að verða geldingur keisarans og Sun var valinn til þess hlutskiptis vegna kunningsskapar föður hans við einn valdamesta gelding hirðar- innar. Sun býr nú í búddamusteri skammt frá hinni fornu höll keisarans, þar sem hann lifði í vellystingum praktuglega fyrr á öldinni við hirðina. eða þannig.. Það vakti mikla athygli á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor þegar Menahem Golan, einn af kvikmyndamógúlum í Holly- wood fékk franska kvikmynda- leikstjórann Jean Luc Godard til að skrifa undir samning á borð- dúk á kaffishúsi um nútímaútgáfu á Lé konungi. Golan tókst að fá mikla auglýsingu fyrir sig og fyrir- tæki sitt Cannon fílms, samning- urinn sjálfur var hins vegar skemmtilegur brandari. Nú bregður hins vegar svo við að Go- dard er kominn til Hollywood í þeim tilgangi að hefja gerð þess- arar myndar. Sá sem hann ætlar að fá til að leika Lé nútímans er enginn annar en Marlon Brando. Nafnlausirsértrúarmenn heita samtök manna sem vilja hjálpa þeim sem hafa ánetjast Múnist- um, Bagwansinnum og fleiri söfnuðum á undanförnum árum og laga þeir starf sitt að AA- samtökunum, þeim sem hafa náð miklum árangri í því að endurhæfa áfengissjúklinga. Nafnlausirsértrúarmenn hafa auglúst símaþjónustu í Bretlandi sem starfar allan sólarhringinn. Þar svara þeir sem haf a verið í söfnuðum af fyrrgreindu tagi, þar semgerðareru ítrustu kröfurtil þess að persónan brjóti allar brýr að baki sér og verði eitt með hinu nýja samfélagi og spámanni þess. Þessi þjónusta byggir á þeirri sannfæringu, að margir séu fullir vonbrigða innan safnaðanna og vilji gjarnan komast út, en áræði það ekki vegna þess að þeir eigi ekki að neinum skilningi að hverfa.* I Orðs ending nl fviirtækja og eínstaklínga í atvinnurekstri Skattrannsóknarstjóri hefur ákveðiö að kanna bókhald þeirra aðila sem eru skyldir til að gefa út reikninga I viðskiptum slnum við neytendur. Kannað verður hvort farið er eftir þeim reglum sem gilda um skráningu viðskipta á nótur, reikninga og önnur gögn. Dagana 23. september til 7. október verða 400 fyrirtæki úr 27 atvinnugreinum heimsótt af starfsmönnum Skattrannsóknarstjóra í þessu skyni. Könnunin nær til fyrirtælga úr eftirtöldum atvinnugreinum: Númeratvlnnu- grelnar: 261 262 332 333 339 350 370 383 385 395 410 420 491 492 493 494 495 496 497 719 826 841 842 843 847 867 869 Heití atvlnnugrelnar: Trésmfði, húsgagnasmíði Bólstrun Gleriönaður, speglagerð Leirsmíði, postulínsiðnaður Steinsteypugerð, steiniðnaöur Málmsmlöi, vélaviðgerðir Rafmagnsvörugerö, raftækiaviðgerðir Bifreiöaviögeröir, smurstöövar Reiöhjólaviögeröir Smíði og viögerð hljóðfæra Verktakar, mannvirkiagerð Bygging og viðgerð mannvirkia Húsasmfði Húsamálun Múrun Pípulögn Rafvirkiun Veggfóörun, dúklagning Teppalögn Ferðaskrifstofur Tannlækningar Lögfræöiþjónusta, fasteignasalar Bókhaldsþjónusta, endurskoðun Tæknileg þjónusta Innheimmtustarfsemi Ljósmyndastofur Persónuleg þjónusta ót. a„ t.d. heilsuræktarst. SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.