Þjóðviljinn - 22.09.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.09.1985, Blaðsíða 20
Skólarannsóknir T Bandaríkjunum Tölvukennslan þegar úrelt Nemendur í bandarískum skólum eyða æ meiri tíma og pen- ingum í að læra gagnslausa hluti þannig.. Hvað eiga Adolf Hitler og Al- bert Einstein sameiginlegt? Jú, þeir sem fletta upp í Encycl- opaediu Britannicu leita oftast að nöfnum þeirra. Næstir á eftir koma Walt Disney, Leonardo Da Vinci, arkitektinn Frank Lloyd Wright, Van Gogh og Laura Ing- alls Wilder (skrifaði „Húsið á sléttunni”). En toppstjörnur eins og Springsteen eða Reagan, - nei, líklega vita allir allt um þá, því sárasjaldan opna menn síðurnar þar sem þeirra afrek eru tíund- uð... Þessar upplýsingar koma frá rannsóknarstöð bókaútgáf- unnar í Chicago. Hver man ekki eftir sjónvarps- þáttunum, sem gengu hér fyrir nærri 15 árum um hana Dísu, sem átti heima í flösku. Dísa flöskuandi var mikil vinkona Larry nokkurs Hagman, sem í dag gengur undir nafninu JR og hefur síðan tekið upp ýmsa leiða siði, sem Dísu flöskuanda myndu áreiðanlega ekki líka. Nú á að fara af stað hjá NBC sjónvarps- stöðinni með nýja Dísuþætti og verður Jeannie áfram leikin af Barböru Eden, en á meðan Larry er að svindla og sukka í Dallas leikur Wayne nokkur Rogers hin geðþekka félaga Dísu. Nýlega var gerð rannsókn á 109 bakveikissjúklingum í London og batamöguleikum þeirra. Gerðar voru ýmsar með- höndlunartilraunir, raunveru- legar og tilbúnar og ætlunin að kanna hversu mikil áhrif tiltrú sjúklingsins á lækninguna hefði. í Ijós kom að þeir sem fengu vít- amíntöflur í stað verkjalyfja voru jafn líklegir til að segjast vera betri í bakinu og þeir sem raun- verulega fengu verkjalyf. Sömu sögu var að segja um tilbúna geislameðferð o.fl. „Vöðvabólga og bakveiki er oft almenn þreyta, þörf fyrir athygli og andlega slökun. Þessvegna koma niður- stöðurnar ekki á óvart,” sögðu læknarnir sem stjórnuðu rannsókninni. Fyrrverandi eiginkona Reag- ans, Jane Wyman, hefur verið vinsæll blaðamatur í Bandaríkj- unum eftir að Reagan varð for- seti. Keppast blöð um að reyna að fá hana til að úttala sig um forsetann, jafnt stuðningsmenn hans sem andstæðingar. Jane hefur verið utan sviðsljóssins lengi og borið af sér allar slúður- sögur um hjónaband þeirra. „Ég er ekki bitur eða hef átt í pólitískum illdeilum við Reagan, - hvorki fyrr né síðar. En mér þyk- ir ósmekklegt að ræða opinber- lega um fyrrverandi maka,” segir hún. Jane sem var þekkt leikkona á sínum yngri árum, hafði dregið sig í hlé frá kvikmyndunum þar til skömmu eftir að Reagan var kos- inn forseti. Hún leikur nú aðalhlu- tverkið í framhaldsþáttunum „Falcon Crest", sem eru á góðri leið með að verða vinsælli en Dallas. „ Því verður ekki neitað að Jane er ágæt leikkona. En sú stað- reynd að hún var fyrri kona Bandaríkjaforseta hefur ekki dregið úr vinsældum framhalds- þáttanna, svo ekki sé sterkar að orði kveðið,” segir framleiðandi þáttanna. eins og t.d. að mata tölvur, sem verða úreltar löngu áður en þetta unga fólk kemur út úr skólunum. Þetta er niðurstaða skóla- rannsókna á vegum Wiscounsin háskóla. Allt bendir til þess að tölvur framtíðarinnar þurfi ekki að snerta, heldur verði þeim stjórnað í gegnum taltæki, þ.e. þær verði mataðar í bókstaflegri merkingu. Þeim verður sagt fyrir eins og menn sögðu einkariturum sínum, á meðan sú stétt var enn til, og þær hlýða. „Það væri nær að kenna nemendum að tala, lesa, stafsetja og hugsa,” segir J. Patterson hjá tölvudeiid há- skólans. Feiminn lífvörður Lífvörður hennar hátignar fékk nýlega liðsauka, en það var írski úlfhundurinn „Connor”. Hann er ungur að árum, en fékk eigi að síður það starf að standa vörð um drottningamóðurina. Aumingja hvutti var svo feiminn að liðsforinginn sem við sjáum hér á myndunum varð að halda á honum þegar sjálf frúin mætti til að kanna lífvörðinn. Eða kannski er Connor bara sannur íri, sem nennir ekki að sýna breska kon- ungsveldinu meiri kurteisi en nauðsynlegt er... FYRSTA FISKELDIS AISIANDI í Laugardalshöll dagana18-22. september Alþjóðleg sýning um íslenskt hagsmunamál Alþjóðlega fiskeldissýningin í Laugardalshöll er fyrsta sýning sinnar tegundar hér á landi. Hér er fjallað markvisst um nýja og ört vaxandi atvinnugrein sem miklar vonir eru bundnar við. Hér finnur þú á einum stað alltsem máli skiptir fyrir framtíð fiskeldis á íslandi. Innlendir og erlendir aðilar kynna framleiðslu sína, varpað er Ijósi á þá möguleika sem fyrir hendi eru og gefið er yfirlit yfir [aær leiðir sem færar eru að settu marki. Markmiðið með sýningunni er að hjálpa mönnum að finna bestu leiðina, hvetja athafnamenn til dáða og vekja sem flesta til umhugsunar um þau miklu tækifæri sem bíða okkar í fiskeldi hér á landi. ir • Meðal þess sem kynnt er: Rafeindabúnaður til mælingar, • flokkunar og eftirlits Tölvustýrðir fóðurgjafar • Tankar, búr og ker • Lyf og lækningatæki Öryggisbúnaður Hreinsibúnaður og dælur Teljarar, vogir og mælar • Öryggis- og burðarnet • Flotbúnaður, þéttibúnaður og skilrúm • Gæðaeftirlitsbúnaður • Ráðgjafarþjónusta ■ Myndbandakynningar ■ Svæðakynningar ■ Jarðvarmanýting ■ Landnýting ■ Sýningarsvæðið í Laugardalshöll Smakkið afurðirnar! Til að gefa gestum færi á að kynnast því ágæta hráefni sem eldisfiskurinn er, munu matreiðslumeistarar frá Gauki á Stöng bjóða upp á gómsæta rétti þar sem eldisfiskurinn er í aðalhlutverki. Sýningin stendur aðeins í 5 daga Sýninginstendurfrá 18.-22. september ogeropinfrákl. 11.00 - 19.00 alla sýningardagana. ™ ----------------------------------—.... _ • ■: • ■ S>„: ■-•••. .S > • •• • V «SV , í ■ : $ÍMMHÍIÍlIÍfsPilP¥l!raBllÍlSBWwllfÍl*raiœ0ffi8! alssilslsISllli f -'X'-. Industrial and Drade Fairs International Limited 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.