Þjóðviljinn - 24.09.1985, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Qupperneq 1
 Viðar Þorkelsson horfir á boltann bylgja þaknetiö á marki Glentoran, fallegur skalli hans hefur fært Fram 2- 1 forystu í Evrópuleiknum á laugardag. Mynd: E.ÓI. Sjá bls. 10-11. -VS/Reuter Badminton TBR í Evrópukeppni TBR tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða í badminton í ár sem undan- farin ár, en hún hefst í V. Þýskalandi á fimmtudag. Liðið fer utan í dag og er skipað eftirtöldum leikmönnum.: Guðmundur Adolfsson, Wang Junjie, Jóhann Kjartansson, Sigfús Ægir Árnason, Árni Þór Hallgrímsson, Snorri Þorgeir Ingvarsson, Þórdís Edwald, Kristín Magnúsdóttir, Inga Kjartansdóttir og Elísabet Þórðardóttir. TBR er í riðli með Racing Club frá Frakklandi, BC frá Portúgal og BK Smash frá Finnlandi. Sigurvegari kemst í 8-liða úrslit og ætti TBR að eiga góða möguleika á því. í ferðinni verður einnig leikinn landsleikur við Belga og fer hann fram á mánudaginn kemur. -VS Mexíkó HM verður óhreyfð Stjórn Alþjóða Knattspyrnusam- bandsins, FIFA, tilkynnti í gær að ekkert væri því til fyrirstöðu að loka- keppni HM geti farið fram í Mexíkó á réttum tíma á næsta ári - þrátt fyrir jarðskjálftana miklu þar í landi síð- ustu daga. Hinn glæsilegi Aztec-leikvangur í Mexíkóborg slapp við skemmdir í skjáiftunum, sem og hinir 11 vellirnir sem nota á í keppninni, og þá urðu engar skemmdir á þeim hótelum sem tekin hafa verið frá. Uppi höfðu verið raddir um að seinka keppninni um eitt ár, til 1987, en að öllu óbreyttu hefst hún þann 31. maí 1986 á Aztec- leikvanginum. -VS/Reuter England Orient vann Tottenham! Orient, sem er í 13. sæti 4. deildar ensku knattspyrnunnar, vann geysilega óvæntan sigur á stórliðinu Tottenham Hotspur, 2- 0, í 2. umferð mjólkurbikarsins i gærkvðldi. Tottenham réð gangi leiksins með Glenn Hoddle og Ossie Ardiles í finu formi - en tvö óvænt mörk frá Kevin Godfrey seint í leiknum tryggðu Orient óvæntan sigur. Liðin eiga seinni leikinn eftir - á White Hart Lane. 21-árs liðið Góðar aðstæður ísland og Spánn mætast í lands- leik í knattspyrnu, 21 árs og yngri, í Huelva í kvöld. Þetta er síðasti leikurinn í 7. riðli Evrópu- keppninnar en Skotar eru þriðja liðið í riðlinum. Spánn hefur þeg- ar tryggt sér sigur, hefur 5 stig, Skotland 3 en Island 2 stig. Is- lenska liðinu dugar jafntefli til að ná öðru sætinu. Lið íslands verður með öllum Sjö með 12 Sjö raðir komu fram með 12 réttum leikjum í 5. leikviku Getrauna og var vinningur kr. 75,810 á röð. Alls voru 150 raðir með 11 rétta og er vinningur þar kr. 1,516. líkindum þannig skipað: Friðrik Friðriksson, Þorsteinn Þorsteins- son, Kristján Jónsson, Mark 'Duffield, Loftur Ólafsson, Pétur Arnþórsson, Ómar Torfason, Ingvar Guðmundsson, Kristinn Jónsson, Björn Rafnsson og Halldór Áskelsson. Guðni Kjartansson þjálfari liðsins sagði í samtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi að sér litist vel á aðstæður. Völlurinn væri frekar lítill og það ætti að henta íslenska liðinu ágætlega. „Þetta verður erfiður leikur, Spánverjar eru með sterkt lið, en allt getur gerst. Ekki reiknaði neinn með því að við ynnum Skotana í vor“, sagði Guðni. VS A. Þjóðverjar Þrjú heimsmet Austur-þýskt frjálsíþróttafólk setti hvorki meira né minna en þrjú heims- met á móti sem fram fór í Austur- Berlín á sunnudaginn! Ulf Timmermann setti nýtt heims- met í kúluvarpi, kastaði 22,62 metra. Landi hans, Udo Beyer, átti fyrra metið, 22,22 metra, sett í Los Ange- les í júní 1983. Sabine Busch hljóp 400 m grinda- hlaup kvenna á 53,56 sekúndum. Margarita Ponomaryeva frá Sovét- ríkjunum átti heimsmetið, 53,38 sek., sett í Kiev fyrir 15 mánuðum. Heike Dreschler stökk 7,44 metra í langstökki kvenna. Hún bætti tveggja ára gamalt heimsmet rúmensku stúlk- unnar Anisoara Cusmir um einn sentimetra. -VS/Reuter Kraftlyftingar Torfi heimsmeistari! Torfl Ólafsson varð á sunnu- daginn Evrópu- og heimsmeistari í yfirþungavigt kraftlyftinga - en Evrópu- og heimsmeistaramótin fóru fram samhliða í Soest í Vestur-Þýskalandi um helgina. Torfi lyfti samanlagt 807,5 kg. Hjalti Árnason keppti í 125 kg flokki og varð annar á Evrópumótinu en fjórði á heimsmeistaramótinu. Álls tóku níu íslenskir kraftlyftingamenn þátt í mótunum. -VS Spánarleikurinn Allir heilir og Þorsteinn með Haukar Pálmar með? Pálmar Sigurðsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, er smám saman að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir á dögunum. Haukarnir gera sér vonir um að hann verði orðinn nægilega góður þann 5. október til að geta leikið með þeim fyrr leikinn gegn Táby frá Svíþjóð í Evrópukeppni bikar- hafa. Sá leikur fer fram í Hafnar- firði en sá síðari í Svíþjóð viku síðar. Haukar eiga von á bandarísk- um leikmanni, Mike Schieb að nafni, til að leika með þeim gegn Svíum. Hann mun vera öflugur bakvörður, 27 ára gamall og um 180 sm á hæð. Leyfilegt er að leika með tvo lánsmenn í Evrópu- keppni. -VS íslenska landsliðið í knatt- spyrnu býr sig nú undir HM- leikinn við Spánverja sem fram fer á Villamarin leikvanginum í Sevilla annað kvöld. Liðið æfði við fljóðljós á vellingum í gær- kvöldi - hann er stór og breiður og rúmar 45 þúsund manns, en uppselt er á leikinn. Állir leikmenn íslenska liðsins eru heilir eftir leiki helgarinnar, að sögn Sigurjóns Sigurðssonar læknis liðsins. Sú breyting var gerð á hópnum áður en hann fór að Þorsteinn Bjarnason frá Keflavík kom í stað Eggerts Guð- mundssonar markvarðar frá Halmstad sem er meiddur í fingri. Ovíst var hvort Sigurður Jóns- son gæti komið í leikinn og því var Omar Torfason til taks, en hann leikur sem eldri leikmaður í 21 árs liðinu. Ágúst Már Jónsson úr KR fór með 21 árs liðinu til að taka stöðu Ómars ef hann yrði fluttur yfir í A-hópinn. Af því varð ekki þar sem Sigurður kom frá Englandi á réttum tíma. -VS Drengjaliðið Skotar fengu forgjöf Tvö mörk í byrjun leiks og Skotland vann 2-1 Tvö ódýr mörk Skota á fyrstu 9 mínútunum færðu þeim 2-1 sigur í fyrri viðureigninni við íslenska drengjalandsliðið í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Bæði komu eftir slæm varnarmis- tök, sjálfsmark í fyrra skiptið og skalli frá miðherjanum McGarri- son í það síðara. Leikið var á Laugardalsvellinum í gær. íslenska liðið var lengi í gang eftir þessa forgjöf en náði sér smám saman á strik og hefði með örlítilli heppni getað náð hag- stæðari úrslitum. Baráttuvilji drengjanna var mikill og þeir gáf- ust aldrei upp. Ólafúr Viggósson frá Neskaupstað átti glæsilega hjólhestaspyrnu eftir aukaspyrnu Rúnars Kristinssonar mínútu fyrir hlé sem skoski markvörður- inn varði. Haraldur Ingólfsson frá Akranesi komst í dauðfæri eftir varnarmistök Skota á 3. mínútu seinni hálfleiks en skaut framhjá. Varnarmaður bjargaði skoti Rúnars í hom á 14. mínútu og á 25. mín. sló markvörðurinn boltann af höfði Rúnars á síðustu stundu eftir fyrirgjöf Haraldar. Rúnar stakk sér strax á eftir snyrtilega milli varnarmanna en var felldur. Vítaspyma, og úr henni skoraði Haraldur, 1-2. En á korterinu sem eftir var náði ís- lenska liðið ekki að skapa sér umtalsverð færi og Skotar standa því vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer ytra annan mánu- dag. Bestir í íslenska liðinu voru hinn fljóti og hættulegi Ólafur Viggósson, miðjumennirnir Steinar Ádolfsson og Rúnar Kristinsson, sem þó voru nokkuð mistækir, og bakverðirnir Þor- móður Egiisson og Gísli Björns- son. Vörnin var óömgg allan tím- ann og þar skildi á milli - lið Skot- anna var heilsteyptara og kraftmeira. -VS UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.