Þjóðviljinn - 24.10.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.10.1985, Blaðsíða 1
24. OKTÓBER BORGARNES AKRANES HEIMURINN Erla og Margrét fyrir framan Alþingi í gær: Þeir eru að svipta okkur sjálfsögðum réttindum. Það á að vera réttur allra launamanna að fá að semja um kaup og kjör. Ljósm. E.ÓI. Ríkisstjórnin Köld kveðja til kvenna Ríkisstjórnin œtlarað brjóta verkfall flugfreyja á bakaftur. Margrét Guðmundsdóttir og Erla Hatlemark: Ríkisstjórnin er að svipta okkur sjálfsögðum réttindum. Einkennilegtframlag í lok kvennaáratugar. Flugleiðir Ijúga um launflugfreyja. að er auðvitað alvarlegt mál að ríkisstjórnin ætli að svipta Flugfreyjufélagið samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu. Það eiga að vera sjálfsögð réttindi launamanna í landinu að fá að semja um kaup og kjör og við trú- um ekki öðru en að stjórnarand- staðan muni beita öllum tiitækum ráðum til að hamla gegn slíkum gerræðisákvörðunum stjórn- valda, sögðu Margrét Guð- mundsdóttir formaður Flug- freyjufélagsins og Erla Hatle- mark formaður samninganefnd- ar i samtali við Þjóðviljann í gær, en ríkisstjórnin ákvað í gær að stöðva verkfall flugfreyja með lögum. Það var kl. 17.30 í gær að Matt- hías Bjarnason samgöngu- ráðherra varð við þeirri ósk VSÍ og Flugleiða h f. að setja gerðar- dómslög á flugfreyjur. Rök sam- gönguráðherra voru vægast sagt léttvæg. Hann talaði um einangr- að eyland sem ekki mætti teppa samgöngur við (Arnarflug og fleiri fljúga enn) og hann talaði um að ef samið yrði við flug- freyjur nú þá væri það fordæmi fyrir komandi kjarasamninga. Rök Matthíasar voru tætt niður í umræðum á Alþingi í gær svo ekki stóð steinn yfir steini. Öll stjórnarandstaðan andæfði þess- um gerræðislegu vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar utan Alþýðu- flokkurinn sem stóð með Sjálf- stæðisflokknum í þessari aðför að frjálsri verkalýðshreyfingu. Jó- hanna Sigurðardóttir skar sig þó úr þeim flokki og sameinaðist stjórnarandstöðunni í máli þessu. „Það er einkennilegt framlag nkisstjómarinnar til baráttu kvenna í lok kvennaáratugar að koma svona fram við stéttarfélag okkar. Þeir eru að afnema frelsi okkar til samninga. Flugleiðir hafa farið með vísvitandi lygar í vissum fjölmiðl- um undanfarna daga um laun flugfreyja. Þeir halda því t.d. fram að laun okkar séu meira en 60 þúsund á mánuði, en þar telja þeir dagpeninga og bílastyrk til launa og það er fráleitt. Allir sem vinna fjarri heimili fá greiddan útlagðan kostnað. Þeir vilja einn- ig halda því fram að við fáum greitt vaktaálag nú þegar, en samkvæmt þeirri túlkun eru dag- vinnulaun byrjenda nú um 15 þúsund krónur. Fleira má telja í þessum dúr, en þetta eru ekkert annað en lygar,” sögðu Margrét og Erla. Flugfreyjur veittu ferðaskrif- stofunni Urvali og Ferðamið- stöðinni undanþágu í gær til leiguflugs með íslendinga frá Spáni. Margréti hefur verið boðið að tala á útifundi kvenna á Lækjar- torgi kl. 14.00 í dag. -gg. - S.dór. Sjá bls. 3 r Konur! Konur! Utifundur á Lækjartorgi kl. 14 í dag A vörp. Tónlist. Leikþáttur. Kl.ll. 00 árdegis opnar Kvennasmiðjan sýningu 70stéttarfélaga á störfum og kjörum kvenna í Seðlabankabyggingunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.