Þjóðviljinn - 24.10.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Alþingi
Ráðist á helgan rétt
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður: Þingmenn hafa
ekkertfengið að kynna sér málið sem keyra á ígegn á
nokkrum klukkustundum. Guðrún Helgadóttir
alþingismaður: Ráðist áhelgasta rétthinna vinnandi stétta.
Gerðardómslögin átti að afgreiða í nótt
Gerðardómslögin
Alþýðu-
flokkurinn
Allir þingmenn
Alþýðuflokksins nema
Jóhanna Sigurðardóttir
styðja ríkisstjórnina
Allir þingmenn Alþýðuflokks-
ins nema Jóhanna Sigurðardóttii
ákváðu í gær að styðja gerðar-
dómslög ríkisstjórnarinnar sem
lögð voru fram seint í gærdag og
berja átti í gegn í nótt er leið.
Meira að segja Karl Steinar,
varaformaður Verkamannasam-
bands íslands.
Alþýðubandalagið, Bandalag
jafnaðarmanna og Samtök um
kvennalista iýstu strax yfir and-
stöðu við gerðardómslagafrum-
varpið. _ s.dór.
Hvað gerir
forsetinn?
Eftir að forseti íslands hafði
lýst því yfir að hún myndi taka sér
frí frá störfum í dag eins og aðrar
konur á kvennadaginn, nema
eitthvað sérstakt kæmi uppá,
spurðu margir: Mun forsetinn
undirskrifa lögin sem banna
verkfall flugfreyja á sjálfan
kvennadaginn?
Þótti ýmsum það í hæsta máta
ósmekklegt af ríkisstjórninni að
keyra gerðardómslögin í gegn í
gær og ætla svo forsetanum að
skrifa undir þau í dag. - S.dór.
Eftir að Matthías Bjarnason
samgönguráðherra hafði
mælt fyrir lagafrumvarpi um
gerðardóm og bann við verkföll-
um í deilu flugfreyja og Flugleiða
hf. tók Jóhanna Sigurðardóttir til
máls. Hún gagnrýndi í fyrstu
málsmeðferðina og benti á að ai-
þingismenn hefðu ekkert fengið
að kynna sér þetta mál sem nú
ætti að keyra í gegn á nokkrum
klukkutímum. Síðan rakti hún og
skýrði frá kjörum og vinnutíma
flugfreyja og talaði þar af mikilli
þekkingu enda fyrrverandi for-
maður Flugfreyjufélagsins,
þannig að enginn þingmaður
þekkir málefni þeirra jafnvel og
Jóhanna.
Guðrún Helgadóttir alþingis-
maður benti á í sinni ræðu að hér
væri verið að ráðast á helgasta
rétt hinna vinnandi stétta, verk-
fallsréttinn. Hún benti einnig á
hvernig Flugleiðir hefðu komið
fram í þessu máli. Félagið hefur
ekki rætt við flugfreyjur frá því
það gerði samningana við flug-
menn í vor, en þá var því lofað að
samið yrði við flugfreyjur innan
tíðar. „Síðan er nú ráðist á flug-
freyjur fyrir að stöðva flugsam-
göngur", sagði Guðrún. Hún
rakti síðan sérstöðu flugfreyja
varðandi vinnu, lág laun þeirra
og erfitt starf og lýsti yfir and-
stöðu Alþýðubandalagsins við
gerðardómslögin.
Guðmundur Einarsson benti
m.a. á að svo væri komið að Flug-
leiðir gætu gengið útfrá því sem
vísu að sett væru lög sem bönn-
uðu starfsfólki þess að beita verk-
fallsrétti hversu óbilgjörn sem af-
staða félagsins væri.
Kristín Halldórsdóttir alþingis-
maður lýsti yfir andstöðu
Kvennalistans við frumvarpið og
Steingrímur J. Sigfússon alþingis-
maður gagnrýndi mjög málsmeð-
ferðina. Þessu næst var málið sett
í nefnd og átti að keyra það í
gegnum báðar deildir í nótt.
- S.dór.
Jón Baldvin og Sighvatur Björgvinsson krataþingmenn bjóða yfirmenn Flug-
leiða hf. velkomna í þingflokksherbergi Alþýðuflokksins í gær. Eftir þann fund
ákváðu kratar að styðja gerðardómslögin allir nema Jóhanna Sigurðardóttir. Á
innfelldu myndinni eru flugfreyjur að drekka kaffi á kaffistofu Alþingis í gær, en
þær fjölmenntu á þingpalla. (Ljósm.: E.ÓI.).
BSRB-þingið
Þetta verður uppgjörsþing
Konur ákveðnar íað seilast til meiri áhrifa. Harðar deilur um úrsögn KÍog
endalok verkfallsins ífyrrahaust. Líkur á aukaþingi um skipulagsmál
Miklar og harðvítugar deilur
urðu á BSRB þinginu á
þriðjudagskvöldið um úrsögn
kennara úr bandalaginu og ekki
síður endalok verkfallsins fyrir
ári. Hart var deilt á þá sem að
samningagerðinni stóðu. Búist er
við áframhaldandi átökum á
þinginu í dag og næstu daga.
„Þetta er uppgjörsþing. Konur
og grasrótin frá því í verkfallinu
eru nú sterkari en áður. Fyrsta
skref kvenna til meiri áhrifa í
bandalaginu var að yfirtaka kjör-
S-Afríka
Geir á móti
viðskipta-
banni
Geir Hallgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði á Alþingi, vegna
fyrirspurnar frá Steingrími J. Sig-
fússyni um aðgerðir Islands gegn
kúgunarstjórn S-Afríku, að hann
teldi viðskiptabann hér á lándi
ekkert hafa að segja í þessu máli.
Geir sagði að inn- og útflutningur
íslendinga til og frá S-Afríku væri
svo lítill að ekkert munaði um
hann. Aftur á móti nefndi hann
ekki hvort slíkt gæti haft sið-
ferðileg áhrif.
Ráðherra sagði að ríkisstjórn
íslands hefði verið samstiga ríkis-
stjórnum á Norðurlöndunum í að
mótmæla kúgun stjórnar S-
Afríku á svarta meirihlutanum, á
alþjóðavettvangi. -S.dór
nefnd. Það hlýtur að koma að því
á þessu þingi að konur seilist til
meiri áhrifa og tryggi sér ákveðn-
ar stöður", sagði viðmælandi
Þjóðviljans á þinginu í gær.
Kjömefnd leitaði eftir því í gær
hjá þeim stjórnarmönnum sem
lengst hafa setið, hvort þeir muni
gefa kost á sér áfram og nú er
talið víst að Einar Ólafsson for-
maður SFR muni ekki gefa kost á
sér í stjórn. Enn hefur ekkert
heyrst um hvaða kona muni
bjóða sig fram til annars varafor-
manns.
Skipulagsmál bandalagsins
ásamt úrsögn KÍ hafa verið helstu
mál þingsins til þessa. Allsherjar-
nefnd fjallaði í gær um tillöguna
um starfsgreinafélög og tillögu
um aukaþing vegna skipulags-
mála og mun hún leggja til að
haldið verði aukaþing eftir
nokkra mánuði um þau mál.
Flestir eru samdóma um að
breytinga sé þörf á skipulagi.
BSRB og Kristján Thorlacius
hefur lýst sig fylgjandi því. Þó eru
ákveðnir aðilar efins, því breytt
fyrirkomulag gæti gjörbreytt
valdahlutföllum innan banda-
lagsins.
Þá verður lagt til af allsherjar-
nefnd að þingið staðfesti úrskurð
stjórnar BSRB um úrslit at-
kvæðagreiðslunnar frá í vor og
einn heimildamanna blaðsins á
þinginu sagði í gær að nær öruggt
væri að þingið staðfesti áfram-
haldandi veru KÍ í BSRB.
í dag leggja nefndir fram álit
sitt og afgreiðsla mála hefst.
Henni verður haldið áfram á
morgun og lýkur á laugardaginn.
-gg
Andlát
SigurðurS.
Magnússon
látinn
Sigurður S. Magnússon pró-
fessor og forstöðumaður
Kvennadeildar Landspítalans er
látinn. Banamcin hans var
hjartaáfall.
Sigurður var fæddur 16. apríl
1927 og voru foreldrar hans Sig-
ursteinn skrifstofumaður þar
Magnússon en hann gegndi síðar
framkvæmdastjórastöðu á veg-
um SÍS í Englandi og kona hans
Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurð-
ur lauk prófi frá HÍ 1952 og lauk
doktorsprófi í kvensjúkdómum
og fæðingarhjálp við Umeá há-
skóla í Svíþjóð árið 1973.
Sigurður varð sérfræðingur við
Kvennadeild Landspítalans 1974
og settur prófessor í grein sinni
við HÍ árið 1975 jafnframt því
sem hann gerðist forstöðumaður
Kvennadeildar Landspítalans.
Hann gegndi fjölmörgum trúnað-
arstörfum fyrir stétt sína og innan
Háskólans og eftir hann liggur
fjöldi rita um heilbrigðismál.
Árið 1956 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Audrey og
eignuðust þau fimm böm.
Konur
Verkfall
ídag
Þjóðviljinn kemur ekki út
á morgun
Konur sem vinna á Þjóðviljan-
um fara í verkfall í dag til að taka
þátt í útifundinum og öðrum við-
burðum kvennadagsins. Afleið-
ingar eru m.a. þær að blaðið
kemur ekki út á morgun, föstu-
dag og biðjum við lesendur að
sýna því stuðning og skilning.
Eyjar
Samkoma
í Alþýðu-
húsinu
Verkalýðsfélögin í Vest-
mannaeyjum standa fyrir dag-
skrá í Alþýðuhúsinu kl. 14 í dag í
tilefni kvennafrídags.
Engin vinna er í frystihúsunum
í Eyjum í dag vegna hráefnis-
skorts og óvíst er um vinnu fyrr
en eftir helgi. Nokkur beygur var
í konum í frystihúsunum að
leggja niður vinnu í dag af ótta
við að þær kynnu að missa
kauptryggingu, rættist ekki úr
með vinnu næstu daga.
Arnar Sigmundsson fram-
kvæmdastjóri Samfrosts sem er
rekstrarfyrirtæki frystihúsanna í
Eyjum sagði í samtali við Þjóð-
viljann í gær að þótt nægilegt hrá-
efni hefði verið í húsunum hefði
þeim konum sem vildu taka frí í
dag verið það heimilt án þess að
missa nokkur réttindi varðandi
kauptryggingu. - lg.
Hagkaup
Lokaö
ídag
Stórverslunin Hagkaup ákvað í
gær að gefa öllu starfsfólki sínu af
kvenkyni frí í dag á fullum
launum. Sagði í tilkynningu fyrir-
tækisins að það vildi með þessu
sýna stuðning sinn í verki enda sé
Hagkaup eitt þeirra fyrirtækja
sem reiði sig á vinnuafl kvenna.
Því verða verslanir Hagkaupa í
Reykjavík, á Akureyri og í
Njarðvík lokaðar í dag. - v.
Borgin
Dansað
í kvöld
Dúkkulísurnar sjá
umfjörið
Kvennaáratugnum lýkur hér í
höfuðstaðnum í kvöld með veg-
legu skemmtikvöldi á Hótel Borg
og munu Dúkkulísurnar leika
fyrir dansi.
Skemmtun hefst kl. 22, Kór
Kársnesskóla syngur undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur, fluttur
verður frumsamdinn leikþáttur
eftir Helgu Thorberg, Katrín Sig-
urðardóttir óperusöngkona syng-
ur og Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanóleikari, Sigurður Ingi
Snorrason klarínettleikari og Páll
Einarsson kontrabassaleikari
flytja Vínartónlist. Bríet Héðins-
dóttir verður kynnir og að
skemmtiatriðum loknum verður
stiginn dans við undirleik Dúkku-
h'sanna frá Egilsstöðum til kl. 1
eftir miðnætti.
Fimmtudagur 24. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3