Þjóðviljinn - 24.10.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Gerðardómur gegn konum
i dag er kvennadagur. Tíu ár eru liðin frá
hinum glæsilega baráttudegi íslenskra kvenna,
sem vakti heimsathygli og margir vonuðust til
að markaði upphaf nýrra tíma, meiri jafnaðar og
skilnings á kjörum og lífi kvenna. í dag hafa
íslenskar konur efnt til útifundar og verkfalls og
ýmslegs annars til að minna á stöðu sína og
sókn til meiri árangurs í baráttunni.
Ríkisstjórnin og atvinnurekendur hafa valið
þennan dag til að senda konum einstaklega
táknræna kveðju. Þeir hafa nú boðað gerðar-
dómslög til að hrinda verkfalli dæmigerðrar
kvennastéttar, flugfreyja.
Máski er réttindabarátta flugfreyja dæmigerð
fyrir árangur kvennaáratugarins sem nú er að
Ijúka - og máski eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar
dæmigerð fyrir andbyr þann sem jafnréttisbar-
átta hefur orðið að mæta?
Það er nánast sama hvert litið er í atvinnulíf-
inu; hvarvetna hafa konur venjulega lægri laun
en karlar sem vinna í hliðstæðum störfum. Um
þetta vitna skýrslur bæði um launamál opin-
berra starfsmanna og í einkarekstri. Ríkisvaldið
hefur síður en svo gengið á undan með góðu
fordæmi, þó sem betur fer megi víða sjá
breytingar til hins betra í viðhorfum til kvenna á
vinnumarkaði.
Nýjustu upplýsingar kjararannsóknarnefndar
um launaskrið sem tekið hefur við af um-
sömdum töxtum víða á vinnumarkaði benda
síður en svo til þess að konur hafi farið betur
útúr launaþróuninni eftir að „frelsi“ markaðarins
tók yfir hlutverk samninga. Til dæmis um þetta
hækkuðu laun verkakvenna umfram launataxta
aðeins um 0.8% á tímabilinu frá 2. ársfjórðungi
1984 til 2. ársfjórðungs 1985, meðan kaup karla
í verkamannavinnu hækkaði um 3.8% umfram
taxta. Og ásamatímabili hækkuðu laun kvenna
í afgreiðslustörfum ekki um einn eyri umfram
taxta, meðan laun karla í sömu störfum hækk-
uzu um 5.4%
En það er ekki aðeins markaðurinn sem van-
metur vinnuframlag kvenna og hampar
karlrembunni í kaupgjaldsmálum. Kaup þeirra
sem vinna að því að rækta, ala upp og hlúa að
öðru fólki, fóstrustörf, kennarastörf, sjúkraliða-
störf og þ.u.l. liggur langt fyrir neðan það sem
nægirtil framfærslu og hefur trúlega aldrei verið
ríkjandi kaldranalegra viðhorf af hálfu ríkisvalds
en einmitt núna.
Konur hafa orðið sérstaklega fyrir barðinu á
hinum lága kaupmætti launa í landinu. Þær hafa
einsog annað launafólk mætt því með gífurlegri
yfirvinnu. Og sú vinnuþrælkun verður ekki minni
fyrir þá sök, að þegar heim er komið tekur annar
vinnudagur við sem hvergi erskráður. Húsmóð-
urstörfin, þau störf sem unnin eru á hverju heim-
ili eru enn hornrekaíþjóðfélagsbúinu; hvorki virt
til launa né þeirrar virðingar sem þeim ber.
í stéttarfélögum hefur konum gengið alltof
hægt að sækja til sjálfsagðra áhrifa og í fjölda
slíkra félaga eru konur í meirihluta án þess að
vera leiðandi í starfi þeirra. Frelsun konunnar úr
hlekkjum láglauna og annarrar kúgunar er og
verður fyrst og fremst verk hennar sjálfrar. Og
það er því miður langur vegur frá því að konur
almennt hafi tekið á sínum málum þann veg. En
konur eru ekki einar um sinnuleysi í þeim efn-
um.
Flugfreyjubaráttan er á margan hátt dæmi-
gerð fyrir ástandið í dag. Konur sem vinna störf,
þarsem krafist er mikillar menntunar, yfirvinnu
og fórna frá fjölskyldu og heimilum. Byrjunar-
laun þeirra voru í maí sl. 20.667 krónur. Byrjun-
arlaun aðstoðarflugmanna sem hafa sama
vinnustað voru tæplega 50 þúsund í maímán-
uði. Atvinnurekandinn segist tapa allt að 10
miljónum á dag í verkfalli þeirra, en frekar en að
semja um laun í samræmi við kröfur leita Flug-
leiðir á náðir þeirra sem ættu að styðja kröfur
kvennanna, ríkisvaldsins. Það er ekki í fyrsta
skipti sem Flugleiðir leita á náðir ríkisvaldsins
þegar eitthvað bjátar á, - og ekki í síðasta. Það
er svo kapítuli útaf fyrir sig, að ráðherra og
ríkisstjórn skuli rjúka upp til stuðnings atvinnu-
rekendum með gerðardómslögum. Um leið og
frjálsri verklýðshreyfingu og mannréttindum
láglaunafólks er sýndur enn á ný hnefi núver-
andi ríkisstjórnar - er hér á ferðinni kraftbirting
þeirrar afstöðu sem núverandi ríkisstjórn hefur
gagnvart konum. Það er köld kveðja á kvenna-
degi.
-óg
KLIPPT OG SKORHD
Um þessar mundir eiga Sam-
einuðu þjóðirnar fjörutíu ára af-
mæli. Það tækifæri nota oddvitar
ríkja til að lýsa yfir afstöðu sinni
til samtaka, sem komið var á fót í
bjartsýni sigursins yfir japanskri
hernaðarmaskínu og þýskum
nasisma. Sumir segja mest um
það, hvað þeim finnst að Samein-
uðu þjóðirnar eigi að gera. Aðrir
rifja upp þau vonbrigði sem
menn hafa orðið fyrir með sam-
tökin á fjörutíu árum. Enn eru
þeir sem yppta öxlum og segja
sem svo: Samtök eins og SÞ geta
ekki verið miklu skárri en þau
ríki sem í þeim eru.
Og allir vita hvernig þau eru.
Hartling
kveður
Á dögunum kom það í ljós, að
Poul Hartling, um langt skeið at-
kvæðamaður í dönskum stjórn-
málum, ætli um næstu áramót að
láta af miklu og erfiðu starfi -
hann hefur um sex ára skeið verið
yfirmaður flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna. Hann hef-
ur stýrt því erfiða samræmingar-
starfi að halda góðum sam-
skiptum bæði við þau ríki sem
helst leggja fram fé til aðstoðar
flóttafólki, og við þau sem við
flóttamönnum taka. Hann verð-
ur að halda þessu starfi utan við
pólitískan ágreining - enda þótt
allir viti að hver angi af flótta-
mannavandamálinu er hlaðinn
pólitísku sprengiefni.
Poul Hartling hefur, hvað sem
öllum þessum erfiðleikum líður,
fengið á sig gott orð. Og sjálfur
neitar hann því í nýlegu viðtali
við danska blaðið Information að
hann yfirgefi sitt óviðráðaníega
ábyrgðarstarf sár og vinsvikinn.
Hann hafi, hvað sem öðru líður,
verið í starfi þar sem unnt sé að
láta eitthvað gott af sér leiða. Og
það er líklega meira en sagt verð-
ur um marga alþjóðlega pósta
aðra.
Þverstæður
í rauninni kemur fram bæði í
viðtali þessu og tilefni þess, sem
er bók sem Poul Hartling hefur
skrifað um starf sitt í þágu Flótta-
mannahjálparinnar, sú afstaða
sem algengust er til Sameinuðu
þjóðanna og stofnana þeirra.
Skriffinnskan og hræsnin og
máttleysið eru menn að drepa -
engu að síður verða samtökin að
vera til og starfa - það er engin
leið önnur. Steingrímur Her-
mannsson var líka inni á svipuð-
um brautum í ávarpi sem hann
flutti í New York á dögunum.
I bók sinni segir Hartling m.a.:
„Það er ömurlegt að horfa upp
á það, hve máttlaust SÞ-kerfið er,
já og reyndar samanlagt kerfi al-
þjóðlegra samskipta - andspœnis
vandamálum heimsins...Er það
furða þótt manni stundum fallist
hendur. “
Þegar ekkert
gengur
Um það diplómatí sem rekið er
innan Sameinuðu þjóðanna segir
Hartling:
„Oft er mjög erfitt að fallast á
þetta ruglingslega og einatt
óheiðarlega tafl, sem fram fer.
Diplómatar eru ekki aldir upp til
að þeirgeti sagt nei. “ Niðurstaðan
af þessu, segir Hartling, verður
svo „annaðhvort fúl málamiðlun
eða þá að gripið er til þess venju-
lega ráðs að tefja fyrir málum. “
„Vandamál sem krefst lausnar
hanga síðan í lausu lofti eins og
vél sem ekki vinnur...Það er líka
erfitt að þurfa að gleypa alla
hrœsnina...Og það eru fáir sem
þora að kalla hlutina réttu nafni“.
Verra en svo - það er einatt
álitamál, að dómi Poul Hartlings,
hvort það er til gagns að láta uppi
skýrar skoðanir:
„Einatt verður maður að and-
varpa og viðurkenna að það leiðir
heldur ekki til neins. En það getur
verið óþolandi að taka þátt íþess-
um leik. “
En hvað sem þessu líður -
nokkrum síðum seinna skrifar
Poul Hartling á þá leið að „þrátt
fyrir allt kemst maður aftur og aft-
ur að þeirri niðurstöðu að ekki sé
hœgt að vera án Sameinuðu þjóð-
anna. Ef þœr væru ekki til þá
þyrftu menn að bretta upp ermar
strax og búa slík samtök til“.
Sem minnir óneitanlega á
gamla formúlu Voltaires: Ef guð
væri ekki til þyrfti að skapa hann
sem fyrst....
Skortur á
húmanisma
Og Hartling heldur áfram:
„Sumir halda að Sameinuðu
þjóðirnar séu einskonar slökkvi-
lið sem getur rokið af stað þegar
þörfkrefur og slökkt alla elda sem
upp koma í heiminum. Þannig er
það ekki. Á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna rœða fulltrúar ríkjanna
saman. Og það er þó betra en
ekki....
Eftil vill gœti heimurinn þróast
íþá átt að þar vœru ekki stríð. En
SÞ hefur ekki tekist að koma því
til leiðar. Og það er ekki þeirra
sök - því að þetta eru þær aðstœð-
ur sem við hljótum að búa við
meðan ríki heimsins eru eins og
þau eru....“
Poul Hartling dregur sig nú í
hlé með svofelldum ummælum
um þann heim, sem býr við
krepping fullan af hörmungum
margvíslegum:
„Heimurinn er of snauður af
húmanisma. Of snauður af
heiðarleika og trú ogfórnfýsi. Og
það er alltof mikið um síngirni,
ágirnd og valdafíkn“.
Ekkert nýtt við þau ummæli
svosem. En jafn erfitt og lengst af
fyrr að vísa þeim á bug.
ÁB
djoðviuinn
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson.
Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljóamyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Símvar8la: Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreið8lustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsinga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Olga Clausen.
Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsblað: 40 kr.
Áskrift ó mánuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 24. október 1985