Þjóðviljinn - 24.10.1985, Page 7
KVENNAÁRATUGUR
hennar ávinnuframlagi og launum kvennas.l. 10 ár
amsburðum en við skulum ekki
gleyma því að þau störf sem
krefjast líkamsburða eru sjaldan
verðlaunuð með háu kaupi. í
öllum öðrum atriðum standa
konur körlum jafnfætis og ef til
vill eru þær fremri í fingrafimi og
þolgæði, sem mörg störf krefjast.
Launamunur verður þess vegna
engan veginn rakinn til mismun-
andi starfshæfni kynjanna.
Hinu má heldur ekki gleyma
að við lifum í stéttskiptu þjóðfé-
lagi þar sem laun eru mjög ójöfn.
Ófaglært verkafólk hefur t.a.m.
68,5% af launum sérfræðinga og
stjórnenda sem er svipað hlutfall
og milli karla og kvenna almennt.
Launamunurinn er fjarri því að
vera einhliða milli kvenna og
karla.“
Minnstu munar
hjá ófaglærðu
verkafólki
„Ef kynin eru flokkuð eftir
störfum minnkar launamunur-
inn. Samkvæmt könnun Kjara-
rannsóknanefndar var meðal-
tímakaup verkakvenna t.d.
92,2% af meðaltímakaupi verka-
manna árið 1984. Samkvæmt
skattframtölum BHM manna
fyrir árið 1983 höfðu konur í fullu
starfi hins vegar aðeins 65,6% af
heildarlaunum karla. Því sér-
hæfðari sem störfin verða, þeim
mun meiri verður launamunur-
inn. Og þó konum hafi fjölgað í
hæstu launaflokkunum, þá fylla
Álfheiður Ingadóttir blaðamaður Þjóðviljans ræðir við Guðrúnu Guðmundsdóttu r framkvæmdastjóra um athuganir hennar á stöðu kvenna í lok kvennaára-
tugar. Ljósm. Sig.
bundnu kvennastörf sem þær
hafa hlotið starfsþjálfun í, ýmist
uppeldislega eða í heimilisstörf-
um, þ.e. í umönnun barna eða
sjúkra, ræstingar, saumaskap
o.þ.h.
legum mæli í dag. Jafnri stöðu á
vinnumarkaði þarf að ná á þann
hátt annars vegar að áhugi karla
verði vakinn og þeir axli sinn
hluta barnauppeldis og heimilis-
halds og hins vegar að bætt verði
taka kvenna enn aukast.
Aukningin verður hins vegar trú-
lega fremur þannig að algengara
verði að konur vinni fullt starf og
þær verði reglubundið á vinnu-
markaði en að konum á vinnu-
ekki hafa skilað þeim nægilega
fram. Gangi þær sjálfar rösklega
til verks, geta þær bætt stöðu sína
bæði á heimili og vinnustað og
gert jafnréttisdrauminn að veru-
leika.“ _ ÁI
ekki þennan mun nema að litlu
leyti.
Tölur eru ekki fyllilega
sambærilegar yfir lengra tímabil
en benda þó ótvírætt til þess að
hlutfall tekna kvenna af tekjum
karla hafi haldist nánast óbreytt
síðustu tvo áratugi. Það er því
ljóst að konur hafa ekki bætt
tekjulega stöðu sína á neinn hátt
þrátt fyrir aukna menntun og
þrátt fyrir að fleiri konur séu nú í
sérfræði- og stjórnunarstörfum
en áður. Það virðist einna helst
sem straumur kvenna á vinnu-
markaðinum hafi ýtt karl-
mönnum upp tröppurnar svo þeir
hafi orðið yfirmenn yfir hópi
kvenna: Að fjölgun kvenna á
vinnumarkaði hafi hækkað karla
í tign og launum.
Starfshæfnin
er sú sama
Þegar rætt er um launamun
kynjanna er oft vitnað til mis-
munandi líkamsburða. Konur
kann að skorta eitthvað af lík-
þær ennþá nær eingöngu lægstu
flokkana.“
Heimilið fyrst
„Ef af hverju stafar þá launa-
munurinn? Konur líta oft öðru-
vísi á hlutverk sitt í lífinu en karl-
ar. Þær líta margar á heimilið sem
aðalstarfsvettvang sinn og gefa
því allan forgang. Það er fyrst
þegar heimilisaðstæður ýmist
leyfa eða krefjast að kemur að
vinnu utan heimilis.
Af þessum ástæðum verður
starfsaldur kvenna á vinnumark-
aði styttri en karla. Þær vinna
slitrótt og eru oft í hlutastörfum.
Starfsaldur er metinn til launa og
skýrir hann að hluta launamun-
inn, einkum í sérhæfðustu störf-
unum. Einnig er starfs- og náms-
val kvenna mjög þröngt. Þær
leita oftast í þessi þröngu hefð-
Atvinnuþátttakan hefur aukist
geysilega á síðustu 10-20 árum.
Vinnumarkaðurinn gat tekið við
þessum fjölda, því ekki hefur
komið til atvinnuleysis svo heitið
geti. Þessi mikli fjöldi kvenna
leitaði hins vegar í önnur störf en
karlar og eflaust hefur það hjálp-
að til að treysta hinn tvískipta
vinnumarkað, þar sem hin hefð-
bundnu kvennastörf eru undan-
tekningarlaust metin til lágra
launa."
Hvað er
til ráða?
„Jöfn staða kynjanna á vinn-
umarkaði næst ekki fyrr en af-
staða kynjanna gagnvart vinnu-
markaðinum verður sú sama.
Þjóðfélagsins vegna er hins vegar
óskandi að það gerist ekki á þann
hátt að barnauppeldi og heimilis-
haldi verði fórnað og bæði kyn
afsegi að axla ábyrgð á heimilinu
en þeirrar þróunar gætir í alvar-
aðstaða beggja til að sinna tví-
þættu hlutverki samhliða á heim-
ili og vinnustað. Til að þau nái
sama árangri á vinnumarkaði
verður viljinn en einnig mögu-
leikinn til að helga sig starfinu að
vera sá sami hjá báðum kynjum.
Breytt og jöfn verkaskipti
innan fjölskyldunnar er forsenda
jafnrar stöðu á vinnumarkaði,
Viðhorf verður að breytast, vinn-
utími karla utan heimilis að stytt-
ast og þjónusta hins opinbera
varðandi barnaheimili og aðra
umönnun að aukast.
Konur verða að breyta starfs-
vali sínu og ryðja fordómum úr
vegi. Konur eru ekki síður hæfar
til flóknari og ábyrgðarmeiri
starfa. En konur verða einnig að
leggja áherslu á launajöfnuð al-
mennt og að hin hefðbundnu
kvennastörf verði metin til jafns
við hefðbundin karlastörf í
landinu.
í framtíðinni mun atvinnuþátt-
markaði fjölgi til muna. Sú þróun
ætti að styrkja stöðu kvenna á
vinnumarkaðnum og auðvelda
þeim að kiífa metorðastigann og
ná hærri launum.
Menntunarforsendur kvenna
fara batnandi, starfsþjálfun eykst
og starfsvalið ætti að verða fjöl-
breyttara.
Konur verða að sækja á um
aukna og fjölbreyttari menntun
og til að jafna menntunaraðstöðu
kynjanna er nauðsynlegt að efla
endurmenntun og almenna full-
orðinsfræðslu.“
Tökum þróunina
í okkar hendur
„Framtíðin er hvorki fyrirfram
gefin né óumbreytanleg. Það er
hægt að hafa áhrif á þróunina. Að
öllu samanlögðu er því sjálfsagt
að konur horfi með sjálfstrausti
og bjartsýni fram á veginn, þó
manni finnist kvennaáratugurinn
Fimmtudagur 24. október 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7