Þjóðviljinn - 24.10.1985, Síða 14
Auglýsing
um merkingu nauðsynjavara,
sem innihalda hættuleg efni
Aö gefnu tilefni vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæð-
is vekja athygli á því, að allar nauðsynjavörur sem
innihalda hættuleg efni, skal merkja samkvæmt ís-
lenskum reglum.
Þetta á m.a. við um hreinlætis- og snyrtivörur, máln-
ingarvörur, olíuvörur og leikföng.
Á ílát þessara vara skal skrá:
1. öll eiturefni eða hættuleg efni, sem varan inniheld-
ur og í hve miklu magni þau eru.
2. Notkunarreglur og nauðsynlegar leiðbeiningar á ís-
lensku um hvað gera skuli, ef siys eða eitrun af
völdum efnisins ber að höndum.
3. Nafn, heimilisfang og símanúmer framleiðanda,
svo og innflytjanda, ef um innflutta vöru er að ræða.
4. íslensk varnaðarmerki.
Framleiðandi og innflytjandi bera ábyrgð á, að
varan sé rétt merkt áður en henni er dreift til sölu
eða notkunar.
Verði vart við vanmerktar nauðsynjavörur á boðstól-
um á Seltjarnarnesi eða í Reykjavík, mun Heilbrigðis-
eftirlit Reykjavíkursvæðisins stöðva sölu þeirra án
frekari viðvörunar.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis
Blikkiöjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Önnumsf þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiöi.
Gerum föst verötilboö
ÍMI 46711/
UOOVIUINN
Höfuðmálgagn
stjórnarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)81333
SÍBS
Múlabær
opinn
gestum
í þessari viku hefur SÍBS staðið
fyrir fræðslu- og kynningarviku
vegna afmælisdags SÍBS sem er í
dag, 24. október.
Af þessu tilefni verður Múla-
bær opinn gestum í dag frá kl.
14.30 og geta þeir kynnt sér fyrir-
tækið. Laugardaginn 26. október
verður Múlalundur opinn gestum
frá sama tíma og á sunnudag geta
menn heimsótt Reykjalund frá
kl. 15.00. Rútferðir verða frá
Suðurgötu 10 í dag kl. 14.00 og á
laugardag kl. 14.00 einnig.
Þroskahjálp
Landsþing
um helgina
Landssamtökin Þroskahjálp
halda landsþing sitt að Hótel
Loftleiðum nú um helgina, 25.-
27. október. Slík þing eru haldin
annað hvert ár og eru helsti vett-
vangur skoðanaskipta um starf
og stefnumið samtakanna, auk
þess að vera aðalfundur þeirra.
Landsþing Þroskahjálpar
sækja fulltrúar allra 26 aðildarfé-
laga samtakanna víðs vegar af
landinu, auk annarra áhuga-
manna um málefni fatlaðra.
Meginviðfangsefni þingsins að
þessu sinni er umfjöllun um
stefnuskrá samtakanna, en drög
að henni verða lögð fyrir þingið.
Þar eru sett fram stefnumið
Þroskahjálpar í helstu málaflokk-
um er varða fatlaða: Mennta-
málum, atvinnumálum, frí-
stundamálum, húsnæðismálum
og heilbrigðis- og tryggingamál-
um.
Þá verða flutt tvö erindi um rétt
fatlaðra til að taka þátt í ákvörð-
unum er varða þeirra eigið líf, en
lítið hefur verið fjallað um það
málefni hérlendis til þessa.
Þingið verður sett n.k. föstu-
dagskvöld, 25. október, og er
öllum opið þá og daginn eftir,
laugardag, en þá verður fjallað
um stefnuskrána. Á sunnudegin-
um sitja kjörnir þingfulltrúar síð-
an aðalfund Þroskahjálpar.
Allir sem láta sig málefni fatl-
aðra varða eru hvattir til að
koma, fylgjast með og taka þátt í
umræðum á landsþinginu.
FERÐAVASABÓK
FJÖLVÍS 1985
ÓMISSANDI I
FERÐALAGIÐ!
Við höfum meira en 30 ara reynslu i
utgafu vasaboka, og sú reynsla kemur
viðskiptavinum okkar að sjalfsógöu til
góöa. Og okkur hefur tekist einkar vel
meö nýju Feröavasabokina okkar og
erum stoltir af henni. Þar er aö finna
otrulega fjólbreyttar upplysingar, sem
koma feröafólki aö ometanlegu gagni
jafnt heima sem erlendis.
Meöal efnis t.d.: 40 Islandskort - Kort
af öllum hringveginum - Heimshluta-
kort - Sendiráö og ræöismannaskrif-
stofur um allan heim - Feröadagbók -
Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald-
eyristöflur - Kaupstaöakort - Evrópu-
vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón-
usta - Vegalengdatöflur - Bandariska
hraðbrautakerfiö - o.m.fl. sem of langt
er upp aö telja.
Ráðstefna
Ofbeldi í
garð bama
Samnorræn ráðstefna um mis-
þyrmingar á börnum, önnur í
röðinni, er haldin í Svíþjóð, nán-
ar tiltekið Norrtalje, skammt frá
Stokkhólmi, dagana 24.-26. októ-
ber 1985.
Ofbeldi og slæm meðferð á
börnum, hefur undanfarin ár ver-
ið til umræðu í vaxandi mæli,
bæði alvarlegar afleiðingar slíks
afhæfis, nauðsyn þess að það sé
upplýst svo sem kostur er og við-
unandi meðferð sé í boði.
Ráðstefnan er þverfagleg og
opin. í henni taka þátt fulltrúar
skólakerfis, heilbrigðisstétta,
stjórnmálamanna, félagsmála-
stofnunar, dómsvalds o.fl
Til umræðu verða ýmis mál
tengd barnamisþyrmingum,
greining vandamálsins og umfang
þess, fyrirbyggjandi aðgerðir og
meðferð.
Frá íslandi sækja ráðstefnuna
ellefu manns, læknar, félagsráð-
gjafar, hjúkrunarfræðingar og
fleiri meðferðaraðilar.
FLÓAMARKAÐURINN
Til sölu
Mjög vel með farið rúm, náttborð og
skápur með innbyggðu skrifborði.
Uppl. í síma 83968 alla daga milli kl.
17 og 19.
Til sölu
6 manna borðstofuborð úr tekki
(stækkanlegt) + 6 stólar, verð 5000
kr. Einnig skenkur úr tekki, verð 2500
kr. Upplýsingar í síma 54708 eftir kl.
16.
Eldavél - kettlingur
Gömul Rafha eldavél fæst gefins. Á
sama stað fæst einnig gefins kett-
lingur, 2'/z mánaða gamall (læða).
Spyrjið um Ingólf í vinnusíma 29300
eða Jóhönnu í heimasíma 25859.
Vasapeningar
Barngóður unglingur óskast til að
gæta 5 ára stelpu 2 daga í viku frá kl.
13.30 til 17 og eitthvað á kvöldin.
Upplýsingar í síma 20523.
Mjög ódýrt, en vandað
Til sölu hjónarúm með dýnum, hæg-
indastóll og svefnbekkur. Sími
37812.
Húsnæði óskast
Ung kona óskar eftir að taka á leigu
herbergi með aðgangi að baði. Upp-
lýsingar i síma 37697 eftir kl. 19.
Fugl - fuglabúr
óska eftir að fá páfagauk (gára) og
fuglabúr. Upplýsingar í síma 17087.
Baðborð - svalavagn
- sófaborð
Til sölu, á hálfvirði, sem nýtt Baby
Björn baðborð. Á sama stað óskast
góður svalavagn. Vil selja stórt sófa-
borð og vantar minna í staðinn.
Hringið í síma 621454.
Mótatimbur
Til sölu mótatimbur, 1 "x6” og 2”x4”,
mest einnota. Upplýsingar í síma
14807 eftir kl. 17.
Koja - skrifborðsskápur
sambyggt, til sölu. Hentugt í barna-
herbergi. Upplýsingar í síma 14807
eftir kl. 17.
Til sölu
svigskíði, stafir og skór (fyrir ungling).
Einnig gönguskíði. Upplýsingar í
síma 79614.
Nú er rétti tíminn
að leggja í fyrir jólin. Ýmis tæki og tól
til vín- og bjórframleiðslu, til sölu.
Uppl. í síma 621083 og 621309. PS.
Sanngjarnt verðtilboð.
Þvottavél til sölu
Vantar einhvern þvottavél fyrir lítið?
Ný viðgerð Candy þvottavél til sölu.
Uppl. ísíma 40281 eða 43232, eftirkl.
17.
Barnfóstra - USA
Tvítug stúlka óskast til barnfóstru- og
heimilisstarfa í New York. Nánari
upplýsingar í síma 77393.
íbúð við Rauðavatn
Lítil 2ja herb. íbúð til leigu gegn
umönnun eldri manns. Uppl. í síma
84055.
Símaborð m/ljósi og skáhillu
fyrir skrifblokk, til sölu. Uppl. í síma
35742.
Til Sölu
dökkblá Emmaljunga skermakerra.
Uppl. í síma 50365.
Gólfteppi
Lillablátt, ullargólfteppi (Rya)
280x320 sm, fæst gefins. Uppl. ísíma
685051.
íbúar í Þingholtunum
Munið aðalfund íbúasamtakanna
sem haldinn verður laugardaginn 26.
október kl. 14.30 í Verslunarskólan-
um (Þingholtum). Mætum öll.
Stjórnin.
Skólafólk
Látið sumarhýruna endast
Verslið á Flóamakaðinum Hafnar-
stræti 17, kjallara. Opið: mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 2 -
6 eftir hádegi.
Samband dýraverndunarfélaga ís-
lands.
Dúkkurúm til sölu
hvít með handmáluðum rósum í
tveimur stærðum. Rúmin eru skrúfuð
og límd saman og er óhætt að fullyrða
að þau endast í mannsaldur, Auður
Oddgeirsdóttir, sími 611036.
Til leigu
Forstofuherbergi með sér snyrtingu í
Vesturbæ. Uppl. í síma 20188.
Til sölu
Gott og fallegt hjónarúm fyrir hálf-
virði, bólstraður gafl og á hjólum.
Uppl. í síma 25198.
Til sölu
er hjónarúm ásamt tveimur náttborð-
um. Selst ódýrt. Uppl. í síma 16328.
ísskápur fæst gefins
gamall amerískur ísskápur í góðu
lagi. Sími 42657.
Auglýsing
frá Fjárveitinga-
nefnd Alþingis
Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viötölum vegna
afgreiðslu fjárlaga 1986 frá 28. okt.-15. nóv. n.k.
Beiðnum um viðtöl við nefndina þarf að koma á fram-
færi við starfsmann nefndarinnar, Jón R. Pálsson, í
síma 1-15-60 eftir hádegi eða skriflega eigi síðar en 9.
nóvember n.k.
Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum 1986
þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir 15. nóvember
n.k. ella er óvíst að hægt verði að sinna þeim.
Fjárveitinganefnd Alþingis.
Auglýsið í Þjóðviljanum
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 24. október 1985