Þjóðviljinn - 13.11.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Ný sóknarfæri
Ein af höfuðniðurstöðum hins vel heppnaða
landsfundar Alþýðubandalagsins um síðustu helgi
var samstaða um nýja sóknarstefnu. í þeirri sóknar-
stefnu kristallast óskoraður vilji allra flokksmanna til
að sækja sameinuð fram á öllum sviðum hins ís-
lenska þjóðlífs, - til að ryðja saman brautina fyrir
sósíalískar lausnir á brýnum vandamálum okkar í
dag.
Sérstaka athygli hefur vakið sá mikli ferskleiki sem
kemur fram í hugmyndunum sem lagðar voru fyrir
landsfundinn um nýja sókn í atvinnumálum. Vissu-
lega er óhætt að fullyrða, að enginn annar íslenskur
stjórnmálaflokkur hefur lagt jafn mikla vinnu í að
skilgreina ítarlega þá ótrúlega mörgu möguleika
sem eru óbeislaðir á íslandi í dag.
Víst er rétt að hafa hóf á lofi, og enn er nokkuð í
land með að fastmótuð atvinnustefna um nýja sókn
liggi fyrir hjá flokknum. En á fundinum lögðum við
grunninn að þeirri stefnu. Þar var sömuleiðis sam-
þykkt að gera að forgangsverkefni hjá flokknum að
meitla skorinorða stefnu sem bendir á þrennt í senn:
hvar möguleikarnir liggja, hvernig best sé að nýta
þá og hvaða aðgerðir séu bráðnauðsynlegar til að
hrinda strax af stað nýrri sókn í atvinnumálum okkar.
Hin nýja sókn beinist fyrst og fremst að tveimur
meginþáttum. Annars vegar að því að væða hina
gömlu gullnámu þjóðarinnar, sjávarútveg, nýrri
tækni og beita hagræðingu og betri nýtingu til að
stórauka tekjur þjóðarinnar. Hins vegar er stefnt að
því að stórauka stuðning við nýjar greinar einsog
fiskeldi og hugbúnaðarvinnslu til að gera þær að
blómstrandi sprotum á meiði hins íslenska atvinnu-
lífs.
Þegar sú stefna liggur fyrir, þá er Ijóst að ákveðin
vatnaskil hafa orðið í íslenskri þjóðmálaumræðu.
Aldrei fyrr hafa nefnilega érlendir stjórnmálaflokkar
lagt fram ígrundaða áætlun um hvernig á að nýta ;
nýjar greinar og nýja tækni til að stórauka tekjur
landsmanna. Samhliða því að freista þess þannig að
efla stórlega tekjur þjóðarinnar hyggst Alþýðu-
bandalagið beita sér með hnitmiðuðu afli að því að
breyta tekjuskiptingunni í landinu, þannig að draga '
úr afla þeirra sem mest fá og auka hlut hinna.
Þetta tvennt: auknar tekjur með nýrri sókn í at-
vinnumálum og breytt tekjuskipting mun leiða til stór-
bættra kjara fyrir alla alþýðu manna.
Landsfundurinn tók sömuleiðis alfarið af skarið
um hvaða stefnu beri að fylgja í komandi kjarasamn-
ingum. Þar er lögð þyngsta áhersla á að hækka
lægstu launin og að koma á kaupmáttartryggingu.
Þar eru tekin af öll tvímæli um, að það er stefna
Alþýðubandalagsins að koma á einhvers konar
verðtryggingu launa í næstu kjarasamningum. Sú
stefna fær enn þyngri vigt þegar horft er til þess að í
æðstu stjórn Alþýðubandalagsins sitja nú einstak-
lingar úr forystu verkalýðshreyfingarinnar, og munu
að sjálfsögðu hvergi skirrast við að fylgja f ram stefnu
flokksins á öllum vígstöðvum.
Þetta sýnir, að Alþýðubandalagið er í fullum her-
klæðum og reiðubúið til sóknar. Flokkurinn er miklu
sterkari og einarðari en fyrir landsfundinn, miklu
reiðubúnari til þess að láta skríða til skarar gegn
ónýtri ríkisstjórn sem stritast við að sitja án þess að
eiga svör við brýnum vanda.
Nú hefur Alþýðubandalagið þau svör, og innri
styrk og ytri búnað til að koma þeim fram.
Rétta svarið!
Geir Gunnarsson og Svavar Gestsson, þingmenn
Alþýðubandalagsins, neituðu alfarið að ræða hið
svokallaða „fjárlagafrumvarp" við fjárlagaum-
ræðuna sem var útvarpað síðdegis í gær. Þeir bentu
réttilega á, að frumvarpið er ekkert annað en ónýtt
pappírsgagn, sem hefur nánast engan tilgang.
Skrípaleikurinn kringum frumvarpið erótrúlegur, og í
rauninni ekkert annað en gróf móðgun við skynsama
þjóð. Frumvarpið var upphaflega soðið saman með
herkjum, en í kjölfar hins alræmda Stykkishólms-
fundar miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins var því lýst
yfir af núverandi fjármálaráðherra, að ekkert væri að
marka það og verulegs niðurskurðar væri að vænta.
Síðan hefur stjórnarandstöðunni ekki verið gerð
nein grein fyrir hugmyndum um niðurskurð eða
breytingar á upphaflega frumvarpinu þó stjórnarliðar
þreytist ekki á að sífra um að það sé ónýtt. Fyrst í
gærmorgun fékk stjórnarandstaðan að sjá mjög
ómótað riss að breytingum sem ekki var hægt að
ræða eða taka nokkurt mark á.
Svona vinnubrögð eru auðvitað óþolandi, og þeir
félagar Svavar og Geir gerðu hið eina hár rétta undir
þessum kringumstæðumm með því einfaldlega að
neita að ræða hið gagnslausa plagg en tala þess í
stað um niðurstöður hins glæsilega landsfundar Al-
þýðubandalagsins.
Svona á að vinna!
-ÖS
KUPPT OG SKORK)
Mikill meirihluti vill að bandaríski
herinn greiði gjald fyrir aðstöðu sína
Þeir á Morgunblaðinu segja
einatt, að ritstjóraskrif, hvort
það eru leiðarar eða Reykjavík-
urbréf, láti uppi stefnu blaðsins
og meðal annars þess vegna sé
það út í hött að merkja slík skrif
með upphafsstöfum höfunda eins
og tíðkast í Þjóðviljanum og DV.
En óneitanlega getur nafn-
leysið stundum komið sérkenni-
lega út.
í leiðara Morgunblaðsins á
sunnudag er Alberti Guðmunds-
syni mikið hrósað fyrir að hafa
snarlega hrist af sér vélabrögð
Sovétmanna, sem leiðarahöfund-
ur óttaðist að ætluðu að smygla
sér inn í stálhjarta íslensks at-
vinnulífs. Þetta er framhaldssaga
frá því um daginn, þegar Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra
og Matthías Bjarnason voru á
það minntir í leiðara að eftir væri
enn þeirra hlutur í helgu stríði
gegn sovéskum áhrifum á íslandi.
Geir hefði ekki árætt að loka
APN og viðskiptaráðuneytið ætti
eftir að skera niður olíukaup frá
Sovétmönnum og fisksölu til
þeirra.
Þær umkvartanir eru ítrekaðar
í sunnudagsleiðaranum með
þessari formúlu hér:
„Tímabært er orðið að við
tökum samskipti okkar við So-
vétríkin upp til endurskoðunar”.
Með þennan niðurskurð sem-
sagt í huga.
En við hlið leiðarans er svo
Reykjavíkurbréf, þar sem aðal-
efnið er það, að ekki sé ástæða til
að grípa til sérstakra refsiaðgerða
í viðskiptum gegn Suður-Afríku
af því að það tíðkist ekki að grípa
til þeirra gagnvart öðrum söku-
dólgum, stórum og smáum. Og
þar segir á þessa leið:
„Við á Morgunblaðinu höfum
aldrei verið þeirrar skoðunar að
íslendingar ættu ekki að hafa góð
og mikilvæg viðskipti við Sovét-
ríkin án tillits til stjórnarfars”.
Og nú geta menn spurt: hvort
er stefna „okkar á Morgunblað-
inu” - að það beri að skera niður
viðskipti við Sovétmenn vegna
þeirra stjórnarfars eða halda
þeim uppi án tillits til þess sama
stjórnarfars?
Sjö sinnum
Það ber margt í fréttir af ís-
lenskum stjórnmálaflokkum
þessa dagana. Alþýðubandalagið
var náttúrlega mikið á dagskrá
með sinn landsfund. Og þá kem-
ur eina ferðina enn upp einskon-
ar fastamynstur í meðferð blaða á
pólitískum þingum. Andstæð-
ingablöðin skrifa langt mál um
skelfilegan ágreining innan þess
flokks sem þing heldur. Tals-
menn flokksins svara því náttúr-
lega á móti, að það sé lýðræði í
flokknum og heilmikill kraftur og
því sé ágreiningurinn heilsu-
rnerki. Auk þess sem hann sé svo
sem enginn þegar að er gáð.
Þetta höfum við allt heyrt og
séð áður. En ef nokkuð var, þá
voru aðvífandi fjölmiðlarar
óvenju spenntir og fullir til-
hlökkunar og vissir um að allt
væri í grænum sjó hjá Allaböllum
og skútan bráðum sokkin. Og
eftir á, þegar ekki kom til slíkra
rokufrétta, þá eru þeir í fýlu eins
og táningur sem ekki hefur fengið
að sjá mynd sem er bönnuð innan
sextán.
Klippari hitti gamlan vin á
landsfundinum sem fór að venju
sinni að segja sögur, sem kannski
komu við dagskrármálum og
kannski ekki. Nema hvað eina
söguna endaði hann með frægum
orðum í nokkuð óvæntu sam-
hengi, og eru þau líklega skárri
eftirmáli við landsfundinn en
margt annað:
„Sjö sinnum falla réttlátir og
rísa upp aftur.”
Skrýtinn
flokkur
Annars eru pólitískir flokkar
alltaf að verða skrýtnari og
skrýtnari. Sumir eru svo skrýtnir
- eins og Bandalag jafnaðar-
manna - að þeir hverfa skyndi-
lega eins og kötturinn í Lísu í
Undralandi og er ekkert annað
eftir af þeim en glottið.
Annar skrýtinn flokkur er
Framsóknarflokkurinn sem ætlar
kannski að skipta sér í tvennt,
ekki vegna ágreinings, heldur
vegna furðulegra spekúlasjóna
um það, hvernig hægt er að nota
ýmislegt misgengi í kosningakerfi
landsmanna.
Framsóknarmenn á Suður-
landi voru á kjördæmisþingi um
helgina og skoðuðu hug sinn um
það, hvort þeir vildu hafa herinn
bandaríska eða ekki. Og eins og
vænta mátti varð útkoman skrýt-
in.
Tíu fulltrúar kváðust hlynntir
hersetunni en 51 var á móti og
ekki nema sex voru „bæði og” og
er það líka merkilegt á þessum
vettvangi.
Nú gætu herstöðvaandstæðing-
ar rekið upp fagnaðargól, en því
er nú ekki að heilsa því miður, því
eins og áður segir: þetta er skrýt-
inn flokkur.
Þingfulltrúar voru líka spurðir
að því, hvort ætti að taka peninga
af Könum fyrir „aðstöðu sína hér
á landi”. Og nú voru elskulegir
Framsóknarmenn alveg eins
miklir Aronssinnar og þeir voru
rétt áður herstöðvaandstæðing-
ar. Fjörutíu og einn vildi taka
landssölugjald en 23 voru því
andvígir. Þrír sögðu „bæði og”.
Svo var líka spurt um það,
hvort menn væru ánægðir með
frammistöðu ríkisstjórnarinnar
og það voru ekki nema sjö. En nú
var Framsóknarflokkurinn loks-
ins búinn að finna sjálfan sig.
Langstærstur var sá hópur þing-
fulltrúa sem svaraði þessari
spurningu með „bæði og”. Þeir
oru fjörutíu og einn!
ÞJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergman, Össur Skarphéöinsson.
Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljó8myndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Otlft: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Símvar8la: Sigrfður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Olga Clausen.
Afgreiðslu8tjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sfmi 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsblað: 40 kr.
Áskrlft á mánuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miftvlkudagur 13. nóvember 1985