Þjóðviljinn - 13.11.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.11.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Fimleikar Yfirburðir Sovétmanna Korolev endurheimti titilinn í karlaflokki Paul Bracewell verður í byrjunar- liði Englands í kvöld. Sovétmenn sigruðu með nokkrum yfirburðum á heims- meistaramótinu í fímleikurm sem lauk í Montreal í Kanada um helgina. Eins og við höfum sagt frá sigruðu þeir bæði í sveita- keppni kvenna og karla og það sama var uppi á teningunum er einstaklingskeppninni lauk um helgina. Yuri Korolev, heimsmeistari 1981, afsannaði alla spádóma um að hann væri búinn að vera með því að sigra glæsilega í karla- flokki. Kínverjinn Tong Fei var sá eini sem ógnaði honum eitthvað að marki og var eini keppandinn í karlaflokki sem fékk einkunnina 10. Það var í æfingum á slá. Hin 16 ára gamla Elena Shous- houonova og hin 15 ára Oksana Omeliantchik deildu með sér efsta sætinu í kvennaflokki og sýndu frábær tilþrif. í þriðja sæti, nokkuð að baki þeim, var Dag- mar Kersten frá Austur- Þýskalandi. Sovétríkin fengu 11 gull, 3 silf- ur og 2 bronsverðlaun á mótinu. Kínverjar 3 gull, 3 silfur og 1 brons, Austur-Þjóðverjar 2 gull, 2 silfur og 6 brons, Rúmenar 1 gull og 3 silfur, Frakkar 1 silfur, Japanir 4 brons og Tékkar 1 brons. - VS/Reuter England Bracewell tekur stöðu Robsons Dixon og Waddlefyrir Hateley og Barnes Paul Bracewell frá Everton tekur stöðu landsliðsfyrirliðans Bryans Bobsons þegar England mætir Norður-írlandi í undan- keppni HM í knattspyrnu á Wem- bley í kvöld. Robson meiddist í síðasta landsleik Englands og hann hafði aðeins leikið í 15 mínútur með Man.Utd sl. laugardag þegar meiðslin tóku sig upp að nýju. Bobby Robson landsliðs- einvaldur hefur gert Ray Wilkins frá AC Milano að landsliðsfyrir- liða í stað Robsons. Þá munu Kerry Dixon frá Chelsea og Chris Waddle koma inní byrjunarliðið í staðinn fyrir Mark Hateley og John Barnes sem eru meiddir. Lið Englands er því þannig skipað: Peter Shilton (Sout- hampton), Gary Stevens (Evert- on), Kenny Sansom (Arsenal), Terry Fcnwick (QPR), Mark Wright (Southampton), Paul Bracewell (Everton), Ray Wilk- ins (AC Milano), Glenn Hoddle (Tottenham), Gary Lineker (Ev- erton), Kerry Dixon (Chelsea), Chris Waddle (Tottenham). Norður-írar þurfa jafntefli til að komast ásamt Englandi í lok- akeppni HM, ef þeir tapa verða þeir að treysta á að Rúmenar tapi stigi í Tyrklandi í kvöld. Lið Norður-írlands er þannig skipað: Pat Jennings (Totten- ham), Jimmy Nicholl (WBA), Alan McDonald (QPR), John O’Neill (Leicester), Mal Donag- hy (Luton), David McCreery (Newcastle), Sammy Mcllroy (Man.City), Norman Whiteside (Man.Utd), Jimmy Quinn (Blackburn), Gerry Armstrong (WBA), Ian Stewart (Newc- astle). - VS/Reuter Sören Lerby hefur lítlnn tíma til að stilla sér svona upp fyrir Ijósmyndara í dag. Knattspyrna Lerby á ferð og flugi í dag! Leikur á Irlandi kl. 14.30 og Þýskalandi kl. 19 Borðtennis Tómas og Hafdís Tómas Guðjónsson og Hafdís Ásgeirsdóttir úr KR urðu Reykjavíkurmeistarar í einliða- leik karla og kvenna í borðtennis en Reykjavíkurmótið fór fram um síðustu helgi. Tómas sigraði K án Má Em- ilsson í úrslitaleiknum í karla- flokki, 21-17, 27-25 og 21-18. Hafdís sigraði Elísabetu Ólafs- dóttur úr KR 21-12, 8-21, 21-18 og 21-19 í úrslitaleiknum í kvennaflokki. Hafdís og Elísabet sigruðu í tvíliðaleik kvenna og Tómasarn- ir, Guðjónsson og Sölvason, í tví- liðaleik karla. Hafdís og Guð- Körfubolti ÍS vann ÍS vann góðan sigur á ÍR, 48:32, í kvennadeildinni í fyrrakvöld. Þetta var fyrsti ósigur ÍR og þá hafa öll liðin í deildinni tapað leik. K.R vann hið bráðefnilega lið ÍBK 48:45 í æsispennandi leik í Keflavík á laugardaginn. Á föstudagskvöldið vann UMFN öruggan sigur á ÍA á Akranesi, 43:17. Staðan í deildinni: KR................5 4 1 201:168 8 (S................4 3 1 175:141 6 Haukar............5 3 2 231:194 6 IR................3 2 1 128:119 4 IBK...............4 1 3 178:182 2 UMFN..............4 1 3 115:116 2 lA................3 0 3 52:160 0 - VS mundur Maríusson, KR, sigruðu í tvenndarleik. Sören Lerby, sá danski knatts- pyrnumaður, ætlar sér að leika tvo mikilvæga leiki í dag - annan á írlandi og hinn í Vestur- Þýskalandi! Danir leika í dag kl. 14.30 við íra í Dublin. Þetta er síðasti leikur beggja í undankeppni HM og Danir eru um 99 prósent ör- uggir með sæti í lokakeppninni, hver svo sem úrslitin verða. Lerby reiknar með því að fá að skipta útaf í hálfleik. Einkaþota frá Bayern Mrichen mun bíða hans á flugvellinum í Dublin og flytja hann í einum grænum til Dússeldorf. Þaðan fer hann með bifreið 60 km vegalengd til Boc- hum þar sem Bayern leikur við heimaliðið í vestur-þýsku bikar- keppninni kl. 19. Eins gott að allar tímaáætlanir standist hjá Sören Lerby í dag! - VS/Reuter Knattspyrnubók Skagamenn skor- uðu mörkin Skagamenn skoruðu mörkin, síðara bindi, cr komin út. Þetta er saga knattspyrnunnar á Akranesi 1970-1984 en í fyrri bókinni, sem kom út fyrir ári síðan var sagan rakin frá upphafí til ársins 1984. Það eru blaðamennirnir Sig- tryggur Sigtryggsson og Sigurður Sverrisson sem skráð hafa söguna ásamt Jóni Gunnlaugssyni sem um árabil var einn burðarása Skagaliðsins. I bókinni er greint sérstaklega frá hverju keppnist- ímabili fyrir sig frá 1970 og auk þess er skotið inná milli viðtölum við þekkta leikmenn og fjöl- marga aðra sem á einn eða annan hátt hafa komið við sögu knatt- spyrnunnar á Akranesi. Aftast í bókinni er ýtarleg saman- tekt á upplýsingum um lið IA og ár- angurþessárin 1946-1984. Þarerskrá yfir alla leiki í öllum mótum, auk vin- áttuleikja, leikjafjöldi einstakra leik- manna tekinn saman, birt meistaralið ÍA og landsliðsmenn frá upphafi. Þetta er einstök samantekt sem á sér enga hliðstæðu hcr á landi. Hörpuútgáfan gefur bókina út og Prentverk Akraness hf. sá urn setn- ingu, prentun og bókband. Bókin er 256 blaðsíður og er prýdd fjölda mynda af liðum og úr leikjum 1A. - VS ÍKAGAMENN SKOROD -------• UORKUi Karate Þýskur þjálfari Vestur-Þjóðverjinn Erich Busch dvelst hér á landi þessa dagana og kcnnir Shotokan- karate. Hann hefur orðið sigur- sæll á ýmsum mótum í Vestur- Þýskalandi síðustu árin og er fjöl- hæfur karatemaður, með gráð- una 3. Dan. Hann mun verða að- aldómari á meistaramótinu i Shotokan-karate sem haldið verður í Gerpluhúsinu í Kópavogi á laugardaginn kemur. Handbolti Tveir í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í 1. dcild karia í handknatleik í kvöld, báðir í Laugardalshöllinni. Víkingur og Þróttur leika kl. 20 og kl.21.15 hefst leikur Vals og FH. í 2. deild karla leika Haukar og Þór ye. í Hafnarfirði og Afturelding- Ármann í Mosfellssveit. Báðir lcikir hefjast kl. 20. I 3. dcild leika ÍH og Hveragerði í Hafnarfirði kl. 21.15. Knattspyrna í Vestur- Snorri í Sandgerði Snorri Rútsson frá Vcstmannaeyj- um hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Reynis úr Sandgerði. Snorri lck um langt árabil með IBV en sneri sér að þjálfun sl. sumar og undir hans stjórn komst Einherji frá Vopna- firði uppí 2. deild. Snorri mun einnig leika með Revnisliðinu. - VS Getraunir Fimm með 12 Fimm raðir með 12 réttum leikjum komu fram í 12. leikviku íslenskra getrauna og gaf það 231,535 krónur fyrir hverja röð. Með 11 rétta voru 97 raðir og fær hver um sig 5,114 krónur í vinning. Vinningspotturinn varsam- tals 1,653,840 krónur sem er nýtt met - fjórðu vikuna í röð Körfubolti UÍA vann UÍ A sigraði Létti 67:60 er liðin léku í 2. deild karla á Egilsstöðum um helg- ina. 1 síðustu viku fékk Esja sín fyrstu stig með því að sigra Árvakur 66:56. Staðan í B-riðli 2. deildar er þá þessi: Snæfell..........4 4 0 291:213 8 UÍA..............3 2 1 205:198 4 HSK..............2 1 1 120:116 2 Léttir...........3 1 2 165:188 2 Esja.............3 1 2 156:193 2 Arvakur..........3 0 3 165:194 0 - VS Júdó Spennandi úrslitaviðureign Sovétmenn Evrópumeistarar karla, Frakkar kvenna Sovétmenn sigruðu F'rakka í úrslit- aviðureign um Evrópumeistaratitil- inn í sveitakeppni karla í júdó sem fram fór í Brússel um síðustu helgi. Úrslitin réöust á lokasekúndunum í síðustu viðureigninni og Sovétmenn sigruðu 3:2. Hvor þjóð hafði orðið Evrópumeistari 11 sinnum fyrir þessa keppni og jók það enn á spennuna og ríginn milli sveitanna. Bretar og Hol- lendingar deildu bronsinu, Bretar • eftir 5:2 sigur á Spánverjum og Hol- lendingar eftir að Belgar höfðu hætt þátttöku. Frakkar meistarar urðu hinsvegar í kvennaflokki, Evrópu- sigruðu Vestur-Þjóðverja 4:3 í úrslitaviður- eign. Bretar og Ilollendingar deildu einnig bronsinu þar - Bretar eftir 3:2 sigur á ítölum og Hollendingar eftir 3:1 sigur á stúlkunum frá Austurríki. Þetta var í fyrsta skipti sem keppt var um Evrópumeistaratitil í sveita- keppni kvenna. - VS/Reuter Þriðjudagur 12. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.