Þjóðviljinn - 13.11.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.11.1985, Qupperneq 6
{ getrmíha- VINNINGAR! 12. LEIKVIKA - leikir 9. nóvember 1985 VINNINGSRÖÐ: 21 2-1 X X — 2 1 X — 2 2 1 1. Vinningur: 12 réttir: kr. 231.535.- 35148(4/11) 50414(4/11)+ 51667(4/11) 101547(6/11) 105982(6/11) 2. Vinningur: 11 réttir: kr. 5.114.- 736 35073+ 46025 62697 93453 103774 36481(2/11) 1181 + 36774+ 46766 63171 + 94390+ 104100 50183(2/11) 3422 37574 47297 66258 94510+ 104621 57000(2/10) 5010 39679 53880 85558 96715+ 104933 93173(2/11) 9692 40434 54188+ 86224 100155 104966 100876(2/11) 17086 40741 54483 87154 100372 106593 101173(2/11) 17088 41384 54578 87485 101824 107459 101982(2/11) 19872 41392 58228 87912 100857 183407+ 103825(2/11) 21173 46020 58845+ 92786 103536 106018(2/11) 106779(2/11) íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærufrestur er til mánudagsins 2. desember 1985 kl. 12:00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrír lok kærufrests. Tilkynning til lau naskattsg rei ðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst, septemb- er og október er 15. nóvember n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af- henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Blaðberi óskast strax Vesturbær, nýi miðbærinn, Seltjarnarnes DJÓÐVILJINN N|arðvikurkaup»t Frá Grunnskóla Njarðvíkur Handavinnukennara (hannyrðir) vantar aö Grunn- skóla Njarðvíkur frá áramótum. Einnig vantar íþróttakennara frá sama tíma. Upplýs- ingar veitir Gylfi Guðmundsson skólastjóri í síma 92- 4399 og 92-4380. Konan mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma Ólöf Friðfinnsdóttir frá Berjanesi í Vestmannaeyjum Haukshólum 3 er lóst á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 5. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. nóv. kl. 15. Jón Einarsson Eiísa G. Jónsdóttír Ragnheiður Jónsdótt lr Gunnar Sv. Jónsson Einar Þ. Jónsson Ólöf J. Sigurgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Jón Hannesson Ernst Backman Guðrún Bergsdóttir Erla Blöndal Jón Sigurðsson ______________ÞJÓÐMÁL_________________ Jafnréttið Deilt um úttekt á mismunun hér á landi Tillaga, jörleifs Guttormssonar og Guðrúnar Helgadóttur mœtir andstöðu Kvennalistans. „Það kæmi mér satt að segja á óvart ef þingmenn Kvenna- lista vilja ekki greiða götu þessa máls til að ýta á eftir ákvæðum samnings um af- nám alls misréttis gagnvart konum, sem ég veit að þing- mennirnir báru mjög fyrir brjósti að staðfestur yrði ásíð- ast liðnu vori. Ég hvet þær til að endurskoða afstöðu sína,“ sagði Hjörleifur Guttormsson undir lok umræðna í samein- uðu þingi um þingsályktunart- illögu hans og Guðrúnar Helgadóttur um úttekt á þess- ari mismunun hér á landi. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela félmrh. og Jafnréttisráði í fram- haldi af fullgildingu samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum að gera á því út- tekt: a. hvað einkum skorti á að ís- lendingar uppfylli þau ákvæði sem í samningnum felast; b. hvort og þá hvað það er í starfi skóla og annarra uppeldis- stofnana, svo og fjölmiðla, sem einkum vinnur gegn jafnri stöðu kvenna og karla; c. hvað einkum torveldar konum á vinnumarkaði að ná jafnræði á við karla og hvað veldur því að svokölluð kvennastörf eru ekki metin með eðlilegum hætti til launa; d. hvaða breytingar á lögum, reglugerðum og öðrum opin- berum tilskipunum sé rétt að gera til að markmið samnings- ins verði að veruleika; e. hvaða ráðstafanir aðrar sé æskilegt að gera af hálfu löggjafar- og framkvæmda- valds og í dómskerfinu til að öil mismunun gagnvart kon- um hérlendis heyri sem fyrst fortíðinni til. Til að fylgjast með þessari út- tekt verði skipuð samráðsnefnd með fulltrúum frá öllum þing- flokkum á Alþingi. Félmrh. skili fyrir árslok 1986 grg. til Alþingis um þessa útekt og tillögum af sinni hálfu til úr- bóta. Kostnaður við þessa úttekt greiðist úr nkissjóði.“ ísland skuldbundið Hjörleifur vakti athygli á því að þau ríki sem staðfest hafa samninginn skuldbinda sig þar með til að gera ráðstafanir á heimavígstöðvum til að afnema mismunun gagnvart konum á hinum ýmsu sviðum. Ríkin sem fullgilt hafa samninginn, (sem ís- land gerði 13. júlí s.l.) eiga að skila skýrslu innan eins árs og síð- an a.m.k. á fjögurra ára fresti, og sérstök nefnd skipuð 23 fulltrú- um frá aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna á að fylgjast með fram- vindu mála og gefa allsherjar- þinginu skýrslu á hverju ári. „Sú úttekt sem þingsályktun- artillagan gerir ráð fyrir getur orðið undirstaða að greinargerð- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN um skv. ákvæðum samningsins um leið og henni er ætlað að skapa sem fyrst grundvöll og samstöðu um breytingar sem gera þarf á fjölmörgum sviðum hérlendis til að afnema mismun- un gagnvart konum,“ sagði Hjör- leifur. Hann lagði áherslu á að félagsmálaráðuneyti og Jafn- réttisráð hefðu forgöngu um þá úttekt sem tillagan gerði ráð fyrir og þar sem fjárráð Jafnréttisráðs væru vægast sagt takmörkuð yrði úttektin greidd beint úr ríkis- stjóði. Hjörleifur benti á að Jafnréttisráði væri með nýjum lögum lagðar margháttaðar skyldur á herðar m.a. að fylgjast með þróun jafnréttismála og gera tillögur og áætlanir um hvernig á þeim málum skuli tekið. Hann sagði það hins vegar sína skoðun að nokkuð skorti á í nýju lögun- um að bein tengsl væru milli vinnu ráðsins og alþingis, en Jafnréttisráði er ætlað að skila félagsmálaráðherra tillögum sín- um. Taldi hann ekki af veita að boð bærust beint í þingflokkana í gegnum þá nefnd sm tillagan ger- ir ráð fyrir, þannig að þingflokk- arnir væru knúðir til að setja sig inn í efni samningsins frá í vor. Það væri því miður svo með al- þjóðasamninga að þeir vildu ryk- falla nema ýtt væri öfluglega á eftir því að við ákvæði þeirra væri staðið. Af nógu að taka í greinargerð með tillögunni eru fylgiskjol með margháttuð- um upplýsingum um stöðu kvenna í þjóðfélaginu, ekki síst hvað varðar launamál og at- vinnumál og mörguleika kvenna til atvinnuþátttöku. Rakti Hjör- leifur niðurstöður ýmissa kann- ana sem gerðar hafa verið á þessu sviði og sagði að af nægu væri að taka: það gilti nánast um öll störf í þjóðfélaginu sem konur sinna að þær væru lakar settar launa- iega séð. Nýjar tölur um láuna- skrið sýndu einnig að það hefði lyft körium verulega umfram konur. Ekki raunhæft Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir sagðist hafa efasemdir um hversu raunhæf tillagan væri. Það væri bundið í lögum að Jafnréttisráð hefði því hlutverki að gegna að gera slíka úttekt og hér væri lagt til að sett yrði á stofn önnur nefnd til að sinna verkefni sem með réttu væri hægt að ætlast til að Jafnréttisráð sinnti. Hins vegar væri spurning hvort Jafnréttisráð væri fjárhagslega í stakk búið til þess og sér þætti viturlegra að flytja tillögu um fjárframlag til Jafnréttisráðs í þessu skyni. Hún lagði áherslu á að úttektin sem tillagan fjallar um væri mjög víðtæk og yrði að ná til allra sviða þjóðfélagsins og alþjóðamála líka. Hér væri því um að ræða heildarúttekt a.m.k. á íslensku samfélagi, sem hún ef- aðist um að væri raunhæft. Hjörleifur sagðist ekki átta sig á því hvaða rök hún fyndi fyrir því að úttektin væri betur óunnin en unnin. Hér væri á engan hátt gerð tillaga um að grípa fram fyrir hendurnar á Jafnréttisráði enda væri gert ráð fyrir að úttektin yrði unnin í nánum tengslum við ráðið. Hann sagðist þess fullviss að ekki væri efnislegur ágreining- ur milli sín og Sigríðar Dúnu um nauðsyn þessa verks og hvatti hana til að endurskoða afstöðu sína. Sigríður Dúna sagðist vilja taka af öll tvímæli um að það stæði ekki á Kvennalistakonum að ýta á eftir því að ákvæði samn- ingsins kæmust til framkvæmda, og hefði hún þegar lagt fram fyr- irspurn til forsætisráðherra um það hvernig það yrði gert. Hún hlyti að ætla að hugur hefði fylgt máli þegar ríkisstjórnin óskaði eftir staðfestingu alþingis á samn- ingnum s.l. vor og hann var sam- þykktur samhljóða. Það yrði sér mikil ánægja að könnun af þessu tagi yrði gerð, en hún teldi það ekki raunhæft eins og mál stæðu núna og raunhæfara væri að gera tillögu um beina fjárveitingu til Jafnréttisráðs þannig að það gæti gert skyndikönnun á því hvernig samningurinn rímaði við ástand- ið hér á landi. Hjörleifur sagðist hafa sínar efasemdir um afstöðu þingmanna þegar til fjárlagaafgreiðslu kæmi þó ekki efaðist hann um góðan hug þeirra en sagði að ekki myndi standa á sér að leggja til aukningu á fjárráðum Jafnréttisráðs. Hann rifjaði upp orðtækið „Mikil er trú þín, kona“ og sagðist telja að tals- vert þyrfti til að hreyfa heilafrum- umar, einnig innan veggja al- þingis, þegar um réttindamál kvenna væri að ræða. Þingmenn hefðu því gott af því að fá í hend- ur þó í áföngum væri þá úttekt sem tillagan fjallaði um. Fleiri tóku ekki þátt í umræð- unni og hefur tillögunni verið vís- að til félagsmálanefndar neðri deildar. -ÁI Húsnæði óskast Mig sárvantar litla íbúð eða herbergi með snyrtingu og eldunaraðstöðu, strax. Ég verð húsnæðislaus um næstu mánaðamót. Ef einhver getur hjálpað, þá vin- samlegast hafið samband við auglýsingadeild Þjóð- viljans, sími 81333, Filip Franksson. Frá útifundinum 24. október s.l. þar sem konur lögðu áherslu á raunverulegt launajafnrétti. Alþingi samþykkti í sumar samning Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gagnvart konum og nú er komin f ram tillaga þar um að gera úttekt á mismununinni hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.