Þjóðviljinn - 13.11.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 13.11.1985, Page 8
barnabœkur: Skemmtileg samfylgd Austrœnn strengur Hildur Hákonardóttir sýnir í Listmunahúsinu Það er alltaf forvitnilegt þegar nýr höfundur kveður sér hljóðs og ekki er algengt að nýr barna- bókarithöfundur geysist fram á ritvöllinn. En það hefur einmitt gerst með útkomu nýrrar barna- bókar eftir Guðlaugu Richter. Bókin Þetta er nú einum of er 140 bls., skiptist í 17 kafla og er þrykkt í mátulega stóru letri fyrir börn. Hún er prýdd ágætum myndum eftir Onnu Cynthiu Leplar og þær falla vel að efni bókarinnar og gefa henni skemmtilegan blæ. Mál og menn- ing gefur út. Guðlaug tekur sér fyrir hendur að lýsa tíma og menningu sem er óðum að hverfa og er öruggt að fá börn kannast við það fjölskyldu- líf sem Guðlaug lýsir. Ég er hér ekki að tala um fornar aldir held- ur sjöunda áratuginn. Þótt ekki sé langt um liðið hefur margt breyst á síðastliðnum 20 árum. En það er lítil hætta á að efnið fari forgörðum hjá börnum því að Guðlaug bregður upp trúverð- ugri mynd af átta manna fjöl- skyldu. Sagan gerist í Reykjavík snemma á sjöunda áratugnum, nánar tiltekið veturinn 1960-1961 og er sögð út frá sjónarhorni níu ára drengs, Kristjáns Snorra- sonar. í upphafi sögu er Stjáni á leið heim úr sveitinni að hausti og er tilhlökkun hans blandin. Hann er elstur sex systkina (hið yngsta ný- fætt) og þarf því að axla talsverða ábyrgð, ekki síst vegna þess að faðir hans er sjómaður. Við fylgj- umst með Stjána og systkinum hans þennan vetur þangað til hann fer aftur í sveitina um vorið. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé hin skemmtilegasta samfylgd. Það gerist margt hjá barnmargri fjölskyldu á mölinni og Guðlaug bregður upp einni mynd af annarri í lipurri frásögn. Stjáni, sem allt snýst um, er síður Kjuregei sýnirá Akureyri Kjuregei Alexandra hefur opnað sýningu að Bjargi, húsi Sjálfsbjargar á Akureyri, og er þetta fyrsta myndlistarsýning- insem þarerhaldin. Kjuregei hefur einu sinni áður haldið einkasýningu, það var í Norræna húsinu í fyrra og fékk sú sýning mjög góðar undirtektir. Á Ákureyri sýnir hún saumaðar myndir, litríkar og sérstæðar, alls um fjörutíu verk. Kjuregei er ættuð frá Jakútíu í Sovétríkjunum en hefur verið bú- sett hér í um það bil tvo áratugi. Hún hefur leikið, kennt lát- bragðslist og sungið þjóðlög auk þess sem hún hefur unnið að myndlist. Sýningin átti að standa til næstu helgi en hefur verið fram- lengd til 24. nóvember. en svo ánægður með hlutskipti sitt sem barnapía heimilisins. Erfiðleikar Stjána felast í því að hann einangrast frá félögum sín- um vegna yngri systkinanna og hann getur ekki tekið þátt í leikjum jafnaldra sinna að vild, en sárast er þó skilningsleysi fé- laganna. í fyrri hluta bókarinnar er Stjáni mikið að reyna með lagni að stinga af frá skyldustörf- um en lítið gengur. Hann lærir þó margt á þessum vetri og meira heldur en flestir jafnaldrar hans. Frásögnin er samt langt frá því að vera alvarleg. Guðlaug segir frá á lifandi og skemmtilegan hátt og bregður fyrir sig húmor og smellnum athugasemdum sem gera iesturinn skemmtilegan. Þrátt fyrir það er undirtónninn trégablandinn, enda er fjöl- skyldan fátæk og lífið erfitt í stór- ri sjómannsfjölskyldu. Eins og áður sagði er Stjáni þungamiðja atburða og það er hann sem við kynnumst. Éin mikilvægasta per- sónan í lífi hans er faðir hans. Þegar hann er í landi eru þeir saman öllum stundum og ekkert fyllir tómarúmið sem myndast þegar hann fer á sjóinn aftur og Stjáni á sér enga ósk heitari en að pabbi hans hætti að stunda sjó- inn. Þessi ósk á eftir að rætast, en það er ekki þar með sagt að draumurinn hafi ræst. Önnur mikilvæg persóna í lífi Stjána er Engilbert; nýr strákur sem hann kynnist. I fyrstu þykir Sjána hann í meira lagi skrýtinn, því hann hefur gaman af börnum. Það eru einmitt viðskíptin við þennan nýja félaga, Engilbert, sem opna augu Stjána fyrir ýmsu, sem fer miður í skapgerð hans og hjálpar honum að þroskast. Þetta er nú cinum of hefur sem sagt margt til að bera sem góð bók á að hafa. Vandaðan stíl, lipra frásögn, lifandi persónur og heilsteypta aðalpersónu sem lær- ir af mistökunum og þroskast í rás sögunnar. Það var sönn ánægja að fá að lesa þessa barnabók og hún er sennilega ein sú besta sem komið hefur í langan tíma á íslenska bókamarkaðinn og alveg óhætt að mæla með henni sem góðri jólagjöf. Eða eins og Sólveig Edda Vilhjálmsdóttir 10 ára orð- aði það (hún er mesti bókaormur og lætur ekki bjóða sér hvað sem er) „Þetta er nú einum of...? - Bókaskreyting úr Þetta er nú ein- um of... En þær eru gerðar af Önnu Cynthiu Lepiar. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sú var tíð að myndvefnaður var undirstaða íslenskrar mynd- listar. Það var á þeim öldum þeg- ar tíminn skipti menn litlu máli, a.m.k. minna máli en sjálf eilífð- in. Nú á tímum er það síst talið myndvefnum til tekna hve hæg- virkur hann er. Flestum mynd- listarmönnum þykir það nógu seinlegt að bíða eftir að olíulitur- inn þorni á striganum. Samt sem áður er olíumálun margfalt skjót- virkari en vefnaður. En myndvefanðurinn heldur engu að síður velli og undanfar- inn áratug hefur vefjarlistin verið í sókn. Með tilkomu Norrænu vefjarlistarhátíðanna, sem hald- nar eru á þriggja ára fresti, hefur þessi listgrein endurheimt nokk- uð af þeirri virðingu sem hún naut á miðöldum. Það er athygl- isvert að uppgangur vefjarlistar- innar helst í hendur við kvenna- baráttuna í landinu. Baráttavefj- arlistarmanna fyrir almennri viðurkenningu á vefjarlistinni sem fullgildri grein innan frjálsra lista endurspeglar baráttu kvenna fyrir fullri viðurkenningu starfa sinna í þjóðfélaginu. Hildur Hákonardóttir er sam- nefnari fyrir þessa tvíþættu bar- áttu, eins og kemur reyndar fram í viðtali sem hún átti við Þjóðvilj- ann um síðustu helgi. Hildur hef- ur nú hleypt af stokkunum sýn- ingu á verkum sínum í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Hún sýnir þar 29 verk og marka þau nokkur þáttaskil í list henn- ar. Það væri rangt að halda því fram að sýning Hildar sé einhver stökkbreyting frá fyrri verkum. Margir muna eftir pólitískum yfirtónum í verkum hennar frá 8. áratugnum og þá rekur e.t.v. í rogastans þegar þeir sjá sýningu hennar í Listmunahúsinu. En því má ekki gleyma að Hildur hefur áður sýnt verk sem að inntaki eru náskyld þeim sem hún sýnir nú. Nægir að benda á „Himinn og jörð“, tveggja ára gamalt verk sem nú er í eigu Listasafns ís- lands. Það sem er nýstárlegt eru öll þessi kínversku áhrif, sem Hildur hefur orðið fyrir í klaustrinu í Vancouver á vesturströnd Kan- anda. Röð teikninga sem ber heitið „Munkarnir og stúlkan“, svo og nokkrar vefjarmyndanna, hafa yfir sér sterkan austrænan blæ. Eflaust á Hildur eftir að vinna betur úr þessum áhrifum og samræma þau að fyrri tækni sinni, því enn sem komið er eru þessi nýju aðföng nokkuð hrá og stundum ópersónuleg. Reyndar ætti það ekki að koma mönnum á óvart að Hildur skuli ganga á vit kínverskra munka í fjarlægu landi og verða fyrir áhrifum af austurlenskri list. Verk hennar búa nefnilega yfir sterkum taóískum einkennum og náttúrumótíf hennar eru kosm- | ísk, fremur en staðbundnar lýs- ingar á landslagi. Jafnvel þegar hún vefur mynd af Búrfelli, eða Eyjafjallajökli, líkjast fjöllin fremur helgum tindum Austur- landa, s.s. eldfjallinu Fuji, en raunverulegum, íslenskum fjöll- um. Eins eru tvískiptingar einkenn- andi; einhvers konar andstæður í sama verkinu og má rekja slíkar tvenndir til austurlenskrar heimspeki og lífsspeki. Segja má að flest öll verk Hildar hafi í sér fólgin jin og jang og myndbygg- ing þeirra sé þaðan sprottin. Þrátt fyrir hversu sundurleitar þær eru má finna þenna ákveðna, austur- lenska grunntón í öllum myndum hennar og gefur það sýningunni bæði heilsteyptan og sannfærandi blæ. -HBR Af fáránleikanum og vandamálunum Þráinn Bertelsson. Það var og... 33 útvarpsþættir. Nýtt líf 1985 Þráinn Bertelsson er þúsund- þjalasmiður. Hann hefur skrifað fjórar skáldsögur og í fyrra samdi hann barnabókina „Hundrað ára afmælið" sem hlaut verð- laun Fræðsluráðs. En hann hefur mest verið í kvikmyndum undan- farin misseri, eins og menn vita. Nú gefur hann út 33 útvarpsþætti af meira en hundrað sem hann hefur flutt í hljóðvarpið. Það hefur færst í vöxt að und- anförnu að gefa út á bók útvarps- efni, en siðurinn er ekki nýr. Þrá- inn Bertelsson gerir þó grein fyrir útgáfunni í formála, að hann sé blátt áfram svo „hégómlegur" að hann vilji varðveita hluta þátt- anna á prenti, auk þess sem það hafi verið þakklátt verk að semja þá vegna góðra undirtekta á- heyrenda. Má nærri geta að hér koma saman ástæður fyrir bóka- útgáfu, sem eru góðar og gildar í íslensku samhengi. Þetta eru rabbþættir þar sem saman koma vangaveltur um margt það sem er efst á baugi eins og það heitir og minninga- brot og „séö og heyrt" úr næsta umhverfi. Stundum er líklegast að lífsreynslupartarnir séu teknir upp nokkkurnveginn eins og þeir koma fyrir, en það ber líka tölu- vert á því, að þeir eru kryddaðir og lagaðir að þörfum þemans. Og það er komið víða við: ofbeldi á skerminum og tjaldinu er þar á dagskrá, kostir í sjónvarpsmál- um, hraðasýkin í umferðinni og þá sér á parti raunir hjólreiða- mannsins, fáránleikinn í boðum, bönnum og hegðun með þjóð- inni, sukk og sóun, börn og full- orðnir (og hafa bömin náttúrlega vinninginn), leiklistaráhugi lands- manna, þjóðleg reisn með dæm- um af hegðun unglina og ráð- herra og svo mætti lengi telja. Þráinn Bertelsson lendir í því stundum að skrúfa sig áfram í hæfilega lengd með sýnilegri á- reynslu og svo því að hafa fulllítið að segja um það efni sem brydd- að er upp á. En þegar á heildina er litið er þetta lipur og úrræða- góð útvarpsmennska, vinsam- legt rabb án þess að vera meiningarlaust, skemmtilegt án stórkarlalegra láta. Boðskapur sá, sem hafður er með, gerist ekki yfirtak frekur til fjörsins, söguskammturinn sem á að lýsa hann upp fær að ráða ferðinni. Og þótt vitundin um fáránieikann í samfúnníunni setji svip sinn á meðferð Þráins á öllum hugsan- legum „vandamálum“ en ekki hin pólitíska reiði, þá dylst les- andanum sem betur fer ekki, að á baki við góðlátleikann leynist ekki skoðanaleysi - þar búa við- horf sem oftast er betra að viðra en láta liggja undir þagnarryki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.