Þjóðviljinn - 13.11.1985, Side 13
Frá landsfundinum: Æskulýðsfylkingarmenn bera saman bækurnar.
Skoðanir um landsfund
Vemlega gott
Grétar Sigurðsson: Við viðurkennum að vandinn er til staðar. Mynd: EÓI.
Grétar Sigurðsson: Flokkurinn kemur öflugri útúrfundinum
Þetta hefur verið verulega góð-
ur landsfundur, sagði Grétar
Þorsteinsson, Borgarnesi. - Ég er
búinn að sitja þing af þessu tæi á
vegum flokksins nánast óslitið frá
upphafi, og var satt að segja svo-
lítið uggandi fyrir þennan fund -
af ýmsum ástæðum - en mér
finnst fundurinn hafa verið mjög
góður. Þær hræringar sem eru í
flokknum skiluðu sér inná fund-
inn á jákvæðan hátt og koma líka
jákvætt útúr fundinum.
- Ályktanir og önnur þingskjöl
á þessum fundi eru óvenjulega
stefnumarkandi miðað við und-
anfarin ár sem hafa verið heldur
dauf, svipbrigðalítil og leiðinleg í
okkar hópi. Það merkilegasta
sem hefur legið fyrir þessum
fundi er kannski þetta mikla
plagg um atvinnumál. Sú umræða
á eftir að halda áfram, en þetta
plagg verður flokknum örugglega
drjúgt vegarnesti í framtíðinni.
Hér hafa veriö talsverðar
deilur. Heldurðu að flokkurinn sé
veikari ert áður eftir þennan
landsfund, eða kannski öfugt?
- Ég er sannfærður um að
flokkurinn kemur öflugri útúr
fundinum. Það hefur verið deilt á
þessum fundi, það er rétt. Ég hef
sjálfur tekið nokkurn þátt í þeim
deilum, og ég tel að þær hafi átt
fullan rétt á sér.
- Þaö hefur aldrei verið fullyrt
að Alþýðubandalagið væri versti
stjórnmálaflokkur í heimi. Hins-
vegar hefur fólk innan Alþýðu-
bandalagsins gert sér grein fyrir
því að Alþýðubandalagið á í
vanda, og það að Alþýðubanda-
lagið viðurkennir að þessi vandi
sé til staðar og tekur þennan
vanda til umræðu, - það er tví-
mælalaust af hinu góða. Allir
stjórnmálaflokkar á lslandi eiga í
vanda, svipuðum og Alþýðu-
bandalagið, - en við viðurkenn-
um að hann er til staðar og slík
viðurkenning er forsenda þess að
hægt sé að finna lausn.
- Þar að auki er merkilegt við
þennan fund að hann hefur vakið
mikla athygli, í fjölmiðlum og í
samfélaginu, og mér sýnist sú at-
hygli hafa verið mjög jákvæð.
Ný forysta?
- Líst mjög vel á þessa nýju
forystu og hef til hennar miklar
væntingar. Svavarvar endurkjör-
inn, og um það vorum við sam-
mála einsog sést af kjörinu. Ung-
ur ritari er kosinn á ári æskunnar,
og það er í samræmi við mikið
æskulýðsstarf í flokknum. En það
er auðvitað nýr varaformaður
sem vekur mesta athygli. Kristín
Ólafsdóttir er kosin undir þeim
formerkjum að efla flokksstarfið,
gera flokkin að öflugum starfs-
flokki. Það líst mér einkar vel á, -
það er eitt af því sem okkur hefur
vantað undanfarin fimm til tíu ár.
- Ég vænti mikils af allri hinni
nýju forystu.
-m
Kjaraályktun landsfundar
í tíö núverandi ríkisstjórnar
hefur átt sér stað meiri kjara-
skerðing á íslandi en áður hefur
þekkst í sögu lýðveldisins.
Kaupmáttur hefur lækkað um
30%. Verðtrygging launa afnum-
in. Okurvextir eru að sliga hús-
byggjendur. Félagsleg þjónusta
hefur verið stórlega skert og þeim
sem mest þurfa á hana að treysta
skömmtuð svívirðilega bág kjör.
Landsfundur ' Alþýðubanda-
lagsins áiyktar að á næstu mánuð-
um þurfi að beita öllu afli sam-
taka launafólks í landinu tii að
hnekkja launastefnu ríkisstjórn-
arinnar og ná fram eftirfarandi
kröfum:
1. Að ná aftur þeim kaupmætti
launa sem var áður en núverandi
ríkisstjórn skerti laun einhliða
með lögum. Sérstök áhersla verði
lögð á lægstu laun.
2. Að komi verði á kaupmátt-
artryggingu.
3. Að launataxtar endurspegli
útborguð laun og þrýsti á um
jöfnun kjara.
4. Laun kvennastétta verði
endurmetin og færð til samræmis
við iaun karla.
5. Að afnema bónuskerfið
þannig að þær greiðslur komi inn
í dagvinnulaun.
Full verðtrygging launa er eina
vörn launafólks, ekki aðeins gegn
því að umsamdar launahækkanir
fari út í verðlagið, heldur og ekki
síður til að stöðva þá fjárplógs-
starfsemi sem núverandi ríkis-
stjórn kyndir undir í skjóli
„ránskjaravísitölu" og okur-
vaxta. Launastefna hennar held-
ur, kaupmætti kauptaxta í lág-
marki og örvar til launamisréttis.
Koma verður yfirborgunum og
launaskriði vinnumarkaðrins inn
í umsamda taxta. Ráðast þarf
gegn földum hækkunum í formi
tilbúinna starfsheita gegn ór-
aunhæfum fríðindum og yfir-
vinnugreiðslum þar sem vinnufr-
amlag kemur ekki á móti. Þannig
þarf að skera upp herör gegn
duldum tekjum. Þær draga úr
samtakamætti launafólks, eyði-
leggja innviði verkaiýðshreyfing-
arinnar sem baráttutækis og
stuðla að löngum vinnudegi
hinna lægstlaunuðu.
Grundvöllur næstu kjarasamn-
inga hlýtur því að vera krafan urn
mannsæmandi dagvinnulaun og
fulla verðtryggingu kaupmáttar
launa, afnám eftirvinnu og stytt-
ingu vinnutíma.
Kjaramál
kvenna
Þrátt fyrir ýmsa ávinninga í átt
til aukins jafnréttis kynjanna,
blasir sú staðreynd við í lok
kvennaáratugar að launamisrétti
stendur óhaggað, og nægir að
benda á eftirfarandi staðreyndir
því til sönnunar:
Árið 1982 voru laun kvenna í
fiskvinnu aðeins 78% af launum
karla í þeirri grein, í vefjariðnaði
64%, í peningastofnunum 63%
og í opinberri stjórnsýslu 58%.
Árið 1983 var tímakaup karla i
dagvinnu um 30% hærra en
kvenna við skrifstofu og verslun-
arstörf og 14% hærra við al-
menna verkamannavinnu. Auk
lágra launa búa konur enn við
óþolandi öryggisleysi í starfi, t.d.
í fiskvinnslunni og eru sendar
heim þegar atvinnurekandanum
hentar. Þrátt fyrir þá jákvæðu
þróun að mun fleiri konur afla sér
nú menntunar en áður, hefur það
ekki bætt kjör þeirra, þvert á
móti er launamisréttið síst minna
hjá háskólamenntuðum hópum.
Það sem einnig hefur afgerandi
áhrif á stöðu kvenna á vinnu-
markaðinum er að þrengt hefur
verið verulega að allri félagslegri
þjónustu, meðal annars upp-
byggingu dagvistarheimila og að-
stoð við aldraða.
Landsfundur Alþýðubanda-.
lagsins telur því brýnt
- að endurmat fari fram á störfum
kvenna
- að tryggt verði fulit atvinnuör-
yggi kvenna
- að uppbygging félagslegrar
þjónustu hafi forgang.
Mið-Ameríka
7. landsfundur Alþýðubanda-
lagsins vekur athygli á því, að um
alla Mið-Ameriku geysa nú átök
milli alþýðu manna, sem heimta
brauð og frelsi, og spilltra vald-
astétta sem stjórna með ógnarað-
gerðum í skjóli Bandaríkjanna.
Skýrast birtast þessi átök nú í
Nicaragua, E1 Salvador og Gu-
atemala. f Nicaragua halda
Bandaríkin og fylgifiskar þeirra
uppi málaliðaher til að reyna að
eyðileggja uppbygginguna í
landinu og brjóta á bak aftur
lýðræðislega stjórnarhætti þar;
stjórnarhætti sem eru lýðræðis-
legri en annars staðar í Mið- og
Suður-Ameríku.
í E1 Salvador geisar borgarast-
yrjöld í kjölfar morða stjórnvalda
á 40-50 þúsundum óbreyttra
borgara, en þau eru ásamt ógnar-
legum pyntingum enn helsta
stjórnunaraðferð valdhafa þar.
Þeir sætu ekki á valdastóli degin-
um lengur ef þeir nytu ekki
hernaðar- og efnahagsstuðnings
Bandaríkjanna.
í öðru leppríki Bandaríkjanna,
Guatemala, greina alþjóðleg
mannréttindasamtök nú frá
tugum þúsunda sem hafa verið
pyntaðar og myrtar á sl. ári, á
meðan ein til tvær milljónir eru
taldar vera á stöðugum flótta
undan stjórnvöldum.
Fréttaflutningur hérlendis um
ástand mála í Mið-Ameríku hef-
ur verið af skornum skammti og
afar hlutdrægur á kostnað þeirrar
alþýðu sem þarna á í baráttu við
mesta herveldi heims og útsend-
ara þess.
Landsfundurinn leggur áherslu
á að veita verði frelsisbaráttu al-
þýðunnar í Mið-Ameríku stuðn-
ing á öllum sviðum, ekki síst með
því að afla og koma á framfæri
upplýsingum um raunverulegt
ástand mála í þessum stríðs-
hrjáða heimshluta.