Þjóðviljinn - 19.11.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1985, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR Handbolti - 1. deild Syrtir í ál KR-inga Fallí2. deild blasir við Vesturbœingum. Fimmti sigur Stjörnunnar í röð Það er heldur farið að syrta í álinn hjá KR-ingum. Eftir 23-19 tap gegn Stjörnunni er staða þeirra við botn 1. deildarinnar mjög slæm og fall í 2. deild blasir við. Þeir náðu að veita Stjörnunni harða keppni lengst af, en þó Garðabæjarliðið hafi oft leikið betur vann það mjög svo sann- gjarnan sigur, sinn fimmta í röð. Úrslitin virtust ráðin eftir 20 mínútur. Stjarnan var komin sex mörkum yfir en KR náði að laga stöðuna í 13-10 fyrir hlé. Síðan var Hannes, lykilmaður Stjörn- unnar, tekinn úr umferð og við það riðlaðist leikur Garðbæinga. KR-ingar héngu á boltanum, hver langlokusóknin rak aðra og allt virtist geta gerst þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, staðan þá 15-13. En þá gerði Stjarnan út um leikinn með sex mörkum í röð - síðan gerðu baráttuhugur KR- inga og áhugaleysi Garðbæinga það að verkum að munurinn í lokin var aðeins fjögur mörk. Stjarnan er með öflugan 7 manna kjarna sem nær vel sam- an. Sóknarleikur liðsins í fyrri hálfleik var mjög góður en la- maðist þegar Hannes var tekinn úr umferð. Hannes bindur liðið saman, í vörn og sókn, og hefur tæplega leikið jafnvel um árabil og í vetur. Gylfi og Sigurjón léku ágætlega og Brynjar Kvaran varði markið vel en aðrir voru mistækir. KR-ingar stilltu nú upp Gunn- ari Gíslasyni í fyrsta sinn í vetur og við það jókst ógnunin í sókn- arleiknum - ekki nóg þó til að koma sterkri vörn Stjörnunnar verulega úr jafnvægi. KR-liðið var jafnt- það er skipað reyndum leikmönnum en vantar tilfinnan- lega afgerandi skyttu. Leikur liðsins var skynsamlegur en ekki að sama skapi mikið fyrir augað. -vs Digranes 17. nóv. Stjarnan-KR 23-19 (10-9) 4-1, 8-3, 10-4, 12-7, 13-10, 14-12, 15-13, 21-13, 23-17, 23-19. Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifs- son 7(2v), Gylfi Birgisson 5, Hermund- ur Sigmundsson 3, Sigurjón Guð- mundsson 3, Magnús Teitsson 2, Skúli Gunnsteinsson 1, Einar Einars- son 1, Gunnlaugur Jónsson 1. Mörk KR: Haukur Geirmundsson 4, Stefán Arnarson 4(1v), Gunnar Gísla- son 3, Haukur Ottesen 3, Friðrik Þor- björnsson 2, Ragnar Hermannsson 2, Jóhannes Stefánsson 1. Dómarai: Gunnlaugur Hjálmars- son og Óli Ólsen - ágætir. Maður leiksins: Hannes Leifsson, Stjörnunni. Handbolti - 1. deild Skyldustig Próttur stóð þó lengi vel í FH FH tók „skyldustigin“ þegar botnlið Þróttar kom í heimsókn. Reyndar mátti Hafnarfjarðarlið- ið hafa fyrir hlutunum framanaf, Þróttarar eygðu greinilega smá von um stig og börðust ágætlcga lengi vel. En þegar staðan var 15- 12 var Konráði sýnt rauða spjald- ið og þegar Birgir fékk að fjúka sömu leið rctt á eftir var mót- spyrna Þróttar á enda og FH vann 28-16. Þorgils Óttar heldur liði FH saman og sýnir nú þegar á reynir að hann er fjölhæfur leikmaður - ekki bara snjall línumaður. Guðjón Árnason lék ágætlega og Héðinn sýndi að mikið býr í hon- um. Hjá Þrótti var helst að Kon- ráð héldi hlutunum gangandi - liðið sýndi ágæta baráttu en átti við ofurefli að etja eins og ávallt áður í vetur. -VS Hafnarfjöröur 16. nóv. FH-Þróttur 28-16 (13-9) 6-3, 6-6, 8-8, 13-8, 13-9, 14-11,15- 12, 21-12, 28-15, 28-16. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 7, Guöjón Árnason 6, Óskar Ármanns- son 5(3v), Héðinn Gilsson 3, Jón Er- ling Ragnarsson 3, Finnur Árnason 1, Valgarður Valgarðsson 1, Stefán Kristjánsson 1, Péfur 1. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 5(3v), Birgir Sigurðsson 3, Haukur Hafsteinsson 2, Gísli Óskarsson 2(2v), Benedikt Ingvason 2, Brynjar Einarsson 1, Atli Helgason 1. Dómarar: Árni Sverrisson og Guð- mundur Stefánsson - slarkfærir. Maður leiksins: Þorgils Óttar Mathiesen, FH. Stadan í 1. deild karla í handknattleik: Víkingur.......... 9 8 0 1 222:165 16 Stjarnan.......... 9 6 1 2 215:181 13 Valur............. 8 6 0 2 176:166 12 Fram.............. 8 4 0 4 188:181 8 KA................10 4 0 6 203:209 8 FH................ 9 4 0 5 217:214 8 KR................ 9 2 1 6 186:210 5 Þróttur........... 8 0 0 8 168:249 0 Markahæstir: Þorgils Óttar Mathiesen, FH........58 ValdimarGrímsson, Val..............53 GylfiBirgisson.Stjörnunni..........53 ÓskarÁrmannsson, FH................52 Konráð Jónsson, Þrótti.............49 Þróttur og Valur leika í Laugar- dalshöllinni í kvöld kl. 20. Þorgils Óttar Mathiesen FH, er markahæstur í 1. deildinni. 10 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Michel Platini hafði ekki skorað fyrir franska landsliðið síöan í nóvem ber 1984 en mörk hans gegn Júgó- slavíu á laugardaginn komu svo sannarlega á réttum tíma. HM í knattspyrnu Platinis í urslit Pétur Bjarnason, KA, gnæfir yfir Arna Indriðasyni, þjálfara Víkings. En það voru Víkingar sem gnæfðu yfir norðan- mönnum á sunnudaginn. Mynd: E.ÓI. Handbolti - 1. deild Enn vinna Víkingar Endasprettur KA kom of seint Þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka í leik Víkings og KA á sunnudaginn, var munurinn átta mörk Víking í hag. En þá fóru þeir að slaka fullmikið á og KA- menn gengu á lagið og náðu að minnka muninn í tvö mörk. Vík- ingar tóku því svo rólega síðustu mínúturnar og sigruðu 20-18. Leikur Víkinga einkenndist af sterkum varnarleik í fyrri hálfleik og slæmum sóknarleik í þeim síðari. Vörn Víkinga í fyrri hálf- leik var geysisterk, einkum þó þeir Árni og Steinar. Steinar var einnig góður í sókninni, en hann og Páll skoruðu nær öll mörk Víkingsliðsins. Þess má einnig geta að Guðmundur fiskaði sex vítaköst. KA byrjaði þennan leik eins og leikinn gegn Val og var sex mörk- um undir í hálfleik. Undir lok leiksins fóru KA-menn loksins að Laugardalshöll 17. nóv. Víkingur-KA 20-18 (11-5) 3-1, 7-3, 11-4, 12-7, 17-9, 18-11, 18-14, 19-17, 20-18. Mörk Víkings: Páll Björgvinsson 9(6v), Steinar Birgisson 7, Guðmund- ur Albertsson 2 og Guðmundur Guð- mundsson og Bjarki Sigurðsson 1 hvor. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 8(2v), Þorleifur Ananíasson 4, Er- lendur Hermannsson 3 og Sigurður Pálsson, Hafþór Heimisson og Pétur Bjarnason 1 hver. Dómarar: Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson - slakir. Maður leiksins: Steinar Birgisson, Víkingi. spila almennilegan handbolta og þá var ekki að sökum að spyrja, þeir skoruðu átta mörk gegn tveimur Víkingsmörkum. En eins og í leiknum við Val kom þessi endasprettur of seint. Er- lingur var bestur hjá KA, skoraði mikið, þá átti Erlendur einnig góðan leik. Það sem helst háir KA hve leikur liðsins er köflóttur. Liðið er of seint í gang, en þegar þeir loksins fara af stað geta þeir stað- ið í hvaða liði sem er. Leikinn dæmdu þeir Guð- mundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson og verða þeir og aðrir dómarar að reyna að samræma dóma sína svo að leikmenn viti á hvað sé dæmt og á hvað ekki, -Logi Tveir reknir útafísigri Frakka á Júgóslövum Paraguay fékk aukasœtið í Suður-Ameríku Michel Platini kom Frökkum í loka- keppni HM í knattspyrnu er hann skoraði tvö glæsimörk í 2:0 sigri á Júg- óslövum í París á laugardagskvöldið. Eftir aðeins tvær mínútur fékk Frakk- land aukaspyrnu rétt utan vítateigs Júgóslava. Platini skoraði beint úr spyrnunni eins og honum einum er lagið -1:0. Þegar 18 mínútur voru til leiksloka skoraði hann síðan með góðu skoti frá vítateig, í bláhornið niðri, 2:0. Þetta voru fyrstu mörk Platinis fyrir franska landsliðið í heilt ár. Mikill hiti var í leik- mönnum - fimm voru bókaðir og tveir þeirra síðan reknir af leikvelli á loka- mínútunum, þeir Ljubomir Radanovic, Júgóslavíu, og hinn sterki varnarmaður Frakka Yvon Le Roux. Austur-Þjóðverjar gerðu allt sem þeir gátu, unnu Búlgari 2:1 í Berlín, en það dugði skammt vegna sigurs Frakka. Zo- etsche kom Austur-Þjóðverjum yfir á 3. mínútu, Gochov jafnaði fyrir Búlgari á 39. mín. en Liebers svaraði mínútu síð- ar, 2:1, með skoti beint úr aukaspyrnu af 25 m færi. Leikið var við mjög erfiðar aðstæður, í frosti og snævi þöktum velli. Lokastaðan í 4. riðli: Frakkland.................8 5 1 2 15:4 11 Búlgaría..................8 5 1 2 13:5 11 A.Þýskaland...............8 5 0 3 16:9 10 Júgóslavía................8 3 2 3 7:8 8 Luxemburg.................8 0 0 8 2:27 0 Paraguay í úrslit Paraguay er komið í lokakeppnina í fyrsta skipti í 28 ár eftir 2:2 jafntefli gegn Chilebúm í Santiago. Paraguay vann fyrri leikinn 3:0 en vonir Chile vöknuðu þegar Hugo Rubioskoraði á 13. mínútu. Schettina og Romero svöruðu fyrir Par- aguay fyrir hlé, 1:2, og þar með var draumur Chile búinn. Munoz jafnaði að vísu skömmu fyrir leikslok, 2:2, en það dugði skammt. Jafnt í Munchen Karl-Heinz Rummenigge forðaði Vestur-Þjóðverjum frá öðrum tap- leiknum á heimavelli í röð er hann jafn- aði gegn Tékkum, 2:2, þremur mínútum fyrir lok leiks þjóðanna í Múnchen á sunnudaginn. Ándreas Brehme hafði skorað fyrir V.Þjóðverja beint úr auka- spyrnu eftir 45 sekúndur en Josef Novak og Vladislav Lauda komið Tékkum yfir með mörkum snemma í seinni hálfleik. Aðeins 15 þúsund áhorfendur mættu á leikinn og hafa aldrei verið færri á lands- leik í Vestur-Þýskalandi. Svíar unnu nauman sigur á Möltu, 2:1. Robert Prytz skoraði fyrir Svía strax á 2. mínútu en Nadu Farrugia jafnaði fyrirheimaliðiðá65. mín. GlennStröm- berg tryggði síðan Svíum sigur með marki á 73. mín. Lokastaðan í 2 V.Þyskaland........8 5 Portúgal...........8 5 Sviþjóö............8 4 Tékkóslóvakía.....8 3 Malta..............8 0 riðli: NBA-deildin 2 1 22:9 12 0 3 12:10 10 1 3 14:9 9 2 3 11:12 8 1 7 6:25 1 - VS/Reuter Handbolti - 1. deild Öruggur Valssigur Gerðu út um leikinn gegn KA ífyrri hálfleik Kvennahandboltinn Þrettán marka sigur Stjömunnar Fram malaði FH. Víkingur á toppnum eftir sigur á KR Yfirburöir LA Lakers Los Angeles Lakers eru komnir með yfirburðaforystu í Kyrrahafs- riðli NBA-deildarinnar í körfuknatt- leik eftir tvo stórsigra um helgina. Þeir unnu Los Angeles Clippers 127:67 á föstudagskvöldið og New Jersey Nets 138:119 á sunnudaginn. Lakers hafa unnið 10 af 11 lcikjuni sínum en næsta lið, Portland Trail Blazcrs er með 8 stiga en 5 töp. Boston Celtics töpuðu fyrir lndi- ana Pacers, 111:109, á laugardaginn en eru samt með örugga forystu í Atl- antshafsriðlinum. Þeir unnu Was- hington Bullets 118:114 á föstudagsk- völdið. Celtics eru með 8 sigra og 2 töp en næstir eru Philadelphia 76ers með 5 sigra og 5 töp. Milwaukee Bucks og Detroit Pistons eru með bestu stöðuna í jöfnum Miðriðlinum of Houston Rockets og Denver Nuggets virðast ætla að berjast um sigurinn í Miðvesturriðlinum. - VS/Reuter Körfubolti Erla Rafnsdóttir Haukum. skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna gegn Valsmenn virðast hafa náð sér upp úr þeirri lægð sem þeir hafa verið í að undanförnu. Þeir sigr- uðu KA nokkuð örugglega á laugardaginn 20-16. Staðan í hálfleik var 14-8, Val í hag. Það voru einkum hraðaupp- hlaupin sem að skildu liðin að. Laugardalshöll 16. nóv. Valur-KA 20-16 (14-8) 3-1, 8-4, 11-6, 14-8, 17-10, 17-14, 19-14, 20-16. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6, Jakob Sigurðsson 4, Július Jónasson 4(2v), Theódór Guðfinnsson 2, Geir Sveinsson 2, Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn Jensson 1 hvor. Mörk KA: Erlendur Hermannsson 6, Erlingur Kristjánsson 4, Guömundur Guðmundsson 2, Þorleifur Ananías- son, Logi Einarsson, Anton Pétursson og Pétur Bjarnason 1 hver. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Óli Ólsen. - Slakir. Maöur lelkslns: Sigmar Þröstur Óskarsson, KA. Hjá Val voru hraðaupphlaupin mörg og þeir Valdimar og Jakob skoruðu grimmt. En það var ann- að uppi á teningnum hjá KA, hraðaupphlaupin voru fá og oftar en ekki náði Ellert boltanum af seinum KA-mönnum. Það má segja að Valsmenn hafi gerti út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá náðu þeir 6 marka forskoti og náðu KÁ-menn ekki að jafna leikinn eftir það. Þó gerðu þeir heiðarlega tilraun og voru það einkum þeir Erlendur og Sigmar sem að sýndu einhverja baráttu í lokin, en forskot Valsmanna var of stórt og sigur þeirra öruggur. Aðal leiksins var tvímælalaust markvarslan. Sigmar Þröstur og Ell- ert vörðu báðir mjög vel, einkum þó í síðari hálfleik. Vörn Valsmanna var einnig mjög sterk og voru þeir Geir Sveinsson og Þorbjörn Jensson fastir fyrir. Hjá KA voru það helst þeir Er- lendur Hermannsson og Guðmundur Guðmundsson sem stóðu upp úr, annars var liðið frekar slakt. -Logi 3. deild Reynir tapaði þremur stigum Reynismenn úr Sandgcrði töpuðu ÞórA................8 5 1 2 191:158 11 þremur dýrmætum stigum í Norðurlands- Týr................7 5 0 2 186:150 10 ferð sinni um hclgina. Þeir léku við Völ- Pe,ynirS........I q ? 1 17 sung á laugardaginn að Laugum og þar 3 1 1 111101 7 varð óvænt jafntefli, 30:30. A sunnudag UMFN...........6 3 1 2 170:146 7 léku þeir síðan við Þór á Akureyri og þar Völsungur......8 3 1 4 196:191 7 vann Þór sinn fyrsta heimasigur í vetur, (®K.............* 3 ° J 170J93 6 20:18- Seifoss.............5 1 2 2 114:119 4 Einn annar leikur fór fram um helgina. SS222™...........V/infioo1 o UMFN tok óvænt stig af Fylki er hðin Ogri.................6 0 0 6 78:174 q skildu jöfn, 24:24, í Njarðvík á laugardag- Ánnað kvöld verða leiknir fimm íeikir í inn. Leikjum Selfoss og Ögra, og 3. deild. Þá mætast ÍA-Skallagrímur, Skallagríms-ÍBKvarfrestaðvegnaveðurs ÍBK-UMFN, Reynir S.-Selfoss, Fylkir- á föstudagskvöldið. Ögri og Týr-Hveragerði. Staðan í 3. deildinni í handknattleik: - VS Nýliðar 1. deildarinnar Haukar og Stjarnan mættust í Hafnarfirði á sunnudaginn. Mik- ill munur var á liðunum og verð- ur róðurinn greinilega mjög þungur hjá Haukunum í vetur. Stjarnan náði strax tökum á leiknum og staðan var 13:7 í hálf- leik. Strax í seinni hálfleik héldu Stjörnustúlkurnar áfram að bæta við mörkum og þegar upp var staðið höfðu þær sigrað, 28:15. Stjörnuliðið var mjög jafnt í leiknum og nutu ungu stúlkurnar sín vel er þær Margrét Theódórs- dóttir og Erla Rafnsdóttir voru teknar úr umferð. Haukaliðið á langt í land með að geta ógnað hinum liðunum í 1. deild eitthvað að ráði. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 9, Margrét Theódórsdóttir 6(5v), Guöný Gunnsteinsdóttir 5(1 v), Anna Guðjóns- dóttir 3, Hrund Grétarsdóttir 2, Ingibjörg Andrésdóttir 2, Oddný Teitsdóttir 1. Mörk Hauka: Hrafnhildur Pálsdóttir 7, Björk Hauksdóttir 5(1 v), Ragnheiöur Júlí- usdóttir 1, Steinunn Þorsteinsdóttir 1, Hólmfríöur Garðarsdóttir 1. Fram vann FH létt Fram vann sanngjarnan sigur á FH, 26:16,í Höllinni á sunnudag- inn. Þar var aldrei spurning um úrslit, svo miklir voru yfirburðir meistaranna. Staðan í hálfleik var 11:5. Sól- veig Steinþórsdóttir markvörður Fram kom í veg fyrir að FH skoraði fleiri en 16 mörk, hún varði einsog berserkur allan leikinn og var tvímælalaust mað- Staöan er nú þessi: ur leiksins. FH-liðið var frekar víkingur 3 3 0 dapurt og var það helst María Fram„...!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 2 2 0 Sigurðardóttir sem sýndi smá lit í fh......................320 seinni hálfleik. vaklí!an!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 2 o i Mörk Fram: Arna Steinsen 7(4v), Ing- ..................? ? ® unn Bernótusdóttir 5, Guðríður Guöjóns- Haukar.................3 0 0 dóttir 4, Guðrún Gunnarsdóttir 4, Sigrún Blomsterberg 1, Margrét Blöndal 1 ■.. , . . ., Mörk FH: Arndís Aradóttir 4(2v), María . Næsti leikur verður 1 Hafnar- Siguröardóttir3, HeiöaEinarsdót1ir3, Katr- firði annað kvöld. FH Og Valur ín Danivalsdóttir 2, Rut Baldursdóttir 2, mætast ki.20. Eva Baldursdóttir 1, Hiidur Haröardóttir 1. _ fyj11 64:50 6 47:35 4 58:56 4 73:61 3 45:47 1 37:52 0 39:62 0 Grindavík náði Fram Grindvíkingar náðu Fram að stig- um á toppi 1. deildarinnar í körfu- knattleik uni helgina er þeir sigruðu Þór frá Akureyri 69:62 í Grindavík. Þórsarar léku einnig við b-lið ÍS í ferðinni í bikarkeppninni en máttu þola 15 stiga 'ap gegn Bjarna Gunnari og félögum. - VS Auðveldur Víkingssigur Víkingsstúlkurnar áttu ekki í vandræðum með KR og sigruðu 29:19. Ekki byrjaði þó leikurinn vel hjá báðum aðilum, mikið var um mistök og minnti áhorfendur á „köttinn og músina“, svo lé- legur var hann á köflum. Víkingur átti góða spretti inná milli og leiddi 11:8 í hálfleik. Vík- ingsstúlkurnar komu ákveðnar til seinni hálfleiks og sýndu jafnan og góðan leik og skoruðu mörg falleg mörk með langskotum. KR-stúlkurnar verða hinsvegar að gera hjá sér stórátak ef þær ætla sér ekki að falla. Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 8(3v), Jóna Bjarnadóttir 6, Svava Bald- vinsdóttir 4, Eiríka Ásgimsdóttir 3, Arn- heiðurBergsteinsdóttir2, Metta Helgadótt- ir 1, Valdis Birgisdóttir 1. Mörk KR: Elsa Ævarsdóttir 5, Sigur- björg Sigþórsdóttir 4(1v), Jóhanna Ás- mundsdóttir4, Snjólaug Benjamínsdóttir3, Karolina Jónsdóttir 3, Bryndis Harðardóttir 1. Þriðjudagur 19. nóvember 1985 ; ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 2. deild Fyrsti sigur Aftureldingar Afturelding vann sinn fyrsta lcik í 2. deildinni í handknattleik á laugar- daginn þegar Þórarar úr Eyjum komu í heimsókn að Varmá. Axel Axelsson þjálfari Mosfellinga gat ekki leikið með liði sínu vegna meiðsla en það kom að lítilli sök - Afturclding lék mjög vel með Sigurjón Eiríksson scm besta mann og vann 27:17. Sigurjón gerði 8 mörk í leiknum. Þórurum gekk lítiö betur gegn HK í Digranesi á sunnudaginn. HK vann öruggan sigur, 30:22, og heldur sér í toppbaráttunni. Hörður Sigurðsson gerði 8 marka HK, Björn Bjömsson og Stefán Halldórsson 5 hvor, en Sig- björn Óskarsson 7 og Páll Scheving 6 skoruðu mest fyrir Eyjamenn. ÍR tapaði sínum þriðja leik í röð er Breiðablik mætti í Seljaskólann á laugardaginn. Blikarnir unnu sinn sjöunda leik í röð, 27:22, og stefna rakleitt á 1. deild. Á föstudagskvöld- ið vann HK sigur á Gróttu á Seltjarn- arnesi, 27:21. Staðan í 2. deiid: Breiðablik 8 Ármann 7 HK 8 ÍR 8 8 Afturelding 7 ÞórVe 8 Grótta 8 Annað kvöld leika Breiðablik- Grótta, HK-Afturelding, ÍR-Haukar og Ármann-Þór Ve. - VS Tvö glæsimötk og Frakkland

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.