Þjóðviljinn - 19.11.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.11.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan Urslit í ensku knattspyrnunni: 1. deild: Arsenal-Oxford.................2:1 Aston Villa-Sheff. Wed.........1:1 Ipswich-Everton................3:4 Liverpool-W.B.A................4:1 Luton-Coventry.................0:1 Manch.Utd-Tottenham............0:0 Newcastle-Chelsea..............1:3 Nottm.For.-Manch-City..........0:2 Q.P.R.-Leicester...............2:0 Southampton-Birmingham.........1:0 West Ham-Watford...............2:1 2. deild: Barnsley-Sunderland............1:1 BradfordC.-Millwall........frestaö Brighíon-Huddersfield..........4:3 Charlton-Hull City.............1:2 Fulham-Carlisle............frestað Grimsby-Portsmouth.............1:0 Leeds-Crystal Palace...........1:3 Middlesboro-Oldham.............3:2 Sheff.Utd-Blackburn............3:3 Stoke-Norwich..................1:1 Wimbledon-Shrewsbury...........2:2 FA-bikarinn - 1. umferð: Bishops Stortford-Peterboro....2:2 Bournemouth-Dartford...........0:0 Brentford-Bristol Rovers.......1:3 Bury-Chester...................2:0 Chelmsford-Weymouth............1:0 Chorley-Altrincham.............0:2 Dagenham-Cambridge.............2:1 Derby County-Crewe.............5:1 Enfield-BognorRegis............0:2 Exeter-Cardiff City............2:1 Fareham-Maidstone..............0:3 Farnborough-Bath...............0:4 Frickley-Halesowen.............1:1 Gillingham-Northampton.........3:0 Halifax-Scunthorpe.............1:3 Lincoln-Blackpool..............0:1 Macclesfield-Hartlepool........1:2 Mansfield-Port Vale............1:1 NottsCounty-Scarborough........6:1 Nuneaton-Burnley...............2:3 Plymouth-Aldershot.............1:0 Reading-Wealdstone.............1:0 Rochdale-Darlington............2:1 Rotherham-Wolves...............6:0 Runcorn-Boston.................2:2 Slough-Aylesbury...............2:2 Southend-Newport...............0:1 Stockport-Telford..............0:1 Swansea-Leyteon Wingate........2:0 Tranmere-Chesterfield..........2:2 VS Rugby-Orient................2:2 Walsall-Preston N. E...........7:3 Whitby-South Liverpool.........1:0 Wigan-Doncaster................4:1 Winsdor&Eton-Torquay...........1:1 Wrexham-Bolton.................3:1 Wycombe-Colchester.............2:0 Yeovil-Hereford................2:4 York City-Morecambe............0:0 Staóan 1. deild: Man.Uld 17 13 3 1 35: 7 42 Liverpool 17 11 4 2 39:17 37 Chelsea 17 10 3 4 28:18 33 West Ham.... ,17 9 5 3 30:19 32 Sheff.Wed.... 17 9 5 3 26:24 32 Everton 17 9 3 5 37:22 30 Arsenal 17 9 3 5 22:22 30 Newcastle... 17 7 5 5 25:26 26 Q.P.R 17 8 2 7 19:21 26 Nott.For .17 8 1 8 28:28 25 Luton .17 6 6 5 29:21 24 Watford .17 6 4 7 32:31 22 Tottenham.... 16 6 3 7 28:22 21 Southampton 17 5 6 6 20:23 21 Coventry .17 5 5 7 22:24 20 Aston Villa.... .17 4 7 6 22:23 19 Birmingham 16 5 1 10 11:23 16 Manch.City.. .17 3 6 6 16:25 15 Oxford .18 3 6 9 24:35 15 Leicester .18 3 6 9 21:36 15 Ipswich .17 2 3 12 11:29 9 W.B.A .17 1 3 13 14:43 6 2. deild: Portsmouth. .16 11 2 3 29:9 35 Wimbledon.. .17 9 4 4 20:15 31 Sheff. Utd.... .17 8 6 3 34:22 30 Charlton .16 9 3 4 31:20 30 Norwich .17 7 6 4 28:18 27 Oldham .17 8 3 6 28:23 27 Cr. Palace... .17 8 3 6 25:21 27 Blackburn.... .17 7 6 4 20:18 27 Barnsley .17 7 5 5 20:14 26 Brighton .17 7 4 6 29:26 25 HullCity .17 6 6 5 29:22 24 Sunderland . .17 6 4 7 17:24 22 Grimsby .17 5 6 6 25:22 21 Leeds .17 5 5 7 20:30 20 BradfordC... .15 5 3 7 17:22 18 Huddersfield 17 4 6 7 23:30 18 Millwall .16 5 3 8 21:28 18 Stoke .17 3 8 6 17:20 17 Fulham .14 5 1 8 12:19 16 Middlesboro 16 3 6 7 10:18 15 Shrewsbury 17 3 5 9 20:29 14 Carlisle .16 2 3 11 17:41 9 Markahæstir í 1. deild: Frank McAvennie, West Ham......15 Kerry Dixon, Chelsea...........10 Mark Hughes, Man.Utd...........10 Brian Stein, Luton.............10 TonyCottee, WestHam.............9 Peter Davenport, Nottm. For.....9 Mick Harford, Luton.............9 Gerry Lineker, Leicester........9 lan Rush, Liverpool.............9 GraemeSharp, Everton............9 *r Forskotið góða fokið að hálfu Liverpoolfimm stigum á eftir Man. Utd. West Ham komið í fjórða sætið og McAvennie skorar enn. Óvæntir útisigrar Coventry og Man. City Tíu stiga forysta er stór á pappírn- unum en fljót að hverfa - ekki síst þar sem þrjú stig eru gefin fyrir sigur. A háifum mánuði hefur forskot Man. Utd minnkað um helming og er aðeins fimm stig eftir markalaust jafntefli liðsins við Tottenham og 4:1 sigur Li- verpool á botnliðinu WBA. Óvæntir atburðir virtust þó í aðsigi á Anfield þegar Garth Crooks skall- aði í mark Liverpool eftir 38 mínútna leik, 0:1. Steve Nicol jafnaði á loka- sekúndum fyrri hálfleiksins og í seinni hálfleik réð botnliðið ekki við neitt. Jan Mölby, Mark Lawrenson og Paul Walsh skoruðu og úrslitin urðu 4:1. Man.Utd slapp nokkuð vel með 0:0 jafntefli gegn Tottenham einsog ís- lenskir knattpyrnuáhugamenn sáu í beinni útsendingu. Tottenham varð fyrsta liðið til að halda hreinu á Old Trafford í vetur og fór illa með gullin tækifæri í seinni hálfleiknum. Mark Hughes birtist síðan einsog skrattinn úr sauðarleggnum rétt fyrir leikslok og bombaði í þverslána á marki Tott- enham. Man.Utd saknaði greinilega fyrirliða síns, Bryans Robsons, og Glenn Hoddle var einráður á miðj- unni og lék leikmenn Man.Utd oft grátt. Frank McAvennie heldur áfram að skora fyrir West Ham, sem er nú komið í fjórða sæti deildarinnar - tap- laust síðan í ágúst. Mark Ward kom West Ham í 2:0 en Worrall Sterling minnkaði muninn fyrir Watford. Á Portham Road var mikið fjör og Ipswich skoraði þrjú mörk en hafði aðeins gert 8 fram að því í vetur. Eftir skamma stund stóð 2:0 fyrir Ipswich gegn meisturum Everton, Mich D’Avray og Kevin Wilson höfðu skorað. Adrian Heath skoraði með skalla fyrir Everton á 34. mínútu, 2:1, og á 47. mín. jafnaði Graeme Sharp, 2:2. Kevin Sheedy, besti maður vall- arins, kom Everton síðan yfir á 58. mín, 2:3, en Terry Butcher jafnaði Glenn Hoddle lék mjög vel þegar Tottenham gerði jafntefli við Man. Utd. á Old Trafford á laugardaginn. Landsleikir Skotland Afram 3ja stiga forysta Aberdeen heldur þriggja stiga forystu í skosku úrvals- deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 1:1 jafntefli á útivelli gegn botnliði Motherwell. Rangers fékk skell gegn He- arts í Edinborg, 3:0 en Celtic komst í annað sætið með 2:0 sigri á Clydebank. Dundee tapaði 0:3 fyrir nágrönnunum í Dundee Utd og St. Mirren tapaði 1:3 fyrir Hibernian. Aberdeen hefur 21 stig, Celtic 18, Rangers 17, Dundee Utd 16, Hearts 16, HibernianÍ5, St. Mirren 14, Dundee 13, Clydebank 10 og Motherwell 8 stig. - VS/Reuter Pólland jagði ttalíu Pólverjar lögðu heims- meistara ítala að velli í vin- áttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór á hálum velli í frosti í Chorzow á laugardag- inn. Pólland vann 1:0 og skoraði Dariusz Dziekanowski sigur- markið með fallegu skoti af 20 m færi eftir aðeins fímm mín- útna leik. ítalir fengu nokkur færi til að jafna og Aldo Ser- ena átti m.a. skalla í slá. í Puebla, á einum af leikvöngum HM á næsta ári, gerðu Mexíkó og Argentína jafntefli 1:1, á sunnudaginn. Aguirre kom Mexíkönum yfir á 2. mínútu en Ruggeri jafnaði á 68. mín. Þetta var fjórða 1:1 jafntefli liðanna í jafnmörgum leikjum sl. tvö árin en á föstu- dagskvöld urðu sömu úrslit er þau mættust í Los Angeles. - VS/Reuter með hörkuskalla, 3:3, á 72. mínútu. Þegar 12 mínútur voru eftir var Gary Lineker felldur í vítateig Ipswich og úr vítaspyrnunni skoraði Trevor Stev- en sigurmark meistaranna, 3:4. Glenn Roeder skoraði fyrir New- castle gegn Chelsea strax á fyrstu mínútunni. Chelsea náði að snúa leiknum við og vinna góðan útisigur, 3:1, sem fleytti liðinu uppí þriðj a sæt- ið. Það voru David Speedie, Nigel Spackman og Kerry Dixon sem skoruðu mörkin. Coventry kom geypilega á óvart með 1:0 sigri á gervigrasinu í Luton. David Bowman skoraði eina mark leiksins. Þá kom sigur Manchester City í Nottingham ekki síður á óvart, fyrsti sigur liðsins í 1. deild síðan 31. ágúst. Paul Simpson og Clive Wilson, fram- herjarnir ungu, skoruðu mörkin. Sjálfsmark frá Nigel Spink mark- verði Aston Villa færði Sheffield We- dnesday forystu á Villa Park en Colin Gibson náði að jafna fyrir Villa. 1:1. Sigurður Jónsson lék ekki með Sheff. Wed. Danny Wallace lyfti Southampton upp töfluna með því að skora eina mark leiksins gegn Birmingham sem ekki hefur unnið leik í tvo mánuði. Tony Woodcock og Paul Davis komu Arsenal í 2:0 og það dugði gegn Oxford. Jeremy Charles náði að vísu að laga stöðuna fyrir nýliðana, 2:1. Steve Wicks og Wayne Fereday skoruðu mörkin í 2:0 sigri QPR á slöku liði Leicester. Portsmouth tapaði sínum þriðja leik í 2. deild, 1:0 í Grimsby, en for- ysta liðsins minnkaði lítt. Wimbledon nýtti sér tap hjá Charlton og skaust uppí annað sætið. Sheffield United er komið í þriðja sæti og er orðið eitt líklegasta lið deildarinnar til að vinna sig uppí 1. deild. - VS Evrópuknattspyrnan Skellur hjá Rapid Rapid Wien tapaði sínum fyrsta leik í austurrísku 1. deildinni í vetur á laugardaginn, 5:1 gegn erkifjendunum í Austria Wien. Austria hefur því náð fjög- urra stiga forystu þegar 18 um- ferðum er lokið, hefur 33 stig og markatöluna 59:9 en Rapid er með 29 stig og markatöluna 59:13. í þriðja sæti er Sturm Graz með 19 stig. í Portúgal var 2. umferð bikar- keppninnar á dagskrá. Toppliðin sluppu ósködduð úr þcim leik, þrátt fyrir að öll lékju á úti- völlum. Porto vann Agueda 1:0, Sporting vann Ponte Sor 2:1, Gu- Spánn Þrjú frá Valdano Arcihbald skoraði tvö Real Madrid heldur forystu sinni í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 3:1 sigur á nýliðum Cadiz á sunnudag- inn. Argentínumaðurinn Jorge Valdano skoraði öll 3 mörkin. Sporting Gijon er áfram eina taplausa liðið í deildinni eftir 3:1 sigur heima gegn Pétri Péturssyni og fé- lögum í Hercules. Steve Archibald skoraði tví- vegis fyrir Barcelona sem vann Celta Vigo 2:0 á útivelli og komst í fímmta sætið. Real Madrid hefur 19 stig, Sporting Gijon 18, Atletico Madrid 15, Bilbao 15, Barce- lona 14, Valladolid 14, Zara- goza 14, Sociedad 13, Sevilla 12, Cadiz 12, Valencia 11, Real Betis 10, Las Palmas 9, Hercules 8, Espanol 8, Racing Santander 8, Osasuna 7 og Celta Vigo 5 stig. - VS/Reuter imares vann Casa Pia 4:0 og Ben- fica vann Alverca 2:0. Steauja vann Cluj-Napoca 2:0 í rúmensku 1. deildinni og er áfram efst, með 22 stig. Sportul Student er með 20 stig og Craiova 18. Annars staðar í Evrópu var frí vegna landsleikja um helgina og næsta miðvikudag. - VS/Reuter V.Pýskaland Öruggir útisigrar Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen tryggðu sér sæti í 4. umferð vestur-þýsku bikar- keppninnar í knattspyrnu á laugardaginn með útisigrum gegn áhugamannaliðum. Dortmund sigraði Homburg 3:1 og Leverk- usen vann Eintracht Trier, liðið sem sló út bikarmeistarana Bayer Uerdingen, einnig 3:1. - VS/Reuter Sovétríkin Kiev meistari Dynamo Kiev tryggði sér sovéska meistaratitilinn í knattspyrnu í 11. skipti á föstudagskvöldið með 1:1 jafntefli gegn fráfarandi meisturum Zenit Leningrad. Aðeins Dynamo Moskva hefur hlotið titilinn jafnoft. Kiev er með 48 stig þegar tveimur umferðum er ólokið. Spartak Moskva hefur 42 stig, Dynamo Minsk 41 og Dnjepr 40 stig. SKA Rotov er fallið í 2. deild og Fakel Voronezh fer sennilega sömu leið. - VS/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.