Þjóðviljinn - 28.11.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURiNN
LANDSBYGGÐIN
Yamaha hátalarabox
tvö stykki, með innbyggðum 100
watta kraftmagnara, til sölu. Þarfnast
lagfæringar. Selst ódýrt. Upplýsingar
í síma 36718.
Húsnæði - húshjálp
Ég er 27 ára gömul og vantar hús-
næði til leigu t.d. herbergi með að-
gangi að eldhúsi og baði. Húshjálp
kemur til greina sem greiðsla. Upp-
lýsingar í síma 81384.
Leikfélag M.H. auglýsir
LISTIN? - ÁSTIN?
Einn þáttur eftir J.S. Kjarval
Ást Don Perlimplíns...
Eftir F. Gracia Lorca.
f kvöld kl. 20.30, síðasta sýning
í norðurkjallara M.H.
Verið velkomin.
Leikfélag M.H.
Dúkkurúm til sölu
hvít með handmálluðum rósum í
tveimur stærðum. Rúmin eru skrúfuð
og límd saman og er óhætt að fullyrða
að þau endast í mannsaldur. Auður
Oddgeirsdóttir, sími 611036.
Til sölu - ýmislegt
Vandað hjónarúm með innbyggðum
náttborðum er til sölu. Verð meö dýn-
um kr. 5.000, en án þeirra kr. 3.000.
Ennfremur Orgel harmonium af
Spaethe-gerð, en verð þess er 10
þúsund krónur. Og svo er ýmislegt
fleira eins og ónotuð Halogen þoku-
Ijós á bíl á 1000 kr, þriggja hellu borð
af Husquarna gerð á 1000 krónur, 12
volta bílflauta á 300 kr, hljómtæki á
1000 k rónur. Um verð má ræða, þótt
hér séu nefndar tölur. Allar upplýs-
ingar má fá í síma 30672 eða koma á
Langholtsveg 112A og sjá dótiö og
þá má jafnvel skoða fleira.
Óskast keypt
Óska eftir ódýru litasjónvarpi, má
vera bilað. Einnig óska ég eftir að
kaupa Stereo tæki sem mega líka
vera biluð. Upplýsingar í síma 14637.
Síamsköttur óskast
helst svartur. Upplýsingar í síma
38482.
Óska eftir að kaupa
ódýran, notaðan rafmagnsbassagít-
ar og magnara í góðu ástandi. Til sölu
á sama stað Armstrong þverflauta úr
silfri. Upplýsingar í síma 46609.
fbúðaeigendur
Ætlar ekki einhver að leigja 2-3 her-
bergja íbúðina sína frá 1. febr. og vill
góða umgengni, öruggar greiðslur og
jafnvel einhverja fyrirframgreiðslu?
Hafðu þá samband í síma 28796 e.kl.
18.
Húsnæði óskast
Halló, halló, er ekki einhver sem á
stóra íbúð og vantar meðleigjanda?
Ég er 27 ára gömul. Hringið í síma
81384.
Herbergi - einstaklingsíbúð
23 ára öldungadeildarnemi óskar
eftir herb. eða einstaklingsíbúð til
leigu frá og með áramótum. Reglu-
semi heitið. Fyrirframgreiðsla ef ósk-
að er. Vinsamlegast hafið samband í
síma 96-41497 milli kl. 13 og 16 á
daginn og 20-22 á kvöldin.
Til sölu
Gömul prjónavél, radíófónn og ýmis-
legt fleira dót til sölu fyrir lítið. Upplýs-
ingar í síma 32632 eftir kl. 17.
Miðbærinn - 50 fermetrar
Atvinnuhúsnæði til leigu (allt sér).
Gott undir verkstæði, lagero.fl. Laust
strax. Leiga ca. 10 þúsund á mánuði.
Upplýsingar í síma 84201 á daginn
og 21809 á kvöldin.
Toppbill
Suzuki Alto árgerð '83, skráður '84,
ekinn 25 þús. km. Góð sumar- og
vetrardekk, útvarp. Upplýsingar í
síma 24120 á vinnutíma og í heima-
síma 72682.
Óskast keypt
Hlaðrúm óskast keypt. Vinsamlegast
hringið í síma 54264.
Kvenfrakki
Blár, tvíhnepptur kvenfrakki frá Faco
til sölu. Stærð medium, var keyptur í
október, sama sem nýr. Verð 4.000
kr. (4990 í búð). Upplýsingar í síma
22631 fyrir hádegi eða eftir kl. 18.
Jakkaföt
Lítið sem ekkert notuð, grá jakkaföt
m/vesti til sölu. Passa á frekar hávax-
inn og grannan mann. Upplýsingar í
síma 26276 fyrir kl. 16 á daginn.
Herbergi óskast
Ung kona óskar eftir herbergi. Sendið
upplýsingar til auglýsingadeildar
Þjóðviljans merkt „ábyggileg stúlka"
innan hálfs mánaðar.
Geymsluhúsnæði
Óska eftir að taka á leigu 10-30 fer-
metra geymsluhúsnæði til geymslu á
búslóð.
Upplýsingar í síma 74532.
Til sölu
hekluð lopateppi. Falleg gjöf til vina
hérlendis sem erlendis. Upplýsingar í
síma 79248.
63890-0 póstgíró
Munið málstaðinn okkar. Byggjum
hvíldarheimili og komum okkur upp
aðstöðu til þess að hittast og ræða
málin. Við byggjum á frjálsum fram-
lögum.
SAVES: Samtök aðstandenda
vímuefnasjukra
Pósthólf 9062
R-9 Reykjavik
Bestu kveðjur.
Óskast keypt
Óska eftir að kaupa barnahlaðrúm,
æskileg stærð 190-200 cm. Upplýs-
ingar í sima 30504.
Gæruskinnspoki til sölu á sama stað.
Til sölu
Vel með farin unglingaskíði 165 cm
há, með bindingum og stöfum fást á
kr. 1.800.- Upplýsingar í síma 18317,
eftir kl. 14.
Káetusett
Til sölu káetusett, skápur m/borði,
rúm og mjótt borð. Einnig Club 8 skrif-
borð m/hillum. Allt sem nýtt. Selst m/
miklum afslætti. Upplýsingar í síma
38297, eftir kl. 17 alla daga.
Blaðberar óskast
Ofanleiti - Miðleiti, Rjúpufell - Unufell,
Frostaskjól - Granaskjól, Skerjafjörður,
Seltjarnarnes, Fossvogur.
DJÓÐVIUINN
Við þökkum sýnda vinsemd og virðingu vegna andláts og
jarðarfarar
Skafta Sigþórssonar
hljoðfæraleikara
Sérstakar þakkir færum við félögum Skafta í Sinfoníuhljóm-
sveit íslands, Lúðrasveit Reykjavíkur og Félagi íslenskra
hljómlistarmanna.
Elín Eliasdóttir
Helgi Skaftason
Sigrún Skaftadóttir
Elías Skaftason
Sigþór Skaftason
Kristín S. Saharópulos
Albert Skaftason
Hulda Hauksdóttir
Eiríkur Þorkelsson
Ásthildur Þórðardóttir
Carol Skaftason
Jaime Saharópulos
Emilía Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
i
Selveiðibændur
Hugsa sér til hreyfings
Landsamband í undirbúningi
Um síðustu helgi var haldinn
aðalfundurÆðarræktarfélags ís-
lands. Þar voru staddir nokkrir
selveiðibændur, enda ekki ótítt
að saman fari hlunnindi af æðar-
varpi og sel.
Að frumkvæði bænda úr
Austur-Barðastrandarsýslu
komu selveiðibændur þeir, sem
staddir voru á fundinum, saman
til skrafs og ráðagerða um hvern-
ig best mætti nýta selveiðihlunn-
indin. Óánægja hefur verið í
mönnum yfir því að ekki hefur
verið unnt að nýta selveiðihlunn-
indin á hefðbundinn hátt undan-
farin ár, og kemur margt til, m.a.
verðfall á skinnum. Þá kom og
fram megn og réttmæt óánægja
yfir því, að óviðkomandi menn
ryddust um í selalátrum og í nánd
við þau og skytu sel án nokkurs
leyfis frá viðkomandi land-
eigendum.
Fundarmenn lýstu óánægju
sinni með sum ákvæði í selveiði-
frumvarpi því, sem lá fyrir Al-
þingi í fyrra,- og hlaut raunar
ekki afgreiðslu. Þykir ekki gott í
efni gangi það aftur óbreytt.
Fundarmönnum kom saman
um að brýna nauðsyn bæri til að
standa styrkan vörð um
hagsmuni selveiðibænda og leita
allra leiða til þess að vinna mark-
aði fyrir selaafurðir. í því skyni
var ákveðið að stofna landssam-
band selveiðibænda og kosin
bráðabirgðastjórn til þess að
vinna að undirbúningi þess. Er
henni m.a. ætlað að semja drög
að lögum fyrir væntanlegt
landssamband og kveðja saman
stofnfund.
-mhg
Æviskrár
Grafið til
gamalla róta
Skagfirskar æviskrár 3. bindi 1850-1910
Fyrir allmörgum árum hóf
Sögufélag Skagfirðinga útgáfu á
Skagfiskum æviskrám. Var þá
tekið fyrir tímabilið frá 1890-1910
og urðu það alls fjögur bindi. Má
segja að þar með hafi lokið fyrstu
atrennu.
Næst var ákveðið að taka fyrir
tímabilið frá 1850-1890. Var þó
augljóst að þar yrði erfiðara um
vik þar sem ekki var lengur hægt
að ná til samtíðarmanna þeirra,
er við sögu koma og því heimilda-
söfnun öll víðtækari og tafsamari.
Ekki var það þó látið standa fyrir
framkvæmdum og eru æviskrárn-
ar í þessum síðari flokki auk held-
Jöfnunarsjóður
Bragarbót
Öllum greitt beint
Félagsmálaráðherra lýsti því
yfir á nýafstaðinni ráðstefnu
Sambands ísl. sveitarfélaga, þar
sem fjallað var um fjármál
sveitarfélaganna, að frá næstu
áramótum verði tekinn upp sá
háttur, að greiða framlög úr
Jöfnunarsjóði beint til allra
sveitarfélaga.
Hingað til hefur reglan verið
sú, að kaupstaðirnir hafa fengið
sínar greiðslur milliliðalaust en
viðkomandi sýslumaður hefur
haft milligöngu um framlög til
hreppanna. Mikil óánægja hefur
verið með þetta misræmi, svo
sem fram hefur komið á ályktun-
um samtaka sveitarfélaganna. En
nú stendur til að gera bragarbót,
segir félagsmálaráðherra.
-mhg
ur ítarlegri um sumt en þær fyrri.
Eru nú komin út þrjú bindi í þess-
um síðari flokki, hið síðasta
þeirra nú fyrir skemmstu. Þar
birtast 182 þættir. Þó er sagan
engan veginn öll því nægilegt efni
liggur nú fyrir í 4. bindið og nokk-
uð í hið 5. Hér er því svo sannar-
lega vel og rösklega að verki stað-
ið.
Höfundur lang flestra þáttanna
í þessu þriðja bindi er Guðmund-
ur Sigurður Jóhannsson, eða 145
auk 15 þátta, sem hann hefur
samið með öðrum. Aðrir höfund-
ar eru: Hjalti Pálsson frá Hofi,
Ómar Ármannsson, Sauðár-
króki, Páll Sigurðsson frá Lundi,
Sigríður Lárusdóttir, Reykjavík,
Sigurjón Sigtryggsson, Siglufirði
og Sveinn Sölvason, Sauðár-
króki. Skrá er í bókinni yfir
helstu heimildir höfundanna en
þær eru rúmar 130, ýmist prent-
aðar eða óprentaðar, - og
heimildarmenn, en þeir eru 28.
Um útgáfuna sáu þeir Friðrik
Margeirsson, fyrrverandi skóla-
stjóri á Sauðárkróki og Hjalti
Pálsson, bókavörður. Bókin er
prentuð hjá POB á Akureyri og
frágangur allur ágætur. Bókinni
lýkur með nafnaskrá.
Sögufélag Skagfirðinga er
ákaflega athafnasamur félags-
skapur, sem með starfi sínu hefur
dregið að landi og gert aðgengi-
legan mikinn og margháttaðan
fróðleik um menn og málefni,
sem tengjast héraðinu. Útgáfa
æviskránna er aðeins einn þáttur-
inn í starfi félagsins en mætti þó,
ein sér, teljast ærið afrek.
-mhg
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. nóvember 1985