Þjóðviljinn - 28.11.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.11.1985, Blaðsíða 9
Hornið á Lækjargötu og Austurstræti hefur löngum verið ímynd gamla miðbæjarins. Samkvæmt skipulaginu eiga öll timburhúsin milli Bókaversl- unar Eymundsons og Nýja bíós að hverfa en í þeirra stað rísa 5 hæða steinhús. Ljósm. Sig. Hér má á líkaninu sjá hvernig hornið á Lækjargötu og Austurstræti kemur til með að líta út eftir að byrgt hefur verið fyrir alla sól í Austurstræti. Fyrir enda Austurstrætis hefur verið skipt á gamla söluturninum og e.k. sigurboga og yfirbyggð skýli eru sýnd eftir götunni endilangri. Ljósm. Sig. Kvosarskip ulagið 200 ÁRA SAGA ÞURRKUD Úí Á næsta ári verður mikið um dýrðir í Reykjavík. Þá á höfuðborgin 200 ára kaupstaðarafmæli og undirbún- ingur veglegra hátíðahalda hefur staöiö mánuðum saman. Lengst af þessi 200 ár var Reykjavík, eða Víkin eins og hún var kölluð, það sem við í daglegu tali nefnum Kvosina, þ.e. spildan milli Lækjar(götu), Tjarnar, AðalstrætiS og Hafnar(strætis). Nú, þegar skammt lifir 199. aldursárs þessarar sömu spildu, er komin fram tillaga um að þurrka þar út á einu bretti næstum allt sem er eldra en 50-60 ára gamalt! Hætt er við að holur hljómur verði í hátíðaræðum næsta árs ef þessi tillaga nær fram að ganga, þar sem þær munu berg- mála milli 5 hæða steinveggja í Austurstræti. Stórfellt niðurrif í bígerð Kvosin var frá upphafi timburhúsa- byggð. Þar voru aldrei torfbæir svo nokkru næmi og allra síðustu öld og langt fram á þessa bjuggu í Kvosinni æðstu embættismenn landsins, kaup- menn og ríkir iðnmeistarar. Árið 1909 voru í Kvosinni 106 hús, þar af 95 timburhús. Þau voru flest reist af yfirstéttinni og vel til þeirra vandað. Mörg urðu þau eldi að bráð fyrr á þessari öld en eftir standa milli 30 og 40 hús, sum hver að stofni til frá byrjun 19. aldar. Skipulagstillagan nýja að Kvos- inni gerir ráð fyrir að milli 20 og 30 þessara húsa verði rifin, þeirra á meðal fjölmörg sögufræg hús sem gegnt hafa sínu hlutverki með sóma í tæp 200 ár og gera enn. Sem dæmi um tiliöguna má nefna að öll timbur- húsin við Austurstræti og Lækjar- götu milli Reykjavíkurapóteks og Nýja bíós eiga að hverfa en 5 hæða steinhús rísa í þeirra stað. Hér verð- ur aðeins tekið eitt dæmi um þann skaða sem niðurrifsstarfsemi af þessu tagi mun valda, aðeins eitt hús tekið út út, Austurstræti 22, sem að stofni til er frá 1801. En fyrst er rétt að víkja að yfirlýst- um markmiðum nýju tillögunnar hvað varðar niðurrif og upp- byggingu. 1 Morgunblaðinu 13. nóvember s.l. leggja skipulagshöfundar áherslu á að háreistu steinhúsin í Kvosinni (Reykjavíkurapótek, Hótel Borg og Landsbankinn) séu gott dæmi um glæsilegt yfirbragð miðbæjarhúsa en um lágreistu timburhúsin er sagt að þau séu mörg hver löngu búin að glata upprunalegu útliti og innra skipulagi. Þeir segjast leggja ríka áherslu á að halda þeim húsum sem hafi menningarsögulegt gildi en jafn- framt að ekkert þeirra 20-30 húsa, sem þau leggja til að verði rifin, hafi það fagurfræðilcgt gildi að þau megi ekki missa sín til að ná fram þeirri uppbyggingu sem tillagan stefni að. Fagurfræðilegt mat höfunda vegur greinilega þyngra en matið á menn- ingarsögulegum verðmætum Kvos- arinnar. Austurstræti 22 er gott dæmi um það. 3ja elsta húsið Austurstræti 22 þar sem Guð- laugur í Karnabæ nú verslar er þriðja elsta hús Reykjavíkur. Það varfyrsta húsið sem reis við Austurstræti, það heldur nokkurn veginn sínu upp- runalega svipmóti og gegnir enn sínu hlutverki með sóma. Saga þess er svo merkileg og ævintýraleg að sjálfsvit- und okkar sem þjóðar mun bíða tjón af ef það hverfur. Hér skal fullyrt að Austurstræti 22 er eitt merkilegasta og sögufrægasta hús landsins. Það var ísleifur Einarsson, dómari við Landsyfirréttinn, sem reisti húsið 1801. Það var byggt úr stokkum, ein- lyft með háu risi og borðaklætt að þeirra tíma hætti. Enn heldur húsið sínu fyrra formi þó kvisti hafi verið bætt við það sem og viðbyggingum og stórir búðargluggar séu á framhlið þess. Árið 1805 var húsið gert að æðsta embættisbústað landsins og var það til 1819. Þar bjuggu stiftamtmenn- irnir Trampe greifi og Castenskjöld. í tíð þess fyrrnefnda var húsið nefnt '' fig mi i í i^íwiiiiiiiiiii’wwiTorý' M T-4— Austurstræti 22, þar sem nú er verslunin Karnabær, var fyrsta húsið sem reis við götuna árið 1801. Saga þessa látlausa húss er svo ævintýraleg og merkileg að leitun mun á öðru eins. Verði það rifið hverfur stór hluti sögu okkarog menningar. Ljósm. Sig. Greifahús og þá gerðust í því æsilegir atburðir sem hér verður greint frá. Ríkissjóði rænt Sumarið 1808, þegar Napóleons- styrjaldirnar stóðu sem hæst, kom enskt sjóræningjaskip til Reykjavík- ur undir forystu manns að nafni Gilpin. Enginn viðbúnaður var til varnar gegn ræningjunum og flýði margt kvenna og barna bæinn. Ræn- ingjarnir skutu út báti með 12 mönnum, öllum vopnuðum og gengu þeir til húss Trampe greifa, opnuðu fjárhirslu landsins og tóku allt sem í henni var en það voru 35 þúsund dalir. Þótti Gilpin þetta fá- tækleg ríkisfjárhirsla, en enn verra að meiri liluti fjárins var í „bankó- seðlum”. Þetta er í eina skiptið sem ríkissjóði íslands hefur verið stolið í heilu lagi og sá stuldur fór fram í Austurstræti 22. Jörundur kom næstur Næsti stóratburður í sögu hússins varð ári seinna. Þann 25. júní 1809 gengu í land í Víkinni þeir Liston skipstjóri á enska herskipinu Marg- arethe og Anne ásamt tveimur enskum kaupmönnum og dönskum ævintýramanni að nafni Jörgen Jörg- ensen auk 12 háseta, vopnuðum byssum og sverðum. Þeir tóku Tram- pe greifa og fluttu til skips. Þetta var upphaf ríkisstjórnar Jörundar hundadagakonungs og hann settist að í húsinu og stjórnaði byltingu sinni þaðan. Þó ekki væri nema fyrir þetta eitt væri vel þess virði að varð- veita húsið. Á það voru tilskipanir hæstráðanda til sjós og lands festar. Síðari stiftamtmaðurinn sem bjó í húsinu var Castenskjöld eins og áður sagði. Hann brá sér utan haustið 1814 en fól Bjarna Thorarensen að gegna stiftamtmannsstörfum um vet- urinn. Þá var merkilegt selskap í hús- inu því auk Bjarna skálds bjó þar um veturinn Rasmus Christian Rask, málfræðingurinn heimsfrægi, sem varð 1815 einn aðal frumkvöðull að stofnun Hins íslenska bókmenntafé- lags. Ráðhús Reykjavíkur Árið 1819 flutti stiftamtmaður í núverandi stjórnarráð en 1823 var ákveðið að húsið sem hér um ræðir skyldi í senn vera fundarstaður Landsyfirréttar (stofan hægra megin þegar inn er komið) og bæjarþings- stofa Reykjavíkurkaupstaðar (stof- an vinstra megin). Þá hafði lögreglu- þjónn bæjarins aðsetur í húsinu en á Ioftinu var útbúið svarthol 1838. Þannig var Austurstræti 22 um ára- tugaskeið aðsetur æðsta innlenda dómstóls landsins og ráðhús Reykja- víkur í senn. Um leið og á því herrans ári 1985 er lagt til að það verði rifið, á að reisa nýtt ráðhús fyrir ’oorgina við Tjörnina! En áfram með söguna. í Austurstræti 22 var dæmt í hinum stóru glæpamálum síðustu aldar, svo sem Kambsránsmáli og morði Nat- ans Ketilssonar og glæpamennirnir geymdir uppi á lofti. Raunar var þetta eina fangelsi landsins allt frá því Tugthúsið við Arnarhól (Stjórnarráðið) var lagt niður og þar til Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg var tekið í notkun, 1873. Koníak og flautuspil Lögregluþjónarnir, sem yfirleitt voru danskir, voru margir hverjir æði skrautlegir. Einn af þeim var Hendrik Hendriksen sem bjó í hús- inu ásamt ráðskonu sinni, maddömu Baggesen. Þeim þótti sopinn góður og tóku upp á því að halda dansleika í sjálfri yfirréttarstofunni og lék lög- regluþjónninn sjálfur á flautu fyrir dansinum milli koníaksstaupanna. Þetta vakti mikla hneykslun í bænum og var Hendriksen að lokum settur af. Danskir dátar Þegar þjóðfundurinn 1851 var haldinn bjuggust Danir við uppreisn og sendu hingað herflokk. Þá kemur Austurstræti 22 enn við sögu því setuliðið hafði aðsetur í því um eins árs skeið. Vörður spígsporaði þá fyrir framan húsið dag og nótt en verðinum til skjóls í vondum veðrum var rauðmálaður varðklefi sem sett- ur var framan við húsið. íslendingar hentu mjög gaman að þessum dáta- flokki og kölluðu klefann ýmist danska gapastokkinn eða rauða hólkinn. Brynjólfur Oddsson bók- bindari orti svokallaðar Dátarímur um herflokkinn og segir þar m.a.: Hjá því reistu rauðan strók, er rambaði á einum fœti; var í holum viðarhrók vökumannsins sæti. Þegar mœddi sorg og sút af settum vöku-pressum, í grimmviðrunum gœgðust út úr gapastokki þessum. Ekkert afrekuðu dátarnir í bænum nema hlaða upp virki Jörundar hundadagakonungs, svokallað Batt- erí, og skilja eftir sig nokkra afkom- endur í bænum. Prestaskóli í tæp 40 ár Landsyfirréttur var í Austurstræti 22 til 1873 eða í hálfa öld en þá fékk Prestaskólinn húsið til afnota og var þar allt til ársins 1911 að Háskóli Islands var stofnaður. Þarna menntuðust því prestefni íslands í 38 ár. Saga hússins á þessari öld er flest- um kunn. Þar var til húsa um ára- tugaskeið stærsta og fínasta fatabúð landsins, Haraldarbúð. Haraldur kaupmaður Árnason lét breyta hús- inu mikið og lét m.a. gera norskt drekaskraut á kvistinn sem nú er að vísu búið aðeyðileggja. Hann lét líka gera svokallaðan Skemmuglugga á húsið og í honum voru m.a. haldnar sýningar. Þar hélt t.d. Svavar Guðnason sína fyrstu málverkasýn- ingu árið 1935. Erfingjar Haraldar Árnasonar áttu húsið fram til 1973 að Karnabær hf. keypti það. Vilja menn virkilega að sögu þessa húss ljúki hér og nú? Á kannski að nota 200 ára afmælisdaginn til að ryðja því um koll? ÁI tók saman eftir ýmsum heimildum og heimildarmönnum. 8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 28. nóvember 1985 Fimmtudagur 28. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Stærsta skipulags- slys íhaldsins Sigurður Harðarson, skipulagsnefndarmaður: Hvar er annað ogþriðja elsta hús borgarinnar ef Aðalstrœti 10 brennur? „Þessi vinna er yfirmáta yfir- borðskennd. Þetta er billegt út- litsskipulag sem gerir enga grein fyrir því hvernig eigi að fram- kvæma þær breytingar sem lagt er til. Það er engin tilraun gerð til mats á gildi núverandi byggðar og niðurrif á þriðja tug húsa er rök- stutt með einhliða fagurfræðilegu mati höfunda. Sögulcgt samhengi er ekkert: Elsta hús borgarinnar skal jú varðveitt en engin tengsl sköpuð við fortíðina að öðru leyti. Hvar er næst elsta hús borg- arinnar og það þriðja elsta cf Að- alstræti 10 brennur?“ Þetta sagði Sigurður Harðarson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í skipulags- nefnd um nýja Kvosarskipulagið. „Það er ekki einu sinni reynt að mynda bakgrunn fyrir þetta elsta hús borgarinnar”, sagði hann. „Þetta er dæmigerð hræsni, sögu- leg hræsni. Það er verið að snobba fyrir þessu eina atriði, því allra elsta, en allt annað látið lönd og leið. Röksemdirnar eru að það sé lítið eftir af hinum hús- unum, en það var heldur ekkert eftir af upprunalegunt innrétting- um í Aðalstræti 10 fremur en öðr- um húsum." Vandi miðbæjarins eykst „Það eina sem gert hefur verið raunhæft í skipulagi Kvosarinnar gerðist í tíð vinstri meirihlutans með staðfestingu nýrra deili- skipulaga að Pósthússtrætisreit og Grjótaþorpi. Þar var reynt að prjóna sarnan gamalt og nýtt, byggingamagn takmarkað veru- lega og varðveisla byggð á húsa- könnunum Árbæjarsafns. Fyrri meirihlutinn ætlaði að hafa sam- keppni um Kvosina og rnynda þannig ramma um skipulags- samkeppni alþingis en Sjálfstæð- isflokkurinn hætti við það og þetta er afraksturinn. Vandi miðbæjarins eykst með þessu stóraukna byggingamagni. Af því leiðir stóraukna umferð, fjölgun bílastæða úr 900 í 1800 þýðir meiri umferðaráþján á göt- um og hverfum kringum Kvosina og afleiðingin verður auðvitað breikkun Fríkirkjuvegar út í Tjörnina og Sóleyjargötunnar út í Hljómskálagarðinn. Bílastæða- húsin norðanvert í Kvosinni draga alla umferð sem kemur sunnan að gegnurn Kvosina og þó aukin göngusvæði séu auðvitað góðra gjalda verð versnar að- staða gangandi vegfarenda til að komast inn á svæðið um allan helnting." Monthús yfir borgarstjóra „Menningarmiðstöðin á Steindórsplani er jákvætt skref en eins og hún er sýnd á skipu- laginu þrengir hún allt of mikið að gömlu húsunum í kring og peningarnirsem þarf til að byggja hana hefðu betur verið komnir í Fjalakettinum ásamt þeirn 2 milj- ónum sem eigandanum var borg- að fyrir að rífa húsið nýlega. Tjörnin er unnin í samræmi við tillögur síðasta meirihluta, út frá nákvæmlega sömu hugmyndum með nákvæmlega söntu „síldar- bryggjunum" og er ekki nema gott eitt um það aö segja. Hins vegar finnst mér ástæðulaust að byggja monthús yfir borgarstjóra viðTjörnina. Höfðier alvegnógu góður fyrir veislurnar hans. Það er líka eftirsjá í húsinu sem þarf að víkja fyrir ráðhúshugntynd- inni auk þess sent það er nýupp- gert. Norðurendi tjarnarinnar með þessu gamla húsi og húsi Skúla Thoroddsen ásamt Iðnó sómir sér vel og ástæðulaust að eyðileggja þann svip. í þessu skipulagi er engin til- raun gerð til að skilgreina starf- semi Kvosarinnar í dag og draga einhverjar niðurstöður af því með tilliti til framtíðarinnar. Þetta á bara að verða verslun- armiðborg, hvað sem það kostar. Ef hins vegar á að vera hægt að hlúa að annarri starfsemi og fjöl- breytilegu mannlífi þarf að setja takmörk fyrir notkun húsnæðis og skapa skilyrði fyrir aðra starf- senti en verslun og banka." Minnihlutinn hundsaður „Það er ekki hægt að fjalla um þessa tillögu nenta minnast á tvö atriði til viðbótar", sagði Sigurð- ur: „Minnihlutanum hefur verið haldið algerlega utan við þessa vinnu og skipulagið hefur ekki verið unnið í santvinnu við skipu- lagsnefnd á neinn hátt. Það er á hreinu að ætlunin er að keyra það í gegn eins og önnur skipulagsmál borgarinnar nú án nokkurrar fag- legrar umfjöllunar eða pólitískr- ar umræðu. Hitt atriðið varðar nýstofnuð samtök kaupmanna, „Garnla miðbæinn". Það er Ijóst þrátt fyrir yfirlýst markmið þeirra um að bjarga gantla bænum þá eru þau stofnuð til að styðja við bakið á þessu skipulagi sem er beinlínis ætlað að rjúfa öll tengsl við eldri tíma og rífa öll menningarverð- mæti sem tryggja þau. Stofnfundurinn var lítið annað en prófkjörsfundur kringunt borgar- stjóra, Vilhjálm Þ. og Árna Sig- fússon. Það er vissulega jákvætt ef borgarstjóri ætlar að fara að gerast fundarstjóri hjá Torfu- samtökunum og íbúasamtökum! í stjórn samtakanna sitja svo til eingöngu verslunareigendur og það styður þá tilgátu að samtök- unum er fyrst og fremst ætlað að halda utanum hagsmuni verslun- arinnar í þessu skipulagi. Ilins vegar held ég að verslunar- eigendur þarna geri sér ekki ljóst að ef gamli miðbærinn á að stand- ast santkeppni við þann nýja verður að styrkja sérstöðu hans en ekki breyta honum í eftirlík- ingu af nýja miðbænum. Að lokum eitt: Guðni Pálsson arkitekt er annar tveggja höf- unda þessa skipulags. Eg álít að það samrýmist varla hans lilut- verki sent trúnaðarmaður og ráð- gjafi borgarinnar varðandi skipu- lagið að sitja í stjórn þessara hagsmunasamtaka", sagði Sig- urður Harðarson að lokurn. -ÁI Sigurður Harðarson, skipulagsnefndarmaður: Bernhöftstorfan og uppbygging hennar er gott dæmi um hvernig „gamlar danskar fúaspýtur” voru glæddar nýju lífi til sóma fyrir alla þá sem að stóðu. Það hefði aldrei tekist ef þeir sem nu stjorna skipulagsmálum miðbæjarins hefðu þá ráðið ferð. Ljósm. Sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.