Þjóðviljinn - 28.11.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.11.1985, Blaðsíða 5
1 Nýja Heilsugæslustöðin á Hvammstanga. Heilbrigðismál Heilsugæslustöð á Hvammstanga Formlega tekin í notkun 15. nóv. sl. Umsjón: Magnús H. Gíslason DJÚÐVILJINN Föstudaginn 15. nóv. sl. var formlega tekin í notkun ný heilsu- gæslustöð á Hvammstanga. Sökum óveðurs gátu heilbrigðis- ráðherra, alþingismenn og aðrir sunnanmenn ekki verið við- staddir er heimamenn fögnuðu þessum áfanga í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu héraðsins. Heilsugæslustöðin er teiknuð af Jóni Haraldssyni arkitekt. Húsið er 725 ferm. og 3270 rúmm. Það kemur í stað gamallar Mývatn - Laxá Rannsóknir verði efldar og samræmdar Afskipti Sverris átalin Meðal mála, sem síðasti aðal- fundur Landverndar fjallaði um, - (blaðið greinir nánar frá hinum síðar), - var verndun og rann- sóknir á Mývatns- og Laxár- svæöinu. í framhaldi af ítarlegum umræðum samþykkti fundurinn svofellda ályktun: „Aðalfundur Landverndar 1985 bendir á að Mývatns- og Laxársvæðið er einstakt á heimsmælikvarða og á það jafnt við um lífríki þess sem hið jarð- fræðilega umhverfi. Vegna kísil- gúrvinnslu, vaxandi ferðamann- astraums og þar af leiðandi stækkunar byggðarlagsins við Reykjahlíð er sérstakrar varúðar þörf. Nauðsynlegt er að efla og sam- ræma rannsóknir á núttúrufari Mývatns- og Laxársvæðisins og tryggja fjármagn til þeirra. Nið- urstöður rannsóknanna verði til- tækar sem allra fyrst, svo komið verði í veg fyrir að óbætanlegt tjón verði unnið á þessu sérstæða svæði, áður en það er orðið um seinan. Samkvæmt sérlögum fellur verndun Mývatns- og Laxársvæð- isins undir umsjón Náttúruvernd- arráðs. Fundurinn átelur afskipti fyrrverandi iðnaðarráðherra af verndarsvæðinu og áréttar að í því máli sem öðrum skuli farið að Íandslögum. Fundurinn telur að enga áhættu megi taka varðandi breytingar á þessari viðkvæmu og einstæðu nátttúruperlu“. -mhg og þröngrar húsnæðisaðstöðu, sem heilsugæslan hefur búið við til þessa. Byggingarframkvæmdir hófust árið 1981 og lauk haustið 1984. Verktakar voru Sameinaðir verk- takar hf. á Hvammstanga og byggingarstjóri Hreinn Krist- jánsson, trésmíðameistari. Starf- semi hófst í stöðinni í júlí á sl. sumri. Formaður sjúkrahússtjórnar, sr. Robert Jack og Þórður Skúla- son, sveitarstjóri á Hvamms- tanga röktu aðdraganda að bygg- ingu heilsugæslustöðvarinnar og greindu frá því, að hún væri áfangi í uppbyggingu heilbrigðis- þjónustu í Vestur-Húnavatns- sýslu. Brýnt væri að hefjast sem fyrst handa við byggingu nýs hjúkrunarheimilis við stöðina, en hún er teiknuð með það fyrir augum. Heilsugæsla og rekstur sjúkra- húss á Hvammstanga stendur á gömlum merg. Á staðnum er nú rekið sjúkrahús með 40 rúmum. Aðstaða þar er hinsvegar þröng og ófullnægjandi. í íbúaspá, sem gerð hefur verið fyrir heilsugæsl- usvæði Hvammstanga, er gert ráð fyrir því, að á næstu 15 árunt, eða til aldamóta, þrefaldist tala þeirra, sem eru 80 ára eða eldri. Vistundarþörf fólks á þeim aldri færi þá úr 25 í 75 manns. Bygging nýs hjúkrunarheimilis er því að- kallandi. Við vígslu stöðvarinnar bárust henni góðar gjafir, Lionsklúbb- urinn Bjarmi gaf augnskoðunar- tæki og Kvennaband V- Húnavatnssýslu gaf tæki til mæl- inga á þrýstingi í eyra. Þessi félög hafa alla tíð látið málefni heilbrigðisþjónustunnar í hérað- inu mjög til sín taka og oft gefið stórgjafir og lagt fram fé í því sambandi. Við opnun stöðvar- innar var það m.a. rifjað upp, að Kvennabandið hafði raunar for - göngu um byggingu sjúkrahúss Hvammstanga, sem tekið var í notkun árið 1960. Við opnun stöðvarinnar töluðu auk áðurgreindra, Jón ísberg, sýslumaður og Friðrik Friðriks- son, héraðslæknir, sem fluttu starfsfólki og héraðsbúum árnað- aróskir í tilefni þessara tíma- móta, formaður Lionsklúbbsins Bjarma, sem afhenti augn- skoðunartækið, Haraldur Tóm- asson, heilsugæslulæknir og Eng- ilbert Snorrason, tannlæknir, en þeir Iýstu stöðinni og þeirra starf- semi, sem þar fer fram. Auk þeirra er Matthías Halldórsson starfandi heilsugæslulæknir á Hvammstanga. ere/mhg Landvemd Aðalfundur í Alviðru Rannsóknir á umhverfismálum og staða þeirra Aðalfundur Landverndar var haldinn í umhverfisfræðslusetr- inu Alviðru í Ölfushreppi 9. nóv. sl. Fundinn sátu 80 fulltrúar og gestir. Formaður Landverndar, Þorleifur Einarsson, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar. Svanhildur Skaftadóttir, fram- kvæmdastjóri, sagði frá störfum samtakanna og lagði fram reikninga. Alviðra og Öndverðarnes í upphafi fundarins lýsti Sig- urður Sigursveinsson landfræð- ingur staðháttum í Alviðru og Öndverðarnesi og rakti sögu jarðanna. Síðasti eigandi og ábú- andi í Alviðru, Magnús Jóhann- esson, gaf Árnessýslu jarðirnar árið 1973. Sigurður lýsti náttúru- fari jarðanna og gildi þeirra til umhverfisfræðslu. Hin fjölbreyti- lega náttúra þeirra verður nýtt til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu og komið hefur verið þar á fót miðstöð í umhverfisfræðum. Er land jarðanna einkar vel til þess fallið. Þar er fjölskrúðugt gróðurfar og fuglalíf, athyglis- verð jarðfræði og óvenjuleg náttúrufegurð við Sogið. Alviðra er auk þess ákaflega vel í sveit sett. Innan 60 km þaðan búa yfir 130 þús. manns, um 57% þjóðar- innar. Á svæðinu eru yfir 70 grunnskólar og um 20 framhalds- skólar. Vegir að Alviðru eru alla- jafna greiðfærir árið um kring. Þjórsárver, Mývatn og fiskeldi Aðalmál fundarins var rann- sóknir á umhverfismálum og staða þeirra. Um þau efni voru flutt þrjú framsöguerindi. Þóra Ellen Þórhallsdóttir ræddi einkum líffræðilegar rannsóknir og umhverfis í Þjórsárverum og við Mývatn, og gat helstu aðferða við rannsóknir. Lagði hún áherslu á hvað lifandi náttúra er flókið viðfangsefni og oft erfitt að segja fyrirfram til um áhrif fram- kvæmda. Rannsóknir þyrftu því oft að standa lengi til þess að gefa áreiðanlegar niðurstöður. Sigurður St. Helgason fjallaði einkum um fiskeldi og umhver- fismál tengd því. Eldið væri háð hreinu vatni og hreinum sjó og erlendis hefði kornið í ljós, að mikil mengun fylgdi því, jafnt í sjó sem vötnum. Bæri m.a. að hafa þetta í huga þegar komið væri upp fiskeldisstöðvum. Líffræðirannsóknir Jón Gauti Jónsson, kennari, ræddi um rannsóknir í líffræði, einkum vistfræði. Gagnrýndi hann starfsaðferðir þeirra líf- fræðinga, sem stunda slíkar rann- sóknir. Þeir hefðu m.a. ekki sinnt sem skyldi fræðslu um nauðsyn umhverfisverndar og lítið gert að því að svara áleitnum spurning- um um afleiðingar ýmissa gerða mannsins á umhverfið. Jón Gauti benti á að líffræðingar væru oft ósammála í túlkun sinni á rannsóknargögnum. Er vistfræð- in svona skammt á veg komin og aðferðir ófullkomnar að hún ætti engin einhlít svör, spurði ræðu- maður? Væri svo ættu líffræðing- ar að segja frá því svo almenning- ur og stjórnvöld gætu tekið það til greina við skoðanamyndun og ákvarðanatöku. Miklar umræður urðu um er- indin og þær ályktunartillögur, sem fram komu á fundinum og síðar mun greint frá. Stjórn Landverndar er nú þannig skipuð: Þorleifur Einars- son, formaður, Auður Sveinsdóttir, Ágúst Gunnar Gylfason, Anna Guðrún Þór- hallsdóttir, Gísli Júlíusson, Guð- mundur Stefánsson, Hrefna Sig- urjónsdóttir, Sigríður Einars- dóttir, Sigurður Sigursveinsson og Tryggvi Jakobsson. -mhg Miðvikudagur 27. nóvember 1985 'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.