Þjóðviljinn - 12.12.1985, Side 2

Þjóðviljinn - 12.12.1985, Side 2
Víkurskip FRÉTTIR TORGIÐi Eldvík kyirsett í Hull Skipafélagið Víkur á í deilu við umboðsmann íHull. Finnbogi Kjeldforstjóri: Afleiðing af Hafskipsmálinu. Tortryggni grípur um sig gagnvart íslenskum skipafélögum. Eg tel óhugsandi að þetta mál hefði komið upp áður en Haf- skipsmálið kom fram í dagsljósið. Eldvíkin var kyrrsett í Hull vegna ágreinings okkar við umboðs- mann í Englandi en við erum að reyna að leysa málið og ég vona að það takist í dag, sagði Finn- bogi Kjeld forstjóri Skipafélags- ins Víkur í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Eldvík, eitt skipa félagsins, var kyrrsett í Hull í Englandi í gær- morgun. Að sögn Finnboga snýst málið um reikning upp á um eina miljón króna, sem Víkur hefur ekki viljað samþykkja. Finnbogi kvaðst búast við að skipið fengist laust gegn tryggingu. Um 11 manna áhöfn er á skipinu. „Afleiðing Hafskipsmálsins er sú að nú er í algleymingi ákveðin tortryggni gagnvart íslenskum skipum. Svona mál hefðu áður verið leyst hávaðalaust og í bróð- erni, en þetta er eins og hitasótt sem teygir anga sína víða,“ sagði Finnbogi. Hann sagðist ekki eiga von á að þetta mál færi fyrir dómstóla. „Við reynum að ná um þetta samkomulagi". Eldvík flutti ferskan fisk til Hull og átti að láta úr höfn í gær- morgun. -gg Matti var ekki lengi að teppa- leggja allt hjá sér. Umferð Sunnutorgi breytt Breytingar á mótum Langholtsvegar og Laugarás- vegar til að minnka hraða ogstytta leið barnayfir gatnamótin Tilgangurinn með breytingum á gatnamótum Langholtsveg- ar og Laugarásvegar er sá að minnka hraðaakstur inn á Lang- holtsveginn og stytta gönguleið barna þarna yfir, sagði Guttorm- ur Þormar yfirverkfræðingur í umferðardeild gatnamálastjóra Reykjavíkur í samtali við Þjóð- viljann í gær. Það hefur komið flatt upp á margan ökumanninn að búið er að þrengja að umferð frá Laugar- ásvegi inn á Langholtsveg og nú eru þar aðeins tvær akreinar í Nú er betra fyrir ökumenn að hægja á sór áður en beygt er inn á Langholts- veginn. Ljósm. E.ÓI. stað þriggja áður. Ástæðan er sú að sögn Guttorms að mönnum hætti til að koma á heldur miklum hraða inn á Langholtsveginn og skapaði það mikla slysahættu. Þarna er fjölfarin leið barna, strætisvagnar stoppa við gatna- mótin, barnaheimili er þar einnig og í grenndinni er Langholts- skóli. Eftir breytinguna eru gatnamótin mun einfaldari og greiðfærari börnum. Upphaflega voru þessi gatnamót hönnuð á sjötta áratugnum. Að ósk íbúanna við Laugarás- veg var á sínum tíma komið fyrir upphækkunum á götunni, þar sem of hraður akstur skapaði slysahættu. - gg Samtök lækna Mótmæla gagnrýni á alþjóðasamtökin Stjórn Samtaka íslenskra lækna gegn kjarnorkuvá hafa sent frá sér tilkynningu þar sem hún vísar á bug gagnrýni á starf- semi alþjóðasamtaka lækna gegn kjarnorkuvá, gagnrýni sem hefur miðað að því að gera samtökin tortryggileg og að þau gangi er- inda ákveðinna stjórnmálaafla. Segja íslensku læknarnir að þessi gagnrýni sé fyrst og fremst runnin undan rifjum þeirra sem þola ekki afskipti almennings af um- ræðum um frið og afvopnun. Ennfremur segir: „Við minn- um á að á meðan stjórnmála- menn hafa talið fólki trú um að þeir væru að reyna að draga úr spennu í heiminum og ræða af- vopnun hafa kjarnorkuvopna- birgðir þeirra þrefaldast á 15 árum og nægja nú til að tortíma öllu lífi á jörðunni. Eitt hundrað og fimmtíu þúsund læknar í 50 löndum hafa sameinast um að berjast gegn þessari vitfirringu." A laugardaginn 14. desember verður samkoma á Hótel Borg þar sem minnst verður Nóbels- verðlauna sem alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvá tóku ný- lega við. Dagskrá hefst kl. 14.00. Meðal annars mun Halldór Lax- ness lesa upp, tónlist verður flutt og ljóð lesin. Sinfónían Amadeus- tónleikar Sinfóníuhljómsveitin helgar tónleika sína í kvöld einu tón- skáldi, Wolfgang Amadeus Mozart, sem eftir vinsælt leikrit og enn vinsælli kvik- mynd mun orðinn hérumbil jafnvinsæll og kollegar hans á vinsældarlistum rása tvö í heimsbyggðinni. Tónleikarnir í kvöld hefjast á sinfóníu nr. 1 sem Mozart samdi 7 ára gamall árið 1764. Eftir forleik að óperunni Brúðkaup Fígarós syngur Katrín Sigurðardóttir aríur úr þeirri óperu og úr Don Gio- vanni. Þá kemur 1. þáttur sin- fóníu nr. 39, og Langholtskór- inn syngur. Einar Jóhannes- son leikur síðan klarinettuein- leik í 3. þætti klarinettukons- erts Mozarts, og að lokum er Lacrymosa úr Requiem, síð- asta verki Amadeusar. Stjórnandi í kvöld er Jean- Pierre Jacquillat. Leikar hefj- ast kl. 20.30 í Háskólabíó, og kynnir verður Sigurður Sigur- jónsson, - sem lék Mozart í Amadeus-uppsetningu Þjóð- leikhússins. Kynnirinn í hlutverki tónskáldsins: Sigurður Sigurjónsson sem Wolf- gang Amadeus í Þjóðleikhúsin Eysteinn I stomii og stillu Ut er komið lokabindi ævisögu Eysteins Jónssonar fyrrum ráðherra og formanns Framsókn- arflokksins, skráð af Vilhjálmi Hjálmarssyni, fyrrverandi al- þingismanni og ráðherra. Utgef- andi er Vaka-Helgafell. Bókin, sem nefnist Eysteinn í stormi og stillu, er hartnær 400 bls. prýdd tugum mynda af marg- háttuðum toga. í þessu bindi, Lokabindi ævisögu Eysteins Jónssonar hinu síðasta af þremur, segir frá ævi Eysteins og störfum frá önd- verðu ári 1956, er hræðslubanda- lagið var í fæðingu - umbóta- bandalagið vil ég nú kalla það, segir Eysteinn - og fram til nýlið- ins hausts. Eysteinn Jónsson er, án allra tvímæl, einn athafnamesti og litr- íkasti stjórnmálamaður á íslandi sl. 50 ár. Hann hefur gegnt þing- mennsku og ráðherrastörfum lengur en nokkur annar núlifandi íslendingur. Saga hans er um leið saga íslenskra stjórnmala í liálfa öld. Enginn sá sem kynnast vill þjóðmálabaráttunni á þessu tímabili getur látið ævisögu Eysteins Jónssonar ólesna. Blaðið mun síðar fjalla betur um þessa bók. - mhg 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Flmmtudagur 12. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.