Þjóðviljinn - 12.12.1985, Síða 5

Þjóðviljinn - 12.12.1985, Síða 5
BÚSÝSLAN Kalt jólaborð SMIíUð af hverju Nú fer brátt að líða að því að jólin hin mikla hátíð matfólksins gangi í garð. Forráðamenn heimila standa í ströngu við bakstur og ýms- an undirbúning. Búsýslan er með ýmsar hug- myndir til að bæta á undirbúninginn, en minnka stritið yfir sjálfa hátíðina. Fiskur í hlaupi: (handa 4) 700-900 gr. fiskur (ýsa, lúða eða aðrar tegundir að vild) 4 dl vatn 4 dl þurrt hvítvín 112-314 msk salt 1 laukur 6 piparkorn Hlaup: 1 I fisksoð, vín og vatn 14 bl matarlím 2 eggjahvítur ogskurn afl eggi e. t. v. salt og pipar Til skreytingar: 200 gr rœkjur 2 harðsoðin egg 10 svartar ólívur dill eða steinselja 1. Leggið matarlímið í kalt vatn. 2. Hreinsið fiskinn og skerið í sneiðar. Setjið hann í pott ásamt svo miklu af vatni og hvítvíni að það rétt fljóti yfir. Setjið salt, lauk og piparkorn út í. Látið fiskinn krauma við mjög vægan hita í 15 mín. 3. Færið fiskinn upp. Þeytið eyggjahvíturnar og hrærið þeim saman við soðið ásamt muldri eg- gjaskurn og matarlíminu. Látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hellunni og látið hann standa í 10 mín. 4. Sigtið soði gegnum filtkaffi- poka. Bætið vatni og víni í svo það verði 1 1. Bragðbætið með salti og pipar. 5. Hellið þunnu lagi af soði í form eða skál. Látið það stífna í kæli. Raðið rækjum, eggjasneiðum, ólívum og steinselju eða dilli of- aná. Hellið örlitlu soði yfir skreytinguna og látið stífna. 6. Leggið fiskinn ofan á ásamt afganginum af eggjunum og rækjunum og hellið soðinu yfir. Látið standa í kæliskáp yfir nótt. 7. Hvolfið hlaupinu á fat og fram- reiðið með soðnum kartöflum og remolaðisósu eða annarri bragð- sterkri sósu. Síldarsalat: 400-500 gr afvötnuð síldarflök 1 lítil dós rauðrófur 1 epli (helst súrt) 2-3 msk asíur eða pikles 6 soðnar kartöflur 1 laukur 1 dl safi af rauðrófunum örlítill pipar Sósa: 2 dl sýrður rjómi eða ýmir 5 tsk rifin piparrót Skreyting: Harðsoðin egg. 1. Skerið síld, rauðrófur, epli así- ur og kartöflur í smáa bita og sax- ið laukinn í smátt. Blandið öllu saman ásamt rauðrófusafanum. Bragðbætið með pipar. Skreytið salatið þegar það er borið fram með harðsoðnu eggi. Blandið piparrót í sýrða rjómann og berið sósuna með ásamt grófu brauði. Salatið geymist í nokkra daga í kæliskáp. Kjúklingar í hlaupi: 4 soðnar kjúklingabringur, úr- beinaðar og niðurskornar 4 sítrónusneiðar mintu-lauf 3 dl Peter Heering líkjör 1 sléttfull msk gelatín Leysið upp gelatínið í kjúk- lingasoði, kælið og bætið Peter Heering líkjör út í. Þekið vel, hreinsið mót með þunnu lagi af blöndunni og skreytið stífnandi hlaupið með þunnum sítrónusn- eiðum og mintu-blöðum. Komið kjúklingabringunum fyrir ofan á hlaupinu, hellið afganginum af gelatínblöndunni yfir og látið stífna. Hvolfið á disk og berið fram með fersku salati. Jólasíld: 3 saltsíldar 1 meðalstór gulrót 2 laukar 1 blaðlaukur (púrra) 3 tsk piparkorn (hvít) 3 tsk piparkorn (svört) 2 tsk sinnepskorn 3 lárviðarlauf Ediklögur: 2 dl vínedik 3 dl vatn 3 dl sykur Flakið síldina, roðflettið og hreinsið flökin. Skolið flökin og afvatnið þau í miklu af köldu vatni yfir nótt. Skerið síldina í 2 cm bita. Hreinsið lauk, gulrót og blaðlauk og skerið í þunnar sneiðar. Leggið sfld, lauk og krydd í lögum í krukku. Sjóðið edikslöginn, kælið hann og hellið yfir í síldina. Síldina má fram- reiða eftir 2 daga, en hún geymist vel í nokkra daga í kæliskáp. Graflax eða silungur: Graflax þykir góður ofan á brauð en kannski heldur í dýrari kantinum, en það er hægt að grafa fleira en lax og er tilvalið að prufa þessa kúnst á ódýrari fisk- tegundum eins og t.d. ýsufl- ökum. 4 msk salt, 1 H2 msk pipar, 1 li2 msk dill, 11/2 msk dill-fræ, 1 tsk saltpétur, 1 msk fínt sax- aður laukur og 1 msk þriðja krydd. Öllu blandað vel saman og dreift jafnt yfir lax-, silungs- eða ýsuflök. Flökin sett á bakka eða skál, geymd í kæliskáp og þeim snúið öðru hverju. Tilbúið eftir 6-24 tíma eftir þykkt flakanna. Sósa: 3 msk majones, 1 msk rjómi (gjarnan þeyttur), 1 msk SS pylsusinnep og 1/2 msk dökkur púðursykur. Öllu blandað saman (ath. magn á púðursykri og sinnepi er smekksatriði og bætið við eftir þörfum). Bökuð lifrarkæfa: 350 gr lambalifur, 50 gr kjúk- lingalifur, 1 brauðsneið, 1 lítill laukur, 100 grsvínafita, 112 tsk hvítlaukssalt, 1/2 tsk mulinn svartur pipar, 1 tsk blandaðar kryddjurtir, 1 tsk sítrónusafi, 1 egg og 1 dl rauðvín. Hreinsið lifrina, skerið úr henni mestu tægjurnar og skerið hana í bita. Afhýðið laukinn og skerið í báta, skerið svínafituna í lítil stykki. Lifrin, laukurinn, brauðið og svínafitan er allt hakkað (tví-hakkað ef kæfan á að vera fíngerð). Svo er öllu hrært vel saman og hellt í smurt eldfast fat sem hægt er að loka, kæfuna er hægt að skreyta með kry- ddjurtum sem stráð er yfir áður en hún er bökuð. Kæfan er sett í u.þ.b. 170 °C heitan ofn og látin bakast í ofnskúffu hálffullri af vatni. Kæfan er bökuð þar til hún er gegnumsoðin en tíminn fer eftir því hvað fatið er djúpt. Eftir 30 mín. er óhætt að athuga hvort kæfan sé soðin með því að stinga með hníf í hana og þá sést á sárinu hvort hún er hrá. Þegar kæfan er bökuð er hún látin kólna og geymd í kæliskáp yfir nótt. Þetta er afbragðs álegg og einnig mjög gott sem forréttur og þá borið fram með gúrku, tómat, ólívum og ristuðu brauði. Verölagskönnun Verðkönnun á leikföngum í verðkönnun Verðlagsstofnunar kom m.a. fram: í fjórum tilvikum er lægsta verð meira en 50% hærra en hæsta verð og þá allt upp í79%. í flestum tilvikum reyndist lægsta verð vera í verslununum Smáfólk og Dómus. Nú þegar jólahátíðin nálgast, er kominn sá tími þegar sala á leikföngum og ýmsum öðrum gjafavörum er hvað mest. Á þessum árstíma mun um það bil helmingur allrar leikfangasölu eiga sér stað, en hinn helmingur sölunnar dreifist á aðra mánuði ársins. Dagana 28. og 29. nóvember kannaði Verðlagsstofnun verð á um 80 tegundum leikfanga í 24 verslunum á höfuðborgarsvæð- inu og eru niðurstöður könnunar- innar birtar í 12. tbl. Verðkynn- ingar Verðlagsstofnunar. I fjórum tilvikum er hæsta verð meira en 50% hærra en lægsta verð. Mestu munaði á Battle Ram flaug í leikfangaseríunni „Master of the universe" eða 79% og á flugvél í leikfangaserí- unni Fabuland eða 66%. í flestum tilvikum reyndist lægsta verð vera í versluninni Smáfólk eða í níu tilvikum og í versluninni Domus í sjö tilvikum. Ekki var unnt að sjá mark- tækan mun á verðlagi á leikföng- um í s.k. stórmörkuðum og verð- lagi á sömu vörum í öðruVn versl- unum. Ýmsar skýringar eru á þeim verðmun sem fram kemur í könnuninni. Má þar nefna m.a. mismunandi aldur birgða og mis- munandi smásöluálagningu. í könnuninni er borið saman verð á nákvæmlega sömu vörutegund- um og vörumerkjum, þannig að gæðamunur skýrir ekki þennan mismun. Þeir sem hug hafa á því að kynna sér betur könnunina á verðlagi í leikfangaverslunum sem hér hefur verið getið, geta fengið Verðkynningu Verðlags- stofnunar sér að kostnaðarlausu. Blaðið liggur frammi á skrifstofu stofnunarinnar og hjá fulltrúum hennar utan Reykjavíkur. Síma- númer Verðlagsstofnunar er 91- 27422. Fimmtudagur 12. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Eitur Lampaolía úr seilingarhæð Hollustuvernd Ríkisins: Eitranir af völdum lampaolíu með- al algengustu og alvarlegustu eitrunarslysa sem henda börn. Börn sem neytt hafa lampaolíu mega ekki kasta upp. Það verður aldrei brýnt nægilega fyrir foreldrum og forráðamönnum barna að láta ekki olíulampa standa þar sem börn ná til. Á síðustu árum hefur aukist mjög framboð ýmissa olíulampa til heimilisnota. Fjölbreytin er mikil, en öryggi þessara lampa því miður mjög misjafnt. Á sjúkra- húsum í Reykjavík eru eitranir af völdum lampaolíu meðal algeng- ustu og alvarlegustu eitrunar- slysa sem henda ung börn. Aðalhættan við eitranir af völdum lampaolíu er fólgin í áhrifum á lungu. Þar getur lampaolían valdið bráðum lungnabjúg og öndunarbilun. Aldrei verður of oft lögð áhersla á að ekki á að láta börn scm hafa neytt lampaolíu kasta upp. Ef barn kastar upp eykst hættan á því að olían geti borist ofan í lungu. Barn skal flutt tafarlaust á slysadeild, jafnvel þó hugsanlegt sé að magnið sé lítið sem það inn- byrðir. Olían sem notuð er á lampana er steinolía (petroleum) sem fell- ur undir flokk hættulegra efna. Er hún meðhöndluð á ýmsan veg til að vera hæf til brennslu innan- húss, ýmist lyktarlaus eða með einhverskonar blómaiimi og oft lituð gul. En það er einmitt þessi fallegi litur, sem stundum minnir á ávaxta- eða svaladrykki, sem virðist freista ungra barna. (Fréttatilk. frá Hollustuvernd Rfldsins)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.