Þjóðviljinn - 12.12.1985, Page 9
TRILLUSJÓMENN
Réttindabarátta
eða bara frekja?
Trillusjómenn standa í ströngu
þessa daga vegna harkalegra að-
gerða Halldórs Ásgrímssonar
sjávarútvegsráðherra gegn þeim.
Þeir telja að með þessum aðgerð-
um ráðherrans sé vegið að at-
hafnafrelsi þeirra og lífsafkomu
og verið sé að hegna þeim fyrir
nokkuð sem ekki sé þeirra sök.
Þessar aðgerðir Halldórs hafa
þjappað þessum hópi manna svo
þétt saman að í síðustu viku voru
Sundurieitur
hópur
sameinaður
Forsendur kvóta hœpnar
Með stofnun Landssambands
smábátaeigenda er búið að sam-
eina sundurleitasta hóp manna
sem til er hér á landi. Við höfum
aftur á móti leitast við að leggja
áherslu á þá þætti sem við erum
Veiðar
smábáta
verði
frjálsar
Á stofnfundi Landssambands
smábátaeigenda var samþykkt á-
lyktun sambandsins um veiðar
smábáta og fer hún hér á eftir:
1. Landssamband smábáta-
eigenda stefnir að því að veiðar
smábáta verði gefnar frjálsar. En
á meðan smábátar eru látnir hlíta
takmörkunum vegna fiskverndar
þá sitji þeir við sama borð og aðr-
ir.
2. Að öðrum kosti telur Lands-
sambandið að tillögur Fiskiþings
um veiðar smábáta séu viðunandi
kostur fyrir næsta ár.
3. Sé ekki fært að fara að til-
lögum Fiskiþings hlýtur það að
vera skilyrðislaus krafa að
mönnum sé gefinn kostur á sókn-
armarki á tímabilinu 15. nóv. til
9. febrúar og þá án tillits til
veiðarfæris.
4. Landssambandið álítur
mjög ósanngjarnt að smábáta-
menn skuli þurfa að stöðva
veiðar í 10 daga um páska, þegar
annar hluti flotans sætir aðeins 6
daga stoppi. Pað sama á við um
stöðvanir í júní og október.
5. Þá gera smábátamenn kröf-
ur um að fá leyfi til að veiða fisk
sem er utan kvóta og vannýtta
fiskistofna á þeim tímum sem
þeim eru bannaðar veiðar á
kvótaskiptum fiski.
6. Landssambandið vekur at-
hygli á því að fyrir utan stöðvanir
sem smábátar verða að hlíta af
ráðuneytisins hálfu er enginn
veiðiskapur jafn háður ytri að-
stæðum. Þar kemur til veðurfar
og staðbundin veiðisvæði.
7. Þá telur Landssambandið
óeðlilegt, að ekki skuli vera
greidd sama uppbót á færafisk og
greidd er fyrir línufisk, og gerir
því kröfu um að úr þessu verði
bætt þegar á næsta ári.
sammála um og það stefnir allt í
að það muni takast. Meðan við
svo illskeyttan óvin er að fást geta
menn sameinast um nánast hvað
sem er, sagði Sveinbjörn Jónsson
stjórnarmaður í Landssamband-
inu og trillusjómaður frá Suður-
eyri.
„Hingað til hefur verið teflt
mjskunnarlaust á sundrung í okk-
ar hópi, en vonandi verður nú
breyting þar á. Eins og ég sagði
áðan eru skoðanir innan okkar
samtaka mjög margbreytilegar,
en við erum þó sammála um að
verið sé að straffa hópi manna
sem ekki eiga sök á því sem verið
er að hegna fyrir. Hugmyndin að
stofnun sambandsins kemur upp-
haflega frá ráðuneytinu og voru
þau þá ætluð sem samningsaðili,
en raunin hefur orðið sú að menn
hafa komið sér saman vegna
þeirra aðgerða sem ráðamenn
hafa beitt trillusjómenn, án þess
þeir hafi verið spurðir um eitt eða
neitt.
Þessi hegningarherferð sem nú
er í gangi gagnvart trillusjó-
mönnum er ekki alveg ný tilkom-
in. Það var byrjað að straffa strax
í vor og áætlað var að stöðva
veiðar okkar í september. Ráð-
herra lét af því og hafði enda á-
Sveinbjörn: Meðan við svo illskeyttan
óvin er að fást geta menn sameinast
um nánast hvað sem er. Ljósm. Sig.
stæðu til, en svo skall á veiðibann
í nóvember.
Ég verð að segja að forsend-
urnar sem okkar 11 þúsund lestir
ráðast af eru mjög hæpnar. Þar
vil ég nefna í fyrsta lagi að á
tveimur af þremur viðmiðunarár-
um fyrir 1985 var sjór mjög kald-
ur fyrir Norðurlandi og fóru trill-
ur þá yfirleitt á grásleppu eða upp
á kamb. Stærri bátarnir fóru
suður á vertíð. f öðru lagi má
nefna að mikill hluti þeirra sem
veiða á soðmatsmarkaðinn á höf-
uðborgarsvæðinu hefur landað
afla utan við aflaskýrslur og for-
sendur heildarafla því rangar þar
sem sá afli er ekki inni í dæminu. í
þriðja lagi vil ég nefna að trillum
hefur fjölgað mikið á undanförn-
um árum gagnstætt við önnur
skip, og tel ég að kvótakerfið hafi
átt sinn þátt í því að öðrum
skipum hefur ekki fjölgað. Trill-
um hefur aldrei fjölgað eins
mikið og síðan menn fóru að sjá
fram á stjórnun.
Þannig hafa ýmsar ytri aðstæð-
ur ráðið því að það er aldeilis út í
bláinn að ætla þessari stétt að
veiða aðeins það sem nú er boðið
upp á og senda hana svo í land
þegar það stenst ekki,“ sagði
Sveinbjörn. -gg
stofnuð samtök smábátaeigenda
á landsvísu og er það að vísu
þakkarvert. í ályktun stofnfund-
ar Landssambands smábáta-
eigenda sem birt er í heild sinni
hér á síðunni segir að þeir stefni
að því að veiðar smábáta verði
gefnar frjálsar. Þeir telja að sókn
þeirra í fiskistofna takmarkist
nægilega af ýmsum ytri aðstæð-
um, svo sem veðurfari og stað-
þundnum veiðisvæðum. Eitt sinn
var haft eftir einum úr þeirra hópi
að guð almáttugur væri þeirra
sjávarútvegsráðherra og það væri
alveg ástæðulaust fyrir Halldór
Ásgrímsson að ætla að hann gæti
bætt um betur við fiskveiðistjórn-
un þá.
Smábátaeigendur deila hart á
þær forsendur sem gefnar hafa
verið fyrir takmörkunum á
veiðum smábáta og telja hug-
myndir sjávarútvegsráðherra um
stjórnun veiðanna jafnvel hættu-
legar sjómönnum.
Nú, og síðan um miðjan nóv-
ember er trillusjómönnum
meinað að fara á sjó. Þetta á sér
ekki fordæmi og hefur vakið upp
mikla reiði manna á meðal.
Veiðibanninu hefur margsinnis
verið mótmælt á opinberum vett-
vangi. í lok nóvember gripu
nokkrir trillusjómenn af Snæ-
fellsnesi, Akranesi og úr Reykja-
vík til þess ráðs að loka Reykja-
víkurhöfn til að vekja athygli á
málstað sínum. Skömmu síðar lét
Skarphéðinn Árnason frá Akra-
nesi reyna á bannið, sigldi út á
flóann og dró þar nokkur ýsunet.
Afleiðingarnar: Skarphéðinn
mátti sæta því að afli hans var
gerður upptækur og hann dæmd-
ur í mikiar fjársektir.
Þjóðviljinn ræðir í dag við
Skarphéðin og félaga hans
Sveinbjörn Jónsson frá Suður-
eyri. - gg
T rillusjómenn af Snæfellsnesi, Akra-
nesi og úr Reykjavik lokuöu Reykja-
víkurhöfn 22. nóvember til að mót-
mæla þeirri ákvöröu sjávarútvegs-
ráöherra aö banna þeim að veiða f rá
15. nóvember og fram yfir áramót.
Ljósm. E.ÓI.
Forsendur áætlana út í hött
SkarphéðinnÁrnason: Mikillstyrkur íað hafa eitt stéttarfélag.
Gegndarlausri stjórnun ofan úr ráðuneyti verður að linna. Alþingi taki áframkomu
sjávarútvegsráðherra við trillusjómenn
Auðvitað breytist gífurlega
mikið við stofnun landssam-
bandsins. Það felst ákaflega mik-
ill styrkur í því að hafa eitt stétt-
arfélag og ætti að auðvelda ráða-
mönnum að taka mark á þcssari
stétt þegar hún talar nú einum
rómi. Þótt þar séu menn ekki
sammála um allt, frekar en for-
maður og varaformaður Fram-
sóknarflokksins, sagði Skarphéð-
inn Árnason trillusjómaður af
Akranesi í samtali við Þjóðvilj-
ann daginn eftir að stofnað hafði
verið Landssamband smábáta-
eigenda.
„Það sem við verðum að setja á
oddinn í okkar baráttu er að fá
aflétt þessari gegndarlau.su
stjórnun ofanúr ráðuneyti. Það
er ekki hægt að ætlast til að við
sætum þeim afarkostum sem
okkur hafa verið settir af sjávar-
útvegsráðherra. Enda myndu
engir aðrir hafa sætt sig við slíkt. “
En nú hefur verið bent á að þið
hafið veitt talsvert umfram það
sem ykkur var ætlað í upphafl
árs.
„Rétt er það, en þá verður að
líta á hvað þar var lagt til grund-
vallar og er margt við það að at-
huga. Okkur hefur reyndar ekki
tekist að fá uppgefið nákvæmlega
hvernig okkar skammtur var
reiknaður út, en það er alveg ljóst
að okkar hlutur var stórlega van-
metinn. Okkur voru úthlutaðar
11 þúsund lestir fyrir þetta ár, en í
fyrra var heildarafli smábáta nær
30 þúsund lestir. Á sama tíma
hefur flotinn stækkað. Svo má
ekki gleyma því að við erum ekki
einir um að hafa aflað fram yfir
skammtinn."
Hvað takið þið til bragðs ef
ekki verður gengið að ykkar kröf-
um?
„Það er hreint ómögulegt að
segja til um það. Halldóri Ás-
grímssyni var falið af Alþingi að
veita þeim sérstaka úrlausn sem
hafa atvinnu sína af þessu og
leyfa tilfærslu kvóta, en hann hef-
ur hunsað hvort tveggja. Ég veit
ekki hvað við gerum ef þingið
lætur manninn ekki gegna sér, en
ég vildi að þar væri tekið á því
hvernig Halldór hefur komið
fram við þessa stétt manna. Hann
skýlir sér á bak við að við höfum
þegar veitt of mikið, en auðvitað
er það honum sjálfum að kenna,
því forsendur áætlana voru út í
hött að mínu mati“, sagði Skarp-
héðinn.
-gg
Skarphéöinn bíður nú refsingar fyrir
að hafa dregið ýsunet í veiðibanni
Halldórs og segist nú sleikja sárin
eins og hinir frekjuhundarnir
(dugnaöarforkarnirámáli Eyja-
manna).
8 SÍÐA - Þ.JÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. desember 1985
Flmmtudagur 12. desember 19d5 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Úsannindi hrakin
- engu leynt
eftir Matthias Á Mathiesen fyrrum ráðherra
í Þjóðviljanum laugardaginn
7. desember svo og i leiðara blaðs-
ins í gær, 10. þ.m. og í grein
merktri Sdór er ég borinn þeim
sökum að hafa farið vísvitandi
með rangt mál í umræðum á Al-
þingi 18. júní s.l. er ég svaraði
fyrirspurn Guðmundar Einars-
sonar, alþingismanns. Auk þess
er geflð í skyn að ég hafl leynt
skýrslu frá Seðlabankanum til
viðskiptaráðuneytisins um mál-
efni Hafskips hf., dags. 3. júní s.l.
Um leið og ég mótmæli slíkum
málflutningi þar sem farið er með
hrein ósannindi, vísvitandi eða af
vanþekkingu, vil ég koma á fram-
færi því sem rétt er:
1.
Á Alþingi 18. júní svaraði ég
Guðmundi Einarssyni alþm. og
vísaði þá til yfirlýsingar banka-
stjóra Útvegsbankans sem birzt
hafði í Mbl. 16. júní en þar segir:
„Bankastjórn Útvegsbanka ís-
lands vill taka fram að fullyrðing-
ar, sem fram koma í blaði yðar
hinn 12. þ.m. í grein Halldórs
Halldórssonar ritstjóra Helgar-
póstsins um tryggingar bankans
vegna skuldbindinga Hafskips hf.
eru úr lausu lofti gripnar. Trygg-
ingar bankans eru í eignum fyrir-
tækisins og hluthafa.“
Ég lagði ekkert mat á yfirlýs-
ingu bankastjóranna, en sagði:
„Hv. þm. vék að reikningum
þessa ákveðna fyrirtækis, og las
út úr þeim reikningum ákveðna
niðurstöðu sem ég skal ekki
dæma um. En þar verðum við að
gera greinarmun á útkomu fyrir-
tækisins annars vegar og svo þeim
tryggingum sem bankinn hefur
hins vegar. Nú hafa bankastjórar
þessa banka opinbérlega gert
grein fyrir því að bankinn hafi
tryggingu fyrir þeim lánum, sem
hann hefur veitt, í eignum fyrir-
tækisins og eignum hluthafanna,
þannig að reikningar fyrirtækis-
ins þurfa ekki að sýna og sýna
ekki, skv. þessu, þær tryggingar
sem bankinn hefur fyrir þeim
skuldum sem fyrirtækið er í.
Varðandi fyrirspurn sem er
framhald af fyrirspurn frá því fyrr
í vetur, þá hafa, að ég bezt veit,
þeir aðilar sem fara með eftirlit
undir þessum kringumstæðum,
ekki talið ástæðu til að gera sér-
staka athugun á því tilviki sem
hér er að vikið.“
Það er því með öllu ósatt, að ég
hafi sagt, eins og segir í leiðara
Þjóðviljans í gær, „að full veð
væru fyrir hendi hjá Hafskip fyrir
skuldum þess hjá Útvegsbankan-
um.“
2.
í grein merktri Sdór í Þjóðvilj-
anum 10. des. s.l. er eftirfarandi
ritað um svar mitt 18. júní sl. svo
og það sem viðskiptaráðherra
Matthías Bjarnason sagði á Al-
þingi 14. nóvember sl.:
„Matthías Bjarnason sagði í
umræðum um Hafskipsmálið 14.
nóvember sl., að þann 3. júní
hefði legið fyrir að Hafskip hf.
átti ekki veð fyrir skuldum. Orð-
rétt sagði Matthías Bjarnason:
„í júnímánuði á þessu ári fékk
Seðlabankinn skv. beiðni upplýs-
ingar um stöðu Hafskips
gagnvart Útvegsbankanum sem
dagsett er 3. júní en þar kom fram
að nokkuð vantaði til þess að
tryggingar bankans nægðu fyrir
heildarskuldbindingum Hafskips
gagnvart bankanum að meðtöld-
um víxlum vegna annarra
ábyrgða."
Þegar Matthías Á Mathiesen
bankamálaráðherra þáverandi
sagði 18. júní á þingi, að full veð
væru fyrir skuldum Hafskips vitn-
aði hann í opinbera yfirlýsingu
bankastjóra Útvegsbankans.
Spurning vaknar hvort Matthías
sagði vísvitandi ósatt, eða fylgdist
hann ekki betur með en það að
hálfum mánuði eftir að bankaeft-
irlitið sendir honum og Seðla-
bankanum skýrslu um málið, hafi
hann ekki lesið skýrsluna.“
Það er rangt, að viðskiptaráð-
uneytinu hafi borist skýrsla um
stöðu Hafskips gagnvart Útvegs-
bankanum 3. júní sl., enda kem-
ur það ekki fram hjá núverandi
viðskiptaráðherra, heldur er
skáldskapur greinarhöfundar
Sdór. Viðskiptaráðuneytinu
barst fyrst skýrsla frá bankaeftir-
litinu dags. 30. júlí og hafði engin
skýrsla þar til borist frá bankaeft-
irlitinu frá því að ég tók við emb-
ætti viðskiptaráðherra.
Á Alþingi í dag kom fram í
ræðu viðskiptaráðherra Matthí-
asar Bjarnasonar að Seðlabank-
inn fékk síðari hluta júnímánaðar
yfirlit frá Útvegsbankanum um
yfirlit skulda- og tryggingastöðu
Hafskips við Útvegsbankann. Sú
greinargerð barst ekki viðskipt-
aráðuneytinu á meðan ég gegndi
störfum viðskiptaráðherra.
Fullyrðingar Sdór þess efnis,
að ég hafl vísvitandi sagt ósatt eða
ekki fylgst betur með, eru því
uppspuni frá rótum.
Matthías Á. Mathiesen
Hjá Magna
» ...... "■■■" 1
Laugavegi 15, sími 23011.
Barnaspilin eigum við til, allt frá einföldustu púsl-
uspilum og leikspilum fyrir 3-4 ára og alla aldurs-
flokka. Verðið er frá innan við 100 kr.
Lítil spil og stór spil, sérstök spil fyrir sjóndapra, spil fyrir
örvhenta, 100% plastspil, spilakassar, spilaborð og
Autobridge. Verð frá kr. 50.- til kr. 1.990.-.