Þjóðviljinn - 12.12.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 12.12.1985, Qupperneq 13
HEIMURINN Norður-írland Lögregluútboð í Belfast Ónæmistæring Veiran leynist í heilanum Boston — Tveir læknahópar hafa komist að því að veiran sem veldur ónæmistæringu getur tekið sér bólstað í heilan- um og valdið truflunum á starf- semi hans. Þetta getur torveld- að mjög leit að lækningu á sjúkdómnum þar sem lyf eiga ekki greiðan aðgang að heilan- um. Mótmælendur á Norður-írlandi hafa staðið undir nafni þær vikur sem liðn- ar eru frá undirritun samkomulags stjórnanna í Dublin og London. Hér brenna þeir brúðu í mynd Margaret Thatcher forsætisráðherra Bret- lands. Belfast — 37 lögregluþjónar slösuðust, enginn þó alvar- lega, í átökum við mótmælend- ur sem safnast höfðu saman í Belfast á Norður-írlandi í gær til að mótmæla fundi utanríkis- ráðherra írska lýðveldisins og írlandsmálaráðherra Bret- lands í Stormont. Mótmælendur á Norður- írlandi eru afar óhressir með ný- gert samkomulag írsku og bresku stjórnanna sem felur í sér að sú fyrrnefnda fær nokkurn íhlutun- arrétt í málefni Norður-írlands. Telja þeir þetta vera fyrsta skref- ið á þeirri braut að írsku ríkin verði sameinuð undir merkjum írska lýðveldisins sem er kaþ- ólskt. Fundur ráðherranna Peter Barry frá Dublin og Tom King frá London var sá fyrsti eftir að samkomulagið var undirritað í síðasta mánuði. A fundinum ræddu ráðherrarnir leiðir til að hindra skæruliða frska lýðveldis- hersins, IRA, í að fara yfir landa- mæri írsku ríkjanna. Miklar öryggisráðstafanir höfðu verið gerðar fyrir fundinn. 1.500 lögregluþjónar voru kall- aðir út og er það mesta útboð lögreglu á einn stað í sögu Norður-írlands. Uþb. 2000 mótmælendur söfnuðust saman úti fyrir húsi sem nýstofnuð nefnd sem á að framfylgja samkomu- laginu hefur til afnota. Fólkið gerði aðsúg að lögregluþjónun- um, kastaði í þá grjóti, beitti bar- eflum og reif hliðið að húsagarð- inum af hjörum. Á meðan rædd- ust ráðherrarnir við í þinghúsi Norður-írlands, Stormont, í nokkurra kílómetra fjarlægð. Barnadauði 15 miljónir deyja áriega Upp á síðkastið hafa læknar tekið eftir því að hjá sumum þeirra sem fá ónæmistæringu tekur að bera á truflunum sem rekja má til starfsemi heila og mænu, svo sem heilahimnubólgu og magnleysi í útlimum. Við rannsókn á þessum einkennum fundu þeir veiruna sem veldur ónæmistæringu í heila- og mænu- vökva margra sjúklinga. Að sögn læknanna geta þessar niðurstöður þýtt að veiran leiti sér skjóls í miðtaugakerfinu þar sem lyf ná ekki til þeirra. Utan um heilann er þunn himna sem varnar flestum lyfjum aðgangs að heilanum sjálfum. Þetta gæti því „gert upprætingu sýkingar í mið- taugakerfinu mjög erfiða, ef ekki ógerlega,“ segir í grein sem lækn- arnir skrifa í bandaríska lækna- tímaritið The New England Jour- nal of Medicine. Washington — Á hverju ári deyja 15 miljónir barna í heiminum áður en þau ná fimm ára aldri. Þessa tölu mætti lækka um helming með ónæm- isaðgerðum og heimatilbún- um lyfjum, segir í nýútkominni ársskýrslu Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF. Þótt þessi tala, 15 miljónir, sé há hefur starf UNICEF og heilbrigðisyfirvalda í mörgum löndum borið mikinn árangur. Þegar UNICEF var að slíta barnsskónum árið 1960 dóu 22 miljónir barna á ári hverju. í skýrslunni segir að einni miljón barna sé bjargað árlega með ónæmisaðgerðum, einkum í þriðja heiminum, og á sumum svæðum bjargar það mörgum barnslífum að gefa börnum sem þjást af meltingarsjúkdómum einfalda upplausn salts og sykurs í vatni. í Nicaragua hefur tekist að draga úr barnadauða um 30% með því að hvetja mæður til að gefa sjúkum börnum sínum slíka upplausn. í skýrslunni segir að þessi árangur sé „einn sá stór- kostlegasti í baráttunni gegn barnadauða í þriðja heiminum". Ríkisstjórnir í þriðja heimin- um hafa margar hverjar gert stór- átak til bjargar börnum. í Brasil- íu voru 400 þúsund sjálfboðaliðar kallaðir til starfa við ónæmisað- gerðir. Á þessu ári hafa 20 miljón börn verið sprautuð og árangur- inn lætur ekki á sér standa: löm- unarveiki hefur verið svo gott sem útrýmt og tíðni annarra barnasjúkdóma, svo sem mis- linga, stífkrampa og kíghósta, hefur lækkað um allt að 60%. Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands hefur ákveðið að heiðra minningu móður sinnar með því að bólusetja öll indversk börn og segir í skýrslunni að það eitt muni bjarga einni miljón barna. í Tyrklandi er í gangi herferð sem talið er að nái til 80% barna í landinu. Alls eru talin upp í skýrslunni 40 lönd þar sem verið er að gera átak í ónæmisaðgerð- um eða áróðri fyrir auknu hrein- læti. Miklar áhyggjur hafa verið viðraðar yfir fólksfjölgun í heiminum og sumir hafa jafnvel gerst svo hundingslegir að halda því fram að aukið heilbrigði og langlífi geri bara illt verra. I skýrslu UNICEF er hinu gagns- tæða haldið fram, sem sé að auknar lífslíkur barna skapi það hugarfar meðal foreldra að þeir hætti að hlaða niður börnum af ótta við að missa þau. Bent er á fimm ríki — Kína, Sri Lanka, Suður-Kóreu, Costa Rica og Singapore — þar sem dregið hef- ur úr barnadauða og samtímis hægt á fólksfjölgun. Foreldrar grimmir við börn sín London — Á hverri viku deyja ailt upp í fjögur börn á Bret- landi af völdum misþyrminga eöa vanrækslu foreldra segir i skýrslu samtaka sem hafa það markmið að vernda börn gegn ofbeldi. Barnamorð hafa verið mjög í sviðsljósinu á Bretlandi að und- anförnu eftir að fjögurra ára gömul stúlka lést vegna misþyrm- inga stjúpföður síns. Talan sem samtökin gefa upp er fjórum sinnum hærri en sú sem opinber- lega er viðurkennd. Að sögn samtakanna deyja 150-200 börn á ári hverju af völdum misþyrm- inga eða vanrækslu foreldra að því er segir i skýrslunni. „Ástand- ið er mun alvarlegra en nokkurn grunar,“ sagði talsmaður samtak- anna í gær. Þekktur barnasálfræðingur, David Pithers, segir að skýringin á þessari illu meðferð foreldra á börnum sínum sé sú að það sé ekki lengur gert ráð fyrir börnum í samfélaginu. „Ég tilheyri eftir- stríðskynslóðinni og foreldrar mínir veittu mér umhyggju í þeirri trú að þeir væru að hlú að framtíðinni," sagði Pithers. „Nú á dögum telja margir foreldrar fullvíst að börn þeirra verði samfélaginu aldrei að neinu gagni og að samfélagið muni aldrei gera þeim neitt gagn,“ bætti hann við. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R EUIER ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Græningjar Deilt um rauð-grænt bandalag Landsfundurvesturþýskra Grœningja hefst ámorgun. Bonn — Á morgun, föstudag, hefst í borginni Offenburg í suðvesturhluta Þýskalands þriggja daga landsfundur Græningjanna. Höfuðmál fundarins verður að leggja lín- urnar fyrir kosningabaráttu flokksins en kosningar fara fram í Vestur-Þýskalandi í mars 1987. Helsta deilumálið verður þó að öllum líkindum afstaðan til hugsanlegrar stjórnarsamvinnu við jafnað- armenn, hvort flokkurinn eigi að taka upp það sem nefnt hef- ur verið „rauð-grænt banda- lag“. Nú reynir í fyrsta sinn verulega á slíkt bandalag en í lok mánaðar- ins tekur Josef — Joschka — Fischer við embætti umhverfis- málaráðherra í fylkinu Hessen. Þessi 37 ára gamli fyrrverandi leigubílstjóri, bóksali og statisti í kvikmyndum verður fyrstur græningja til að takast á við stjórnunarvandamál og þá reynir á hvort flokknum takist að vera trúr sínum helstu stefnumálum. Meðal þeirra er andstaða gegn því að atvinnupólitíkusar skuli vera til og ráða öllu um líf al- mennings. Liður í þeirri and- stöðu er sú ákvörðun flokks- deildarinnar í Hessen að klípa hressilega af launum Joschka. Sem ráðherra fær hann rúmlega 220 þúsund krónur í mánaðar- laun en flokkurinn skammtar honum ríflega 30 þúsund auk fjölskylduuppbótar, afgangurinn rennur í flokkssjóði. Mörg ágreiningsmál Ekki verða það þó eingöngu ráðherralaunin sem standa í vegi fyrir samstarfi græningja og jafn- aðarmanna. „Flokka okkar Joschka Fischer þykir ekki beint ráð- herralegur í uppáhaldsfötunum sín- um: bol, gallabuxum og íþróttaskóm. Hann telur sig þó geta hrint stefnu- málum Græningja í framkvæmd í krafti embættis síns. greinir á um mörg grundvallar- atriði,“ segir Petra Kelly sem er einn þekktasti leiötogi Græn- ingja og eindreginn andstæðingur rauð-græna bandalagsins. „Þar má nefna aðildina að Nató, af- stöðuna til byggingar kjarnorku- vera, hagvaxtar og varnarmála. Ég óttast að samstarf við jafnað- armenn eftir kosningar muni boða endalok Græningjanna.“ Petra tilheyrir þeim hópi sem halda því fram að umtal um hugs- anlegt samstarf við jafnaðar- menn eigi stærstan þátt í því að draga úr fylgi Græningja í skoð- anakönnunum. Um skeið í fyrra komust þeir upp í 11% fylgi en síðan hefur það dalað verulega. „Umtal um stjórnarsamstarf hef- ur veikt okkur og gæti dregið Petra Kelly þingmaður Græningja í Bonn er andvíg stjórnarsamstarfi við jafnaðarmenn og telur sennilegt að grundvallarstefnumál flokksins týnist í slíku samstarfi. okkur niður fyrir 5% mörkin," segir hún og á þar við þá reglu sem gildir í Vestur-Þýskalandi að til þess að flokkur fái kjörna menn á sambandsþingið eða fylk- isþing þarf hann að fá amk. 5% atkvæða. Andstæðingar stjórnarsam- starfs binda þær vonir við lands- fundinn í Offenburg að flokkur- inn hverfi aftur til upprunalegrar stefnu sinnar sem er að berjast fyrir „grænu“ þjóðfélagi bæði á þingi og utan þess. „Það hefur víða verið þaggað niður í þeim röddum í flokksdeildunum sem krefjast úrsagnar úr Nató og lok- unar allra kjarnorkuvera," segir Petra og finnst illt til þess að vita. Á móti þessu viðhorfi stendur annar armur og í fararbroddi hans er flokksdeildin í Hessen. Hún heldur því fram að stjórnar- samstarfið muni ekki fjarlægja flokkinn frá upphaflegum mark- miðum sínum. Joschka segir að hann geti í krafti embættis síns gert stefnu flokks síns í umhverf- ismálum að veruleika og að hann líti á sig sem „talsmann umhverf- isins". Engin afstaða? En þótt Græningjum tækist að ná samstöðu um stjórnarsamstarf er alls ekki víst hvort af því yrði. Jafnaðarmenn hafa útilokað slíkt samstarf og segja að samstarfið í Hessen helgist einvörðungu af staðbundnum málefnum. Fylk- iskosningar verða í Neðra- Saxlandi um mitt næsta ár og jafnaðarmenn þar hafa fyrirfram útilokað samstarf við Græningja. Sumir græningjar telja líklegt að landsfundurinn muni reyna að sveigja hjá því að taka endanlega afstöðu til stjórnarsamstarfs eins og gerðist á fundi flokksins fyrir hálfu ári. Petra Kelly vonast samt eftir því að landsfundurinn takist á við vandann. „Snúist fundurinn í Offenburg upp á hörð átök tveggja arma sem enda síðan án þess að niðurstaða fáist er hætta á að fólk missi trúna á okkur. En ég vona þó að landsfundurinn leiði ekki til klofnings í okkar röðum,“ segir hún. Skoðanakannanir hafa að undanförnu bent til þess að Græningjar verði í oddaaðstöðu á sambandsþinginu svo það er brýnt fyrir flokkinn að koma sér saman um það hvernig slík að- staða verði best nýtt. Hvort flokkurinn nái meiri árangri innan stjórnar eða með andstöðu innan þings og utan.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.