Þjóðviljinn - 12.12.1985, Qupperneq 14
Iðnaðarráðuneytið auglýsir
NÝTT SÍMANÚMER
621900
Jafnframt er ráöuneytið enn tengt viö aðalsímamið-
stöð stjórnarráðsins 25000.
VST - útboð
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen óskar eftir til-
boðum í forsteyptar forspenntar holplötur fyrir bygg-
ingu Pennans s.f. og Lyfjabúðar Breiðholts að Alfa-
bakka 12, Reykjavík. Heildarmagn er áætlað 1280 m2.
Útboðsgagna má vitja hjá undirrituðum gegn 3000.- kr
skilatryggingu frá og með 12. desember 1985. Tilboð
verða opnuð á sama stað kl. 11.00 föstudaginn 20.
desember 1985.
VERKFRÆÐISTOFA
SIGURÐAR THORODDSENS HF.
VERKFRÆÐIRÁÐGJAFAR FRV.
108 Reykjavík Ármúli 4 Sími (91) 8 44 99
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald-
dagi söluskatts fyrir nóvember-mánuð er 15. desemb-
er.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið,
10. desember 1985
Auglýsing
frá Sjóminjasafnsnefnd
Sjóminjasafnsnefnd vill ráða mann til að setja upp Sjóminja-
safn íslands í húsakynnum þess í Hafnarfirði. Verkið verður
unnið undir umsjá þjóðminjavarðar og í samráði við arkitekt
safnsins. Umsækjendur skulu tilgreina menntun og fyrri
störf. Umsóknir eiga að berast formanni Sjóminjasafns-
nefndar, Gils Guðmundssyni, Laufásvegi 64 í Reykjavík,
fyrir 15. janúar 1986.
10. desember 1985
Sjóminjasafnsnefnd
Framhaldsaðalfundur
Prentsmiðju Þjóðviljans hf. verður haldinn föstudag-
inn 20. desember kl. 17.30 að Síðumúla 6.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• Staða yfirmanns fjölskyldudeildar Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar.
Áskilin er félagsráðgjafamenntun og reynsla á sviði
stjórnunar og starfa er lúta að fjölskyldumeðferð og
barnavernd.
Allar nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma
25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00
föstudaginn 27. desember 1985.
68i333umer @ DJÓÐVIIJINN
B>EKUR
VÍSNA
nÁTTTP
fyrir fullorðna
eftir SIGURKARL STEFÁNSSON
Gátur
Sigurkarls
Út er komin bókin Vísnagátur
eftir Sigurkari Stefánsson, fyrr-
verandi menntaskólakennara. I
bókinni eru gátur í bundnu máli,
ætlaðar fullorðnum.
„Skemmtileg bók sem þoskar
mál og hugsun" segir í bókar-
kynningu útgefanda, Arnar og
Örlygs. Að auki eru í boði verð-
laun fyrir rétta ráðningu á 10 af
157 gátum í bókinni.
ÓIAFUR H. KRiSTJÁNSSON
HÉRAÐSSKÓLINN
AÐ REYKjUM
1931 - 1981
Saga skólans
kennata- og nemendata!
Reykjaskóli
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út bókina Héraðs-
skólinn að Reykjum 1931-1981
eftir Ólaf H. Kristjánsson fyrrum
skólastjóra. Á bókarkápu segir
m.a.: „Þessi saga Héraðsskólans
að Reykjum er skrifuð í tilefni af
því, að árið 1981 voru fimmtíu ár
liðin frá því að skólinn tók til
starfa í janúar 1931.
Ólafur H. Kristjánsson, sem
var nemandi í skólanum tvö
fyrstu starfsár hans og síðar
skólastjóri 1956-1981, rekur hér
aðdragandann að stofnun
skólans, sögu hans og starfshætti í
fimmtíu ár.
Einnig eru æviskrár skóla-
stjóra og kennara og nemenda-
tal.
Auk höfundar skrifa tveir aðrir
nemendur minningar frá námsár-
um sínum á Reykjaskóla.“
Þurrblóm
Þurrblómaskreytingar heitir
ný bók eftir danska blómaskreyt-
ingarmeistarann Uffe Balslev,
sem hér hefur starfað um fimm
ára skeið.
Bókinni er ætlað „að koma
fólki af stað við eigin blóma-
skreytingar" segir höfundur í for-
mála, „ekki beint kennslubók...
frekar leiðbeinandi". í bókinni er
aðeins fjallað um þau þurrblóm
og skreytiefni sem fáanleg eru
hérlendis, sérstakur kafli eru um
skreytingar unnar úr íslenskum
jurtum.
Öm og Örlýgur gefa út.
Að hlœja
með Hemma
Hlæjum hátt með Hemma
Gunn geymir þúsund brandara
og gamansögur teknar saman af
Hermanni Gunnarssyni.
„Góðar grínsögur geymast, en
ekki gleymast, og ganga mann
fram af manni, og að þessu sinni
Hermanni" segir umsjónarmað-
ur í formála og segir markmiði
útgáfunnar náð ef einhvers staðar
tekur sig upp gamalt bros.
Ólafur Pétursson myndskreyt-
ir bókina sem fá má innbundna
og í kilju. Setberg gefur út.
Spil og leikir
Hjá Bókaklúbbi Almenna
bókafélagsins er komin út bókin
Spil og leikir um vfða veröld.
Bókin lýsir í myndum og máli á
annað hundrað vinsælum spilum
og leikjum víðsvegar að úr ver-
öldinni, frá kotru til reiptogs,
dómínó til fingrafitjar. Saga spila
og leikja er rakin og tilbúningur
leiktækja. Bókin mun byggð á
sex ára rannsóknum í rúmum sex
tugum landa. Þýðandi er Björn
Jónsson skólastjóri.
Göngu-Reynir
Hjá Skálholtsútgáfunni er nú
komin bók sem á er skráð ævin-
týri Reynis Péturssonar frá í sum-
ar þegar hann gekk hringinn
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. desember 1985
kringum landið til að skemmta
sjálfum sér og safna fé til íþrótta-
húss fyrir sig og vini sína á Sól-
heimum í Grímsnesi.
Bókin heitir Reynir Pétur og
Islandsgangan, og er höfundur
hennar Eðvarð
Ingólfsson.Gönguafrek Reynis
er lýst í máli og fjölmörgum
myndum og rætt við kappann um
gönguna, viðtökur, eigin feril,
aðstæður fatlaðra og lífsviðhorf.
Sigmund
um 1985
Sigmund í stólaleik heitir gam-
anmyndauppskera eyjateiknar-
ans þetta haustið og er nafnið
dregið af uppákomu meðal ráða-
manna fyrr á árinu.
Myndir Sigmunds eru af dag-
legu bjástri stjórnmálamanna við
að halda áliti kjósenda, segir í
forlagsfrétt, - og einstaka sinnum
teiknar hann svo hriktir í geðslagi
hinna teiknuðu. „En það er yfir-
leitt ekki meiningin. Sigmund er
að skemmta sér.“
Stólaleikurinn er sjöunda bók
teiknarans og er gefin út af Prent-
húsinu.
Hvað er
klukkan?
Setberg hefur gefið út
„Klukkubókina", sem er harð-
spjaldabók með léttum texta og
skýrum litmyndum.
Bókin auðveldar börnum að
læra á klukku. Vilbergur Júlíus-
son skólastjóri þýddi og endur-
sagði.