Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 4
sem Antony Sher, ný stórstjarna frá Royal Shakespeare's Company. Var lítt þekktur leikari hjáfélaginu þartil hann lék Tartuffeog síöan Ríkharö III. Frásögn hans af vinnunni við Rikharö og myndskreytingar hans í bókinni „The Year Of The King" vöktu mikla athygli. Nýlega hlaut hann hin eftirsóttu Laurence Olivier verölaun fyrir túlkun sína á aðalpersónunni í „Torch Song Trilogy" á Albert Ben Kingsley, sem mótaöi og lék Squeers í Nikulási Nickelby, en varö að fara úr sýningunni áöur en hún var tekin upp fyrir sjónvarp, vegna Gandhi sem hann fékk síöar Óskarsverölaunin fyrir. Nú hefur hann nýlokiö við aö leika sjálfan Óþelló hjá Royal Shakespeare’s Company og í desember var frumsýnt,einnig á RSC, leikrit Pomerance „Melons" þar sem hann leikur aöalhlutverkiö. Theatre. leikarinn er þungamiðjan London hefur jafnan verið nefnd háborg leiklistarinnar. Ber hún það nafn aðflestra dómi með réttu og er þá sama hvort menn miða við magn eða gæði. West End leikhúsin miða starfsemi sína að mestu við ferðamenn og ferðamála- yfirvöld í Bretlandi virðast gera sér Ijósa grein fyrir þýð- ingu leikhúsannafyrirferða- mannaiðnaðinn. Sjaldnast standast þessi leikhús þó samanburð við höfuðvígin, Royal Shakespeare’s Com- pany og breska Þjóðleikhús- ið, en þó færist í aukana að sýningar þaðan séu færðar niður á West End vegna sí- aukins umfangs „stofnana- leikhúsanna". Bresk*. leikhús á sér lanya og merka sögu. Margir leikrita - höfundar hafa fengið sína þjálfun í skrifum fyrir bresk leikhús, sem leggja flest mikla áherslu á innlenda höfunda. Þó hygg ég að hinar miklu kröfur sem gerðar eru til menntunar og getu leikaranna, eigi stærstan þátt í þeirri viðurkenningu og vinsældum sem breskt leikhús ný- tur. Þó að Bandaríkjamenn hafi á síðustu árum eignast nýja leikar- akynslóð sem setur nú æ sterkari svip á bandarískar kvikmyndir, skortir en nokkuð á að þeir standi jafnfætis Bretunum. Vissulega eru flestír bandarísku leikaranna vel menntaðir og hafa margir hlotið dýrmæta þjálfun í „frjálsu leikhópunum" sem spruttu upp víða um Bandaríkin í tengslum við háskólana uppúr ’68 umrót- inu. Hin fjölbreytta klassíska menntun og áratuga hefð leikara í Bretlandi skapar þeim þó al- gjöra sérstöðu auk gífurlega öflugra stéttarfélaga sem enginn vogar sér að sniðganga. Raunar hafa bandarísku leikarasamtökin tekið upp sömu stefnu og þau bresku, sem veita ekki hverjunr sem er atvinnuréttindi. Nú eru uftgar leikkonur sóttar á útskriftir leiklistarskólana, en ekki í sjopp- ur eða á bari eins og á tímum Hollywoodævintýranna. Allir í skugga leikarans Hversu mikinn þátt hin harða stéttarbarátta breskra leikara á í að skapa þeim listræna sérstöðu skal ósagt Iátið, en víst er að þeir eru langoftast í forgrunni í bresk- um leiksýningum. Jafnvel höf- undur og leikstjóri standa oftast í skugganum og sterk persónuleg og myndræn sýn leikstjóra, sem iðulega er einkenni góðra leiksýninga á meginlandinu, er alls ekki alltaf þungamiðjan hjá Bretunum. Miklu frekar hvíla sýningarnar að mestu á getu leikaranna og þeir eru auglýstir utan á leikhúsunum og í blöðunt. Vinna leikstjóranna virðist að verulega leyti fólgin í góðri per- sónuleikstjórn fremur en sferkri heildarsýn, þar sem leikarinn er „aðeins" einn af þýðingarmestu hlekkjunum. Hvað sjónrænu hliðina snertir eru hún oft talsvert undir þeim kröfum sem meðaláhuga- mannafélag uppi á íslandi myndi sætta sig við, þótt þar séu greini- lega ýmis ánæguleg teikn á lofti og margir snjallir leikmynda- teiknarar hafi komið fram á síð- ustu árum. Sher og Kingsley Á sjö desemberdögum sá ég einar níu leiksýningar í London og aðeins ein þeirra var eftirm- innileg vegna leikstjórnar og leik- myndar, en það voru „Vesaling- arnir" sem ég hef þegar skrifað um. Af fjórum nýjum verkum var aðeins eitt eftirminnilegt vegna handritsins, það var gamanleik- urinn „A Chorus og Dissapro- val", eftir Ayckbourn (samdi m.a. „Rúmrusk") og var það kos- ið besta gamanleikritið í ár. En jafnvel þótt sýningarnar höfðuðu ekki sérstaklega til mín vegna innihalds eða forms, voru þær flestar minnisstæðar vegna frá- bærra leikara. Standa tveir þar fremstir meðal jafningja, þeir Antony Sher og Ben Kingsley. Þann síðarnefnda þarf tæpast að kynna eftir að hann fékk Oskars- verðlaunin fyrir Ghandi, en Ant- ony Sher er ný stjarna sem skotið hefur upp á himininn á einu ári. í fyrra lék hann Ríkharð III og var kosinn besti leikari ársins fyrir. Hann ritaði mjög skemmtilega bók þar sem hann lýsir vinnu sinni við hlutverkið, æfingunum og skreytir jafnframt með bráðsnjöllum teikningum. Bókin heitir „The Year Of The King", og hefur hlotið mjög góða dóma. Þórunn Sigurðardóttir skrifarum nokkrar leiksýningar í London Eg sá hann í „Torch Song Tri- logy", sem er þríleikur um hom- ma, prýðisgott verk, sem stendur þó og fellur með aðalhlutverk- inu. Hér stóð verkið sannarlega með frábærum leik Sher og ágæ- tum mótleik Rupert Frazer (lék m.a. unga lækninn í bresku sjón- varpsþáttunum „Til hinztu hvíld- ar.) Hlaut Sher hin eftirsóttu Olivier verðlaun nú í desember fyrir leik sinn. Ben Kingsley er vissulega ólíkur leikari Antony Sher, en var ógleymanlegur sem indíánahöfðinginn í nýju leikriti Bernard Pomerance í Barbican leikhúsinu. Pomerance skrifaði „Fílamanninn" á sínum tíma, en þetta Ieikrit var aldrei verulega áhugavert nema vegna frábærs leiks Ben Kingsley. Leikstjórn Alison Sutcliffe (eiginkona Kingsley) var hefðbundin en snyrtileg,og sýningin öll fremur þunglamaleg. Nýjasta leikrit Shaffer Þriðja stórstarnan sem bar fyrir augun í London var Alan Bates í Þjóðleihúsinu í nýjasta leikriti Peters Shaffer (höfundur „Amadeus") en þessa verks hef- ur verið beðið með mikilli óþreyju. Efnið erspennandi; sifj- aspell í ríki Davíðs og fjöldskyldu öld fyrir Kristsburð. Höfuðgalli verksins er titilper- sónan Yonadab, sem Alan Bates leikur. Eitthvert tómahljóð var í túlkuninni og framsögnin lítið meira en tækni en hlutverkið er vissulega mjög vanþakklátt. Shaffer lætur sögumanninn út- skýra allt sem gerist á milli þess sem hann stekkur inn og út úr atburðarásinni. Er þetta veru- legur galli á verkinu og tefur fyrir dramtískri framvindu þess á svið- inu. Þessi sami galli var raunar einnig á „Amadeusi" þótt hann væri þar ekki eins veigamikill og hér. Og í kvikmyndinni var hægt að sneiða að verulegu leyti fram- hjá sögumanninum nema sem rödd bakvið myndina. Hérer það ekki hægt; sögumaðurinn rýfur dramað hvað eftir annað með því að útskýra það sem væri miklu áhrifaríkara að sjá og skynja á sviðinu. Leikstjórnin var heldur ekki verulega eftirminnileg, þótt vissulega sé faglegt handbragð á sýningunni. Þjóðleikhússtjórinn (Peter Hall) leikstýrir en hann á að baki mikinn fjölda góðra sýn- inga. Hann setti líka upp „Anim- al Farm“ eftir G. Orwell, í söng- leikjabúningi, sem ég sá fyrsta kvöldið London,- einnig á NT. Hefur þessi sýning notið mikilla vinsælda og ferðast víða um lönd. Hún höfðaði lítið til mín, mér fannst sagan ófrumlega sögð á sviðinu og söngvararnir hjálpa lítið uppá. Þá er komið að gamanleikjun- um. Ég nefndi áðan „ A Chorus of Disapproval" sem er brásmellinn gamanleikur um áhugaleikhóp sem er að æfa Betlaraóperuna. Höfundurinn leikstýrði verkinu prýðilega á stóra sviði NT. Annar gamanleikur gengur fyrir fullu húsi og heitir „Stepping out". Sjö konur og einn karlmaður taka upp á því að læra að steppa á kvöldnámskeiði og þá gerist nú sitt af hverju. Verkið leynir á sér og hafði ég býsna gaman af því. Kamelíufrúin og Lennon Af alvarlegra tagi telst sýning RSC sem sýnd er á Comedy The- atre, en það er „Camille" nýjasta leikrit Pam Gems (Skrifaði m.a. „Edith Piaf). Þetta leikrit olli mér verulegum vonbrigðum. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun höfundar til að varpa nýju ljósi á líf Kamelí- ufrúarinnar út frá sjónarmiðum jafnréttis dugði það engan veginn til að bera uppi harmleikinn um Marguerite Gautier. „Sjálfstæði" hennar í hinni nýju túlkun varð aðeins „ósympatiskt" og hjálpaði þar ekkert þótt maður fengi að kynnast hversu erfitt hafi verið að vera kona í Frakklandi á fyrri hluta nítjándu aldar. Að lokum er rétt að geta mjög ánægjulegrar sýningar um John Lennon, en hana sá ég einmitt daginn sem fimm ár voru liðin frá morði söguhetjunnar. Sýningin var ákaflega skemmtileg, ekki síst fyrir þann sem man Bítlana. Rifjaður var upp æviferill Lenn- on og tónlist hans tengdi atriðin saman. Það var sannarlega ekki. til að draga úr áhrifum sýningar- innar að aðalleikarinn gekk fram á sviðið í upphafi og minntist Lennons í tilefni þessa dags. í lokin voru tár í augum margra, bæði leikara og áhorfenda og blómum rigndi upp á leiksviðið. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.