Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 14
VJÐHORF Melrakkinn Stormasamt sambýli á sumnn en lítilsháttar ljósari að vetrinum. Svo eru til ýmis litartil- brigði af mórauða refnum allt frá leirljósum upp í svart. Á strandsvæðunum, einkum Vestfjörðum, er miklu meira af mórauðum ref en hvítum en inn til landsins, skipta þeir svona um það bil til helminga. Mórauði lit- urinn er nefnilega góður felulitur í fjörunni. En á túndrunum, freðmýrun- um, í Alaska, Kanada og Siberíu er t.d. um 99% af refastofninum hvítur. Alœta - En ef við víkjum að fæðunni. Á hverju lifir refurinn einkum? - í sem stystu máli má kannski orða það svo að hann lifi á öllu, sem að kjafti kemur. Við sjóinn eru það sjófuglarnir, hrygg- leysingjar, þangflugur og þang- flugulirfur síðla sumars, marflær, mófuglar, egg og rauðmagar á grynningum og í pollum, þar sem þeir daga uppi þegar fjarar út. Aðalfæða þeirra refa, sem halda sig inn til landsins, er rjúp- an, að vetrinum og fram á vor og svo heiðagæsin, ungar og egg hennar og annarra fugla. A haustin er það svo, auk rjúpunn- ar, ber og hræ af öllu tagi, hreindýrskálfar og svo er ein- staka dýrbítur en þeir eru í mikl- um minnihluta og þeirra verður þá helst vart á vorin, um sauðburð, eða að haustinu, kannske vegna þess að minna er þá um aðra fæðu. Sambúðar- hœttir - „Okkur mun sambúðin endast vel“ orti dr. Sigurður heitinn Þór- arinsson til hennar Maríu í Þórsmörkinni. Hvernig eru sam- búðarhættirnir hjá lágfótu? - Refurinn er fyrst og fremst einkvænisdýr. Þó eru þess dæmi að tvær læður séu með yrðlinga, sem einn refur er faðir að. Stund- um hefur par með yrðlinga í þjón- ustu sinni einskonar „vinnufólk", sem gegnir þá því hlutverki að aðstoða við fæðuöflun handa yrð- lingunum. Líklega eru þetta oft ársgömul afkvæmi viðkomandi pars. Til er að tveir refir séu í félagi með tvær læður en þá fer nú að verða óvíst um faðerni yrð- linganna. Dæmi eru til þess, að aukarefur fylgi pari og er það þá að jafnaði fullorðið dýr. Ef bæði dýrin lifa heldur parið sambandi sínu árum saman. En falli annað frá er hitt fljótt að ná sér í maka. Melrakkinn virðist ekki gefinn fyrir einlífið. Þar sem heita má að nóg fæða sé fyrir hendi allt árið er tófan tiltölulega staðbundin, hefur sitt ákveðna óðal. Meiri óvissa ríkir um það hvernig þessu er háttað með refinn inn til landsins. Trú- lega er hann þar meira á flakki. Þó vitum við þetta ekki svo gjörla. Refurinn hefur lifað í sambýli við þessa þjóö f rá öndverðu. Sú sambúð hefur ekki alltaf verið friðsamleg. Hún hefureinkennst af skæruhernaði á báða bóga. Refurinn vill stundum gerast ágengur við eigur mannsins og hagsmuni. Maðurinn hefur herj- að á refinn með skotvopnum og ýmsu því öðru, sem ekki verður beinlínis talið til náðarmeðala. Refurinn mun á hinn bóginn telja sig eiga rétt til lands og lífs og heyr sína lífsbaráttu með þeim ráðum, sem honum eru tiltæk. En hvað vita menn svo um þetta dýr þrátt fyrir aldalangt sambýli? Jú, menn eins og Lárus í Grímstungu vita töluvert. Til dæmis það, að refurinn er kænn og slóttugur. Því er það gjarnan sagt um mann, sem þykir við- sjálsgripur: „Hann er bölvaður refur“. En hvað um allan al- menning? Veit hann mikið um þessa skepnu? Það má draga í efa og tekur þá blaðamaður aðeins mið af sjálfum sér. Og til þess að verða nú sjálfur ofurlítið fróðari en áður - og e.t.v. einnig ein- hverjir þeir, sem þessar línur kunna að lesa - var farið á fund Páls Hersteinssonar, veiðistjóra hjá Búnaðarfélagi íslands, og spjallað stundarkorn við hann um íslenska refinn. Liturinn lagast að umhverfinu - Af íslenska refnum eru til tvö Páll Hersteinsson, veiðistjóri. litafbrigði, sagði Páll Hersteins- son. - Annað hvítt, hitt mórautt. Þeir refir, sem halda sig inn til landsins, eru hvítir að vetrinum en að sumrinu eru þeir mógráir á baki og gráleitir á kvið. Þeir hvítu eru þó misdökkir að sumrinu allt frá því að vera dökkbrúnir á baki í að vera ljósbrúnir. Mórauði ref- urinn getur verið súkkulaðibrúnn 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.