Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 16
LEIÐARI Við þurfum samstöðu Um áramótin tóku nýju útvarpslögin gildi og um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á reglugerð sem á að segja í smáatriðum fyrir um framkvæmd hinna nýju laga. Það verð- ur hins vegar að segjast, að eftir allt írafárið sem greip um sig hjá fjölmiðlaglöðu fólki í kjölfar lagasetningarinnar virðast furðu fáir ætla að leggja í slaginn og hefja fjölmiðlun á Ijósvökum öldum í samkeppni við Ríkisútvarpið. Það er skiljanlegt. Þegar moldviðrið sem upp þyrlaðist í deilunum um hin nýju lög var gengið um garð og menn tóku að skoða fýsileik nýrra fjölmiðlakosta með sjónglerjum kaldrar rökvísi kom nefnilega í Ijós að það kynni að reynast erfitt að halda úti nýjum útvarpsslöðvum. Það er einfaldlega staðreynd, að íslenska Ríkisútvarpið, sér í lagi hljóðvarpið, er ótrúlega gott að mörgu leyti og það mun reynast torvelt að standast því snúning í samkeppni. Ríkisút- varpið hefur sömuleiðis búið sig vendilega undir væntanlega samkeppni, meðal annars með því að gæta þess að halda verði á auglýsingatímum sínum í algeru lágmarki. Engum blandast hugur um að þar er verið að bæta samkeppnisstöðuna fyrir slaginn sem kann að vera framundan. Og það er auðvitað Ijóst, að menn verða að standa vörð um Ríkisútvarpið og efla það á alla lund. Þetta er ekki síst mikilvægt með tilliti til þess, að búast má við að fljóðbylgja afþreyingarefnis af umdeilanlegum toga skelli yfir okkur, verði af stofnun nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva. Ein- asta vörn okkar gegn því er að geta boðið upp á meira af vönduðu innlendu efni, af öllum menn- ingarflokkum. Þess vegna er ánægjulegt að lesa í Þjóðviljanum í dag viðbrögð Sverris Her- mannssonar, menntamálaráðherra við einmitt þessu: „Eitt er víst“, segir Sverrir, „að ég mun styðja og styrkja Ríkisútvarpið, einkum inn- lenda dagskrárgerð til mótvægis við vaxandi ásókn erlends efnis um vígahnetti. Ég hlýt að leggja mikla áherslu á að efla Ríkisútvarpið. Hinir verða svo bara að spjara sig“. Það er ástæða til að taka undir þessi orð menntamálaráðherra. Vissulega væri það: gleðiefni, ef hægt væri að skapa víðtæka sam- stöðu um mál eins og þetta, þegar Ijóst er að viði stöndum á þröskuldi nýrrar fjölmiðlaaldar og þurfum að vígbúast gegn innrás erlends létt-i metis á næstu árum. Stofnun sérstaks menningarsjóðs til að efla innlenda dagskrárgerð er jafnframt fyrirhuguð með hinum nýju lögum, og auðvitað er sjálfsagt að fagna því. Hitt er verra mál, og lítt fallið til að efla þá samstöðu sem þarf, að svo er um hnúta búið að íhaldið getur með hægu móti náð undir sig öllum þremur stjórnarmönnum sjóðsins ef það kærir sig um. En það eru ótíðindi mikil, því satt best að segja bera ekki allir Sjálfstæðis- menn jafn mikið skyn á nauðsyn þess að standa vörð um íslenska menningu og menntamála- ráðherra sjálfur. Ekki er síður verra, að svo virðist sem íslensk- um listamönnum sé af ráðnum hug úthýst úr stjórn menningarsjóðsins. Auðvitað er með öllu ótækt að Bandalagi þeirra skuli ekki gert mögu- legt að hafa að minnsta kosti fulltrúa í stjórninni, og ekkert hugsandi fólk hefði heldur talið of geyst farið þó þeir hefðu haft þar meirihluta. Þess má að lokum geta, að þó vissulega hafi verið deilur um réttmæti hinna nýju útvarpslaga, þá eru þau í dag orðin að veruleika. Þess vegna verða þau öfl sem vilja andæfa útlendri lág- menningu að huga að sínum gangi. Það verður að efla mótvægi við þær stöðvar sem kunna að rísa og byggja aðallega á ódýru erlendu efni og innlendri matreiðslu sem grundast sömuleiðis á léttmeti krydduðu hægrisinnaðri hugmynda- fræði. Því ríður á að félagssinnuð öfl í landinu styðji af öllum mætti upprisu nýrra stöðva sem gætu veitt nauðsynlegt mótvægi. En það ber auðvitað að leggja áherslu á, að slíkt nýtt fjöl- miðlunarfyrirtæki verði ekki að prédikunarstóli fyrir nein sérstök samtök eða flokka, heldur fyrst og fremst mótvægi við útlendum öfgum af öllu tæi. -ÖS 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1986 Þau sjá um fram- kvœmdina 7 manna þingkjörin útvarpsréttarnefnd á að fylgja nýju útvarpslögunum eftir Nú um áramótin gengu í gildi um- deild útvarpslög sem samþykkt voru á síðasta þingi. Þar með er aflétt einkaleyfi Ríkisútvarpsins á hljóðvarps- og sjónvarpssend- ingum og hafa nokkrir aðilar þeg- ar hafið undirbúning að útsend- ingum. Flestir munu sammála um að miklu skipti hver fram- kvæmd nýju laganna verðuren um hana verður kveðið nánar á í reglugerðum, sem nú er verið að leggja síðustu hönd á í mennta- málaráðuneytinu. Það er útvarpsréttarnefndar að sjá um framkvæmd laganna og á fyrsta fundi nefndarinnar2. janú- ar lagði menntamálaráðherra reglugerðardrögin fyrir hana. Kjörið var í nefndina á síðasta starfsdegi alþingis fyrir jól en einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Erlendsdóttir, dósent, hefur afþakkað setu í henni og sagt kjör sitt byggt á misskilningi. í nefndinni eiga þá sæti: Bessí Jóhannsdóttir, kennari (S) (upphaflega varamaður Guð- rúnar), Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins (S), Sigurbjörn Magnússon, starfsmaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins (S), Ingvar Gíslason, þingmaður Framsóknarflokksins (F), Helgi Pétursson, ritstjóri Tímans (F), Helgi Guðmundsson, formaður MFA, (AB) og Árni Gunnars- son, ritstjóri Alþýðublaðsins (A). Varamenn eru: Fyrir Sjálf- . stæðisflokk: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Guðrún Vík- ingsdóttir, fyrir Framsóknar- flokk: Sigrún Sturludóttir og Jón Sveinsson, fyrir Alþýðubanda- lag: Ævar Kjartansson og fyrir Alþýðuflokk: Þráinn Hallgríms- son. Á gamlársdag skipaði Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra Kjartan Gunnarsson for- mann nefndarinnar og Ingvar Gíslason varaformann. -ÁI Myndvarp hf. er eitt hinna nýju fjölmiðlafyrirtækja sem sögö eru í startholunum tilbúin að taka þátt í kappinu um tíma þessarar fjölmiöl- asjúku kynslóðar. Ljósm. Sig. Þeir verða að spjara sig Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: Mun styðja og styrkja Ríkisútvarpið, einkum innlenda Sverrir Hermannsson, menntamálaráöherra, vill ekki fjalla um einstök atriði í þeim reglugeröardrögum sem fyrir liggja í ráöuneyti hans um framkvæmd útvarpslaganna nýju. „Ég mun byrjaáþvíað leggja drögin fyrir útvarpsrétt- arnefnd,” sagöi Sverrir, „áöur en ég tek afstööu til þeirra. Nef ndarinnar bíður mikið verk og það er eðlilegt að þetta ný- skipaða fólk taki þátt í mótun þessfráupphafi.” I reglugerðunum verður m.a. dagskrárgerð kveðið á um starfshætti útvarps- réttarnefndar, hvernig fjalla skuli um umsóknir, hvaða skilyrði þarf að uppfylla og hvernig gjald fyrir útvarpsleyfi skuli reiknað út. Ennfremur um auglýsingar, þ.e. hlutfall þeirra af dagskrá og hvort þær verða inni í dagskrárliðunt eða á milli þeirra. - En hver er afstaða ráðherr- ans til nýju laganna? ■’Ég er frjálslyndur, sem er ekki sama og frjálshyggjumað- ur,” sagði Sverrir. „Þó ég telji rétt að hætta einokun Ríkisút- varpsins, þá er ég kannski ekki eins uppljómaður áhugamaður unt frjálsan útvarpsrekstur og suntir flokksbræður mínir. Eitt er víst að ég mun styðja og styrkja Ríkisútvarpið, einkunt innlenda dagskrárgerð til mótvægis við vaxandi ásókn erlends efnis um vígahnetti." sagði ráðherrann. „Eg hlýt að leggja mikla áherslu á að efla Ríkisútvarpið. Hinir verða svo bara að spjara sig.” -ÁI Sverrir: „Ég stend vörð um Ríkisút- varpið.” „Leggst vel í mig” - segir Kjartan Gunnarsson nýskipaður formaður útvarpsréttarnefndarinnar, sem héltfyrsta fundinn 2.janúar Um áramótin var Kjartan Gunnarsson skipaðurfor- maður í útvarpsréttarnefnd- inni. Fyrstifundurnefndar- innarvarhaldinnannanjanú- arog mætti menntamálaráð- herra á fundinn. Við spurðum nýskipaðan formann nefndar- innar um hvað hefði verið fjall- að á þessum fyrsta fundi. „Menntamálaráðherra lagði fram tvær reglugerðir sem starfs- nefnd á vegum ráðuneytisins hef- ur gert, annars vegar unt útvarps- (og sjónvarps-) rekstur og hins vegar um auglýsingar. Fór hann þess jafnframt á leit við útvarps- réttarnefndina að hún færi yfir reglugerðirnar og skilaði til- lögum. Er gert ráð fyrir að því verði lokið seinnihluta næstu viku. Síðan verður reglugerðin væntanlega gefin út og þá fyrst reynir á það hverjir hafa hug á að fara út í rekstur útvarps- eða sjónvarpsstöðva. „Nú munu þegar liggja fyrir nokkrar umsóknir urn leyfi til slíks reksturs. Verða þær teknar gildar eða verður auglýst eftir nýjum umsóknum?" „Þegar reglugerðin liggur fyrir þykir mér ekki óeðlilegt að aug- lýst verði eftir umsóknum. Það eru ýmis skilyrði sem þarf að upp- fylla og önnur atriði sem tilgreind eru í reglugerðinni. Mér þykir ó- líklegt að allar þær umsóknir sem liggja fyrir uppfylli þau. Það er í raun ekki fyrr en reglugerðin liggur endanlega fyrir sem menn geta gert sér grein fyrir því hvort þeir vilja fara út í útvarpsrekst- ur." „Áttu von á því að nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar sjái dagsins ljós á árinu?" „Mér finnst líklegt að einhverj- ar útvarpsstöðvar hefji útsend- ingar. Hvort menn fara út í sjón- varpsrekstur er annað mál og stærra. Undirbúningur að rekstri útvarps- og sjónvarpsstöðva er ntjög viðamikill. Það á t.d. eftir að skipa í stjórn menningarsjóðs- ins, sem mun úthluta fé til inn- lendrar dagskrárgerðar. í stjórn verða þrír menn, samkv. reglu- gerðinni, einn frá Ríkisútvarp- inu, einn skipaður af mennta- málaráðherra og einn sameigin- lega frá frjálsu stöðvunum. Komi þær sér ekki saman um ntann Kjartan: „Munum auglýsa ettlr um- sóknum um útvarpsleyfi.” skipar útvarpsréttarnefndin þriðja manninn." „Hvernig leggst svo formanns- embættið í þig?" „Það er Ijóst að þetta er viða- mikið verkefni, en það leggst mjög vel í mig," sagði Kjartan að lokunt. þs Mikið verk framundan og vonandi árangursríkt Helgi Guðmundsson, formaðurMFA: Auðvitað munu margir freistast til að fara afstað en ég reikna ekkimeð að margar stöðvar lifi í langan tíma „ Nei, ég á ekki von á að það spretti upp fullt af stöðvum sem muni lifa einhvern tíma. Auðvitað munu margir freistast til að fara af stað en ég reikna með því að það verði fáar stöðvar sem muni lifa í lengri tíma,” sagði Helgi Guðmundsson, fulltrúi AB í út- varpsréttarnefnd. Helgi sagðist.telja að um tvær leiðir væri að velja fyrir þá sem hyggja á útvarpsrekstur. Annars vegar stöðvar sem byggðu á al- gerum lágmarkskostnaði í dag- skrárgerð, sendu út tónlist og auglýsingar til skiptis. Hins vegar stöðvar með góðum tæknibúnaði og marktækri og fjölþættri dag- skrá sem sjálfkrafa drægi að auglýsingar. „Það er ekkert þarna á milli,” sagði hann. - En hvaða hugmyndir gerir hann sér um störf útvarpsréttar- nefndar? „Það eru nokkur atriði sem mér virðist ljóst að nefndin þurfi að taka á hið fyrsta,” sagði Helgi. „Eitt er hvort ætlunin er að heim- ila reksturs landsútvarps eða tak- rnarka réttindin við grenndarú- tvarp. Sjálfum hefur mér sýnst lögin taka til grenndarútvarps. Þar segir að veita megi lögaðilum rétt til tímabundins útvarpsrekst- urs á afmörkuðum svæðunt en á öðrum stað segir að útvarps- stöðvum sé heimilt að eiga og reka endurvarp. Spurningin er hvort endurvarpið á við þetta af- markaða svæði eða hvort það á að ná til landsins alls. Ef ákveðið verður að heimila landsútvarp þarf að kveða á um dreifikerfið, þ.e. hver eigi að kosta það og reka, stöðvarnar sjálfar eða t.d. Póstur og sírni. Annað atriði sem mér sýnist brýnt er að sett verði viss skilyrði unt tæknibúnað þannig að lág- ntarkskröfum í því efni verði fullnægt. Þetta gera rnenn alls staðar í kringum okkur og í Bret- landi eru t.d. býsna háir þrösk- uldar sem menn verða að fara yfir þó ekki sé ég að ntæla með slíku. Þá má nefna að það vantar skýrari ákvæði unt tekjuöflunina. Stöðvunum er heimilt að selja bæði dagskrártíma og auglýsing- ar en spurning er með hvaða hætti þetta er gert, þ.e. það þarf að greina á milli auglýsinganna og dagskrártímanna. Auðvitað koma fjöldamörg Helgi: „Mikilvægast að marka stefnu um efnisvalið." önnur atriði til álita. Ég hef ekki séð þau drög að reglugerð sem liggja fyrir ráðherfa en einna mikilvægast er að rnarka stefnu og setja ákveðnar reglur urn efn- issamsetningu í nýjum útvarps- stöðvum. Þeim er gert í lögununt að gegna almennunt skyldum en hverjar þær eru varðandi efnið er óútkljáð. Það er því ljóst að nefndarinnar bíður mikið starf og vonandi líka árangursríkt,” sagði Helgi Guðntundsson að lokunt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.