Þjóðviljinn - 17.01.1986, Síða 1
UM HELGINA
GLÆTAN
HEIMURINN
Viðrœðurmillifjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og sérleyfishafa umsölu
Umferðarmiðstöðvarinnar. Afhenda einkaaðiljum ríkiseignir?
Verðmœti eignarinnar talið 25-30 miljónir króna
Jú það er rétt, það eru við-
ræður í gangi milli samgöngu-
ráðuneytis og fjármálaráðuneytis
annars vegar og hins vegar félags
sérleyfishafa og BSI, sagði Olafur
Steinar Valdimarsson ráðuneyt-
isstjóri í samgönguráðuneytinu,
er Þjóðviljinn leitaði eftir því
hvort hafnar væru viðræður um
sölu Umferðarmiðstöðvarinnar.
Umferðarmiðstöðin var byggð
á sínum tíma á grundvelli laga um
miðstöð fólksflutninga í Reykja-
vík og hýsir miðstöðin margvís-
legan rekstur. Aðstaðan hefur
verið leigð út til Pósts og síma,
Verslunarbankans, Félags sér-
leyfishafa og BSÍ, - og rekur BSÍ
hf. veitingasölu og nætursölu í
húsnæðinu. Áður hefur oftsinnis
komið til tals að einkaaðiljar
keyptu þessa eign ríkisins, en
aldrei komist til alvarlegra um-
ræðna fyrr en nú. Bygging húss-
ins naut margs könar fríðinda af
hálfu sveitarfélags (Reykjavíkur)
og ríkisins. Samkvæmt heimild-
um Þjóðviljans hefur ágóði verið
töluverður af nætursölu og greiða
leigjendur lága leigu.
Olafur Steinar kvað umdeilan-
legt hvort leigan stæði undir
rekstri hússins, - húsnæði skorti
viðhald og leigan nægði ekki fyrir
þeim kostnaði. Hann kvaðst ekki
geta sagt til um verðmæti hússins,
en Þjóðviljinn hefur hlerað að
það sé metið á bilinu 25-30 milj-
ónir króna.
„Það er deginum Ijósara að
það hefur aldrei verið til þess ætl-
ast að einstaklingar fengju að
dandalast með þessa eign“, sagði
maður í hópferðaviðskiptum við
Þjóðviljann í gær.
„Að áliti mjög margra er engin
trygging fyrir því að sama starf-
semi og til var ætlast af hálfu
sveitarfélags og ríkis verði áfram í
húsnæðinu. Okkur grunar að hér
ætli Sjálfstæðisflokkurinn enn
einu sinni að aflienda gæðingum
sínum ríkiseignir", sagði hóp-
ferðarviðskiptamaðurinn að lok-
um.
-óg
Umferðarmiðstöðin á söluskrá ríkisstjórnarinnar. Viðræður hafnar. Mynd. E.ÓIason.
Reykjavíkurborg
800 miljónir af launum
Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi: Kjaraskerðing ríkisstjórnarinnar eykur
framkvœmdafé borgarinnar úr200 miljónum í1000 miljónir.
Borgin grœðirá fátœktinni. Stjórnleysi ífjármálum síðanl982
Rúmlega 80% framkvæmda-
fjár borgarinnar á fjárhags-
áætlun þessa árs er til komið
beinlínis vegna kjaraskerðingar
ríkisstjórnarinnar en hefði hún
ekki komið til hefði borgin 200
miljónir til framkvæmda í ár í
stað rúmlega miljarðs, eins og
gert er ráð fyrir á Ijárhagsáætl-
un, sagði Sigurjón Pétursson
borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins í samtali við Þjóðviljann í gær.
Ef laun hefðu haldið verðgildi
sínu frá árinu 1982 væri launa-
kostnaður borgarinnar 1986 633
miljónum króna hærri, en þessar
miljónir nýtast þess í stað til
framkvæmda. Kjaraskerðingin
hefur vitanlega leitt til þess að
almenningur á í sívaxandi erfið-
leikum með að greiða gjöld sín til
borgarinnar og áætlaðar tekjur
borgarsjóðs af dráttarvöxtum eru
182 miljónir króna. Þannig hafa
815 miljónir af framkvæmdafénu
borist í borgarsjóð beint og
óbeint vegna kjaraskerðingar-
innar.
„Það að búið er að koma fjölda
fólks niður að fátæktarmörkum
hefur komið Davíð Oddssyni og
félögum hans til bjargar við
fjármálastjórnun borgarinnar.
Þyrfti þessi meirihluti að stjórna
við sömu astæður og meirihlutinn
1978-1982 hefði hann aðeins um
200 miljónir til framkvæmda í
stað rúms miljarðs", sagði Sigur-
jón í gær.
„Þrátt fyrir að stjórnin hafi
bjargað meirihlutanum að þessu
leyti, er hægt að benda á fjölmörg
dæmi þess hvernig stjórnleysið
hefur ríkt í fjármálum síðan 1982.
Borgarskipulagið hefur þanist
svo út á síðustu árum að nú er
kostnaður vegna aðkeyptrar
vinnu þar orðinn slíkur að í raun
eru reknar tvær álíka kostnaðar-
samar stofnanir úti í bæ og þessi
sem borgin rekur.
Fjárhagsáætlunum meirihlut-
ans hefur reyndar aldrei verið
fylgt eftir. Það er allt látið vaða á
súðum og svo gera menn fjár-
hagsáætlanir án nokkurs tillits til
fortíðarinnar. Meirihlutinn getur
almennt engar skýringar gefið á
hækkunum og lækkunum út-
gjalda milli ára“, sagði Sigurjón.
-gg
Tónlist
Stuðmenn til Kína?
Kínversk stjórnvöld hafa boðið um. rokkhljómsveit til Kínaferðar ef
hinum íslensku Stuðmönnum til Boðið mun hafa borist þeim fé- þeirþiggjaboðið.íkjölfarhinnar
þriggja vikna dvalar í ríkinu í lögum fyrir tilstilli Kínversk-ís- kunnu bresku hljómsveitar
miðið; í apríl og maí á þessu ári. lenska menningarfélagsins, og Wham.
Stuðmenn eru enn að hugsa sig yrðu Stuðmenn önnur vestræn _m
Neysluþjóðfélagið
Öilu er
nú fleygt
Sacramento — Yfirvöld í Kalif-
orníu eyddu í fyrra tæplega
hálfum miljarði króna í að
hreinsa upp rusl meðfram
þjóðvegum fylkisins.
Ruslið sem sorphreinsunar-
menn tíndu upp var af öllu mögu-
legu tagi. Þar gat að líta haus af
villisvíni, falskar tennur, pappa-
líkan af nashyrningi í líkamss-
tærð, nokkra pakka af fíkniefn-
um, djúpsprengju frá bandaríska
flotanum, hrygglengju úr nauti,
mannsfingur í heilu lagi og „ótrú-
legt úrval af eftirlíkingum af hin-
um ýmsu líffærum mannsins,
flestar úr gúmmíi“, eins og einn
embættismaður fylkisstjórnar-
innar orðaði það. —ÞH/reuter
Frjálshyggjan
Umferðarmiðstöðin seld?