Þjóðviljinn - 17.01.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.01.1986, Blaðsíða 7
Feargal Sharkey er hér meö hljómsveitinni Undertones árið 1981 aftast til hægri... og 1983, lengst til vinstri. Feargal Sharkey gerir það gott Plötualbúmið og -nærbuxurnar eru smart hjá Feargal Sharkey, enda þótt erfitt sé að auga sig í gegnum upplýsingarnar á því síðarnefnda. Feargal Sharkey á heilmikilla vinsælda að njóta í poppinu hérog reyndarvíðar. Þessi27 áragamli norðurírski piltur var, áður en hann gerðist sólóstjarna, söngvari hljóm- sveitarinnarThe Undertones, sem hann stofnaði með 4 skólafélögum sínum í Derry árið 1975. Þeirfélagar áttu þó nokkur lög á vinsældalistan- um í Bretlandi og voru vel metnir af gagnrýnendum, sem fannst þeir skemmtilega ungæðislegirog ferskir. Þeir höfðu þó rætur í hefð 7. ára- tugarins, nánar tiltekið í Bítl- unum, en áferðin á músik þeirra var í ætt við pönkrokk- arana Ramones. The Under- tones hættu samstarfi fyrir rúmum tveim árum, eða þeg- ar Feargal ákvað að reyna fyrir sér á eigin vegum. Feargal Sharkey er nokkuð sérstakur söngvari og minnir rödd hans gamla popphunda á sérstæðan fýr eins og Roger Chapman, sem söng með bresku hljómsveitinni Family, og líka ör- lítið á Rod Stewart, jafnvel Roy Orbinson. Fyrsta breiðskífa Fe- argals, sem út kom fyrir ára- mótin, hefur gengið vel í fólk og vel út úr verslunum, þannig að dengsi getur vel við unað. Hins vegar eru poppskríbentar sumir ekki eins hrifnir og telja að Fe- argal Sharkey hafi breyst frá Undertones-dögunum og skipt yfir í glansstíl til að fá notið fjár, frægðar og frama. Sjálfur segir hann: „Fyrir tveimur árum átti ég varla til hnífs og skeiðar og það var í góðu lagi. Eg er ennþá sarni náunginn. En ég vona að nú geri ég betri plötur, skrifi betri lög og stefni alltaf að því að næsta plata verði betri en sú næsta á undan. Nú þegar ég er farinn að gera plötur með meiri hugsun en áður, sem fólk vill kaupa, finnst sumurn að ég ætti að skammast mín fyrir það. Ég er ekki sammála. Mér er mikill heiður að því að hálf milj- ón manna hefur keypt sér „A good heart“. Feargal Sharkey segir að Dave Stewart í Eurythmics eigi mikinn þátt í fyrstu sólóbreiðskífu hans: „Ég hefði ekki getað gert þessa plötu án hans. Ég þarfnaðist ein- hvers sem gæti gefið mér inn- blástur, örvað mig og hjálpað mér að ná fram öllu því sem mig langaði. Við ákváðum tvennt áður en við byrjuðum: í fyrsta lagi varð þetta að vera plata söng- vara, í öðru lagi plata Feargals Sharkey, en ekki sólóplata Daves Stewart... en það er heilmikið af Dave Stewart á plötunni, dulbún- um sem Feargal Sharkey“. Og hvað finnst Feargal Shark- ey um samnefnda breiðskífu sína? „Ég var að hlusta á hana um daginn, hafði þá ekki hlustað á hana í sex vikur, og ég hringdi í Dave og sagði: Ég held að við höfum gert góða plötu... og ég meina það. „Love and hate“ er uppáhaldslagið mitt á henni. Skemmtilegast við þetta allt finnst mér að búa til gott lag... ef ég er ánægður með lag eru það næg laun, mér er sama þótt ein- hver annar syngi það meira að segja“. Þetta segir sem sagt Feargal Sharkey. Og satt segir hann að þeir félagar hafa gert góða plötu og sammála er ég honum um að „Love and hate“ sé skemmtileg- asta lagið á henni, en þeim hefur tekist ágætlega upp í sameigin- legri lagasmíð sinni í fleiri lögum. Gítarspil Daves setur skemmti- legan blæ á plötuna, villt á stutt- um köflum, en hann er fyrir minn smekk á stundum dálítið um of hrifinn af miklum útsetningum og hljóðfærafjöld. Tek ég þar sem dæmi gamla lagið „It’s all over now“ eftir Bobby Womack sem erþarna á plötu Feargals. Gamla Rolling Stones útsetningin á þessu lagi frá 7. áratugnum ber af þessari eins og gull af eir, og reyndar meðferð Stones öll. En Feargal má samt vel við una eftir vinsældir lagsins „A good heart“ og „You little thief“ virðist ætla að öðlast slíkt hið sama. t>ess skal svo getið til gamans að „A good heart“ er eftir banda- rísku stúlkuna Mariu McKee, söngkonu og gítarleikara kántrí- rokkhljómsveitarinnar ágætu Lone Justice, og jafnframt að hún hugsaði það til hijómborðs- leikara hljómsveitar Toms Petty, Benmonts Tench. Hann samdi annað lag til baka handa henni, einmitt „You little thief', þannig að þau skötuhjú eiga hönk upp í bakið á Feargal... nema hann hafi þegar borgað með athyglinni sem hann hefur beint að þeim... óbeint. A Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir ( 7) 1. Sentimental eyes - Rickshaw ( 1) 2. Hjálpum þeim - íslenska hjálparsveitin ( 3) 3. Broken wings - Mr. Mister (10) 4. Pretty young girl - Bad boys blues ( 2) 5. Say you, say me - Lionel Richie |f -) 6. Saving all my love for you - Whitney Houston ( -) 7. Great wall of China - Rikshaw ( 6) 8. Samurai - Michael Credu (-) 9.1 can’t lose my heart tonight -C.C. Curtis ( 4) 10. You are a woman -Bad boys blues Grammid (1) 1. Holidays in Europe - Kukl (3) 2. Frankenchrist - Dead Kennedys (-) 3. Easy pieces - Lloyd Cole and the Commotions (-) 4. Can your pussy eat the dog? - Cramps (-) 5. Siave to the rythm - Grace Jones (6) 6. Cut the crap - Clash (-) 7. Wishfull thinking - Propaganda (7) 8. Terminal tower - Pere Ubu (-) 9. Naii - Scrappin’ Poetus of the Wheel (-) 10. The evening visits - The Apartments Rás 2 ( 1) 1. Hjálpum þeim - íslenska hjálparsveitin ( 4) 2. Gaggó-Vest - Eiríkur Hauksson, Gunnar Þórðarson o.fl. ( 2) 3. Allur lurkum laminn - Bubbi Morthens ( 3). 4. In the heat of the night - Sandra ( 3) 5. Segðu mér satt - Stuðmenn ( 7) 6. Sentimental eyes - Rickshaw ( 9) 7. Brothers in arms - Dire Straits ( 5) 8. Fegurðardrottning - Ragnhildur Gísladóttir ( 8) 9. Saving all my love for you (15) 10. Gull -Whitney Houston — Eiríkur Hauksson, Gunnar Þórðarson o.fl. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.