Þjóðviljinn - 17.01.1986, Síða 4
LEIÐARI
Sameinumst í baráttunni
í samningsatriðum að nýjum kjarasamningi
bendir Alþýðusamband íslands á að magnað
launaskrið og gífurleg kjararýrnun þeirra sem
búa við taxtakaup hafi leitt af sér geigvænlegan
mismun ítekjum og afkomu í landinu. „Aðstæð-
ur almenns launafólks eru slíkar að þær kalla á
tafarlausa úrlausn".
í kröfugerð sinni segir ASÍ: „Alþýðusamband
íslands gengur til samningaviðræðna með ský-
lausa kröfu um aukinn kaupmátt taxtakaups,
þannig að á árinu 1986 verði endurheimtur
kaupmáttur ársins 1983. Krafan er kaupmáttur
en ekki krónutala eða prósentuhækkun launa.
Öllu skiptir að verðlagsþróun verði haldið í
skefjum, þannig að launahækkunum verði ekki
jafnharðan velt útí verðlag".
ASÍ bendir að sjálfsögðu á að stjórnvöld verði
að axla skýra ábyrgð á verðlagsþróun á árinu
og tryggja að umsaminn kaupmáttur haldist. í
tilboði sínu gerir Alþýðusambandið ráð fyrir
30% verðbólgu á þessu ári og lýsir yfir að það
sé reiðubúið til viðræðna um allar hugmyndir til
þess að ná 8% kaupmáttaraukningu. Á þessum
forsendum eru hugmyndir ASÍ settar fram um:
1) að launabreytingar miðist við að kaupmáttur
taxta skv. gildandi taxtakerfi haldist á árinu sá
sami og 1985 með kauphækkunum á borð við
10% 15. janúar, 7% 1. maí, 7% 1. ágúst og 7%
1. nóvember; 2) Fjórir lægstu launaflokkar falli
niður í áföngum; 3) Tekið verði upp nýtt launa-
kerfi m.a. með 4% mun á launaflokkum og að
byrjunarlaun verði ekki undir 20 þúsundum
króna á mánuði; 4) Á vettvangi sérsamband-
anna og félaganna verði samið m.a. um viðmið-
unarreglur vegna byggingar nýs launakerfis og
fleira.
í viðtali við Þjóðviljann í gær segir Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ að innan sambandsins
sé full samstaða um þessa útfærslu á
kaupmáttarkröfunni en framkvæmdin á upp-
stokkuninni og aðrar tilfærslur verði að ræða á
vettvangi sambandanna og verkalýðsfélag-
anna.
Ásmundur sagði í Þjóðviljaviðtalinu að
kaupmáttur kauptaxta verði trúlega 5% undir
meðaltali sl. árs ef samningar dragast fram í
febrúar. Ríkisstjórnin hefur verið getulaus og
staðið fyrir hækkunum á ýmissri vöru og þjón-
ustu, þannig að kaupmátturinn fellur mjög ört.
Þrátt fyrir viljayfirlýsingar um að standa gegn
verðbólguþróuninni hefur ríkisstjórnin knúið
verðbólguhjólið áfram af krafti, - og það þarf
bjartsýni til að ætla að verðbólgunni verði haldið
innan 30% ef svo heldur fram sem horfir Um
þessar mundir er verðbólguhraðinn yfir 40% og
ríkisstjórnin horfir aðgerðarlaus á einsog hún sé
öll í gipsi.
Það er Ijóst að viö samninga verður að búa
svo um hnútana að ríkisvaldið sé í raun ábyrgt
fyrir því að launin haldi í við verðlagsþróun. Og
það er alveg Ijóst, að til að ná fram kaupmáttar-
aukningu, með sem minnstri verðbólgu, þá
mega ekki koma til gengisfellingar sem éta upp
kauphækkanirnar. Launafólk þarf að fá samn-
ingsbundna tryggingu um að ríkisstjórnin geti
ekki leikið þennan leik nema leiðrétting laun-
anna komi strax til.
Samtök atvinnurekenda og ríkisstjórn þeirra
hafa hjálpast að við að auka fjármagnskostnað
fyrirtækja og einstaklinga á undanförnum miss-
erum án þess að æmta. Hins vegar bregður
alltaf svo við að þegar launafólk krefst leiðrétt-
inga á launum sínum, þá byrja atvinnurekendur
að væla - og ríkisfjölmiðlarnir og Mogginn taka
undir. Einsog Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ
bendir á í Þjóðviljaviðtali í gær, þá hafa engin
efnisleg viðbrögð fengist frá VSÍ. „Einu svör
atvinnurekenda er þessi hefðbundni grátkór um
að afkoma atvinnuveganna þoli ekki eitt né
neitt“.
Því verður ekki á móti mælt að kröfur ASÍ um
8% kaupmáttaraukningu og meiri leiðréttingu
lægstu launa eru mjög réttmætar. Enginn
heiðvirður maður getur verið því andvígur að
launafólk eigi rétt á 8% kaupmáttaraukningu
eftir samfellda kjaraskerðingu þriggja ára, en
frá 1982 hefur kaupmáttarrýrnun orðið 25-30%
hjá launafólki. 8% er áfangi til leiðréttingar.
Það breytir engu um það að hinn hefðbundni
grátkór atvinnurekenda og fjandsamlegs ríkis-
valds mun hefja upp raust sína einsog venja er.
Og það þarf afl fjöldans til að fylgja kröfum um
8% kaupmáttaraukningu til sigurs. Það getur
kostað átök. Allt launafólk verður að standa á
bakvið kröfur verkalýðshreyfingarinnar um
raunverulega kaupmáttartryggingu. Við þurfum
að kveða hinn hefðbundna qrátkór í kútinn.
Sameinumst um það. -óg
KUPPT OG SKORIÐ
[Vesturlandsblaðið
Akrancx
Verkalýðshreyfingin
sýni mátt sinn
Pví midur cr ég svartsýn á komandi kjarasamiþnga scgirSigrún
Clausen formaður verk akvennadeíldannnar áAk ranesi
„AiiíMtart \iU Miiýnn xð li(
iiloíia kvmi í vimtBinn/kaömiin.
fnik gvrír iír (jaA cfcki að Itík »3
f*i* i vtrki'ull. sami <ín*v< égnif lii
vlnk'A k«mí. h-g rÁii\ty,g f'íikí nð
búa mnlir («3." fUnar
Karbi«ín i«rm«tkir A erWaivðKÍi-
laxvinv ( .StykkWnVlmi í vumtidi
»10 VtMin-iaiitUWdWS.
)%«• fcomi n nm^iiMrþíxiia
VMSI i>)T vtAan /rinrunnafumi'ir
aSI ( dcteafHtr og }r,srr Viftfm
. scni t>.ir voru wifojíykktar- im
l Iwmw t»»m viH »fviniturek«rixí-.
I wr. Hanu $>:??>> iifkcmu fólV.s utn
I Jvvsai roumJir msð jxríw iueiij aS
[ efckí yrti kowtsf hifi vaiilecri
WHpintÉtjw aukniiifu, Vcrðbó!«.
*.n v*ti xögð a biiiiiu
n tiiin vjeoíruuntitunmeín. l>að
IiJiJtii eV ken uí> segia fulki annað
Nl riiiiutóíf 4 Jwdduwit þcgM
vcríA »*rn að veniu MwOxvnjar
F.innig ncfixJi h.tnn ;kí VSÍ fxJ-
«n> íítunaiJwið. „i Ji:» 4 Si>»f-
ellí»c) er }»>ð varla til oj« heJ4
cijjí við m}Sg »w þrönfciin
h<5i> vinnitni/t tölks. '
Vm<W4< komsndi kjxrnvaron-
iiign sxgíii t*inai aft tfanðíyntegr
v«rí orðíð að einfiiWit samnin^n.
Siykkishólmur
mm r ■■ ■ r ■ w
Folk bui sig
undir átök
Eínar Karhsonformadur Verkalýðsféiagsins !
íStykkishólmi: Póu maditróski ekki eftirþví, I
þá held cgaó fólk ictti að húa sig undir álok d |
vinnumarkaðnum vegna komandi
kjarasamninga
k/'mJanfmin 4i hf,(H ía '/4r stsð fiiir skiJdu (uHkomiégit. Ment
mjog fiðkm Mme.iiisaíerð «m ritiuðu ná um .,iauð Mi)k“ iií
minnar n«ðu ekki til fðiksiro
véörw þess »Ö fxííf taiá aiii »;mað
utáJ en almeniró)j}ur. i**iw
ewJur»pe(5Í»ði'.t »»v t kiarasamn-
ingunutii l'eii v.tri u mðnii svo
flðkntr ftð fðlk skiliJt JrúekJct. Sijí-
' • ^sakðist hafa haft þawi ',ið.
kjaissaniiunjtsr stands
vtwmsinðr smn i
meö. Siða» ui> s.»w':int:-.::» iokn
iiin sagðist l>0n fara á viimusiað-
ina vg re.vna að ÚiskýiÁ samwng-
a»a, en þráii fyrii {>nð ii.-eðu
Jxssu ckki siiir vcjsna J)i:ss i)»c
nemtt hvað tóík eiiú t>ð harkkx i
latinum við aö wekja slikt rottn-
•,kau>. ,.1‘að Jivkii ðiium sj.iifsíigt |
sð fvtk iarri að tirbeinö k)íit, er
itftw A nniti þykir c»)tin ísucða tí
»ð ke»fut fðlki að tíilwtnn fisk,-
sajjði Sijíttin. H«n sajtði »ð t
jWtt.s n^mskeiðuhakl ii.vðist fia^
teírti J;ún {>að mikin»
Raddir af
landsbyggðinni
í nýútkomnu blaði Alþýðu-
bandalagsins á Vesturlandi,
Vesturlandsblaðinu, eru viðtöl
við tvo verkalýðsleiðtoga, þau
Sigrúnu Clausen formann verka-
kvennadeildarinnar á Akranesi
og Einar Karlsson formann
Verkalýðsfélagsins í Stykkis-
hólmi. í dag klippum við úr þess-
um viðtölum og frásögnum Sig-
rúnar og Einars;
Sverfa til stáls
„Ef ég mætti ráða, þá myndi ég
láta sverfa til stáls og verka-
lýðshreyfingin í landinu sýndi
loks mátt sinn og megin til að ná
fram kjarabótum í komandi kjara-
samningum. Afkoma fólks er
orðin með þeim hætti að lengur
verður ekki við unað. Við verð-
um að fara að svara sífelldri
kjaraskerðingu og við náum engu
fram nema með samstöðu og bar-
áttu“, sagði Sigrún Clausen for-
maður verkakvennadeildar'
Verkalýðsfélags Akraness í sam-
tali við Vesturlandsblaðið.
Áhyggjuefni
„En þótt ástandið sé svona, þá
ber ég kvíðboga Erir komandi
kjarasamningum. Eg óttast líka
að samstaðan sé ekki nægjanlega
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Menn segja að fólk sé ekki tilbúið
til átaka. Ég held að það sé ekki
rétt. Ef forystusveitin næði að
hrista sig saman, þá óttast ég ekki
að fólkið kæmi ekki með“, sagði
Sigrún.
Ná til fólks
„Hún var spurð hvort hún
hefði ákveðnar hugmyndir um
hvernig ná eigi fram þeirri 8%
kaupmáttaraukningu sem talað
er um að ná í þessum samningum.
Hún sagði að enginn hefði enn
sem komið er bent á leiðir til að
ná þessu fram. f>að væri alveg
Ijóst að línurnar í þessum málum
væru ekki nógu skýrar. Það væri
einnig ljóst að forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar næðu
ekki til fólksins vegna þess að
þeir tala allt annað mál en al-
menningur. Þetta endurspeglað-
ist svo í kjarasamningunum. Þeir
væru orðnir svo flóknir að fólk
skildi þá ekki. Sigrún sagðist hafa
haft þann sið, þegar kjarasamn-
ingar standa yfir, að fara á vinnu-
staði sinna umbjóðenda og
skýra fyrir þeim stöðu mála og
láta fólkið fylgjast með. Síðan að
samningum loknum sagðist hún
fara á vinnustaðina og reyna að
útskýra samningana, en þrátt
fyrir það næðu þessu ekki allir
vegna þess hve flóknir samning-
arnir væru orðnir“.
Óhjákvæmileg
kaupmáttar
aukning
„Auðvitað vill engin að til
átaka komi á vinnumarkaðnum,
fólk gerir sér það ekki að leik að
fara í verkfall, samt óttast ég að
til átaka komi. Ég ráðlegg fólki
að búa sig undir það“, sagði Ein-
ar Karlsson formaður
Verkalýðsfélagsins í Stykkis-
hólmi í samtali við Vesturlands-
blaðið.
Einar benti á samþykktir þings
VMSÍ og síðan formannafundar
ASÍ í desember og þær kröfur
sem þar voru samþykktar og
bornar fram við atvinnurekend-
ur. Hann sagði afkomu fólks um
þessar mundir með þeim hætti að
ekki yrði komist hjá verulegri
kaupmáttaraukningu. Verðbólg-
an væri sögö á bilinu 35%-40%
en hún væri í raun mun meiri. Það
þýddi ekkert að segja fólki ann-
að, það finndist á buddunni þegar
verið væri að versla nauðsynjar".
Einfalda
samninga
„Varðandi komandi kjara-
samninga sagði Einar að
nauðsynlegt væri orðið að ein-
falda samninga.
Undanfarin ár hefði átt sér stað
mjög flókin samningagerð sem
fáir skildu fullkomlega. Menn
töluðu nú um „rauð strik“ til að
mæla kaupmátt. Hann sagðist
telja það koma vel til greina, en
framkvæmdin yrði að vera þann-
ig, sjálf mælingin, að hvert
mannsbarn gæti fylgst með henni
og skilið hana til fulls“.
Efla upp-
lýsingastreymi
„Að lokum sagðist hann vilja
benda á að nauðsyn bæri til að
efla upplýsingastreymi til fólksins
frá verkalýðshreyfingunni. Vinnu-
veitendur hefðu oftast verið á
undan verkalýðshreyfingunni að
koma sínum skoðunum og sjón-
armiðum á framfæri við almenn-
ing. Þessu þyrfti að snúa við, það
væri mikilvægur liður í kjarabar-
áttu verkalýðshreyfingarinnar“.
Sigurdór Sigurdórsson tók við-
tölin við þau Sigrúnu og Einar.
-óg
MOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Arni Berqmann, Össur Skarphóðinsson.
Rit8tjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör-
leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar-
dóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljó8myndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarbiöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. janúar 1986