Þjóðviljinn - 17.01.1986, Page 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsfmi: 81663.
UÚÐVIUINN
Föstudagur 17. janúar
Kanakjötið
Islensk lög ógild
íslenskstjórnvöldafsöluðusérlagaréttiyfirKeflavíkurflugvellimeð „varnarsamningnum“.
Lögin um varnir gegn gin- og klaufaveiki aðeinsfyrir íslenska lögsögu
Keflavíkurflugvöllur heyrir
ekki undir íslenska lögsögu. Þar
giida önnur lög en þau sem Al-
þingi íslendinga setur hverju
sinni. Svonefndur „varnarsamn-
ingur“ sem meirihluti Alþingis
gerði við Bandaríkjamenn um
hersetu á Keflavíkurflugvelli árið
1951 hefur lagagildi umfram
önnur lög sem þingið setur. Þetta
er álit þriggja lögfræðinga sem
kynnt var ríkisstjórninni I gær
varðandi lagalegan rétt hersins til
að flytja inn til iandsins hrátt
kjöt.
Það var sl. haust í framhaldi af
hörðum deilum þáverandi fjár-
málaráðherra og fráfarandi utan-
ríkisráðherra sem forsætisráð-
herra skipaði þrjá lögfróða menn
til að skera úr því, hvort heimilt
væri að flytja inn svonefnt „kana-
kjöt“. Þeir Gaukur Jörundsson
dósent, Arnljótur Björnsson pró-
fessor og Jóhannes L.L. Helgason
hæstaréttarlögmaður skiluðu inn
á ríkisstjórnarfund í gær viðamik-
illi álitsgerð þar sem niðurstaðan
er sú, að kjötinnflutningurinn á
hervöllinn sé löglegur, þrátt fyrir
að lög um varnir gegn gin- og
klaufaveiki frá 1928 sem banna
slíkan innflutning séu enn í fullu
gildi á íslandi. Vísaþgir félagar til
þess að lagagildi svonefnds
„varnarsamnings“ sé umfram
önnur innlend lög varðandi
Keflavíkurflugvöll. Jafnframt
vísa þeir til hefðar um þennan
kjötinnflutning. - Ig.
Vegartálmar í Smálöndum við Vesturlandsveg. í verkföllunum 1952 og 1955 hægri, næst vegartálmanum. Myndin er úr Ijósmyndasafni Jóns Bjarnasonar,
var Reykjavík nánast sett í herkví og öllum aðflutningsleiðum lokað af verkfalls- fyrrum fréttastjóra Þjóðviljans.
vörðum. Einar Gunnar Einarsson, sem tók kvikmyndina, stendur lengst til
Afmœli Dagsbrúnar
Verkfallskvikmynd frá 1955fundin
Helmingur myndarinnar illafarinn eða ónýtur. Viðgerð fyrirhuguð í Lundúnum.
Guðmundur J.: stórskemmtilegt að sjá sig svona ungan og spengilegan
Dagsbrún hefur nýlega fcngið'
til varðveislu kvikmynd sem
tekin var í verkfallinu 1955 og er
hún einstök heimild um samstöðu
verkfallsmanna og átökin sem
þetta langa verkfall einkenndist
af.
Það var Einar Gunnar Einars-
son lögfræðingur, nú látinn fyrir
nokkrum árum, sem tók myndina
á 8 mm kvikmyndavél. Hún var
upphaflega um klukkutíma löng
en á rúmum 30 árum hefur hún
látið mjög á sjá og lætur nærri að
helmingur hennar sé ónýtur eða
mjög illa farinn. Það sem heillegt
er hefur Dagsbrún nú látið flytja
yfir á myndband og ætlunin er að
reynt verði að lagfæra það sem
skemmt er í London.
Myndin sýnir m.a. fjölmennan
útifund á Lækjartorgi og stymp-
ingar manna þar, Reykjavíkur-
höfn yfirfulla af kyrrsettum
skipum, vegartálma við Hólmsá
og ryskingar sem þar urðu, verk-
fallsverði um borð í olíuskipi í
Keflavík, vörslu í Hvalfirði og
fleira og fleira. „Ég hef reynt að
lesa mér til um þetta sögufræga
verkfall og séð ljósniyndir úr
því“, sagði Þorleifur Friðriksson
sagnfræðingur, starfsmaður
Dagsbrúnar, „en það er allt ann-
að að sjá þetta á lifandi mynd.
Þetta er ómetanleg og mjög sterk
heimild.“
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar sá kvik-
mynd fiinars í fullri lengd um
hálfu ári eftir að verkfallinu lauk.
„Það er óneitanlega skemmtilegt
að sjá sig svona ungan og spengi-
legan, vippa sér upp í skip og yfir
tálma, en ég get ekki neitað því
að ég sakna stórmerkra kafla sem
nú eru horfnir af filmunni", sagði
Guðmundur. „Þarna var t.d.
kafli sem sýndi 20-30 lögreglu-
menn reyna að stjaka við 2-300
verkfallsvörðum við Hólmsá og
annar sem sýndi Kyndil sem við
tókum herskildi í 3-4 daga úti af
Garðsskaga. Allt er þetta horfið
en engu að síður er mikill fengur
að myndinni. Henni hefur nú ver-
ið bjargað frá skemmdum og
vonandi tekst að lengja hana og
bæta enn frekar".
Verkamannafélagið Dagsbrún
var stofnað 26. janúar 1906 og
hefur verið rætt um að í tilefni 80
ára afmælisins verði gerð kvik-
mynd um sögu reykvísks verka-
fólks og sögu Dagsbrúnar sem
eru samofnar. Kvikmynd Einars
Gunnars er að sögn Þorleifs
Friðrikssonar ómetanleg í því
sambandi. Til tals hefur komið að
sjónvarpið sýni hluta myndarinn-
ar í tilefni afmælisins.
- ÁI.
Helguvík
Tíminn
Níels við
stýríð
Níels Árni Lund ritstjórnar-
fulltrúi á Tímanum hefur tekið
við ritstjórn blaðsins eftir að
Helgi Pétursson ákvað skyndi-
lega að taka sér frí frá stjórn
blaðsins.
„Stjórnarmenn Tímans hafa
beðið mig um að annast ritstjórn
blaðsins meðan Helgi er í þessu
fríi og ég hef tekið að mér að sjá
um daglega ritstjórn meðan ann-
að er ekki ákveðið“, sagði Nfels í
samtali í gær. - lg.
Miss World
Brot á
lögum um
jafnrétti?
Samningur Ferðamálanefndar
Reykjavíkur við enska fyrirtækið
Miss World Ltd. var staðfestur i
borgarstjórn í gærkvöldi við hörð
mótmæli þeirra Magdalenu
Schram og Guðrúnar Jónsdóttur
fulltrúa Kvennaframboðs og eftir
að tillaga þeirra um að hætt yrði
við samninginn hafði verið felld.
Jafnframt var felld tillaga þeirra
um að vísa þessu til Jafnréttis-
nefndar Reykjavíkur.
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins greiddu þessum tillögum
atkvæði sitt sem og Gerður
Steinþórsdóttir Framsóknar-
flokki, en félagi hennar Kristján
Benediktsson lýsti sig fylgjandi
samningnum, ásamt meirihlutan-
um.
Borgin ásamt Flugleiðum,
Ferðamálaráði, FÍI, SH og Sölu-
sambandi fiskframleiðenda hefur
þá tryggt sér rétt til notkunar
nafns, titils og framkomu Hólm-
fríðar Karlsdóttur ungfrú heims í
auglýsingskyni og borga fyrir
þann rétt um 300 þúsund krónur.
Þessir aðilar nefna sig Átak og
greiða alls 38.500 sterlingspund
fyrir framkomu Hólmfríðar, nafn
og titil.
Magadalena og Guðrún létu
bóka á fundinum í gærkvöldi að
fegurðarsamkeppnir viðhaldi
þeim viðhorfum til kvenna sem
kvenfrelsiskonur hafa um árabil
beitt sér gegn. Þær telja að
Reykjavík sé vansæmd af að taka
þátt í samningi á borð við þenn-
an. Þá telja þær að samningurinn
stríði gegn 11. grein laga um
jafnrétti sem sett voru í fyrra.
Langar og snarpar umræður urðu
um málið á fundinum í gær, en
samningurinn er sem sagt veru-'
leiki. - gg.
Setur alvarlegt strik í reikninginn
Komið hefur í Ijós að strandlengjan þar sem Helguvíkurframkvœmdir standa yfir er ekki í eigu ríkisins
eins og haldið var. Ríkið átti heldur ekki alltþað land sem það seldi Keflavíkurbœ 1983
Komið hefur í Ijós við skoðun
gamalla skjala að ríkið á ekki
allt það land sem það hélt sig eiga
og Helguvíkurframkvæmdirnar
fyrir hernámsliðið á Keflavíkur-
flugvelli fara fram á. Við skoðun
þessara skjala kemur í Ijós að þeir
íandeigendur, sem seldu ríkinu
land hinna svokölluðu Innri
Leirubæja undir umsvif banda-
ríska hersins árið 1951, tóku
undan landræmu meðfram
ströndinni allt til Keflavíkur.
Munu þeir hafa gert þetta til að
halda eftir rekaréttindum og rík-
ið ekki talið sig þurfa á bjarg-
brúninni að halda.
Fyrir bragðið er hluti af Helgu-
víkurframkvæmdunum nú á landi
sem eigendur Innri Leirubæja
eiga, en einn landeigandi þar er
Golfklúbbur Suðurnesja. Þá kom
líka í ljós vegna þessa sama, að
hluti af því landi, sem ríkið seldi
Keflavíkurbæ 1983 undir væntan-
legar byggingarlóðir, var ekki í
eigu ríkisins, heldur Innri Leiru-
bæja.
I afsali fyrir því landi sem
bændurnir seldu ríkinu á sínum
tíma stendur að undanskilið sé
landsvæði utan við „græna línu á
korti“ sem fylgir afsalinu og það
er einmitt umrædd landræma
meðfram sjónum.
Nú má búast við að upphefjist
deilur um þetta mál en sam-
kvæmt því sem Þjóðviljinn fékk
uppgefið hjá lóðaskrá bæjarfóg-
etans í Keflavík virðist augljóst
að ríkið á ekki þessa umræddu
landræmu.
- S.dór.