Þjóðviljinn - 04.02.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.02.1986, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR I Vestur-Pýskaland r Asgeir í fínu langþráðum formi útisigri Lagði upp annað markið. Atli skoraði ísigri Uerdingen. Meistaraheppnin með Bremen íHamborg. Höness ílandsliðið? Frá Jóni H. Garðarssyni frétta-. manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Ásgeir Sigurvinsson lék mjög vel þegar Stuttgart vann sinn fyrsta útisigur í Fimm mánuði, 2-1 í Schalke á laugardaginn. Hann fékk 2 í einkunn í öllum blöðum og hlaut mikið hrós í útvarpi og sjónvarpi fyrir leik sinn. Hann skyggði alveg á ungu stjörnuna hjá Schalke, Olaf Thon, sem náði sér ekki á strik. Stuttgart beitti aðallega skæðum skyndisóknum og þar nutu langar sendingar Ásgeirs sín vel. Ekkert var skorað fyrr en Pasic kom Stuttgart yfir eftir ein- leik á 53.mínútu. Sex mín. síðar átti Ásgeir glæsisendingu á Skíði Walliser á toppinn Maria Walliscr frá Sviss tók um helgina forystuna í stiga- keppni kvenna í heimsbikarnum. Hún varð fjórða og önnur á tveimur brunmótum sem fram fóru í Crans-Montana í Sviss á laugardag og sunnudag og hefur nú 184 stig. Erika Hess er með 176 stig og þriðja svissneska stúlkan, Vreni Schneider, er þriðja með 170 stig. Hún varð þriðja á sunnudaginn. Það var Laurie Graham frá Kanada sem sigraði í bruninu á laugardag, Brigitte Oertli frá Sviss varð önnur og Karen Gut- ensohn frá Austurríki þriðja. Á sunnudag bar síðan Gutensohn sigur úr býtum, Walliser varð önnur og Zoe Haas frá Sviss þriðja. —VS/Reuter Seljaskóli 2. feb. Valur-ÍBK 76-77 (34—44) 12-25, 20-29, 28-36, 34-44, 45-55, 59-69, 66-71,72-72, 76-76, 76-77. Stig Vals: Torfi Magnússon 21, Sturla Örlygsson 16, Krislján Ágústs- son 11, Leifur Gústafsson 8, Jón Steingrímsson 6, Tómas Holton 4, Einar Ólafsson 3, Páll Arnar 3, Jó- hannes Magnússon 2 og Björn Zoega 2. Stig ÍBK: Hreinn Þorkelsson 20, Guöjón Skúlason 12,Sigurður Ingi- mundarson 11, Ólafur Gottskálksson 10, Ingólfur Haraldsson 10, Jón Kr. Gíslason 9, Hrannar Hólm 4 og Magn- ús Guðfinnsson 1. Dómarar: Kristbjörn Albertsson og Jóhann Dagur - sæmilegir. Maður leiksins: Torfi Magnússon, Val. Staðan i úrvalsdeildinni í körfuknattleik UMFN...........17 14 3 1463-1347 28 Haukar.........17 13 4 1441-1367 26 Valur......... 17 8 9 1349-1333 16 ÍBK............17 8 9 1330-1353 16 KR.............17 5 12 1336-1433 10 ÍR........... 17 3 14 1370-1452 6 Stigahæstir: Valurlngimundarson, UMFN...........435 PálmarSigurðsson, Haukum...........403 Birgir Mikaelsson, KR..............334 RagnarTorfason, ÍR.................318 Jón Kr. Gíslason, (BK..............299 Allgöwer sem skoraði, 0-2. Atta mínútum fyrir leikslok skoraði Kleppinger fyrir Schalke, 1-2, og það sem eftir var sótti heimaliðið látlaust — Jager markvörður Stuttgart bjargaði þá liði sínu með því að verja þrívegis á glæsi- legan hátt. Atli Eðvaldsson og Lárus Guð- mundsson léku vel þegar Uer- dingen vann Bochum 3-2. Uer- dingen lék einsog bikarmeistur- um sæmir í fyrri hálfleik og komst í 3-0. Dangen og Bommer skoruðu fyrst og síðan skallaði Atli í mark Bochum eftir horn- spyrnu Bommers. En gamla brýnið Klaus Fischer skoraði tví- vegis fyrir Bochum í upphafi seinni hálfleiks, 3-2, og Uerding- en mátti síðan teljast heppið að halda báðum stigunum. Atli lék allan leikinn á miðjunni og Lárus framá 71. mínútu í framlínu Uer- dingen. Þeir fengu á víxl 3 eða 4 í einkunnir í blöðunum. Úrslit í Bundesligunni á laugardaginn: Hannover-Bayern Munchen..........0-5 HamburgerSV-WerderBremen.........0-1 Nornberg-Dortmund................0-0 Dusseldorf-Kaiserslautern........0-0 Mannheim-Frankfurl...............0-0 Uerdingen-Bochum.................3-2 Schalke-Stuttgart................1-2 Saarbrucken-Gladbach.............1-3 Köln-Leverkusen..................2-3 Bremen vann stórleikinn í Hamborg og sótti tvö stig þangað í fyrsta sinn í 10 ár. Meistara- heppnin var svo sannarlega með liðinu og það var gamla kempan Manny Burgsmuller sem skoraði sigurmarkið með skalla á 56.mínútu, 0-1. Burdenski átti stórleik í marki Bremen og sá til þess að liðið hlyti stigin tvö. Bayern vann stórsigur í Hann- over, 5-0, og heimamenn báru þar alltof mikla virðingu fyrir meisturunum. Höness skoraði 2 mörk og menn ræða nú í alvöru hvort þessi 33 ára gamli marka- skorari eigi ekki fullt erindi í landsliðið. Rummenigge, Matt- haus og Wohlfarth sáu um hin mörkin. Mönchengiadbach varð fyrst liða í vetur til að sigrá í Saar- brucken. Mill var í hörkuformi, lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í 3-1 sigrinum. Kölri komst í 2-0 gegn Leverkusen, sem síðan svaraði þrívegis. Hinir eldfljótu Cha, Waas og Zeichel skoruðu fyrir hið unga lið Leverkusen sem án efa er fljótasta lið deildarinn- ar. Staða efstu liða: Bayern ....21 13 3 5 45-23 29 Gladbach ....21 11 7 3 48-30 29 Leverkusen... ....21 10 6 5 45-31 26 Hamburger... ....21 11 3 7 34-21 25 Uerdingen 21 9 5 7 33-47 23 Mannheim.... ....20 8 5 7 30-25 21 Stuttgart ...21 8 5 8 33-34 21 Borðtennis ísland í fjórða sætinu íslenska landsliðið í borðtennis hafnaði í fjórða sæti 3.deildar Evrópukeppninnar sem fram fór á Ermarsundseynni Guernsey á föstudag og laugardag. Island vann Mön 4-3 og San Marino 7-0 en tapaði 3-4 fyrir Möltu, 3-4 fyrir Guernsey og 1-6 fyrir Jersey. —VS Urvalsdeildin ÍR stóð í Haukum IBK alltafyfir en vann naumlega Valsmenn voru hársbreidd frá sigri yfir Keflavík á sunnudaginn. Keflvíkingar sigruðu 76-77, en boltinn fór hvað eftir annað í körfuhring Keflvíkinga á loka- sekúndunum án þess að fara ofan í. Staðan í hálfleik var 34-44 Kefl- avík í hag. Valsmenn voru hreint ótrúlega nálægt sigri þó þeir hafi aldrei komist yfir. Þeir náðu að jafna rétt undir lok leiksins, eftir að ÍBK hafði verið yfir allan leikinn. ÍBK skoraði sigurkörfuna 25 sek- úndum fyrir leikslok og sá tími nægði Valsmönnum ekki til að skora. Bestir í liði Vals voru þeir Torfi og Sturla sem börðust báðir mjög vel, Torfi aðalmaðurinn í Valsvörninni og lék á als oddi í síðari hálfleik. Þá var Kristján góður á lokamínútunum. Keflvíkingar léku mjög vel framan af og náðu góðu forskoti, en Valsmenn settu mikla pressu á þá á lokamínútunum og ekki er hægt að segja annað en að Keflvíkingar hafi haft heppnina með sér. Bestir í liði ÍBK voru þeir Hreinn, Ólafur og Jón Kr. sem léku allir mjög vel. Guðjón átti sæmilegan leik einkum þó loka- mínúturnar. Með þessum sigri eru Keflvíkingar nær öruggir með sæti í úrslitakeppninni. logi. Úrvalsdeildin Munaði hársbreidd Haukar unnuþó sinn 8. leik íröð og náðulOO stigum3ja leikinn í röð Það er ekki hægt að segja ann- að en að leikur IR og Hauka í úrvalsdeildinni hafí verið jafn og spennandi. Það réðist ekki fyrr en á iokamínútunni, hvert sigurinn færi og var ekki að sjá að annað liðið væri í fallbaráttunni. Leiknum lauk mcð sigri Hauka 96-101. Staðan í hálfleik var 50- 49 ÍR í hag. Haukar eru í banastuði um þessar mundir og kom það satt að segja nokkuð á óvart hve ÍR- ingar voru nálægt sigri. Eftir að hafa verið yfir lengst af í fyrri hálfleik, töpuðu þeir niður for- skotinu og voru nær allan síðari hálfleik undir. Þó er ekki hægt að segja annað en að ÍR liðið hafi leikið vel, þeir Ragnar, Björn og Karl léku allir mjög vel og skoruðu allir yfir 20 stig. íR-ingar eru sem fyrr í neðsta sæti en eiga enn möguleika á að halda sér uppi. Sigurinn á laugardaginn var 8. sigur Hauka í röð og þriðji leikur- inn í röð sem þeir fara yfir hundr- að stig. Liðið er í mjög góðu formi þessa dagana og hefur leik- ið mjög vel í síðustu leikjum. Bestir í liði Hauka voru þeir We- bster og Pálmar. Webster virðist vera í hreint ótrúlegri framför og þeir Henning og Ólafur verða betri með hverjum leiknum sem líður. logi. Seljaskóli 1. feb. ÍR—Haukar 96—101(50-49) 22-24, 36-36, 48-37, 50-49, 58- 53, 65-73, 83-84, 92-99, 96-101. Stig ÍR: Ragnar Torfason 24, Karl Guðlaugsson 21, Björn Steflensen 20, Jón Örn Guðmundsson 8, Vignir Hilm- arsson 8, Jóhannes Sveinsson 7, Hjörtur Oddsson 4 og Björn Leósson 4. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 31, Ivar Webster 29, Ólafur Rafnsson 17, Henning Henningsson 13, Eyþór Árnason 6, Ivar Ásgrimsson 4 og Krist- inn Kristinsson 1. Dómarar: Jóhann Dagur og Ómar Scheving - sæmilegir. Maður leiksins: Pálmar Sigurðs- son, Haukum. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. febrúar 1986 Kristján Arason varð markahæsti leikmaður Flugleiðamótsins og hér skorar hann í úrslitaleiknum gegn Pólverjum í fyrrakvöld. Bogdan Wenta, besti leikmaður mótsins, er númer 4. Mynd: E.ÓI. Ísland-Pólland Flugleiðabikarinn flaug ekki úr landi Island sigraði Pólverja með góðum endaspretti og vann alla sína leiki á mótinu Flugleiðabikarinn fór ekki úr landi — íslensku landsliðsstrákarnir sáu til þess í fyrrakvöld með því að sigra Pól- verja 22-19 í úrsiitaleiknum. Pólverj- um dugði jafntefli til sigurs á mótinu og lengi vel virtust miklar líkur á að svo yrði. En með frábærum sex mín- útna kafla gerði ísland fímm mörk í röð og náði fjögurra marka forskoti. Það reyndist Pólverjum of þungur baggi þótt þeir næðu að klóra í bakk- ann í lokin. Fyrsti sigur íslands á Pól- landi í síðustu 16 viðureignum þjóð- anna var staðreynd, og jafnframt fyrsti sigur Bogdans Kowalczycks þjálfara á heimaþjóð sinni. Fyrri hálfleikur var hnífjafn, ísland oftast þó marki yfir, en síðan náðist þriggja marka forskot, 9-6. Það hvarf á fimm mínútum, Pólland náði að jafna 9-9. „Við misstum þetta alltof fljótt niður, með of miklum hraða. Þarna áttum við að hægja á ferðinni og leika yfirvegað,“ sagði Atli Hilm- arsson eftir leikinn. Pólland komst yfir, 10-11, en Sig- urður Gunnarsson braust í gegnum pólsku vörnina og jafnaði, 11-11, nokkrum sekúndum fyrir hlé. Tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks voru íslensk en Pólland jafnaði strax og komst síðan yfir, 14-15 og 15-16. Þá kom kaflinn umræddi. Pólverjar höfðu freistað þess að koma vel út á móti íslensku skyttunum en það kom þeim í koll. Atli og Kristján Arason rifu sig innúr hægra horninu, 17-16, og í kjölfarið fylgdu hörkumörk frá Sig- urði, Atla og Páli Ólafssyni, 20-16. „Við héldum þessu með góðri ein- beitingu, létum ekki það sama henda og fyrr í leiknum,“ sagði Sigurður Gunnarsson. Pólverjar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 20-18 þegar enn lifðu 6 mínútur af leiknum, og síðan stóða 21-19 framá næst síðustu mín- útu. Þá nældi Sigurður í vítakast sem Kristján skoraði úr af öryggi, 22-19, og þar með var sigurinn í höfn. Þetta var nokkuð sveiflukenndur leikur hjá íslenska liðinu. Talsvert var um mistök á köflum, hjá báðum lið- um, enda hraðinn oft mikill. Varnar- leikurinn var mjög góður, einkum eftir því sem á leið. Einar Þorvarðar- son var lengi að ná sér á strik í markinu en varði síðan af snilld þegar mest lá við. Atli var sem fyrr óhemju virkur og það er gaman að sjá hve vel honum hefur tekist að bæta varnarleik sinn. „Samt leik ég aðra stöðu í vörninni hjá Gunzburg en með landsliðinu," sagði Atli. Sigurður var mistækur framanaf, eins og í mótinu í heild, en lék síðan stórt hlutverk. Guðmundur Guð- mundsson var kraftmikill að vanda, það er aldrei neitt hálfkák þegar hann brýst í gegn. Sóknarleikurinn gekk þokkalega, var nokkuð sveiflukenn- dur en frábær á köflum. Pólska liðið lék svipað og við var að búast. Sterkur varnarleikur og kraftmiklar skyttur, Dzuba var sér- staklega erfiður íslensku vörninni ásamt línumanninum Urbanowicz enda gerðu þeir lungann af mörkum Póllands. Þávar markvörðurinn Szuk- arski íslensku sóknarmönnunum erf- iður ljár í þúfu í fyrri hálfleik, varði þá 12 skot. „Pólverjar leika alltaf svipað- an handknattleik og þeir er mjög líkir Tékkum sem við mætum f Sviss,“ sagði Sigurður. En hversu mikilvægur er þessi sigur? „Það er alltaf gott að lenda í cfsta sæti og ég er ánægður með út- komuna. Það er Ijóst að við eigum alltaf einn slakan leik í hverri keppni, einsog gegn Bandarikjamönnum nú, en í heild hefur þetta mikið að segja fyrir liðið,“ sagði Bogdan Kowalczyck þjálfari. „Svona sigur er mikilvægur og nú er ég bjartsýnn á framhaldið hjá okkur. Við leggjum allt okkar í þetta verkefni sem framundan er og ég bíð spenntur eftir því að komast til Sviss,“ sagði Atli Hilmarsson, jafnbesti leik- maður íslenska liðsins í mótinu. „Það er ánægjulegt að uppskera þetta eftir allt erfiðið, þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur, andlega séð,“ sagði Sigurður Gunnarsson. Mörk íslands: Siguröur Gunnarsson 6(1v), Kristján Arason 6(5v), Atli Hilmarsson 4, Guð- mundur Guömundsson 3, Páll Ólafsson 2 og Bjarni Guðmundsson 1. Mörk Póllands: Dzuba 9(4v), Urbanowicz 4, Wanta 2, Skalski 1, Konitz 1, Mientus 1 og Rzew- uski 1. Austur-þýsku dómararnir skiluðu sínum hlutverkum nokkuð vel eins og í hinum tveimur leikjum fslands. Þeir dæma í Sviss, jafnvel í riðli íslands, svo koma þeirra hingað gæti reynst íslenska liðinu mikilvæg. —VS Ísland-Bandaríkin Slakur leikur íslenska liðsins Stóðum okkur illa í vörninni, sagði Þor- björn „Þetta er ástæðan fyrir því að það er svona spennandi að fylgj- ast með íslenska landsliðinu, maður veit aldrei á hverju maður á von!“ lét kunnur handknatt- leiksáhugamaður útúr sér á leik Islands og Bandarikjanna á laugardaginn. Nokkuð til í þessu, eftir flugeldasýninguna gcgn Frökkum á föstudagskvöldið áttu flestir von á því að Bandaríkja- mönnum yrði rúllað upp á svip- aðan hátt. En þess í stað var sigur íslands í naumara lagi, 27-24, og voru tilþrifin einhver þau alslök- ustu sem sést hafa hjá íslenska landsliðinu hér heima um árabil. Það tók íslenska liðið 15 mínút- ur að ná forystu en eftir að staðan varð 11-9 í hléi og 12-9 í byrjun seinni hálfleiks leit út fyrir að lá- deyðunni væri lokið. Ekki aldeil- is, Kanarnir jöfnuðu 13-13 og þó ísland kæmist í 24-20 seint í leiknum gerði það lítið til að ylja áhorfendum. Mörk Atla Hilm- arssonar urðu helst til að vekja fögnuð, svo og markvarsla Ell- erts Vigfússonar sem stóð sig vel fyrir aftan hripleka vörn. „Ég á erfítt með að átta mig á ástæðunni fyrir þessum slaka Ieik,“ sagði Þorbjörn Jensson fyr- irliði í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn. „Stemmningin fyrir lcikinn var góð en svo gerðum við tóma vitleysu. Menn virtust helst vera að spara sig fyrir Pólverja- leikinn þó ég eigi erfítt með að trúa því. Kanarnir léku reyndar góða vörn, eru mjög hreyfanlegir og hafa greinilega góðan grunn þar úr körfuboltanum. En við stóðum okkur illa í vörninni og náðum því ekki hraðaupphiaup- unum sem hefði þurft til að keyra þá í kaf,“ sagði Þorbjörn. i Mörk Islands: Atli Hilmarsson 7, Páll Ólatsson 6, Kristján Arason 6(2v), Guö- mundur Guömundsson 3, Siguröur Gunn- arsson 2, Bjarni Guðmundsson 2 og Steinar Birgisson 1. Mörk Bandarikjanna: Goli 8(1 v), Story 7(2v), Buehning 3, Schneeberger 3, Paris 2 og Oleksyk 1. —vs Páll Ólafsson skoraði 6 mörk gegn Bandaríkjamönnum á laugardaginn og hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Mynd: eik. Bogdan Wenta frá Póllandi, besti leikmaður Flugleiðamótsins. Flugleiðamótið Wenta bestur Einar varði best og Kristján skoraði mest Pólska stórskyttan Bogdan Wenta var útnefnd besti leikmaður Flug- leiðamótsins í handknattleik. Wenta (nr.4) var mjög atkvæðamikill í leikjum Pólverja og skoraði mörg glæsileg mörk. Einar Þorvarðarson var kjörinn besti markvörður mótsins. Kristján Arason var markahæsti leikmaður mótsins, skoraði 22 mörk, þaraf 11 úr vítaköstuni þar sem hann sýndi mikið öryggi. -logi Úrslit leikja á Flugleiðamótinu urðu þessi: Pólland-Bandaríkin.................25-17 Island-Frakkland...................34-25 Pólland-Frakkland..................26-20 (sland-Bandaríkin..................27-24 Frakkland-Bandaríkin...............25-23 Island-Pólland.....................22-19 Lokastaðan varð þessi: Island.................3 3 0 0 83-68 6 Pólland................3 2 0 1 70-59 4 Frakkland ............3 1 0 2 70-83 2 Bandaríkin.............3 0 0 3 64-77 0 Þriðjudagur 4. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.