Þjóðviljinn - 04.02.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.02.1986, Blaðsíða 1
Handbolti Handbolti Einar líklega í uppskurð Leikur með spelku á ökkla. Tvísýnt með Óttar, Bjarni og Þorbjörn meiddust um helgina „Það eru nokkrar líkur á að ég þurfi að gangast undir uppskurð eftir A-keppnina. Ég hef ekki náð mér nógu vel eftir meiðslin sem ég varð fyrir í upphituninni fyrir Spánarleikinn í desember og spila nú með spclku á ökklanum. Það háir mér þó lítið sem ekkert,“ sagði Einar Þorvarðarson lands- liðsmarkvörður í handknattleik í samtali við Þjóðviljann. Nokkrir landsliðsmannanna eiga við meiðsli að stríða. Verst horfir með Þorgils Óttar Mathie- sen. Krossband í hné er slitið og hann gat ekkert leikið á Flug- leiðamótinu, hoppaði um á hækj- um. „Ég ætla að láta reyna á þetta á fimmtudaginn, það er mögu- leiki á að ég geti spilað með sér- stakri spelku við hnéð,“ sagði Þorgils Óttar. Bjarni Guðmundsson meiddist á hné í leiknum við Frakka á föstudagskvöldið en telur að það jafni sig á einni viku. Þorbjörn Jensson fyrirliði varð að yfirgefa völlinn seint í leiknum við Pól- verja með svipuð meiðsli sem ættu að hverfa í tæka tíð. „Þessi meiðsli eru mínus fyrir okkur en það hefur sýnt sig að maður kemur í manns stað. Ég tel ástæðuna fyrir þessu vera þá að leikmennirnir æfa lítið að sumar- lagi. Með 4-6 vikna æfingum að sumri til yrði meiðslahættan minnkuð til muna," sagði Bog- dan Kowalczyck landsliðsþjálf- ari. —-VS Handbolti Tékkar sterkir Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýska- landi: Tékkneska landsliðið í hand- knattleik sýndi styrk sinn um helgina með því að sigra Vestur- Þjóðverja tvívegis í þremur landsleikjum hér í landi. Þeir unnu 19-17 og 26-21 en V.Þjóð- verjum tókst að vinna miðju- leikinn 17-15. Lið Vestur- Þjóðverja olli miklum vonbrigð- um í ieikjunum. Tékkar leika í riðli með Islandi í A-keppninni í Sviss einsog kunnugt er. Robson Heill fljótt Bryan Robson, fyrirliði Man Utd og enska landsliðsins i knatt- spyrnu, sagðist í gær reikna með að verða búinn að ná sér af meiðslum sínum síðar í þessum mánuði. Hann þarf nú að afplána tveggja leikja bann og segist viss um að geta leikið á ný að því loknu. Hann meiddist á ökkla í leik Man.Utd og West Ham á sunnudaginn. —VS/Reuter England Jafntefli Watford og Manchester City skildu jöfn, 0-0, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi, eftir framlengingu. Liðin þurfa því að leika í þriðja | sinn um sæti í 5. umferðinni. —VS/Reuter | Þorbjörn Jensson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik lyftir Flugleiðabikarnum, sigurlaununum í alþjóðlega mótinu sem lauk í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Nánar á bls. 10-11. Mynd: E.ÓI. B-liðið for létt með Kanana B-landslið íslands fór tiltölu- lega létt með A-Iandslið Banda- I ríkjamanna í Laugardalshöllinni Ísland-Pólland Islensk mistök af öllum tegundum Skellur gegn Pólverjum ígœrkvöldi, 16-24. Ákveðnir Pólverjar yfir frá fyrstu mínútu og hefndu tapsins frá kvöldinu áður í annað skiptið á þremur dögum datt leikur íslenska lands- liðsins niður á lægsta plan. Gegn Bandaríkjamönnum á laugardag- inn kom það ekki að sök en gegn Pólverjum í gærkvöldi þýddi lítið að sýna samskonar tilþrif. Pól- verjar komu fram hefndum fyrir tapið í úrslitaleik Flugleiðamóts- ins og unnu stórsigur, 24-16, í Laugardalshöllinni. Það sat greinilega talsverð þreyta í mörgum íslensku leik- mannanna og það var sérstaklega áberandi þegar á leið. Fjórði leikurinn á fjórum dögum — en slíkt var ekki að sjá á Pólverjun- um sem léku af krafti og ákveðni allan tímann. Úthaldið er greini- lega betra á þeim bæ. Islensku leikmennirnir gerðu sig seka um mistök af öllum tegundum, vörn- in var oft illa úti á þekju, sóknar- leikurinn var stirður og hug- myndasnauður gegn framstæðri pólsku vörninni og hraðaupph- laupin gengu illa. Markvarslan var slök nema hvað Einar Þor- varðarson átti ágætan kafla í fyrri hálfleik. Það er skemmst frá því að segj a að Pólverjar tóku forystu eftir 25 sekúndna leik og létu hana ekki af hendi eftir það. Eins marks munur af og til, t.d. 8-9 undir lok fyrri hálfleiks en staðan var 8-11 í hálfleik. ísland lagaði stöðuna í 10-11 en það voru síðustu bata- merkin. Tvö íslensk vítaköst fóru forgörðum á fyrstu 8 mínútunum og þegar það þriðja var ekki nýtt í stöðunni 11-15 var ljóst að ísland átti ekki afturkvæmt í þessum leik. Pólverjar komust í 12-18 og síðan stóð 15-20. Þá komu fjögur pólsk mörk, 15-24, og leikur ís- lenska liðsins endanlega hruninn til grunna. Steinar Birgisson átti svo lokaorðið á síðustu mínút- unni, 16-24. Það er erfitt að hrósa nokkrum manni og allir leikmenn íslenska liðsins léku undir getu. Helst var að Sigurður Gunnarsson sýndi góð tilþrif, hann var einn um að ógna verulegafyrirutan. Kristján Arason skoraði t.d. fjögur af sín- um fimm mörkum úr hraðaupph- laupum. Pólverjarnir sýndu góða bar- áttu og stórskyttan Wenta og hornamaðurinn Konitz voru ís- lensku vörninni erfiðir. Mörg marka Pólverja voru falleg og vel að þeim staðið en mörg voru líka af ódýrara taginu. En pólska liðið er ekki það sterkt að það sé lík- legt til mikiila afreka í Sviss. Mörk íslands: Kristján Arason 5, Sig- uröur Gunnarsson 3, Páll Ólafsson 3(2v), Bjarni Guömundsson 2, Atli Hilmarsson 1, Steinar Birgisson 1 og Þorbjörn Jensson 1. Mörk Póllands: Wenta 6, Konitz 6, Po- bert 4, Dzuba 3, Piechoc 3, Fiedorow 1 og Urtoanowitz 1. Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdu og voru helst til of þjóðhollir á stundum. _yg í gærkvöldi. Islenska liðið lék af ákveðni, enda verið að berjast um sæti í HM-liðinu, og sigraði 22-16. Fyrri hálfleikur var jafn en ís- land náði að komast í 12-9 fyrir hlé. Tvö fyrstu mörk seinni hálf- leiks voru íslensk og eftir það var aðeins spurning um hve sigurinn yrði stór. Mörkin gerðu Júlíus Jónasson 6(2v), Jón Árni Rúnarsson 4, Hermundur Sigmundsson 3(lv), Valdimar Grímsson 3, Egill Jó- hannesson 3, Gylfi Birgisson 2 og Sigurjón Guðmundsson 1. Auk þeirra skipuðu B-liðið þeir Ellert Vigfússon, Kristján Sigmunds- son, Snorri Leifsson, Ingólfur Steingrímsson og Stefán Steinsen. —VS Skíði Muller sigraði Svisslendingurinn Peter Muller sigraði í stórsvigi karla í heimsbikarnum Crans-Montana í Sviss í gær. Pirmin Zurbriggen, landi hans, varð annar og Mark- us Wasmaier frá V.Þýskalandi þriðji. Rok Petrovic frá Júgóslavíu sigraði í svigi í Wengen í Sviss á sunnudag. Didier Bouvet frá Frakklandi varð annar og Bojan Krizaj frá Júgóslavíu þriðji. —VS/Reuter UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON Þriftjudagur 4. febrúar 1986; ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.