Þjóðviljinn - 15.02.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.02.1986, Blaðsíða 4
LEHDARI Kjaraskerðing í góðærinu Smánartilboöiö sem atvinnurekendur og ríkisvald settu fram í vikunni hefur vakiö mikla reiöi hjá fólki. í oröi kveönu vartilboöiö upp á sjö prósent kauphækkun. í raun fól þaö hins vegar í sér kjaraskerðingu upp á fjögur prósent. Tilboð- iö var þannig ekki um hækkun, heldur lækkun, á kaupmætti. Þaö er sérstök ástæöa til aö vekja eftirtekt á því aö enginn, hvorki Morgunblaðið né Vinnu- veitendasambandiö, hefur véfengt þá niöur- stööu, aö tilboðið ylli rýrnun á kaupmætti. At- vinnurekendur virðast því gera sér fulla grein fyrir því, að þeir voru einungis aö bjóða uppá enn verri kjör. Þaö sýnir aftur, aö þeir telja stööu sína gagnvart verkalýðshreyfingunni svo sterka, aö þeir geti leyft sér þann munaö aö draga samninga á langinn meö tilboðum sem engin alvara er í. Því tilboðið var ekkert annað en storkun, tilboö um steina í staö brauös. Gegn leikaraskap af þessu tæi er til eitt svar og aðeins eitt: afl sameinaöra samtaka. Launa- fólk hefur hvorki tíma né ráö á að taka þátt í farsa einsog þeim sem Vinnuveitendasamband íslands býöur upp á, þar sem fólki sem sætt hefur verulegri kjararýrnun er boðið upp á enn meiri skerðingu. þess vegna var það hárrétt svar hjá samninganefnd ASÍ aö hvetja aðildar- félögin til aö afla sér verkfallsheimildar. Þaö er einfaldlega tímasóun fyrir verkalýöshreyfing- una aö standa í samningum upp á aö fá tilboð um minna en ekki neitt. Þaö er ekki fyrr en glittir í verkfallsvopniö aö hinir háu herrar VSÍ skilja hvaö til þeirrar friöar heyrir. Tilboöiö frá VSÍ og ríkisstjórninni var afleikur af þeirra hálfu. Þaö geröi ekkert nema æsa upp reiðina í fólki. Meö því er auðvitað enn frekar hert á verkalýðshreyfingunni aö tryggja viöun- andi samninga. Eftir þaö sem á undan er gengiö er Ijóst, aö menn ætlast til raunverulegra kjara- bóta. Menn vilja aukinn kaupmátt og kaupmátt- artryggingu. Þaö er ekki hægt aö sætta sig viö neitt annað. Á síðustu árum hefur verkalýöshreyfingunni ekki tekist aö sporna viö skerðingu á kjörum félaga sinna. Atvinnurekendur hafa séö sér hag í aö þrýsta laununum svo langt niöur aö þeir geta beitt yfirborgunum einsog þeim sýnist. Þegar svo er komiö aö yfirborganir á einu eða ööru formi eru nánast orðnar aö reglu, eins og gildir í fjölmörgum starfsgreinum í dag, þá er Ijóst að kaup og kjör fara ekki lengur eftir samn- ingum verkalýöshreyfingarinnar. Með því er verulega dregiö úr áhrifum hennar, auk þess sem Ijóst er að yfirborgunum er einnig beitt markvisst til aö draga úr samstöðu innan hópa. Veröi framhald á þessari þróun, þá mun enn frekar draga úr áhrifamætti verkalýöshreyfing- arinnar. Þaö ríöur því á miklu, að ná góöum samningum í þessari lotu. Atvinnurekendur klifa á því, að það sé ekki hægt aö auka kaupmáttinn, án þess aö verð- bólgan aukist upp úr öllu valdi. Þetta er della. Þjóöartekjur eru á uppleiö, og það ríkir góöæri í landinu. Það eru til nógir peningar til aö auka kaupmáttinn. Sem dæmi um góöæriö má nefna, aö um síðustu áramót var spáð aö þjóðarframleiðslan myndi aukast um 2 prósent á þessu ári, eð tvö þúsund miljónir. Nú er hins vegar Ijóst, aö hún mun aukast miklu meir. Þetta stafar af verö- hækkunum á útflutningsvörum okkar, fimm prósentum á freðfiski og sextán prósentum á saltfiski. Á sama tíma hríðlækkar olía í verði. Vegna þessa er Ijóst, aö þjóðarframleiðsla mun ekki bara aukast um tvö þúsund miljónir, heldur tvöfalt meira. Einungis til aö halda óbreyttum skiptahlutföllum þyrfti kaupmátturinn því að hækka um þrjú prósent. En í miöju góöærinu hafaatvinnurekendurog ríkisstjórn aðeins upp á eitt aö bjóöa: áfram- haldandi kjaraskerðingu. Á þessu stigi er því Ijóst, aö þaö þarf aö færa þessum öflum heim sanninn um aö launafólki er full alvara. Þaö verður líka gert á næstu dögum. -ÖS. ó-Áur GOQDEVENÍN' FOIKS/ MY NAMB '3 ÍNGVii WRAFN AND i'M BRÍNGÍN' YA THE MEM 4CTTI E<Si FENGÍT> MVND AF HöFUDEO!5í$iNNI MlNNi ? DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfuiltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamonn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiöslustjori: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 15. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.