Þjóðviljinn - 15.02.1986, Blaðsíða 7
Umsjón:
Mörður
Árnason
Bœkur
Afsönnum tuðið
Mál og menning af stað með kiljuklúbb, - þrjár bœkur á verði hálfrar
Mál og menning hefur
stofnaö kiljuklúbb, þarsem
bókalesurum eru boðin vildar-
kjör, þrjár bækur á tveggja
mánaöa fresti fyrir fimmhund-
ruð kall. Beitan er reyndar enn
veglegri:fimm nýjar kiljurá
hundrað kall hver, og virðist
full ástæða til að bíta á öngul-
inn.
Halldór Guðmundsson for-
lagsforsvarsmaður segir þetta
framhald af kiljusókn sem Mál og
menning hóf haustið ’84. Hér sé
verið að skapa skilyrði til að auka
kiljuútgáfuna, fpsta slíkar bækur
í sessi, og dreifa þarmeð bókaút-
gáfu jafnar á almanaksárið, „sem
þýðir að við stöndum betur að
vígi með íslenskar og erlendar
skáldsögur fyrir jólin, - eigum þá
ekki allt okkar undir desember-
duttlungum þjóðarinnar.”
- Eftir að bóksala komst á rétt-
an kjöl í hittifyrra, segir Halldór.
- er ljóst að bóka- og bók-
menntaáhugi hefur sjaldan verið
meiri og almennari, - en kjörin
hinsvegar sjaldan lakari. Við
þessu erum við að bregðast. En
svona lágt verð er ekki hægt að
bjóða nema með einhverskonar
áskrift, og þessvegna stofnum við
þennan klúbb.
- Þarna gefst aukinn möguleiki
til að gefa út nýjar þýðingar, og
endurprentanir ýmissa sígildra
verka sem nú eru orðin ófáanleg,
-en við stefnum að mikilli breidd
í þessari útgáfu, einsog fyrsti
pakkinn sýnir: þar er spennu-
saga, fyrsti hluti heimsbók-
Jónas Guðvarðsson opnar í dag sýningu í Listasafni ASI við Grensásveg
54 verk, lágmyndir og skúlptúra úr tré með gler- og málmívafi. Þetta er áttunda
einkasýning Jónasar. Flest verkin eru unnin á síðustu þremur árum. Sýningin
hefst í dag kl. 14 og stendur til 2. mars; opin 14-22 um helgar, 16-20 virka.
menntaverks, skemmtibók ... er bjartsýnn, með klúbbnum er
Þetta verð stendur hinsvegar ekki bókaverðið lækkað um þrjá
undir útgáfu nýrra íslenskra fjórðu.
skáldverka.
- Þessi klúbbur er fyrst og
fremst fyrir fólk sem kaupir
bækur handa sjálfu sér að lesa, og
sá hópur vex og vex, einsog
kaupin á erlendum kiljum sýna
best. Við ætlum okkur að afsanna
það sem hér hefur sífellt
tuðað um, að það sé ekki grund-
völlur fyrir kiljuútgáfu á íslandi,
og ég vona að menn taki þátt í
þessu með okkur. Til þess þurf-
um við mörg þúsund félaga,
minnst um fimmþúsund, - en ég
Halldór Guðmundsson með fyrsta kiljupakkann í höndunum. Mynd: E.
Menningarstefna
Ádrepa SAM ýtti við þingmönnum
Sverrir: regla að alþingi brjóti lög um fé til menningarstarfs. Guðrún: tvennt arðbœrt ó íslandi, - fiskur og menning
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra sagðist
hafa þurft að leita lengi og vel í
stjórnarsáttmála núverandi
ríkisstjórnar þar til hann hnaut
um orðið menntun, - í auka-
setningu aftan við utanríkis-
mál. Sagði ráðherraómaks-
ins vert að setja á umræðu á
alþingi um menningarstefnu
og móta hana í samvinnu við
áhugamenn þar um í stað
þess að vera að f ramkvæma
ímyndaða menningarstefnu
við afgreiðslu fjárlaga hverju
sinni.
Þetta kom frant á alþingi sl.
þriðjudag í tilefni af fyrirspurn
frá þeim Helga Seljan og Guð-
rúnu Helgadóttur um hvort
ráðherrann hygðist beita sér fyrir
vinnu að ákveðinni stefnumörk-
un í menningarmálum í samráði
við helstu áhugaðaila. Helgi Selj-
an sagði tilefni af tvennum toga.
Annars vegar hefðu þau Guðrún
fyrir nokkrum árum lagt fram á
alþingi tillögu um stefnumörkun í
menningarmálum „í því skyni að
jafnt atvinnu- sem áhuga-
mennska í þessum efnum hafi við
ákveðnari viðmiðun að styðjast
af hálfu ríkisvaldsins" og til að
kanna „hvernig best megi auka
stuðning hins opinbera við ís-
lenska menningarstarfsemi með
beinum fjárframlögum, niður-
fellingu ýmissa tolla og skatta og
með öðrum örvandi áhrifum.“
Helgi sagði hitt tilefnið ádrepu
Sigurðar A. Magmissonar rithöf-
undar á síðasta degi liðins árs
þegar hann tók á móti styrk sín-
um úr Rithöfundarsjóði ríkisút-
varpsins. „Þetta var ádrepa sem
eftir var tekið“, sagði Helgi.
„Þessi ádrepa um stefnuleysi í
menningarmálum ýtti einnig við
okkur tillögumönnum og því
sjálfsagt að spyrja menntamála-
ráðherra hér og nú.“
Sverrir Hermannsson sagðist
ekki vera fyrsti menntamálaráð-
herrann sem ekki stýrði eftir mót-
aðri og marktækri menningar-
stefnu, því þannig hefði áreiðan-
lega einnig verið háttað um for-
vera sína. Sverrir sagðist fagna
frekari umræðum urn þetta mál á
alþingi. Til þeirra væri hann
reiðubúinn og eins að vinna að
mótun stefnumörkunar í samráði
við áhugamenn þar um.
„Ég er reiðubúinn til að leggja
fram krafta ráðuneytisins þar
sem hlýtur að vera að finna ýmsar
þær upplýsingar og gögn sem að
gagni mættu koma“, sagði Sverr-
ir. „Og ég hef mikinn áhuga á að
heyra meira um hugmyndir
manna með hvaða hætti við ýtt-
um úr vör að þessu leyti.“ Oft
hefði verið sagt að best færi á því
að hið opinbera léti menninguna í
friði en alþingi gæti t.a.m. við af-
greiðslu fjárlaga haft úrslitaáhrif
á hvernig málum yndi fram.
Hann sagði að lokum að það væri
að verða fremur regla en undan-
tekning að alþingi bryti lög sem
það setti um fjáröflun til menn-
ingarstarfsemi. Sem dæmi tók
hann Rithöfundasjóð sem aðeins
fengi5% afþvísem lögsegjafyrir
um af bóksölu: 7,5 miljónir króna
í stað 150 miljóna.
Fiskur og menning
Guðrún Helgadótfir benti á að
alþingi hefði þó ýmislegt vel gert í
þessum efnurn og minnti á Þýð-
ingarsjóð, Listskreytingasjóð og
Kvikmyndasjóð sem var stórlega
Guðrún Helgadóttir: ekki miðstýring.
bættur í tíð fyrrverandi ríkis-
stjórnar. „Þetta er allt gott og
blessað“, sagði Guðrún, „en enn
er mikið óunnið og ég held að
sjaldan hafi verið sótt eins að ís-
lenskri menningu og nú“. Guð-
rún sagði aðeins tvennt arðbært á
íslandi: „fiskurinn í sjónum og
menningin. Annað hefur aldrei
verið arðbært á íslandi og það er
ekki tilviljun að það er ekki hægt
að gera við íslenska þjóð hvað
sem stórveldum sýnist. Við kunn-
um að lesa og skrifa og gerum það
harla vel“. Guðrún sagði
nauðsynlegt að efna til málþings
um íslenska menningu, framtíð
hennar og mótun, ekki miðstýr-
ingu menningar, enda hefði
aldrei verið nein þörf á því.
Fyrsta skilyrðið væri að einhver
mætti vera að því að sinna menn-
ingu og fræðslu í stað þess að
eyða öllum sínum tíma í brauð-
strit til að geta skrimt.
Sverrir Hermannsson: vil heyra hug-
myndir.
Helgi Seljan þakkaði ráðherra
svörin og benti m.a. á að ná-
grannaþjóðir okkar hefðu ekki
að ófyrirsynju markað ákveðna
rammastefnu í menningarmálum
og reynt að fylgja henni eftir.
Helgi vitnaði til orða Helgu
Hjörvar, skólastjóra Leiklistar-
skólans um að með stefnumörk-
un væri líklegt að fjármunir sem
til þessara verkefna væri varið
myndu nýtast miklu betur en nú
er, miðað við það handahóf sem
ráðherra hefði réttilega bent á að
gilti um fjárveitingar í þessum
efnum. Hann vitnaði einnig til
orða Njarðar P. Njarðvík í
greinargerð með þingsályktunar-
tillögu AB: „Islensk menning má
ekki verða minningin ein, hún
þarf að vera síung og til þess að
svo megi verða þarf að hlúa vel að
henni."
lngvar Gíslason fyrrverandi
menntamálaráðherra tók undir
með Sverri um að ansi mikil
brögð væru að því, þegar stjórn-
arsáttmálar væru samdir að
hvergi væri minnst á menning-
armál og sennilega hefði það hent
núverandi stjórn eins og ýmsar
aðrar á undan henni. Hins vegar
þýddi það ekki að á íslandi væri
engin menningarstefna til. í
áranna rás hefði að vissu leyti
verið mörkuð menningarstefna.
„En vafalaust er rétt að það er
nokkuð óljóst við hvað er miðað
þegar slík stefna er framkvæmd",
sagði Ingvar, „ogæskilegt að geta
sett eins konar ramma um hvern-
ig við verjum fé úr almannasjóð-
um til uppbyggingar menning-
armálum.“
Nýju þingskaparlögin setja
umræðum um fyrirspurnir mjög
þröngar tímaskorður og sam-
kvæmt ströngustu reglum mega
aðeins fyrirspyrjandi og ráðherra
tala. Af umræðunum og athygli
þeirra þingmanna sem í salnum
voru, mátti hins vegar marka að
mikill áhugi er á frekari umræð-
um um þessi mál og sagðist Helgi
Seljan reiðubúinn til að endur-
flytja tillögu þeirra Guðrúnar urn
mótun menningarstefnu til að svo
mætti verða. - ÁI.
Laugardagur 15. febrúar 1986 , ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7