Þjóðviljinn - 26.02.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Síða 3
FRETTIR Húsnœðishugmyndirnar Framhald vinnuþrælkunar Ögmundur Jónasson talsmaður húsnœðishópsins: Þvímiður sýnist méraðfólk verði áfram að búa við hlutskipti vinnuþrœlkunar. Leiðréttingarfrestastenn. Viðbótarfjármagnið einsogskuturinní Hafskip Eg hugsa fyrst og fremst um það hvort fólk sem hefur þurft að vinna tvöfaldan og þrefaldan vinnudag á umliðnum árum, þurfi áfram að búa við hlutskipti vinnuþrælkunar. Og því miður sýnist mér á þessum samkomu- lagsdrögum að þar verði ekki breyting á, sagði Ógmundur Jón- asson talsmaður húsnæðishóps- ins í samtali við Þjóðviljann í gær um hugmyndir ASÍ/VSÍ um hús- næðismálin. - Menn verða að átta sig á því, að það er alltaf verið að tala um sama fjármagnið. Hér er talað um 500 miljónir í viðbótarlán, en ég vek athygli á því að 200 miljón- ir af þessum 500 eru þegar komn- ar útí húsnæðislánakerfið og er búið að margauglýsa. - Þá vek ég athygli á því, að í júnímánuði í fyrra var ákveðið að veita miljarði króna til viðbótar í húsnæðiskerfið á því ári og árinu í ár. Það viðbótarfjármagn er ekk- ert komið í húsnæðiskerfið til við- bótar. Þannig að ef litið er á þessa upphæð, 300 miljónir þá er hún í fyrsta lagi ekki hærri en svona einsog skuturinn á Hafskips- gjaldþrotinu og í öðru lagi minni ég á yfirlýsingar Þorsteins Páls- sonar eftir húsnæðisákvarðanirn- ar á alþingi í fyrravor að þá myndu 300 miljónir fara í „beinar björgunaraðgerðir" í fyrra. Eru það þessra miljónir sem ganga aftur í þessu samkomulagi? - Þess utan fara þessar miljónir ekki til endurgreiðslu á því sem húsnæðiskaupendur hafa ofborg- að á umliðnum árum, heldur er verið að gefa þessu fólki kost á að taka viðbótarlán, bæta við skuldabyrðina. Þeir voru búnir að lofa þessu fyrir löngu. - Menn hafa ekki orðið við kröfum húsnæðishreyfingarinnar um afturvirkni, að lánabyrðinni, sem allir viðurkenna að hafi verið óréttlát, verði létt af fólkinu. Leiðréttingin frestast enn. - A hinn bóginn sýnist mér á þessunt drögum, bæði varðandi skattamál og aukið fjármagn til húsnæðiskerfisins í framtíðinni, að skilningur fari vaxandi á því að núverandi húsnæðiskerfi sé hrun- ið; það geti ekki gengið svona lengur. Og maður þakkar fyrir hvert skref. - Ég vek athygli á því að hús- næðishreyfingin ályktaði á 1000 manna fundi í Háskólabíói fyrir rúmri viku, að kaupmáttur launanna yrði að vera það hár, að venjulegt fólk gæti staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum af húsnæðiskaupum. Þann mæli- kvarða munum við nota á allan „pakkann", þegar og ef hann kemur fram, sagði Ógmundur Jónasson talsmaður húsnæðis- hópsins. - óg. Þessir knáu kappar voru í frímínútum í Fossvogsskóla, og riðluðust upp um allar rólur. „Okkar skóli er bestur. Hann er æði" sögðu þeir og heimtuðu að blað verkalýðsins birti af þeim mynd. Guðjón Birgir Ftúnarsson er kominn upp á rólustaurana, en Ómar Daði Kristjánsson er á hjólbarðanum og glottir við tönn eins og Skarphéðinn í brennunni forðum. Þeir eru báðir níu ára og eru í hópi 11 í skólanum. Mynd: E.OI. Lúðueldi Luðumar dafna Jón Þórðarson hjá íslandslaxi: Mesti vandinn að kenna þeim að borða breyttfœði því þcer fá ekki lengur lifandifœðu Útvarpið DV-maður víttur Eiríkur Jónsson, Eir á DV, verður víttur af Þorgeiri Ast- valdssyni forstöðumanni á Rás 2, fyrir að misnota sér aðstöðu sína sem dagskrárgerðarmaður. Forsaga málsins er sú að Eir var sendur af DV austur á Eski- fjörð til að skrifa æsifréttir um komu þriggja breskra stúlkna til landsins með íslenskum togara. Á Eskifirði ræddi Eir meðal ann- ars við móður yngsta áhafnar- meðlimsins. Líkaði henni illa framkonta blaðamannsins og skrifaði lesendabréf sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Eir er með þátt ásamt Katrínu Baldursdóttur og kallast hann Dæmalaus veröld. í útsendingu sl. sunnudag notaði Eir tækifærið og svaraði lesendabréfinu. Elfa Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Hljóðvarps- ins, fundaði um þetta ntál í gær með Þorgeiri Ástvaldssyni. Sagði hún við Þjóðviljann að Eir hefði með þessu þverbrotið meginregl- ur sem gilda á rás tvö, með því að svara lesendabréfum í þessum miðli. Þarna hefði hann misnotað sér aðstöðu sína sem þáttargerð- armaður, og sagði hún að for- stöðumenn útvarpsins vonuðust til að slíkt endurtæki sig ekki. Mun Þorgeir hafa sagt þetta ófyr- irgefanlegt og mun hann ræða við Eir í framhaldi af þessu. Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri, sagði við Þjóðvilj- ann, að með þessu misnotaði Eir sér gróflega aðstöðu sína. Hann gæti svarað lesendabréfum, þar sem kvartað væri undan honum við störf sín hjá DV, annaðhvort í DV, eða þá í sama blaði og les- endabréfið birtist, en ekki í þátt- um sem hann sæi um að gera fyrir útvarpið. " _ Sáf Leiöretting í Sunnudagsblaði Þjóðviljans birt- ist viðtal við Ævar Kjartansson um útvarpsmál. Þar slæddist inn sá mis- skilningur blaðamanns að það hefði verið fyrir tilverknað Ævars og Helga Guðmundssonar að í reglugerð um útvarp var sett inn ákvæði um að leyfi til útvarpsrekstrar skuli bundið því skilyrði að Ieyfishafar semji við eigendur höfundarréttar að því efni sem þeir hyggjast útvarpa. Þetta ákvæði var í drögum að reglugerðinni sem lögð voru fyrir útvarpsréttar- nefnd. Hins vegar vildu þeir Ævar og Helgi hafa þetta ákvæði á meira áber- andi stað í reglugerðinni. Ævar leiðrétti þennan misskilning við yfir- lestur en fyrir mistök í prentsmiðju rataði sú leiðrétting aldrei inn í viðtal- ið. Á því biðst Þjóðviljinn velvirðing- ar. —ÞH Tilraun sú til lúðuddis, sem ís- landslax er að gera með styrk Rannsóknarráðs ríkisins virðist ætla að heppnast vel. Að sögn Jóns Þórðarsonar hjá Íslandslaxi eru lúðurnar farnar að borða það fæði sem þeim er gefið, en það var talið að myndi verða einn aðal- vandinn. Hætta cr á að fiskurinn hafni fæðunni eftir að það er ekki lengur lifandi fæða sem hann fær. Lúðurnar sem veiddar voru til þessarar tilraunar voru frá hálfu og uppí þrjú kíló og voru þær sett- ar í eldisker um miðjan deseni- ber. Það er fyrst nú að þær eru farnar að taka við þeirri fæðu sem hent er til þeirra. Jón benti á að þetta væri allt á tilraunarstigi og því ósköp lítið hægt að segja um hvað verður í þessu sambandi. Ef lúðueldið tekst og af því verður í stórum stíl, þá miða menn við að ala lúð- urnar upp í þá stærð sem vinsæl- ust er á markaðnum hverju sinni. Dænri eru um að lúður hafi verið aldar uppí allt að 30 kg. þyngd. Mikill markaður er fyrir lúðu og verð mjög gott að sögn þeirra sem best vita og þykir þetta því hinn álitlegasti kostur ef vel tekst til með þessa frumtilraun. Alþingi Húsnæðis- málin ekki til umræðu Fyrirhuguð utandagskrárumrœða í gær stöðvuð. Málshefjandi vísará forseta sameinaðs þings. Fóru auglýsingar Sigtúnshópsins í taugar Sjálfstœðismanna? Ekkert varð úr utandagskrár- umræðu um húsnæðismáiin á al- þingi í gær eins og búist hafði ver- ið við. Gunnar G. Schram sem hafði óskað eftir umræðunni í framhaldi af Háskólabíósfundin- um vísaði á forseta þegar hann var spurður hvað hefði valdið en sagði sjálfur myndi koma með málið á dagskrá þingsins með fyr- irspurn innan tíðar. Á mánudag mun Þorvaldur Garðar Kristjánsson hafa gefið Gunnari vilyrði fyrir stuttri utan- dagskrárumræðu og höfðu þing- menn búið sig undir hana, svo og áhugahópur uni húsnæðismál sem hvatti menn til að koma á þingpalla í útvarpsauglýsingum á mánudagskvöld. Mönnum bar ekki saman um það í gær hvort auglýsingar Sigtúnshópsins hefðu orðið til þess að Þorvaldur Garð- ar hætti við að leyfa umræðuna eða hvort þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins greip í taumana. Ljóst er hins vegar að það er Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra sem verður í sviðsljósinu þegar Gunnar ber fram fyrirspurn sína því ráðherra hefur tvöfalt lengri tíma en fyrirspyrjandi og aðrir mega ekki taka til máls nema til að gera örstuttar athugasemdir. - ÁI. - S.dór. Samningarnir Nýtt launakerfi í haust ASÍog atvinnurekendur sammála um að vinna að nýju launakerfisemfœrir kauptaxta nœr greiddu kaupi Eitt af þeim atriðum sem samn- ingar Alþýðusambandsins og atvinnurekenda stranda á, er hvernig bæta skuli laun þeirra, sem ekki hafa notið launaskriðs. Alþýðusambandið hefur sett það á oddinn að þessir hópar fái 8% kaupmáttaraukningu á árinu en atvinnurekendur hafa ekki verið til viðræðu um það. Þó hægt miði um úrlausn í því efni hafa deiluaðilar þó orðið sammála um ákveðnar tillögur um endurskoðun launakerfisins. Samkvæmt þessum tillögum á að vinna áð því á árinu að færa kauptaxta nær greiddu kaupi og auka hlut fastra launa í heildar- tekjunum. Þá er jafnframt talað um að leiðrétta hlut þeirra, sem hafa borið minnst úr býtum vegna launaskriðsins á undan- förnum árum. Deiluaðilar eru sammála um að fela Kjararannsóknarnefnd að vinna að nauðsynlegum rann- sóknum í samvinnu við sérsam- bönd og félög launafólks, með það markmið í huga að taka upp nýtt launakerfi. Á rannsóknin að ná til flestra starfshópa af báðum kynjum og í sem flestum starfs- greinum unt allt land. Skal henni lokið fyrir 1. ágúst. Stefnt er að því að endurskoð- uninni á launakerfinu ljúki í haust og nýtt launakerfi taki gildi 1. október. Til að auðvelda Kjara- rannsóknarnefnd starfið er farið fram á að Alþingi leggi fram frumvarp um upplýsingaskyldu fyrirtækja og stofnana til nefnd- arinnar. Jafnframt ætlar VSÍ og VMSS að beita sér fyrir að þeirra félagsmenn fullnægi skilaskyld- unni til Kjararannsókn- arnefndar. - Sáf ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.