Þjóðviljinn - 04.03.1986, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR
Ísland-Danmörk
Von á jöfnun leik
5.-6. sœti enn
Cora Barker fyrirliði KR hendir bikarinn á lofti. (mynd: EÓI)
Karfa - konur
KR meistari
Þótt aðeins tveimur umferðum
sé ólokið í milliriðlum hér í Sviss
og ísland sé í neðsta sæti í sínum
riðli er enn fyrir hendi möguleiki
á að leika um fimmta sætið í
keppninni og komast beint á OI-
ympíuleikana í Suður-Kóreu
1988. Sigrar gegn Danmörku í
kvöld og gegn Svíþjóð á
fimmtudag mundu líklega færa
íslenska liðinu þriðja sætið í riðl-
inum og hugsanlega annað sætið,
þótt það sé öllu draumkenndara.
Það eru allir möguleikar fyrir
hendi hjá okkur. Við verðum að
vinna Dani og Svía en það verður
mjög erfitt. Flestir leikir í keppn-
Tólf sigrar
Danir - gamlir og góðir
fjendur
íslendingar léku annan hand-
knattleikslandsleik sinn við Dani,
í Kaupmannahöfn í febrúar 1950.
Þá var Bogdan Kowalczyk fjög-
urra ára og enginn núverandi
landsliðsmanna fæddur, - enda
tapaðist leikurinn 6-20.
Síðan höfum við háð marga
eftirminnilega orrustuna við
danskinn, og aldrei er sigurinn
sætari en gegn þessum ágætu
fjandvinum okkar. Fyrsti sigur-
inn var allra sætastur, 15-10 í
Höllinni í apríl 1968, en alls höf-
um við unnið Dani 12 sinnum,
gert við þá 4 jafntefli - og tapað
29 sinnum. Heildarstaðan í
mörkum er 812-899.
Síðast lék landsliðið gegn
Dönum nú í desember og janúar.
Fyrst var jafntefli 20-20 í Laugar-
dalshöll, síðan kom sigur á Akra-
nesi 24-20, þá tap í Höllinni 17-
21, og loks sigur í Árósum 20-17.
ekki útilokað
inni hafa endað með eins marks
mun, nú er þetta spurning um
hvort íslenska liðið hefur nægi-
legan kraft í þá leiki sem eftir eru,
sagði Bogdan Kowalczyk lands-
liðsþj álfari um horfur íslenska
liðsins.
Sjálfstraustið er komið, við
höfum enga minnimáttarkennd
lengur gegn Skandinavíuþjóðun-
um. Það yrði gott að fá þrjú stig
úr leikjunum við Dani og Svía,
sagði Bjarni Guðmundsson.
Er þrek íslenska liðsins á þrot-
um eftir hina erfiðu leiki sem að
baki eru? Við þurfum að halda
einbeitninni í lagi seinni hluta
keppninnar, og það gæti orðið
erfitt, þreytandi hóteldvöl og lítið
ferðafrelsi dregur úr henni. En
líkamlega erum við í lagi, við höf-
um nógan kraft, og þarsem Bog-
dan hefur mikið látið sömu leik-
mennina spila eigum við óþreytta
leikmenn fyrir utan sem gætu
nýst vel í þeim leikjum sem eftir
eru, sagði Kristján Arason.
ísland Ieikur við Danmörku í
kvöld í Luzern og hefst leikurinn
klukkan 18 að íslenskum tíma.
Danir eru svipaðir og við, mögu-
leikar liðanna eru jafnir, segir
Kristján Arason. Undanfarin
misseri hefur ísland náð undir-
tökunum í landsleikjum við
Dani, og sálfræðilega séð gæti
það vegið þungt í kvöld. Mikið
byggist á því að íslensku vörninni
takist að halda dönsku horna-
mönnunum í skefjum, sérstak-
lega Mikael Fenger sem hefur
farið á kostum í keppninni og
skoraði til dæmis ellefu mörk
gegn Kóreumönnum á sunnudag-
inn. Það er líka markmið út af
fyrir sig að verða fyrir ofan Dan-
ina þegar upp er staðið, og í því
einvígi er leikurinn í kvöld nánast
úrslitaleikur. VS/Sviss.
í leikhléi hjá Val og Haukum á
sunnudaginn var KR-stelpunum
afhentur íslandsmeistarabikar
kvenna í körfu. Þær unnu alla
sína leiki nema þann fyrsta og eru
vel að sigrinum komnar. Síðasti
leikurinn I deildinni var um helg-
ina, UMFN tapaði heima fyrir
ÍR, 33-39, og er lokastaðan þessi:
KR............ 12 11 1 513-389 22
IS............ 12 8 4 423-365 16
|BK........... 12 6 6 530-503 12
Haukar........ 12 6 6 485-457 12
IR............ 12 6 6 453-451 12
UMFN.......... 12 5 7 417-423 10
|A............ 12 0 12 115-348 0
(ÍA gaf alla ieiki sína í síðari
umferð.)
Sviss
Rifrildi hjá félagi Guðmundar
Baden, lið Guðmundar Þor-
björnssonar í 1. deild svissnesku
knattspyrnunnar, á við alvarleg
innanhússvandamál að etja.
Forseti félagsins stendur í deilum
við þjáifara iiðsins, og
svissneskur blaðamaður segir að
ástandið geti haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir framtíð Baden.
„Það versta er að flestir leik-
mannanna hafa tekið mikinn þátt
í þessum deilum. Þetta var í
gangi, sennilega í hámarki, þegar
ég kom til liðsins í vetur, án þess
að ég vissi af því“, sagði Guð-
mundur í spjalli við Þjóðviljann.
„Staðan er óljós, maður veit ekk-
ert hvað er framundan.“
Svissneski blaðamaðurinn telur
aðeins þrjá leikmenn liðsins hlut-
lausa í málinu, og Guðmundur er
einn þeirra.
Baden er neðst í deildinni eftir
fyrri umferð, með 4 stig, sem öll
fengust eftir að Guðmundur
kom. Liðið var í sókn síðustu
leikina fyrir vetrarfrí, og það gef-
ur því von, þótt útlitið sé slæmt.
Paul Wolfishberg, fjallaði um
Baden í sunnudagsblaði Blick.
„Ég er ekki sáttur við skrif hans,
þeir leikmenn sem hann segir að
mesta framtíð eigi fyrir sér eru
einmitt þeir sem félagið þyrfti
helst að losna við“, sagði Guð-
mundur.
Guðmundur samdi við Baden
til vors. „Þeir vildu tveggja ára
samning en það kom ekki til
greina. Ég get enn ekki sagt um
hvað ég geri, það byggist á gengi
okkar í seinni umferðinni", sagði
Guðmundur.
Vetur konungur ræður ríkjum
hér í Sviss þessa dagana. Einn
svissnesku blaðamannanna sagði
að nú væri fínt að vera á skautum
og skíðum, - en fótbolti væri úti-
lokaður. „Það verður tæplega
leikið hér á næstunni“ sagði Sig-
urður Grétarsson leikmaður Luz-
ern, en hann og Ómar Torfason
félagi hans hjá Luzern hafa ekki
látið sig vanta á leiki íslands í
heimsmeistarakeppninni í hand-
knattleik. VS/Sviss.
Handbolti - konur
19 marka sigur
Handbolti - 3. deild
ÍA fatast flugið
ÍBK nánast meistari. Fylkir sœkir á
Valur fór létt með Haukana
Akurnesingar eiga á hættu að
missa af 2. deildarsæti á loka-
sprettinum í 3. deild í handbolt-
anum, jafntefli nú um helgina
meðan önnur topplið unnu sína
leiki.
Skagamenn gerðu jafntefli við
Hveragerði 21-21, Fylkir vann
Týrara frekar óvænt í Éyjum, 21-
20, og sækja hraustlega á bratt-
ann, og eftir þann leik og sigur
Keflvíkinga yfir ÍH, 34-21, er
ekki nema fjarlægur fræðilegur
möguleiki að eitthvert annað lið
en ÍBK standi uppi sem 3.
deildarmeistari. Ögramenn eru
aðdáunarverðir, hafa enn ekki
unnið leik í deildinni en spila
samt hvað af tekur, töpuðu nú
um helgina fyrir Reyni í Sand-
gerði, 34-20. Selfoss vann Njarð-
víkinga 23-15.
Staðan að loknum helgarleikj-
unum:
(BK...........23 20 0 3 615-436 40
Týr...........21 17 0 4 556-402 34
Reynir........23 13 5 5 559-501 31
ÍA............22 13 4 5 556-460 30
ÞórA..........21 13 3 5 485-411 29
Fylkir........21 13 1 7 477-411 27
Selfoss.......22 10 4 8 468-454 24
Hveragerði....22 8 2 12 522-586 18
Völsungur.....21 8 1 12 505-519 17
UMFN..........22 7 3 12 529-539 17
lH...........21 5 0 16 470-586 10
Skallagrímur... 22 3 1 18 435-571 7
Ögri.........23 0 0 23 344-655 0
Næstu leikir eru annað kvöld:
ÍA-Selfoss, Skallagrímur-ÍH,
Fylkir-Hveragerði. -m
Tveir leikir voru í fyrstu deild
kvenna nú um helgina. Valur
lagði Hauka léttilega, 34-15, og
meistarar Fram unnu KR 27-22.
Valur lagði Hauka að velli með
hvorki fleiri né færri en 34 mörk-
um gegn 15. Leikurinn var nokk-
uð jafn í fyrri hálfleik en í þeim
síðari kafsigldu Valsstúlkurnar
Haukana og áttu Hafnfirðingarn-
ir ekkert svar við leik þeirra,
Haukastúlkurnar náðu aðeins að
skora 4 mörk í seinni hálfleik og
þarf ekki að fjölyrða meira um
þennan leik, svo miklir voru yfir-
burðir Valsstúlknanna; tölurnar
tala sínu máli.
Mörk Vals: Guðrún 10, Katrín 5, Kristín
4, Erna 4, Steinunn 3, Þórey 2, Ásta 2,
Harpa 2, Magnea 1, Helga 1.
Mörk Hauka: Elva 5, Björk 3, Ragnhild-
ur 3, Linda 2, Steinunn 1, Björk 1.
Fram vann KR með fimm
mörkum, 27-22, og var þar ekki
um neinn stórleik að ræða. Fram
hafði yfir í hléi 15-11. Eftir tíu
mínútur náðu KR-stúlkurnar að
jafna, 16-16, en meistararnir
höfðu betur á lokasprettinum.
Guðríður Guðjónsdóttir var sem fyrr
lang-markahæst Framara og skoraði 10
mörk, Jóhanna Halldórsdóttir kom næst
með 4 mörk.
Sigurbjörg Sigþórsdóttir KR skoraði 9
mörk og Elsa 5.
Staðan í 1. deild kvenna eftir
leiki helgarinnar og sigur Stjörn
unnar yfir FH í síðustu viku, 23-
14 (11-9):
Fram......... 11 11 0 0 262-184 22
Stjarnan..... 11 7 2 2 261-213 16
FH........... 11 7 0 4 196-187 14
Valur........ 11 4 2 5 229-213 10
Víkingur..... 11 3 2 6 209-217 8
KR........... 11 2 2 7 214-249 6
Haukar....... 12 0 2 10 177-275 2
Síðustu leikir í deildinni eru
Stjarnan-Fram á laugardaginn,
KR-Valur og Víkingur-FH næsta
mánudag.
-MHM
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN -Þriðjudagur 4. mars 1986
Sviss/sunnudag
Kóreu
skellt
Naumur sigur
heimsmeistaraefn-
anna
Danir fundu svarið við
Kóreustílnum í Aarau á sunnu-
daginn. Þeir leiddu 18-17 í hálf-
leik og sigruðu 31-27, og horna-
menn Dana skoruðu 19 mark-
anna, Fenger 11 og Nielsen 8. Þeir
fengu þá fyrir skipun að reyna
sem mest uppá eigin spýtur og
það nýttu þeir sér svo sannarlega.
Dönsku vörninni tókst síðan að
halda Kang nokkuð í skefjum,
hann skoraði „aðeins“ sjö mörk í
leiknum, og sama gerðu félagar
hans Choi og Lee.
Rúmenar eru heillum horfn-
ir og máttu þola fimm marka tap
gegn Svíum, 25-20. Rúmenía
komst í 11-7 en Svíar jöfnuðu 11-
11 fyrir hlé. Fjögur mörk í röð
seint í leiknum færðu seigu liði
Svía fjögurra marka forystu og
þarmeð var sigurinn í höfn. Rúm-
enar sakna greinilega mjög hins
slasaða Stinga, og hafa nú fyrir-
gert möguleika sínum á
heimsmeistaratitlinum. Voinea
skoraði 11 marka þeirra, Björn
Jilsen gerði sjö marka Svía.
Austurþjóðverjar fóru létt
með gestgjafann, Sviss, í riðli I.
Þeir komust í 8-2 og 16-6 og
heimamenn áttu aldrei mögu-
leika. Hinn snjalli Ingolf Wiegert
lék mjög vel og gerði fimm mörk,
sem og Winselmann, Delhees
skoraði fimm marka Svisslend-
inga.
Júgóslövum er af flestum
spáð sigri í keppninni en sigur
þeirra á Spánverjum var merki-
lega naumur, 18-17. Spánn gerði
tvö síðustu mörk leiksins og fékk
boltann í lokin. Dæmt var auka-
kast og Spánverjar settu upp þá
frumlegu leikfléttu að gefið var
inná línuna á markvörðinn Zun-
iga. Hann náði þó ekki að komast
í gott skotfæri og þarmeð var
leiknum lokið. Cvetkovic gerði
sex mörk fyrir Júgóslava en Se-
rano átta fyrir Spánverja.
Sovétmenn virtust ætla að
tapa enn einum leiknum þegar
þeir mættu Vestúr-Þjóðverjum í
Zúrich. Vesturþjóðverjarnir
komust í 12-8 og leiddu 19-17
þegar aðeins 8 mínútur voru eftir.
Þá gerðu Sovétmenn sér lítið fyrir
og skoruðu sex mörk í röð -
Wunderlich átti síðan lokaorðið
fyrir vesturþýska, úrslit 23-20 og
þungu fargi létt af þeim sovésku.
Gagin skoraði 5 mörk fyrir Sovét,
en Wunderlich, sem hefur leikið
mjög vel hér í Sviss, gerði sjö
marka Vesturþjóðverja.
VS/Sviss.
Skíðaganga
Matthías
fljótastur
Um helgina hélt Skíðafélag Reykja-
víkur Reykjavíkurmót í skíðaboð-
göngu, 3X10 km, í þungu færi fyrir
neðan Borgarskálann í Bláfjöllum.
A-sveit SR vann á 2.04,17, en í
henni voru Einar Matthíasson, Matt-
hías Sveinsson og Ingólfur Jónsson.
B-sveit SR varð önnur, á 2.15,27. í
henni voru Guðni og Eiríkur Stefáns-
synir og Kristján Snorrason. Ekki
tóku fleiri þátt í keppninni. Sveit
öldunga gekk 5 km. á 1.11,37, og
voru í henni Sveinn Kristinsson,
Pálmi Guðmundsson og Tryggvi
Halldórsson.
Besta brautartíma náði Matthías
Sveinsson.