Þjóðviljinn - 09.03.1986, Blaðsíða 12
Franskir stúdentar mótmaela áformum stjórnarinnar um að hætta stuðningi við kaþólska skóla árið 1983.
Stjórnarstefna Mitterran
Þótt allir séu sammála um
að sosíalistar muni „tapa“ í
þingkosningunum í Frakk-
landi 16. mars að því leyti
að þeirfái ekki meirihluta-
enda var aldrei nein von til
þess að „kraftaverkið" frá
1981 gætiendurtekiðsig-
eru þeir nú á mikilli uppleið
samkvæmt skoðanakönn-
unum. Þeta eru í rauninni
mikil umskipti: það var
lengi talið fullvíst að þeir
myndu bíða hið versta af-
hroð í kosningunum og
stjórnarandstaðan fá yfir-
gnæfandi meirihluta, en nú
hafa þeir vonir um að vera
áfram stærsti stjórnmála-
flokkur landsins og koma í
veg fyriryfirburðasigur
stjórnarandstöðunnar,
þannig að Mitterrand for-
seti hafi frjálsar hendur að
kosningunum loknum.
Þessi umskipti viröast stafa af
því að viðhorf manna til stjórnar
sósíalista síðasta kjörtímabil hafa
breyst á heldur óvæntan hátt.
Lengi vel dæmdu menn sósíalista
eftir kosningaloforðunum 1981 -
og þeim vonum sem þá voru við
þau bundnar - og síðan fram-
kvæmd þessara sömu loforða og
stjórnarstefnunni sem fylgdi
valdatöku þeirra. Á þessari reislu
varð ekki hjá því komist að sósí-
alistar (og kommúnistar líka)
væru harla léttvægir fundnir og
þeir væru fordæmdir án nokkurs
áfrýjunarréttar. „Það sem þeir
hafa gert er nákvæmlega þver-
öfugt við það sem þeir sögðust
ætla að gera,“ heyrðust vinstri
menn gjarnan segja, og því var
oft bætt við, að sósíalistarfylgdu í
rauninni svipaðri stjórnarstefnu
og Raymond Barre hafði gert á
sínurn stjórnarárum í forsetatíð
Giscard d’Estaing, - en það var
hörð fordæming, þar sem Barre
var á þessum tíma óvinsælasti
stjórnmálamaður landsins. Af-
leiðingin var sú, að fjölmargir
vinstri menn misstu áhuga á
stjórnmálum og létu oft í það
skína að í næstu kosningum
myndu þeir sitja hjá.
Annar mœlikvarði
En á síðustu mánuðum er eins
og menn hafi allt í einu farið að
dæma stjórn sósíalista eftir öðr-
um mælikvarða og líti ekki lengur
á kosningaloforðin og efndir
þeirra heldur á það sem Mitter-
rand forseti og stjórn hans hafa í
raun og veru gert, og telji að það
sé miklu jákvæðara en menn hafi
hingað til haldið. Þetta óvænta
endurmat virðist byggjast á þeirri
skoðun, að viö þær aðstæður sem
ríkt hafa í allmörg ár, hafi stefnu-
skrá vinstri flokkanna 1981 ekki
verið framkvæmanleg nema að
litlu leyti, og þegar það hafi kom-
ið í ljós hafi Mitterrand forseti
gert af rniklu hugrekki það sem
nauðsynlegt var og leitt Frakka
inn á réttar brautir. Búið sé að
framkvæma fjölmargt, sem var
óhjákvæmilegt en fyrri valdhafar
höfðu ekki þorað eða haft bol-
magn til að gera, og því sé fram-
tíðin nú bjartari en hún hafi lengi
verið.
Að sjálfsögðu er ólíklegt að
væntanlegir kjósendur sósíalista
leggi málin yfirleitt svona skýrt
niður fyrir sér, - sennilega líta
þeir fyrst og fremst á einstök at-
riði eins og bætta efnahagsstöðu,
frjálsar útvarpsstöðvar o.þ.h. En
þetta endurmat á hlutverki Mitt-
errands forseta er útfært mjög ít-
arlega í gagnmerkri bók að nafni
„Ár Mitterrands", sem kom út í
byrjun febrúar og er eftir Serge
July, ritstjóra hins áhrifaríka
vinstri sinnaða dagblaðs „Libér-
Um nauðsyn þess að gera mistök og draga af þeim réttar
ályktanir. Einar Már Jónsson ritar aðra grein
ítilefni kosninganna ÍFrakklandi um nœstu helgi
Francois Mitterrand forseti Frakklands -— var ósmeykur við að slátra ymsum hefðbundnum stefnumálum vinstrimanna
ef þau gengu ekki upp í praxís.
ation". Er ekki úr vegi að staldra
nokkuð við kenningar ritstjórans
á þessum tímamótum í
stjórnmálaþróun Frakklands.
Réttar skyssur
Serge July skilgreinir Mitter-
rand þannig að hann sé „forseti
níunda áratugarins", en bætir því
þó við um leið, að ef Mitterrand
hefði sjálfur getað valið hefði
hann þó sennilega fremur kosið
að verða forseti skömmu eftir
1970: hann stefndi að því að taka
við á eftir de Gaulle og verða
forseti í auðugu og sósíaldemókr-
atísku Frakklandi, en uppreisnin
í maí 1968 gerði strik í reikning-
inn og svo dó Pompidou forseti of
snemma. Ekki er þó víst að
Mitterrand hafi tapað á skiptun-
um, því að Serge July telur að
hann hafi borið úr býtum
„óvenjulegan áratug”: á stjórn-
artímum hans hafi örlög Frakk-
lands ráðist um langt skeið. Hlut-
verk hans hafi verið að losa
Frakka úr klafa alls kyns „forn-
eskju“, aðlaga efnahags- og
stjórnmálalífið að þeirri tækni-
byltingu sem nú stendur yfir, og
stuðla að því að Frakkar dragist
ekki aftur úr þróuninni. Með
„forneskju“ á Serge July við úr-
eltan iðnað, gamaldags efnahags-
kerfi og staðnað stjórnmálalíf,
sem mótaðist af því að hægri arm-
urinn gat ekki framkvæmt
nauðsynlegar breytingar og
vinstri amurinn var lamaður bæði
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1986