Þjóðviljinn - 12.03.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1986, Blaðsíða 1
ASI - 70 ára VIÐHORF ÍÞRÓTTIR Óryrkjar Davíð sagði ósatt Málsvörn Davíðs stenst ekki. Ellilífeyrisþegi, leigjandi borgarinnar: Rangthjá Davíð að rafmagn sé innifalið í leigu. Rafmagnsveitan staðfestir ósannindi Davíðs Sjálfsbjargarviðleitni Það er alrangt hjá Davíð Odds- syni borgarstjóra, þegar hann heldur því blákalt fram að raf- magn sé innifalið í leigunni sem við borgum, sagði einn þeirra ör- yrkja sem leigja húsnæði við Síðumúla af borginni. En Þjóð- viljinn hefur undanfarið birt fregnir af því að húsaleiga öryrkj- anna hafi hækkað um 67 prósent, meðan lífeyrir þeirra hækkaði aðeins um flmm prósent. I svar- grein frá Davíð Oddssyni borgar- stjóra í Þjóðviljanum í gær hélt hann því fram sér til málsvarnar, að rafmagn væri innifalið í leigunni. Þjóðviljinn fékk í gær staðfest hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur að þeir 18 ellilífeyrisþegar og ör- yrkjar sem leigja af borginni við Síðumúla borga sjálflr rafmagns- kostnað úr eigin vasa, milliliða- laust. Borgarstjóri fer samkvæmt þessu með rangt mál í greininrtf sem hann birti í Þjóðviljanum í gær, „eða hann veit alls ekki hvað hann er að tala um“, sagði við- mælandi Þjóðviljans í gær. Það kom fram í samtali Þjóð- viljans við einn íbúanna í gær, að um síðustu mánaðamót greiddi hann 5 þúsund krónur í leigu fyrir þennan mánuð, en ekki 4.200 eins og borgarstjórinn heldur fram í grein sinni. Að auki greiðir þessi viðmælandi blaðsins raf- magn. Leiguhækkunin milli mán- aða nemur 67%. Eftir að gagnrýni Þjóðviljans og fulltrúa minnihlutans í félagsmálaráði kom fram, ákvað félagsmálaráð að hnekkja fyrri ákvörðun borg- aryfirvalda - þannig að hækkunin yrði 40%, - og því ætti Fél- agsmálastofnun að endurgreiða leigjendunum við Síðumúla um 800 krónur. Það hefur enn ekki verið gert. Tekjur viðmælanda Þjóðvilj- ans voru í febrúar 18.495 krónur og hækkuðu um alls 647 krónur um mánaðamótin. Leiguhækk- unin nam hins veear 1820 krón- um. -gg Barneignir og fangelsi Pescara - ítölsk kona sem hef- ur verið dæmd i tíu mánaða fangelsi er orðin ófrísk í 14. sinn, til að komast hjá því að fara í fangelsi. Hin 42 ára gamla Elisa Spinelli hefur eignast eitt barn á ári síðan 1975. Ástæðan fyrir þessari frjó- semi Elísu er sú að fyrir 11 árum stal hún einum kjúklingi. Hún fékk dóm fyrir þennan þjófnað en samkvæmt ítölskum lögum er ekki hægt að senda ófrískar kon- ur í fangelsi fyrir minni háttar af- brot. í fyrradag ætlaði lögreglan að fara með hana í fangelsi fyrir hinn 11 ára gamla kjúklinga- þjófnað en þá hafði Elísa læknis- vottorð um að hún væri orðin óf- rísk á ný, í 14. sinn. IH/Reuter Þeir voru kátir strákarnir sem voru að landa aflanum í Reykjavíkurhöfn í gærdag. Mynd E.ÓIason. Vetrarvertíð Enn mokveiöi á Breiðafirði Mjög gotthjá bátumfrá Hornafirði. Sœmilegt ogferbatnandi í Vestmannaeyjum. Gœftaleysi í Grindavík og Sandgerði Það var æði misjafnt hljóðið í mönnum í verstöðvum víða um land í gær. A Snæfellsnesi er enn landburður af flski úr Breiðaflrði og virðist ekkert lát á. Þar eru líka góðar gæftir. Aftur á móti var hljóðið þungt í mönnum í Sandgerði og Grindavík. Þar hefur verið gæftalcysi það sem af er marsmánuði, afli sæmilegur hjá stærri bátum, en frekar dræmt hjá þeim sem sækja á Pjóðleikhúsið Leikstjómarhneyksli? Stjórnendur Ríkarðs ekki taldir vandanum vaxnir |% unglamaleg, hugmyndasnauð wr og klaufaleg, segir leikdómari Þjóðviljans, Sverrir Hólmarsson, í blaðinu í dag um uppsetningu enska leikstjórans John Burgess á Shakespeare-verkinu um Ríkarð þriðja sem frumsýnt var á laugar- dagskvöld. Hann hrósar leikurum fyrir frammistöðu sína en spyr „í fyllstu alvöru hvernig standi á því að fengnir séu útlendingar sem augljóslega eru ekki starfinu vaxnir“ til sýningarinnar. „Hvers eiga leikarar Þjóðleikhússins að gjalda? Og hvers vegna eru okkar ágætu listamenn á sviðum leikstjórnar, leikmyndagerðar, búningagerðar, lýsingar- og tón- listar sniðgengnir? ... það sem hér lurut/ ru/ruw/iu// l v ia-. hefur gerst verður að teljast frá- leitt og vítavert", segir Sverrir í lok dóms síns. Þjóðviljinn varð fyrir frumsýn- inguna var við nokkra óánægju í leikarahópi yfir gangi æfinga. Gísli Alfreðsson sagði þá við blaðið að þar væri „ekkert alvar-' Iegt“ á ferð, „aðeins smá tauga- veiklun, einsogoft vill verðafyrir frumsýningu". Hann sagðist ekki hafa heyrt neinar óánægjuraddir um leikstjórann, enda væri hann fær sem slíkur og hefði skilað hlutverki sínu vel. -m/S.dór Sjá síðu 7 grunnslóð. f Vestmannaeyjum bar þeim Einar Guðmundssyni hjá Fisk- iðjunni og Torfa Haraldssyni hjá Vinnslustöðinni, saman um að það sem af er mætti kallast meðal vertíð, en ekkert meira, en þeir sögðu báðir að afli væri greinilega að glæðast, meiri þorskur kom- inn í aflann en verið hefur í vetur. Á Höfn í Hornafirði hefur ver- ið glimrandi vertíð og er enn. Þar hafa líka verið góðar gæftir. Má sem dæmi nefna að á mánudag lönduðu 14 bátar 240 lestum af fiski. Annars hefur afli það sem af er vertíð verið mjög jafn hjá Hornafjarðarbátum, þetta 10-20 lestir eftir nóttina. í Vestmannaeyjum er Suðurey VE komin með mestan afla, 590 tonn, en Suðurey var aflahæsti báturinn á landinu á síðustu ver- tíð. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.