Þjóðviljinn - 15.04.1986, Blaðsíða 1
Handbolti
Stjaman í
Evrópukeppni
Mœtir Víkingi í úrslitaleik bikarkeppninnar
Stjarnan varö íslandsmeistari í 3. flokki karla í handknattleik, sigraði Selfoss í
sögulegum úrslitaleik. Á mynd E.ÓI. lyftir Bjarni Benediktsson fyrirliöi Garða-
bæjarliösins bikarnum. Sjá bls. 10-11.
Stjarnan leikur í Evrópu-
keppni í fyrsta skipti næsta vetur.
Garðabæjarliðið verður fulltrúi
íslands í Evrópukeppni bikar-
hafa, það varð ljóst í gærkvöldi
eftir að það hafði burstað Ár-
mann 22-11 í Höllinni og Víking-
ur sigrað FH 23-21 í Hafnarfirði í
undanúrslitum bikarkeppninnar.
Víkingur og Stjarnan leika til úr-
slita um bikarinn en Víkingar
hafa þegar tryggt sér sæti í Evr-
ópukeppni meistaraliða.
Stjarnan var drjúga stund að
hrista Armann af sér í gærkvöldi.
Eftir 14 mín. stóð 2-2 en á 30.
mín. var staðan hinsvegar orðin
9-2. í hálfleik 9-3, Ármann lagaði
England
Francis
í hópinn
Trevor Francis var í gær kall-
aður á ný í enska landsliðshópinn
í knattspyrnu. Hann leikur með
Sampdoria á Ítalíu en hefur misst
mikið úr í vetur vegna meiðsla.
Hann er í 21-manns hópi sem
Bobby Robson hefur valið fyrir
leik gegn Skotum á Wembley í
næstu viku. Hann fær þarna tæk-
ifæri til að tryggja sig í HM-liðið.
—VS/Reuter
V.Þýskaland
Uerdingen
hótar
málsókn!
Bayer Uerdingen, félag Lárus-
ar Guðmundssonar og Atla Eð-
valdssonar, íhugar málsókn á
hendur vestur-þýska knattspyrn-
usambandinu!
Uerdingen er komið í undan-
úrslit Evrópukeppni bikarhafa og
á inni nokkra frestaða leiki í
Bundesligunni. Knattspymusam-
bandið fyrirskipaði að öllum
leikjum liðisins yrði að vera lokið
þann 26. apríl sem þýðir að það
verður að leika 5 leiki síðustu 9
dagana.
Forseti félagsins sagði í gær að
þetta álag kynni að kosta félagið
sæti í UEFA-bikarnum næsta
vetur og þar með yrði það hugs-
anlega af tekjum sem næmu einni
miljón marka. Einmitt þá~ upp-
hæð hyggst félagið krefja sam-
bandið um. Neitun sambandsins
er byggð á því að frá og með 26.
apríl hefjist lokaundirbúningur
landsliðsins fyrir heimsmeistar-
akeppnina.
—VS/Reuter
stöðuna í 12-8 en Stjarnan breytti
því í 19-9 og loks 22-11.
Stjörnuliðið var jafnt, hinn
efnilegi Einar Einarsson vakti
einna mesta athygli. Guðmundur
Friðriksson varði mark Ármanns
af snilld og kom í veg fyrir enn
stærra tap. Haukur Haraldsson
er athyglisverður leikmaður en
að öðru leyti virðist Ármann eiga
erfiðan 1. deildarvetur fyrir
höndum næsta keppnistímabil.
Mörk Stjörnunnar: Hermundur 5, Einar
4, Magnús 4, Hannes 3, Sigurjón 3, Haf-
steinn 2 og Stefán 1.
Mörk Ármanns: Haukur 4, Einar E. 3,
Bragi 2, Friðrik 1 og Einar N. 1.
Lokatölurnar í Hafnarfirði, 23-
21 fyrir Víking, gefa ekki alveg
rétta mynd af leiknum því FH
gerði þrjú síðustu mörkin.
Leikurinn var jafn framanaf en
Víkingar gerðu síðustu 3 mörk
fyrri hálfleiks, 10-7 í hléi. Þeir
héldu forystunni, komust í 18-14
og síðan 23-18 og sigur þeirra var
ekki í hættu seinni hlutann.
Þeir Páll Björgvinsson, Guð-
mundur Guðmundsson og
Steinar Birgisson voru bestir í liði
Evrópukeppnin í körfuknatt-
leik, C-riðill, hefst í Laugardals-
höllinni í kvöld. Það eru Skotland
og Portúgal sem leika fyrsta
lcikinn. kl. 19.15, en kl. 21. hefst
leikur Islands og Irlands.
ísland hefur orðið í 4. sæti C-
riðils síðustu tvö árin en hafnaði í
2. sæti 1981 og var þá hársbreidd
frá því að vinna sér sæti í B-riðii.
Víkings og Kristján Sigmundsson
átti góðan leik í markinu. Hjá FH
bar mest á þeirri Guðjóni Árna-
syni, Óskari Ármannssyni og
Héðni Gilssyni, þótt sá síð-
astnefndi léki aðeins seinni hálf-
leikinn.
Mörk Vikings: Páll 10(5v), Steinar 5,
Guðmundur G. 4, Karl 2, Hilmar 1 og Guð-
mundur A. 1.
Mörk FH: Héðinn 5, Guðjón 4, Óskar
4(2v), Gunnar 3, Stefán 2, Pétur 1 og Val-
garður 1.
—VS/Logi
England
QPR vann
Staða Leicester í fallbaráttu 1.
deildar ensku knattspyrnunnar
versnaði í gærkvöldi við 1-4 tap á
heimavelli gegn QPR. Úrslitin eru
ekki í stöðunni á bls. 12.1 4. deild
skildu Halifax og Torquay jöfn,
0-0.
—VS/Reuter
Möguleikarnir ættu að vera góðir
á að ná langt á heimavelli,
Skotar, írar og Portúgalir eru
þjóðir sem íslenska liðið á að geta
sigrað, en hið öfluga lið Norð-
manna verður erfiðasti andstæð-
ingurinn. Leikið verður við Skota
annað kvöld, Portúgali á
fimmtudag og Norðmenn á laug-
ardag. _VS
Matthías Matthíasson, hávaxn-
asti leikmaður íslands, verður án efa
mikið í sviðsljósinu í keppninni.
Svíþjóð
Tobbi
upp með
Saab
Saab, undir stjórn Þorbergs
Aðalsteinssonar, tryggði sér um
hclgina sæti í All-svcnskan,
sænsku úrvalsdcildinni í hand-
knattleik, eftir tíu ára fjarveru.
Saab vann Frölunda 22-19 í
lokaumferð úrslitakeppninnar
sem var æsispennandi. Saab stóð
uppi sem sigurvegari, hlaut 7 stig,
og Frölunda og Cliff, sem fengu 6
stig hvort, leika einnig í All-
svenskan næsta vetur. H-43 fékk
einnig 6 stig en situr eftir með sárt
ennið á lakari markatölu. Save-
hof fékk 5 stig en Viking ekkert.
Þorbergur skoraði 2 mörk í
leiknum en hann var tekinn úr
umferð allan tímann. Árangur
hans er stórkostlegur, hann tók
við Saab skömmu fyrir áramót og
þá hófst nær óslitin sigurganga
liðsins sem náði hámarki nú um
helgina.
—'VS
England
Lineker
kjörinn
Gary Lineker, markakóngur-
inn frá Everton, var í gær út-
nefndur Knattspyrnuinaður árs-
ins af enskum knattspyrnufrétta-
mönnum. Hann hcfur skorað 33
mörk í vetur, 24 þeirra í 1. deild,
og hlaut hann rúm 80 prósent at-
kvæða. Annar varð Peter Shilt-
on, markvörður Southampton og
enska landsliðsins.
—VS/Rcuter
Vestur-Þýskaland
Fjögur falast
eftir Asgeiri
Frá Jóni H.Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi
Fjögur af þekktustu knattspyrnuliðum Vestur-Þýskalands
hafa að undanförnu gefið til kynna að þau hafi mikinn áhuga á
að fá Ásgeir Sigurvinsson til liðs við sig fyrir næsta keppnistíma-
bil.
Bayern Munchen hefur látið í veðri vaka að Ásgeir sé efstur á
óskalistanum til að taka við af Sören Lerby sem fer til franska
liðsins Monaco í vor. Ásgeir lék cinn vetur með Bayern fyrir
nokkrum árum og hefur lýst því yfir að þangað fari hann ekki
aftur. Borussia Mönchengladbach, Köln og Bayer Leverkusen
hafa öll sýnt Ásgeiri mikinn áhuga. Hann á eftir eitt ár af
samningi sínum við Stuttgart og líklcgast má telja að hann leiki
þar í a.m.k. einn vetur í viðbót.
Þá má geta þess að Anderlecht í Belgíu og Marseilles í Frakk-
landi sækja nú bæði stíft að ná í varnarmanninn frábæra hjá
Bayer Uerdingen, Mathias Herget.
EM/körfubolti
ísland-írland
Leikið í Höllinni í kvöld
UMSJÓN: VlÐIR SIGURÐSSON
Þriðjudagur 15. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9