Þjóðviljinn - 22.04.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.04.1986, Blaðsíða 1
Pétur Guðmundsson skoraði 7 stig þegar Los Angeles Lakers unnu sinn annan stórsigur á San Antonio Spurs, 122-94, í 16-Iiða úrslitum bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattlcik á laugardagskvöldið. Lakers þurfa nú aðeins að sigra Spurs einu sinni í viðbót til að komast á fram, og eiga til þess þrjá leiki. Boston Celtics, Houston Rockets, Atlanta Hawks, Dallas Mavericks og Milwaukee Bucks eru einnig komin með 2-0 forystu í sínum einvígjum en annars staðar er staðan 1-1 eða 1-0. —VS/Reuteq NBA-deildin Annar stórsigur Asgeir hafnaði gylliboði Kölnar Frá Jóni H.Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Asgeir Sigurvinsson hafnaði um hclgina góðu tilboði frá Köln um að leika með liðinu í Bundesligunni í knattspyrnu næsta vetur. Það er nokkuð öruggt að hann leikur áfram með Stuttgart og eins og hann hefur leikið undanfarið má liðið ekki fyrir nokkra muni sjá á bak honum. Schalke ætlar sér stóra hluti næsta vetur og er í þann veginn að kaupa landsliðsmennina Hannes og Mill frá Mönchengladbach og Wegmann, framherja frá Dortmund. Jan Svensson, Svíi sem hefur verið besti leikmaður Frankfurt sl. tvö ár, er á förum heim til Svíþjóðar, þrátt fyrir að félagið bjóði honum gull og græna skóga fyrir að vera áfram. Ástæðan er sú að mengunin í Frankfurt hefur slæm áhrif á dóttur hans sem verður að breyta um umhverfi. Frank Lippmann, austur-þýski flóttamaðurinn sem varð eftir þegar Dynamo Dresden lék gegn Bayer Uérdingen í Evrópu- keppninni fyrr í vor, hefur gengið til liðs við Nurnberg. Hann má ekki leika fyrr en eftir eitt ár, samkvæmt reglum um Aust- ur-Evrópubúa sem flýja vestur. Stefan Kunz hjá Bochum, markahæsti leikmaður Bundeslig- unnar, hefur fengið freistandi tilboð um að leika með Sören Lerby og félögum í Monaco næsta vetur. NM/pilta Þriðja sæti í Danmörku England Þrenna frá Martin miðverði West Ham vann 8-1 og er í3. sæti ísland hafnaði í 3. saeti á Norð- urlandamóti pilta í handknattleik sem lauk í Danmörku á sunnu- daginn. Liðið vann þrjá leiki en tapaði tveimur. Fyrst tapaði ísland 19-27 gegn Svíþjóð, sem vann yfirburðasigur í keppninni. Þá kom tap gegn Noregi, 23-25, eftir að íslensku piltarnir höfðu verið yfir rétt fyrir leikslok. Síðan unnust sigrar á Grænlendingum, 44-17, Dönum 21-17 og Færeyingum, 29-19. West Ham þeyttist uppí 3. sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar með risasigri, 8-1, á Newcastle á Upton Park í gærkvöldi. Með þessum úrslitum á Lundúnaliðið enn möguleika á að hreppa meistaratitilinn, er 7 stigum á eftir Liverpool og Everton en á 1-2 leiki til góða. Sóknardúettinn McAvennie/ Cottee, sem hefur gert bróður- part marka West Ham í vetur, hafði ótrúlega hljótt um sig, McAvennie skoraði eitt mark, það sjöunda í röðinni, en Cottee ekkert. Landsliðsmiðvörðurinn sterki, Alvin Martin, gerði hins- vegar sína fyrstu þrennu fyrir fé- lagið og félagar hans í vörninni, Neil Orr og Ray Stewart, skoruðu líka. Paul Goddard, McAvennie og Glenn Roeder, fyrirliði Newcastle með sjálfs- mark, sáu um hin. Staðan var 4-0 í hálfleik og þá varð Martin Thomas markvörður Newcastle að hætta vegrja meiðsla. Chris Hedworht, tengi- liður fór þá í markið en hann meiddist eftir 20 mínútur og Pet- er Beardsley lék milli stanganna það sem eftir var. Billy White- hurst skoraði mark Newcastle, minnkaði þá muninn í 5-1. Watford og Nottingham Forest skildu jöfn, 1-1, á Vicarage Road. Þessi úrslit hafa verið færð innt' stöðuna á bls. 12. —VS/Reuter Taumlaus glefti íslensku landsliðsþjálfaranna, Gunnar Þorvarðarson og Einar Bollason fagna óvæntum sigri íslands í C-riðlinum í körfuknattleik. Nánar í opnu. Mynd: E.ÓI. Knattspyrna Enn jafnt Breiðablik gerði sitt þriðja jafntefli í jafnmörgum leikjum í Litlu bikarkeppninni á laugar- daginn. Það var gegn 1A og úrslit 1-1. Keflvíkingar sigruðu Hauka 3-0. ÍA hefur 3 stig, ÍBK 3, Breiðablik 3, FH 1 og Haukar ekkert stig. Blikar hafa leikið 3 leiki, hin 2 nema FH aðeins einn leik. —VS Knattspyrna Ekkert mark Wales og Uruguay gerðu markalaust jafntefli í vináttu- landsleik sem fram fór í Wrex- ham í gærkvöldi. Leikurinn var jafn en lítið um markverð færi. —VS/Reuter —VS Spjótkast íris með Körfubolti Norðmenn náðu hefndum Sigruðu ísland 89-85 í Keflavík ígœrkvöldi nýtt met íris Grönfeldt bætti íslandsmet sitt í spjótkasti á móti í Bandaríkj- unum um helgina. Hún þeytti spjótinu 59,12 metra en gamla metið hennar var 58,24 metrar. Arangur hennar á þessum árs- tíma gefur góðar vonir um að hún nái 60 metra markinu fyrr en var- ir- —VS Norðmenn náðu að hefna fyrir ófarirnar í Evrópuleiknum á laugardaginn með því að sigra ís- lenska landsliðið 89-85 í Keflavík í gærkvöldi. Norðmenn náðu góðu forskoti strax í byrjun. 12-1, og voru yfir til leiksloka. Island saxaði á for- ystuna þegar líða tók á fyrri hálf- leik, minnst munaði 37-40 en staðan var 44-48 í hléi. í seinni hálfleik var munurinn 6-9 stig, nær komst íslenska liðið ekki fyrr en 2 sekúndum fyrir leikslok þeg- ar Valur Ingimundarson skoraði 3ja stiga körfu. Lokatölur 85-89 en sigur Norðmanna ekki í neinni hættu í lokin. Miklu munaði að Norðmenn höfðu góðar gætur á Val og Pálm- ari Sigurðssyni sem komust ekki á blað fyrr en undir lok fyrri hálf- leiks. Guðni Guðnason og Páll Kolbeinsson nýttu sér aukið at- hafnafrelsi og léku báðir mjög vel og þeir Valur og Pálmar voru drjúgir í seinni hálfleiknum. Hinir hávöxnu Norðmenn voru sannfærandi og nýttu hæð- ina betur en á laugardaginn. Það er ótrúlegt að þeir skuli þá aðeins hafa tekið 28 fráköst gegn 40 frá- köstum íslands. Austerfjörd og Posti voru bestu menn liðsins. Stig íslands: Valur 17, Guöni 17, Pálm- ar 15, Páll 9, Símon Olafsson 6, Torfi Magnússon 5, Þorvaldur Geirsson 4, Tóm- as Holton 4, Ragnar Torfason 4, Jón Kr. Gíslason 2 og Birgir Mikaelsson 2. Stig Noregs: Ausferfjörd 26, Posti 20, Bryn 11, Frey 11, Grönli 10, Beck 6, Nettli 3 og Halvorsen 2. Robert Persson og Jón Otti Ólafsson dæmdu leikinn ágætlega. —SÓM/Suðurnesjum UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON Þriðjudagur 22. apríl 1986 -ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.