Þjóðviljinn - 22.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.04.1986, Blaðsíða 2
 IÞROTTIR mpappif mmmx 10 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJINN EM/Körfubolti Pálmar skaut Islandi uppí B-keppnina! Náði boltanum 4 sekúndum fyrir leikslok og skoraði sigurkörfuna gegn hinu sterka liði Norðmanna. Island vann C-riðilinn og leikur í B-keppninni í Belgíu Valur Ingimundarson, I hópi þeirra stigahæstu Lokastaðan .....4 3 1 300-296 7 .....4 3 1 353-313 7 .....4 2 2 313-304 6 .....4 2 2 322-288 6 .....4 0 4 282-369 4 Stigahæstir: Haakon Austerfjörd, N...........111 Pálmar Sigurðsson, (s............94 Ralton Way. S.....................86 Karl Butler, ÍR..................71 Valur Ingimundarson, Is...........70 Flest fráköst: Haakon Austerfjörd, N............45 Joao Seioa, P.....................39 Ralton Way, S.....................36 Símon Ólafsson, Is................34 Georg Posti, N...................31 Flestar 3ja stiga körfur: PálmarSigurðsson, Is..............15 EugenioSilva, P....................9 TomOSullivan, ír...................8 Valur Ingimundarson, Is............6 Vítahittni (10 skot eða fleirl): Graeme Hill, S.......22/22 100,0% T.OSullivan.lr.......14/13 92,9% Valurlngim., fs......18/16 88,9% H.Austerfjörd, N.....17/15 88,2% RaltonWay.S........24 720 83,3% Island... Noregur.. Skotland. Portúgal. (rland... Frá Jóni H.Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Sigurður Sveinsson og Pólverj- inn Jerzy Klempel háðu mikið markaeinvígi þegar Göppingen og Lemgo mættust í Bundeslig- unni í handknattleik um helgina. Klempel náði að vinna þann slag, skoraði 11 mörk en Siggi 10 en Lemgo stóð uppi sem öruggur sig- urvegari i þýðingarmiklum fall- baráttuleik, 25-18, eftir að Göpp- ingen hafði leitt 11-10 í hléi. Sig- urður lék stórvel og er greinilega búinn að ná sér af meiðslunum Wanne-Eickel, lið Bjarna Guð- mundssonar, vann Lichtenrade 24-15 á útivelli. Staðan í Bundesligunni: Essen.................19 387-314 31 Grosswallstadt........18 420-354 30 Schwabing.............18 435-389 29 Gummersbach...........20 436-387 28 Kiel..................18 403-375 21 Dusseldorf............17 349-316 20 Dortmund..............18 343-324 20 Handewitt.............19 410-436 15 Gunzburg..............19 370-400 13 Göppingen.............19 437-483 13 Dankersen.............19 387-436 12 Hofweier..............18 374-418 11 Lemgo...............19 355-394 11 Reinedorfe Berlin... 19 367-451 6 Tvö neðstu lið falla, það þriðja leikur aukaleiki um sæti í deildinni. Hameln, lið Kristjáns Arasonar, á möguleika á að leika um það. Grosswallstadt komst í úrslit Evrópukeppni meistaraliða um helgina með því að sigra FC Min- eur Baira Mare frá Rúmeníu 25- 16. Frækilegur sigur því Rúmen- arnir unnu fyrri leikinn með 6 marka mun. Vestur-Pýskaland y „Engan frakka á Asgeir!“ Afdrifarík mistök Csernais og hann missti starfið fyrir vikið! Ásgeir og Atli skoruðu og léku báðir mjög vel Þvílíkar lokamínútur. Torfl fær vítaskot þegar 23 sekúndur eru til lciksloka og skorar úr báð- um, staðan þá jöfn, 72-72. Norð- menn byrja með boltann, en Pálmar nær honum þegar 4 sek- úndur eru eftir, skorar með lang- skoti á síðustu sekúndunni og tryggir íslandi sigur 75-72. Glæsi- legur árangur og Island komið í B-keppni í fyrsta sinn í sögu körf- uboltans. Leikurinn var jafn framan af. Norðmenn komust þó í 8-14, en .ísland skoraði 12 næstu stig. Norðmenn náðu þó forystunni aftur og leiddu í hálfleik 33-36. Vörn íslenska liðsins var góð í fyrri hálfleik. Vel tókst að halda besta manni Norðmanna, Austerfjord, í skefjum. Þá losn- aði um aðra í liðinu, en íslending- ar máttu vel við una með vörnina í hálfleik. Sama var ekki að segja um sóknarleikinn. Hittni var afar slök. Þó gekk vel að opna norsku vörnina, en þegar komið var í skot gekk ekkert. Líklega má kenna um taugaspennu, en það var sorglegt að sjá hve mörg góð færi voru misnotuð. Norðmenn hófu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og náðu 14 stiga forýstu, 41-55. Þá skoraði Valur 2 þriggja stiga körfur í röð og lagaði stöðuna aðeins, en þó héldu Norðmenn góðu forskoti. Þegar rúmar 6 mínútur voru til leiksloka var staðan 60-67, Norð- mönnum í hag. Þá skoraði ísland 9 stig í röð og komst yfir, 69-67. Norðmenn jöfnuðu þegar 2 mín- útur voru eftir. Pálmar fékk 2 vít- askot þegar 1 mínúta og 20 sek- úndur voru til leiksloka. Hann hitti aðeins úr öðru. Bryn skoraði svo fyrir Norðmenn og fékk vít- askot að auki og kom Noregi yfir, 70-72, þegar tæp mínúta var eftir. íslendingar misstu boltann. Torfi náði frákasti þegar 23 sekúndur voru eftir og Norðmenn brutu á honum. Hann fékk víti og skoraði úr báðum og jafnaði 72- 72. Norðmenn hófu sókn en Pálmar náði boltanum þegar 4 sekúndur voru eftir og skoraði glæsilega eins og áður sagði. ís- lenskur sigur í höfn og ísland komið í B-riðil í fyrsta sinn í sög- unni. Hreint ótrúlegur árangur og betra en menn höfðu þorað að vona. íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn illa. Minnti þar helst á leikinn gegn Portúgölum. Hittni var í lágmarki og ekkert gekk upp. Liðið skoraði aðeins 4 stig fyrstu fimm mínútur hálfleiksins á meðan Norðmenn skoruðu 13. Strákunum gekk þó betur er líða tók á síðari hálfleikinn. Vörnin small saman og hittnin var mun betri. Munaði þar mest um góðan leik hjá Val, Pálmari og Birgi. Baráttan var mikil hjá liðinu og stuðningur áhorfenda á lokamín- útunum vóg þungt. Valur, Pálmar, Guðni og Birg- ir voru mjög góðir í sókninni, hittu vel og tóku mörg fráköst. Torfi og Símon voru aðalmenn- irnir í vörninni og stóðu sig báðir mjög vel. í norska liðinu bar mest á þeim Austerfjord og Beck sem munu ekki vera hreinræktaðir Norð- menn. Aðrir stóðu sig einnig vel þó ekki hafi þeim tekist að finna svar við sterkum leik íslendinga. Þeir áttu erfitt með að komast í gegnum vörn íslendinga og skoruðu flest sín stig með lang- skotum. Stig Islands: Valur Ingimundar- son 25, Pálmar Sigurðsson 24, Birgir Mikaelsson 9, Guðni Guðnason 7, Símon Ólafsson 4, Torfi Magnússon 2, Þorvaldur Geirsson 2 og Matthías Matthíasson 2. Stig Noregs: Austerfjord 16, Beck 15, Grönli 13, Bryn 9, Posti 6, Frey 6, Skorpen 5 og Nettli 2. Það verður að segjast eins og er að þessi sigur íslands kemur á óvart. Eftir slakán leik gegn írum og tap gegn Portúgal var ekki bú- ist við miklu gegn Norðmönnum, sem voru álitnir með langbesta liðið. Annað kom þó á daginn. Við óskum landsliðinu til ham- ingju með þennan frábæra árang- ur sem er fyrst og fremst upp- skera margra mánaða vinnu og fórnfúss starfs landsliðsins og að- standenda þess. Svo er bara að bíða og sjá hvernig gengur í Belg- íu í næsta mánuði. -Logi íslenska landsliðið I körfuknattleik — sigurvegari I C-riðlinum og leikur í B-keppninni I næsta mánuði. Mynd: E.ÓI. EM/Körfubolti „Þessi stund mun aldrei gleymast“ Torfi Magnússon, fyrirliði ís- lenska landsliðsins: „Það sem lagði grunninn að sigrinum var þessi barátta sem ís- lenska landsliðið er þekkt fyrir og skytturnar okkar sem áttu stór- leik. Við reyndum að koma þeim á óvart með því að leika ekki okk- ar venjulegu vörn og það tókst vel. Við höfum leikið við flestar þjóðirnar í B-keppninni og staðið upp í hárinu á þeim. Þó get ég ekki lofað því að okkur takist að halda okkur uppi.“ Einar Bollason, þjálfari ís- Icnska landsliðsins: „Þetta var fyrst og fremst takt- ískur sigur hjá okkur. Við spiluð- um vörn sem við höfum ekki mikið æft (3-2), en ekki okkar venjulegu vörn (1-3-1). Við sáum hvernig Skotum gekk með hana gegn Norðmönnum og tókum hana því upp. Svo tókst okkur að stöðva hraðaupphlaupin hjá þeim. Strákarnir hafa gott úthald og náðu að halda baráttunni út allan leikinn. Að mínu mati voru gerðar of miklar kröfur, en tapið gegn Portúgölum kom á besta tíma og þjappaði okkur saman. Við stóð- umst þessar kröfur og erum kornnir í B-riðil í fyrsta sinn í sögu körfuboltans. Og þessi stund mun aldrei gleymast í sögu ís- lenska körfuboltans.“ Pálmar Sigurðsson: „Að sjá hann fara ofan í var frábært, svona gerist bara einu sinni á ævinni. Við höfum yfirleitt verið í botnbaráttunni, en núna í tveim síðustu mótum höfum við verið á toppnum. Fyrirfram bjuggumst við við að , 10-15 stiga tap væri vel sloppið, en eftir leikinn gegn Skotum sáum við að við áttum mögu- leika. Ég er sannfærður um það að ef við hefðum unnið Portúgala hefði taugaveiklunin verið mun meiri. En tapið jók baráttuna og við börðumst vel. Við náðum 40 fráköstum, en þeir aðeins 28 og þeir með alla þessa risa! Þetta er sigur fyrir þjóðina, en ég er ekki búinn að ná þessu ennþá.“ -Logi Þriðjudagur 22. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA Í1 ÍÞRÓUIR Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: „Við setjum cngan „yfir- frakka“ á Sigurvinsson, þess þarf ekki,“ sagði Pal Csernai, þjálfari Dortmund, fyrir leikinn gegn Stuttgart á laugardaginn. Csern- ai er greinilega enn ekki búinn að viðurkenna að hann hafi gert mis- tök með að nota ekki Ásgeir þegar báðir voru hjá Bayern Munchen. Þetta reyndist honum dýrkeypt á laugardaginn, Ásgeir var feginn frelsinu og nýtti sér það vel — hann var besti maður vallarins og stjórnaði algerlega leik Stuttgart sem vann yfirburðasigur, 4-0. Ekki nóg með það, stjórnarmenn Dortmund voru ekki hrifnir af leikaðferð Ungverjans og ráku hann strax og leiknum var lokið! Ásgeir lék frábærlega og spilar nú eins og þegar Stuttgart varð meistari. Hann fékk mjög góða dóma, bæði í blöðum og sjón- varpi, og er áfram í liði vikunnar hjá Kicker, fékk þar 2 í einkunn. Ásgeir gerði þriðja markið, hirti boltann af varnarmanni á vallar- helmingi Dortmund, lék inní vítateiginn og skoraði með hörkuskoti. Það var á fyrstu mín- útu seinni hálfleiks, Klinsmann skoraði tvisvar í þeim fyrri og síð- an Karl-Heinz Förster tveimur mínútum á eftir Ásgeiri. Atli Eðvaldsson var líka í sviðsljósinu með Bayer Uerding- en. Fyrst lék hann stórvel í Evr- ópuleiknum gegn Atletico Ma- drid á miðvikudag, á föstudags- kvöld lék hann einn sinn besta leik í vetur þegar Uerdingen vann Nurnberg 6-2 í Bundesligunni og á sunnudag skoraði hann og lék vel í 1-1 jafntefli liðsins í Hanno- ver í Bundesligunni. Lárus Guð- mundsson lék ekki tvo seinni leikina vegna meiðsla. Loontienr kom í hans stað gegn Nurnberg og skoraði þrennu. Atli fékk 2 í einkunn hjá Kicker fyrir þann leik og 3 fyrir leikinn í FÍannover. Gegn Hannover lék hann í stöðu framherja í fyrsta sinn í vetur og kunni vel við sig. Markið var lag- legt, vinstrifótarskot í bláhornið eftir að hafa snúið á varnarmann í vítateig Hannover. Það var á 19. mínútu en Hannover jafnaði, 1- 1, á lokamínútunni. Úrslit í Bundesligunni í knatt- spyrnu um helgina: Uerdingen-Nurnberg...............6-2 Stuttgart-Dortmund...............4-0 Bayern Munchen-Leverkusen........0-0 Köln-Dusseldorf..................1-3 Hamburger-Mannheim...............3-0 Saarbrucken-Bochum...............o-1 Schalke-Kaiserslautern...........2-3 Hannover-Uerdingen...............1-1 Bayern tapaði dýrmætu stigi á heimavelli gegn Leverkusen og var heppið því gestirnir léku vel og voru nær sigri. Heimamenn voru greinilega með hugarm við leikinn í Bremen, eiginlegan úr- slitaleik deildarinnar, sem fram fer í kvöld. Staða efstu og neðstu liða: Bremen ...32 20 8 4 82-39 48 Bayern ...32 20 6 6 76-31 46 Gladbach ...32 15 12 5 64-43 42 Stuttgart ...32 16 7 9 66-42 39 Uerdingen ...31 16 7 8 55-57 39 Hamburger ...32 16 5 11 51-33 37 Dusseldorl ...32 10 7 15 50-72 27 Kaiserslaut ...32 8 10 14 42-54 26 Köln ...32 8 10 14 42-58 26 Dortmund ...32 9 7 16 44-63 25 Saarbrucken... ...32 5 9 18 36-61 19 Hannover ...32 5 8 19 42-87 18 Saarbrucken og Hannover eru fallin í 2. deild en þriðja neðsta liðið leikur aukaleiki við þriðja efsta lið 2. deildar um sæti í Bundesligunni. Svo gæti farið að Köln og Fortuna Köln myndu heyja það einvígi! langvinnu. Páll Ólafsson lék líka frábær- lega, í vörn og sókn, þegar Dank- ersen fékk Essen í heimsókn. Páll gerði 9 mörk en það dugði þó ekki, Essen vann 22-19 og er komið á topp deildarinnar. AI- freð Gíslason lék sérstaklega vel í vörn Essen en hann gerði 2 mörk í leiknum, Fraatz 9. Kristján Arason skoraði 10 mörk fyrir Hameln sem vann Alt- jurden 21-15 á útivelli í 2. deild. Knattspyrna 14 mörk Þórsara Þórsarar voru á skotskónum þegar KRA-mótið í knattspyrnu hófst á Akureyri um helgina. Þeir sigruðu Magna 10-0 á laugardag- inn og Vask 4-1 á sunnudaginn. Siguróli Kristjánsson 3, Krist- ján Kristjánsson 3, Bjarni Sveinbjörnsson 2, Sigurbjörn Viðarsson 1 og Hlynur Birgisson 1 gerðu mörkin gegn Magna. Gegn Vaski skoraði Bjarni fyrst en Valdimar Júlíusson jafnaði fyrir Vask. Jónas Róbertsson og Óskar Gunnarsson bættu síðan við mörk- um og varnarmaður Vaskanna skoraði loks sjálfsmark. —K&H/Akureyri Skíði Armenningar unnu svigkeppnina Ármenningar sigruðu i sveita- keppninni í svigi á Mullersmótinu sem haldið var í 20. skipti um helg- ina. Keppt var í Bláfjöllum og fengu Ármenningar tímann 240,8 sek, ÍR 249,5 sek, Víkingur 264,7 mín. og Fram 269,6 mín. KR mætti ekki til leiks. Sigursveit Ár- manns skipuðu Einar Ulfsson, Tryggvi Þorsteinsson, Árni Sæmundsson og Hafliði Bárðar- son. Göngukeppni mótsins fór fram strax á eftir. Eiríkur Stefánsson og Guðni Stefánsson, bræðurnir úr Skíðafélagi Reykjavíkur, urðu jafnir og fyrstir á 36,45 mín. (10 km) í karlaflokki en aðrir féllu úr keppni. Matthías Sveinsson, SR, sigraði í flokki 50 ára og eldri, Lilja Þorleifsdóttir, SR, í kvenna- flokki og Einar Guðmundsson, SR, í drengjaflokki. Pálmi Guð- mundsson var mótsstjóri bæði í sviginu og göngunni. —VS Ásgeir Sigurvinsson, I fínu forml Vestur-Pýskaland Víkingar mega teljast heppnir að hafa sigrað IR 2-1 í Reykjavík- urmótinu á sunnudagskvöldið. Andri Marteinsson skoraði sigur- mark Víkings eftir frábæran undirbúning Jóhanns Þorvarðar- sonar 5 mínútum fyrir leikslok en á undan og eftir áttu IR-ingar gullin færi til að skora, eitt skiptið hrökk boltinn t.d. í báðar stangir Vík- ingsmarksins! Það var Jón Bjarni Guðmunds- son sem skoraði fyrst fyrir Víkinga en Bragi Björnsson jafnaði fyrir ÍR. Víkingar hlutu fullt hús stiga í riðlinum og leika í undanúrslitum en Valur og Ármann leika á fimmtudagskvöld úrslitaleik um hvort liðanna fylgir þeim. í kvöld mætast hinsvegar Fylkir og KR í hinum riðlinum, kl. 20.30 á gervi- grasinu. —VS Pálmar Sigurosson skorar sigurkörfuna gegn Norðmönnum — einhverja þýðingarmestu körfu sem íslenskur körfuknattleiksmaður hefur gert. ísland 75, Noregur 72, Pálmar er vel utan við 3ja stiga línuna og bregst ekki á örlaga- stundu. Mynd: E.ÓI. Sigurður með 10 í góðum útisigri Lemgo Páll gerði 9 gegn Essen og Kristján 10 í 2. deild Knattspyrna Heppnir Víkingar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.