Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 1
HSÍ-þingið > M.J * Fjölgunin samþykkt IBVmeð, Reynirí2. deild. Breytingar ogfjármagn tilyngriflokka og útbreiðslu handboltans <*<»*»*»*' *» s sAfc* .. ... »<*» -3,»», « »v, *-t -■»« *»* » »5;. V, SlBllfll --------- nrarfnc:::! imi- . **** wiiÉ fiHl liPf ^ * illoix”».bTní æ^smagmswimpK >. wyfíÍ!!»í*S '—•»y:> Www* x Á ái sþingi HSI sem haldið var um helgina var samþvkkt að fjöl- ga liðum í 1. og 2. deild karla í 10 fyrir næsta vetur. Keppni um lausu sætin hafði þegar farið fram. Tillagan var samþykkt með nær öllum greiddum atkvæðum en þó höfðu farið fram líflcgar umræður um hana. Þá var samþykkt að Þór og Týr frá Vestmannaeyjum sendu sam- eiginlegt lið, ÍBV, í 2. deildina en bæði hefðu átt rétt til að leika þar. Síðan var samþykkt að Reynir úr Sandgerði, sem varð í fimmta sæti 3. deildar sl. vetur fengi lausa sætið í 2. deildinni. Akveðið var að breyta talsvert keppnisfyrirkomulagi yngri flokka og einnig aldursflokkask- iptingu. Bætt var við einum flokki karla, 21 árs flokki, sem er þá á milli 2. flokks og meistara- flokks. Þá var samþykkt að veita Frjálsar verulegum fjármunum til jöfnu- nar ferðakostnaðar hjá yngri flokkunum, og jafnframt að leggja áherslu á uppbyggingu og útbreiðslu handknattíeiksíþrótt- arinnar á landsbyggðinni, og að styðja betur við bakið á félögu- num. Stjórn HSÍ var endurkjörin að öðru leyti en því að Jón H. Guð- mundsson og Steinar J. Lúðvíks- son taka sæti þeirra Rósmundar Jónssonarog JónsH. Karlssonar. —VS Besta marktækifæri íslands í leiknum við íraásunnudaginn. ArnórGuðjohnsen ereinn gegn Pat Bonner markverði og rennir boltanum framhjá honum en hárfint framhjá stönginni. Mynd: E.ÓI. Allt um landsleikinn í opnunni. Sviss Omar hetja Luzem Skoraði sigurmarkið og UEFA-sœti blasir við Glæsilegt met hjá Ragnheiði Ragnheiður Ólafsdóttir úr FH setti glæsilegt íslandsmet í 3000 m hlaupi á móti í Bandaríkjunum um helgina. Hún hljóp á 9:09,81 mín. en gamla metið hennar sem hún setti í Hamborg fyrir fjórum árum var 9:20,62 mín. Hún bætti sig því um tæpar 11 sekúndur sem er frábært afrek og lofar góðu fyrir framhaldið hjá henni. —VS -¥-**-¥- -¥- -¥- -¥-•*-¥--¥-¥-¥-¥-**-¥■ Stjörnuliðið Eftir leiki 1. deildarinnar í knattspyrnu á föstudagskvöldið urðu þrjár breytingar á Stjörnu- liði Þjóðviljans. Viðar Halldórs- son, FH, Freyr Sverrisson, ÍBK, og Valgeir Barðason, ÍA, misstu sæti sín en Loftur Ólafsson, Daní- el Einarsson og Ingi Björn Al- bertsson taka stöður þeirra. Stjörnuliðið er nú þannig skipað, stjörnufjöldi í svigum: Friðrik Friðriksson, Fram (3) Loftur Ólafsson, KR (3) Viðar Þorkelsson, Fram (3) Árni Stefánsson, Þór (2) Guðni Bergsson, Val (4) Gunnar Gíslason, KR (4) Daníel Einarsson, Víði (3) Guðmundur Guðmundss, Breiðab.(2) Ómar Jóhannsson, ÍBV (2) Ingi B. Albertsson, FH (3) Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki (3) Fram, Þór, ÍBV og Breiðablik hafa leikið einum leik færra en hin liðin. —VS Ómar Torfason tryggði Luzern þýðingarmikinn útisigur á bika- rmeisturunum Sion, 2-1, í næstsíðustu umferð svissnesku 1. deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Ómar kom inná sem varamaður og skoraði sigur- markið 15 mínútum fyrir leiks- lok. Luzern þarf nú jafntefli í síð- asta leik sínum til að gulltryggja sér sæti í UEFA-bikarnum næsta vetur. Árangur liðsins hefur komið mjög á óvart en það var neðarlega í deildinni í fyrra. Sig- urður Grétarsson lék ekki með Luzern, var í leikbanni. Þeir fé- lagar eru væntanlegir heim á morgun til að leika með fslandi gegn Tékkoslóvakíu á Reykja- víkurleikunum á fimmtudaginn. Körfubolti Pólland sigraði Pólverjar og ísraelsmenn, sem léku með íslandi í riðli í forkeppni B-keppninnar í Belgíu á dögun- um, fóru létt með að tryggja sér sæti í A-keppninni. I úrslitariðl- inum stóðu Pólverjar uppi sem sigurvegarar og leika í A- keppninni í Aþenu á næsta ári. Rúmenía og Holland komast þangað líka. Pólland vann 6 leiki af 7 en inn- byrðis leikir í forriðlinum voru teknir með í úrslitin. ísrael vann 5 leiki, Rúmenía 5, Holland 4, Búlgaría 3, Svíþjóð 3, Tyrkland 1 og Finnland 1. Sem kunnugt er vann ísland sigur á Tyrkjum og stóð uppi í hárinu á Svíum en tapaði stórt fyrir Israelum og Pólverjum. —VS/Reuter Young Boys tryggði sér meistaratitilinn með því að sigra Neuchatel4-1 áútivelli. Þettavar nánast hreinn úrslitaleikur unt titilinn. Baden, lið Guðmundae Þorbjörnssonar tapaði 1-8 á heimavelli fyrir Grasshoppers í síðasta heimaleik sínum í deildinni en liðið er löngu fallið. Guðmundur kom heim á sunnu- daginn til móts við íslenska lands- liðið. Staða efstu liða fyrir lok- aumferðina í Sviss: YoungBoys......29 18 8 3 Neuchatel......29 18 5 6 Luzern..........29 15 9 5 Zurich..........29 14 9 6 Grasshoppers.... 29 14 8 7 71-26 44 76-30 41 52-39 39 62-42 37 58-32 36 —VS England Missir Middles- boro sæti sitt? Svo gæti farið að Middlesboro- ugh, sem til skamms tíma lék í 1. deild ensku knattspyrnunnar, fái ekki að leika í deildakeppninni næsta vetur. Félagið lýsti yfir gjaldþroti í síðustu viku og hugð- ist gera það sama og t.d. Charlton fyrir tveimur árum, þ.e. stofna nýtt félag á rústum hins gamla og komast þannig hjá því að greiða gömlu skuldirnar. Stjórn deildakeppninnar ákvað hinsveg- ar á föstudaginn að koma í veg fyrir að gjaldþrota félög geti losað sig undan skuldunum á þcnnan hátt, og það gæti þýtt dauðadóm yfir Middlesborough. Félagið féll í 3. deildina í vor. —VS/Reuter Reykjavíkurleikarnir Irar og Tékkar íslenskir knattspyrnuáhuga- mennn fá í kvöld það einstæða tækifæri að sjá tvö sterk evrópsk landslið, írland og Tékkoslóvak- íu, leika á Laugardalsvellinum. Þetta er annar leikur Reykjavík- urleikanna og hefst hann kl. 19. frar unnu íslendinga 2-1 á sunnudaginn eins og kunnugt er en Tékkarnir komu til landsins í gær. Þeir mæta íslenska landslið- inu í lokaleik mótsins á fimmtudagskvöldið. Tékkar eru með mjög vaxandi landslið sem hefur náð góðum ár- angri undanfarið. Þeim gekk illa í fyrri umferðinni í sínum riðli i undankeppni HM og misstu með því af sæti í Mexíkó. I seinni um- ferðinni voru þeir hinsvegar óst- öðvandi, unnu Portúgali og Svía og gerðu jafntefli við Vestur- Þjóðverja í Munchen. —VS UMSJÓN: VlÐIR SIGURÐSSON AdSCOðó HM-fréttir Fjórir fjarverandi? Allt bendir til þess að fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims missi af fyrsta leik sinnar þjóðar í HM í Mexíkó. Zico getur tæplega leikið með Brasilíu gegn Spáni 1. júní. Hann er ekki orðinn fullgóður af meiðslunum sem hafa háð hon- um í margar vikur. Kari-Heinz Rummenigge fyrir- liði Vestur-Þjóðverja á við svip- uð vandamál að stríða og hefur ekki getað leikið heilan leik síðan í byrjun apríl. Hann leikur tæp- lega gegn Uruguay 4. júní. Paolo Rossi, hetja ítala 1982, á í miklum erfiðleikum með að að- lagast aðstæðum í Mexíkó. Hann þolir hitann verr en aðrir leik- menn og ólíklegt er að hann leiki gegn Búlgaríu 31. maí. Danicl Passarella, varnarmað- urinn sterki, fékk um helgina magakveisu og hefur lést um 3 kíló. Hann verðurtæplegaorðinn leikfær þegar Argentína mætir Suður-Kóreu 2. júní. Verndið stjörnurnar Alþjóða knatjspyrnusamband- ið, FÍFA, hefur fyrirskipað dóm- urum á HM að vernda stjörnur keppninnar fyrir grófurn brotum og refsa þeim brotlegu óspart. Þetta þótti fara úr skorðum á Spáni fyrir4árum. Þáhefurverið staðfest að leikmenn mega ekki hlaupa útaf vellinum til að fagna marki. Verkfall! Portúgölsku landsliðsmennirn- ir fóru í skyndiverkfall í gær og neituðu að leika æfingaleik gegn mexíkönsku liði. Ástæðan er sú að þeir telja sig ekki fá nægilega háar greiðslur fyrir landsleiki. England líklegt „Englendingar eiga mikla möguleika á að verða heimsmei- starar,“ sagði Luis Cesar Men- otti, Argentínumaðurinn sem gerði þjóð sína að heimsmeistur- um 1978, þegar hann kom til Mexíkó sem blaðamaður í gær. „Englendingar hafa undirbúið sig frábærlega og eiga marga snjalla leikmenn," sagði Menotti. —VS/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.