Þjóðviljinn - 27.05.1986, Qupperneq 3
FÍFi
SV-riðill
Níu Stjörnumörk
Stjarnan-HV 9-0
Æfingalitlir Skagamennirnir voru Stjörnunni afar
auðveld bráð. Úrsiitin voru ráðin í hálfleik, staðan þá
6-0, og bara spurning hve mörg mörkin yrðu. Jónas
Skúlason var iðnastur Garðbæinga, skoraði 4 mörk.
Magnús Teitsson gerði 2, Birkir Sveinsson, Ragnar
Gíslason og Bjarni Benediktsson eitt hver.
______________—-VS
Óvænt í Árbænum
Fylkir-ÍK 0-1
Ekki byrjar Árbæjarliðið, sem lék í 2. deild í fyrra,
nógu vel. Ovænt tap á heimavelli þrátt fyrir mikla sókn
gegn ÍK. Jón Hersir Elíasson skoraði sigurmark ÍK eftir
25 mínútur, fylgdi vel skoti Guðjóns Guðmundssonar
sem var varið. Eftir það sótti Fylkir rnjög, án þess að
skapa sér nein sérstök færi, en Guðjón var rétt búinn að
skora annað mark ÍK skömmu fyrir leikslok.
________________—VS
Góður ÍR-sigur
ÍR-Grindavík 2-0
ÍR, 4. deildarmeistari í fyrra, byrjar mjög vel, góður
sigur á blautu gervigrasinu í fyrrakvöld. Páll Rafnsson
skóraði strax í byrjun leiks og eftir að Halldór Halldórs-
son skallaði í mark Grindvíkinga í byrjun seinni hálfleiks
var sigur Breiðhyltinga ekki í teljandi hættu. Páll var rétt
búinn að skora þriðja markið í lokin en Ögmundur Krist-
insson markvörður Grindavíkur forðaði því.
_______________________—VS
NA-riðill
Sigurbjörn tvö
Leiftur-Reynir Á. 2-0
Nokkuð öruggt hjá Ólafsfirðingum í daufum leik í
kalsaveðri. Sigurbjörn Jakobsson skoraði bæði mörkin,
það fyrra í fyrri hálfleik með skalla eftir innkast og það
síðara úr vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að Óskari Ingi-
mundarsyni þjálfara hafði verið brugðið. Árskógs-
strendingar, sem léku í 4. deild í fyrra, fengu síðan auka-
spyrnu en skotið fór framhjá.
—VS
Þróttur með 4
Leiknir F.-Þróttur N. 0-4
Daufur leikur í roki og kuida á Fáskrúðsfirði og Hall-
dór Pálsson markvörður Þróttar varði vítaspyrnu frá
heimamönnum í byrjun leiks. Sigurður Friðjónsson
skoraði beint úr aukaspyrnu í lok fyrri hálfleiks og Mart-
einn Guðgeirsson lék sama leik í upphafi þess síðari.
Marteinn og Guðbjartur Magnason bættu síðan við
mörkum og stórsigur Norðfirðinga' var staðreynd.
—VS
IÞROTTIR
IÞROTTIR
Vestur-Þýskaland
Hameln í Bundesliguna
Kristján annar í2. deild. Essen endanlega meistari. Lemgo að sleppa
Kristján Arason og félagar í
Hameln tryggðu sér á laugardag-
inn sæti í Bundesligunni í hand-
knattlcik. Hamcln vann Wanne-
Eickel 24-20 í lokaumferðinni og
hlaut 42 stig í 26 lcikjum en Dor-
magen fékk 41 stig og þarf að
leika aukaleiki um að komast
upp. Kristján skoraði 8 mörk í
lciknum og gerði alls 186 fyrir lið-
ið í vctur og varð næstmarka-
hæstur í dcildinni. Hann leikur
ekki mcð því í Bundesligunni
næsta vetur því eins og kunnugt
er hefur hann samið við stórliðið
Gummersbach.
Essen tryggði sér endanlega
meistaratitilinn með 17-17 jafn-
tefli við Lemgo. Þetta var nánast
formsatriði vegna góðrar marka-
tölu Essen. Alfreð Gíslason
meiddist í byrjun leiksins og gat
ekkert leikið meira með Essen.
Sigurður Sveinsson var í
aðalhlutverki hjá Lemgo og gerði
6 mörk. Hann er langt kominn
með að bjarga liðinu frá falli en
þegar hann byrjaði að leika á ný
Spánn
Óvænt tap
Atletico
Atletico Madrid, sem lék til
úrslita í Evrópukeppni bikarhafa
í knattspyrnu í vor, tapaði mjög
óvænt fyrir 2. dcildarliðinu Sest-
ao, 3-2, í 8-liða úrslitum spænska
deildabikarsins um helgina.
Barcelona vann nauman
heimasiguráSportingGijon, 1-0,
með marki frá Esteban og Real
Betis sigraði Valencia 2-1 á úti-
velli. Þetta voru allt fyrri viður-
eignir liðanna.
—VS/Reuter
eftir meiðslin var það illa statt í
næstneðsta sætinu.
Páli Ólafsson skoraði 3 mörk
fyrir Dankersen sem tapaði 21-15
fyrir Gunzburg og fellur nánast
örugglega í 2. deild. Staðan í
Bundesligunni er þessi:
Essen..............24 500-383 40
öcnwaomg Gummersbach 24 24
Grosswallstadt 23
Dusseldorf 22
Kiel .21
Dortmund 22
Handewitt 23
Göppingen 24
Lemgo 24
Hofweier 23
Gunzburg 24
586-523 35
467-439 25
18
Dankersen..........24 477-556 14
RF Berlin..........24 468-597 6
Þriðja neðsta liðið þarf að leika
aukaleiki um áframhaldandi sæti
í deildinni og einsog sjá má eru
mörg lið enn í hættu af þeim
sökum.
—VS
wmrfft
Ragnar Margeirsson í baráttu við bakvörðinn John Anderson frá Newcastle. Paul McGrath, sem skoraði fyrra mark
l'ra, er lengst til hægri. Mynd: E.ÓI.
Reykjavíkurleikarnir
Hástökk
Heimsmet
jafnað
Búlgarska stúlkan Stefka
Kostadinova jafnaði á sunnu-
daginn heimsmet löndu sinn-
ar, Ludmilu Andonovu, í há-
stökki. Hún stökk 2,07 metra
á meistaramóti Búlgaríu í
Sofia.
Andonova er í ævilöngu
keppnisbanni fyrir meinta
lyfjanotkun og á auk þess von
á barni í haust. Hún scgist
samt staðráðin í að keppa á
nýjan leik.
—VS/Reuter
Markið óvenjulega sem Arnór Guðjohnsen skoraði gegn írum á sunnu-
daginn. Á stóru myndinni sést þegar Pat Bonner markvörður missir boltann
yfir sig og á hinum tveimur þegar Pétur Pétursson gulltryggir að ísland hafi
skorað án þess að Mick McCarthy miðvörður Ira fái vörnum við komið.
Myndir: E.ÓI.
Leikur Islands eins
og hvrtt og svart
Skemmtilegir taktar ífyrri hálfleiknum, írar áttu allan þann síðari. Islenska liðið bakkaði of mikið og spilið datt niður.
Góð fœri í fyrri hálfleik og sérkennilegt mark Arnórs. Sigurmark íra á lokamínútunum
Skotfélagið skotvisst
Skoraðisex ífyrsta leikgegn Augnabliki. Snorrigerðifjögur.
Ólafsvíkingar burstaðir í Hveragerði. Sex mörk Gróttunnar
Skotfélag Reykjavíkur stóð svo sann-
arlega undir nafni á sunnudaginn þegar
það lék sinn fyrsta leik á íslandsmóti í
knattspyrnu. Skotfélagið skáut hið
sterka lið Augnabliks á kaf á Kópavogs-
vellinum, sigraði 6-3 og verður í topp-
baráttu 4. deildarinnar í sumar með
þessu áframhaldið. Snorri Már Skúla-
son skoraði 4 markanna.
Úrslit í fyrstu leikjum 4. deildar sem
fram fóru um helgina urðu þessi:
A-riðill:
Snæfell 1 (Rafn Rafnsson)
Haukar 0
Grundarfjörður 1 (Gunnar Ragnarsson)
Þór Þ. 2 (Hannes Haraldsson 2)
Augnablik 3 (Gunnar Berg Gunnarsson 2,
Jón Einarsson)
Skotfélag Rvk 6 (Snorri Már Skúlason 4,
Agnar Hansson, Þorfinnur Ómarsson)
B-riðill:
Víkverji 1 (Tómas Sölvason)
Afturelding 4 (Gísli Bjarnason 2, Friðsteinn
Stefánsson, Ríkharð Orn Jónsson)
Stokkseyri 1 (Steingrímur Sigurðsson)
Léttir 3 (Andrés Kristjánsson 2, Ragnar
Bogason)
Hveragerði 5 (Ólafur Jósefsson 2, Páll Leó
Jónsson, Björgvin Sigurðsson, Sigurjón)
Víkingur Ó. 1 (Bogi Pétursson)
C-riðill:
Árvakur 4 (Ólafur H. Ólafsson, Snorri Giss-
urarson, Árni Guðmundsson, Björn Péturs-
son)
Hafnir 1 (Guðmundur Franz Jónasson)
mann, Berhard Petersen, Sverrir Herberts-
son, Valur Sveinbjörnsson)
E-riðill:
Vaskur 0
Hvöt 0
Eyfellingur 0
Grötta 6 (Kjartan
Steinsson 2, Gylfi Dal-
í E-riðli var leik Höfðstrendings og
Svarfdæla frestað og í F-riðli leikjum
Núpa við HSÞ.b og Tjörness við Austra
Raufarhöfn.
Skellur Ólafsvíkinga í Hveragerði
vekur einna mesta athygli en Víkingarn-
ir féllu úr 3. deildinni í fyrra. Glímu-
kóngurinn Ólafur Haukur Ólafsson
skoraði glæsilegt mark fyrir Árvakur
gegn Höfnum af 25 m færi og félagi hans
Snorri Gissurarson gerði annað frá
miðju.
—Ibe/VS
Hann var köflóttur, leikur ís-
lenska landsliðsins gegn því írska
á Laugardalsvellinum á sunnu-
daginn. Þar má segja að fyrri
hálfleikur hafi verið hvítur, sá
seinni svartur — írar tóku öll
völd í seinni hálfleik og uppskáru
sigurmark, 2-1, fimm mínútum
fyrir leikslok og cru þar með í
efsta sæti eftir fyrsta leik Reykja-
víkurleikanna 1986.
íslenska liðið sýndi oft stór-
skemmtileg tilþrif í fyrri hálf-
leiknuni. Pétur Pétursson og
Arnór Guðjohnsen stóðu mest
fyrir þeim og Halldór Áskelsson
var líka virkur ásamt Sigurði
Jónssyni sem átti fjölmargar fal-
legar sendingar. Eftir góðan
undirbúning Halldórs og Péturs
slapp Arnór innfyrir írsku vörn-
ina á 12. mínútu en renndi bolt-
anum hárfínt framhjá stönginni.
Fjórum mínútum síðarátti Arnór
fallegt skot sem Pat Bonner varði
vel.
írar komu síðan meira inní
leikinn og nokkurt jafnræði ríkti
út fyrri hálfleikinn. írland náði
forystu, 1-0, á 35. mínútu þegar
Ray Houghton tók aukaspyrnu
frá hægri. Tony Galvin skallaði á
Paul McGrath sem skoraði af
markteig, óverjandi fyrir Bjarna
Sigurðsson.
Island var aðeins fimm mínút-
ur að jafna. Sigurður átti laglega
sendingu upp hægri kantinn á
Arnór. Hann sendi fyrir markið,
full innarlega að því er virtist, en
Bonner missti af boltanum sem
hafnaði í hliðarnetinu fjær! ,Jú,
ætli þetta hafi ekki átt að vera
fyrirgjöf á Pétur,“ viðurkenndi
Árnór eftir leikinn. „En svo
framarlega sem boltinn fer í
rnarkið er maður ánægður,“
bætti hann við og undir það taka
víst allir. Sem sagt, staðan 1-1 í
hálfleik eftir all frísklega frammi-
stöðu íslands.
Því miður entist það ekki
lengur. írar náðu öllum tökum á
leiknum strax eftir hlé og héldu
þeim til leiksloka. „Við komum
íslensku vörninni í vandræði með
því að senda háa bolta innfyrir
hana og pressa vel á eftir. Hún réð
ekki við það, ég er sáttur við
hvernig mitt lið lék á erfiðum vell-
inum og þetta var frckar auðveld-
ur sigur,“ sagði hinn kunni lands-
liðseinvaldur íra, Englendingur-
inn Jack Charlton, eftir leikinn.
íslenska liðið skapaði sér nán-
ast engin marktækifæri í seinni
hálfleiknum en færi íranna voru
ekki svo mörg heldur þrátt fyrir
mikla pressu. Hin óreynda vörn
Islands náði að halda sókn fra
nokkuð vel í skefjum með geysi-
legri baráttu en kom boltanum
hinsvegar sjaldan á miðjumenn
eða framherja þannig að sjaldan
var hægt að byggja upp sóknir.
„Við bökkuðum of langt og
náðum ekki að spila. Þetta datt
allt niður eftir góðan fyrri hálf-
leik og það er erfitt að finna ein-
hverja eina skýringu á því,“ sagði
Pétur Pétursson fyrirliði. „Miðj-
an datt alveg útúr leiknum, það
var of mikið hreinsað frá marki í
stað þess að koma af stað spili.
Seinni hálfleikurinn var geysilega
erfiður fyrir okkar framherja,
eintómir háir boltar fram og þeir
tveir gegn vörn íra,“ sagði Arnór
Guðjohnsen.
Frank Stapleton átti þrumu-
skot í þverslá og yfir á 58. mín, en
síðan fengu frar ekkert umtals-
vert færi fyrr en þeir skoruðu
sigurmarkið á 85. mínútu.
Gerry Daly var nýkominn inná
sem varamaður. Hann fékk bolt-
ann rétt utan vítateigs, skaut fyrst
í vörnina og fékk hann síðan aftur
og skoraði framhjá liggjandi
Bjarna Sigurðssyni sem kom
hendi á boltann en hélt honum
ekki. „Ég lá eftir fyrra skotið sem
fór í varnarmann og komst ekki
upp, þctta gerðist svo snöggt og ég
sá ekki boltann fyrr en of seint,“
sagði Bjarni.
Niall Ouinn fékk síðan opið
færi á 89. mín. til að skora þriðja
markið en vippaði yfir Bjarna og
markið af vítateig.
„Þetta var ekki nógu gott og
liðið verður að leika mun betur
gegn Tékkum. í fyrri hálfleik
fengum við frábær færi til að
skora sem ekki nýttust. Ég get
ekki sagt að ég sé sáttur við
frammistöðuna. Ég mun breyta
liðinu talsvert fyrir leikinn við
Tékka á fimmtudag, þrír nýir
leikmenn koma og ég vil sjá
hvernig allir í hópnum standa sig
gegn sterkum andstæðingum,“
sagði Sigi Held landsliðsþjálfari.
Frammistaða varnarinnar í
seinni hálfleik er ljós punktur.
Viðar, Ágúst Már og Loftur voru
að leika sína fyrstu „alvörulands-
leiki“ en þeir höfðu áður aðeins
leikið gegn Bahrain og Kuwait í
vor. Gunnar Gíslason lék fyrir
aftan þá sem „sweeper" og stóð
sig vel þrátt fyrir að vera ekki
vanur stöðunni. „A góðum degi
er létt að leika þessa stöðu, þetta
er fyrst og fremst „lestur“ á
leiknum. Seinni hálfleikur var
erfiður en ég er ánægður með
hvcrnig vörnin náði saman,“
sagði Gunnar.
Bjarni markvörður var líka
ánægður með vörnina. „Hún stóð
sig frábærlega vel — það þarf
ekki að kvíða framtíðinni að
þessu leyti. í heild er ég ánægður
með leikinn, nýr þjálfari og
margir nýir leikmenn sem þurfa
tíma til að kynnast,“ sagði Bjarni
sem flaug aftur til Noregs í gær til
að leika með Brann í2. deildinni í
gærkvöldi.
Miðjan var sterk í fyrri hálf-
leiknum en úr sambandi mest all-
an þann seinni. Skemmtileg sam-
vinna miðju og sóknar í fyrri hálf-
leik lofar góðu og Halldór
Áskelsson sýndi að hann á fullt
erindi í hóp okkar bestu sóknar-
manna. Pétur og Arnór yljuðu
oft áhorfendum með snilli sinni.
Sigurður Jónsson gætti Tonys
Galvins og dróst aftarlega við það
en sendingar hans voru margar
hverjar frábærar.
ísland tefldi ekki fram sínu
sterkasta liði og írana vantaði
líka nokkra snjalla. Guðmundur
Þorbjörnsson, Sigurður Grétars-
son og Ómar Torfason koma í
leikinn við Tékka á fimmtudag og
fyrirutan þennan hópstanda Jan-
us Guðlaugsson, Ásgeir Sigur-
vinsson, Sævar Jónsson, Lárus
Guðmundsson og Atli Eðvalds-
son. Breiddin í íslenskri knatt-
spyrnu er orðin mjög góð, það
sést þegar þessi leikur við íra er
skoðaður ofaní kjölinn, og þetta
tap á ekki að þurfa að valda hug-
arangri hjá þeim sern knatt-
spyrnumálum þjóðarinnar
stjórna eða fylgjast með. —VS
Island-Irland
Leikurinn
í tölum
ísland-írland 1-2 (1-1)
Laugardalsvöllur 25. maí
Dómari Joe Worrall (Englandi), línuveröir
Friögeir Hallgrímsson og Guðmundur Har-
aldsson.
Áhorlendur 4246 (um 5000 i allt).
0-1 Paul McGrath (35. mín), 1-1 Arnór
Guðjohnsen (40. mín), 1-2 Gerry Daly (85.
min).
ísland: Bjarni Sigurösson, Loftur Ólafs-
son, Viðar Þorkelsson, ÁgústMár Jónsson
(Guöni Bergsson 80. min), Gunnar Gísla-
son, Pétur Ormslev, Siguröur Jónsson
(Ólafur Þórðarson 68. mín), Arnór Guö-
johnsen, Halldór Áskelsson (Guömundur
Steinsson 62. min), Ragnar Margeirsson,
Pétur Pétursson fyrirliöi.
írland: Pat Bonner, John Anderson, Chris
Hughton (Pat Byrne 46. mín), Kevin Mor-
an, Mick McCarthy, Mike Kennedy, Paul
McGrath (Gerry Daly 80. mín), Ray Houg-
hton, John Aldridge (Niall Quinn 85. mín),
Frank Stapleton fyrirliöi, Tony Galvin.
Bjarni Sigurðsson — 4 erfið
skot varin, 4 auðveld skot varin, 7
góð úthiaup, 2 mörk fengin á sig,
1 sláarskot.
Loftur Ólafsson — 12 góðar
sendingar, 4 slæmar sendingar, 5
unnir boltar, 2 tapaðir boltar, 1
skalli varinn.
Viðar Þorkelsson — 12 góöar
sendingar, 10 slæmar sendingar,
6 unnir boltar, 3 tapaðir boltar.
Agúst Már Jónsson — 8 góðar
sendingar, 5 slæmar sendingar. 8
unnir boltar, 7 tapaðir boltar. Fór
útaf á 80. mín.
Gunnar Gíslason — 11 góðar
sendingar, 8 slæmar sendingar, 5
unnin návígi, 2 töpuð návígi.
Pétur Ormslev — 16 góðar
sendingar, 6 slæmar sendingar, 4
unnir boltar, 6 tapaðir boltar.
Sigurður Jónsson — 18 góðar
sendingar, 3 slæmar sendingar, 3
unnir boltar, 2 tapaðir boltar. Fór
útaf á 68. mín.
Arnór Guðjohnsen—- 13 góðar
sendingar, 4 slæmar sendingar, 5
unnir boltar, 5 tapaðir boltar, 2
skot varin, 1 skot framhjá, 1
mark.
Halldór Áskelsson — 8 góðar
sendingar, 2 slæmar sendingar, 2
unnir boltar, 2 tapaðir boltar. Fór
útaf á 62. mín.
Ragnar Margeirsson — 7 góð-
ar sendingar, 5 slæmar sendingar,
4 unnir boltar, 6 tapaðir boltar.
Pétur Pétursson — 7 góðar
sendingar, 2 slæmar sendingar, 3
unnir boltar, 5 tapaðir boltar, 1
skot variö.
Guðmundur Steinsson — 3
góðar sendingar. Lék í 28 mín.
Ólafur Þórðarson — 4 góðar
sendingar, 1 unninn bolti, 1 tap-
aður bolti, 1 skot framhjá. Lék í
22 mínútur.
Guðni Bergsson — 4 góðar
sendingar, 1 slæm sending, 2 unn-
ir boltar. Lék í 10 mínútur.
írland fékk 4 hornspyrnur, ísland
1. Dæmdar voru 19 aukaspyrnur
á ísland, 16 á írland. Dæmd var 1
rangstaða á ísland, engin á Ir-
land. írland átti 17 markskot, 8
varin, 6 framhjá, 1 í slá og 2
mörk. ísland átti 7 markskot, 4
varin, 2 framhjá og 1 mark.
—Ibe/gsm/VS
Brasilíumenn
Zico verður með
Cerezo og Dirceu ekki valdir
Zico,
brasilíska átrúnaðargoð-
ið, er í HM-hópi Brasilíu fvrir
heimsmeistarakcppnina í knatt-
spyrnu. Hann stóðst meiðslapróf
á föstudaginn og skoraði cinnig
mark í æfingaleik gegn mexík-
anska félaginu Pumas.
Tveir aðrir snjallir, Cerezo og
Dirceu, verða hinsvegar ekki
með Brasilíu. Santana þjálfari
sagðist ekki geta tekið áhættu á
að vera með þrjá meidda menn í
keppninni. Cerezo tók fréttunum
með jafnaðargeði en Dirceu
reiddist ákaflega og taldi að hann
hefði verið hafður að leiksoppi.
—VS/Reuter
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. mai 1986
Þriðjudagur 27. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13