Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR
Reykjavík
Fjögur í seinni
hálfleiknum
Víkingur-ÍBÍ
Það blés ekki byrlega fyrir Vík-
ingum í hálfleik gegn ÍBI. Leikið
var á gervigrasinu á laugardaginn
í leiðindaveðri, roki og rigningu.
Staðan í hálfleik var 0-2 ÍBÍ í hag.
En Víkingar hresstust heldur bet-
ur við í síðari hálfleik, skoruðu
fjögur mörk og sigruðu 4-2.
Isfirðingar byrjuðu af krafti og
skoruðu 2 mörk strax í upphafi
leiksins og voru þau bæði mjög
svipuð. Gefið var fyrir Víkings-
markið, vörnin illa á verði og þeir
Guðmundur Gíslason og Haukur
Magnússon áttu ekki í erfið-
leikum með að renna boltanum
yfir línuna.
Lítið var um hættuleg færi í
fyrri hálfleik, helst að Andra
Marteinssyni tækist að ógna ís-
firðingamarkinu annað slagið, en
ekki voru fleiri mörk í fyrri hálf-
leik.
Víkingar skoruðu svo strax á
fyrstu mínútu síðari hálfleiks.
Trausti Ómarsson gaf fyrir, ís-
firðingum tókst ekki að hreinsa
4-2 (0-2) **
frá og Jóhann Holton skoraði
með föstu skoti frá markteig.
Víkingar áttu svo nokkur góð
færi, en annað markið kom stuttu
síðar. Andri skoraði með góðu
skoti frá markteig eftir sendingu
Gylfa Rútssonar. Elías Guð-
mundsson bætti svo þriðja mark-
inu við með skoti fyrir utan víta-
teig. Fjórða markið kom á 75.
mínútu. Atli Einarsson átti þá
skalla að marki ÍBÍ. Sigurður
Jónsson varði, en náði ekki að
halda boltanum og Jón Bjarni
Guðntundsson náði að ýta bolt-
anum yfir línuna, 4-2 og Víkings-
sigur í höfn.
Veðrið bauð ekki upp á fíngert
spil, þá bar öðru hvoru á
skemmtilegu spili hjá Víkingum.
Þeir Andri og Björn Bjartmarz
■ voru bestir í liði Víkings og Atli
átti einnig góðan leik. Hjá Isfirð-
ingum bar mest á Hauki Magn-
ússyni.
Maður leiksins: Andri Mart-
einsson, Víkingi. -lbe
Baldur Kjartansson (t.h.) í baráttu við varnarmann Þróttar. Baidur skoraði sigurmark Vopnfirðinga með fallegu
á síðustu mínútu leiksins. Mynd: E.ÓI.
Reykjavík
skoti
Mark í byrjun Owæntur Einherjasigur
UMFN-Selfoss 1-1 (0-1) **
Þrátt fyrir leiðinda veður mátti
á köflum sjá ágætt spil í leik
Njarðvíkur og Selfoss. Selfyssing-
ar byrjuðu af krafti, en þreyttust
fljótlega og Njarðvíkingar tóku
við sér og virtust í mun betra út-
haldi.
Fyrsta markið kom eftir 2 mín-
útur. Hilmar Hólmgeirsson gaf
þá fyrir mark Njarðvíkur og þar
var Jón Gunnar Bergs sem
skoraði með skalla af stuttu færi.
Hilmar komst svo í dauðafæri á
14. mínútu en Sævar Júlíusson
varði vel skot hans. Njarðvíking-
ar voru svo nálægt að skora á 38.
mínútu. Haukur Jóhannesson
átti þá skot en Einar Jónsson
bjargaði á línu.
Haukur komst í gegnum vörn
Selfyssinga í byrjun síðari hálf-
leiks en Magnús Brandsson varði
skot hans. Haukur jafnaði loks á
75. mínútu. Brotið var á Helga
Gunnarssyni og Haukur skoraði
af öryggi úr vítaspyrnu. Rétt
undir lok leiksins átti Tómas
Pálsson skot í þverslá Njarðvík-
urmarksins, en ekki urðu mörkin
fleiri.
Haukur Jóhannesson og Sævar
Júlíusson léku báðir mjög vel og
Helgi Gunnarsson sem kom inná
í síðari hálfleik stóð sig vel.
Hjá Selfyssingum bar mest á
Hilmari og Tómasi, þá átti Jón
Gunnar góðan leik, en hann er
markahæstur í 2. deild með 4
mörk.
Maður lciksins: Haukur Jó-
hannesson, UMFN.
-SÓM/Suðurnesjum.
Það má segja að baráttan hafí
setið í fyrirrúmi í leik Þróttar og
Einherja sem fram fór á Val-
bjarnarvellinum á laugardaginn.
Nýliðarnir frá Vopnafirði sigr-
uðu mjög óvænt, 2-1, og eru til
alls líklegir í sumar.
Þróttarar byrjuðu vel og
skoruðu strax á 18. mín. Birgi
Sigurðssyni var þá brugðið í víta-
teig Einherja og Kristján Jónsson
skoraði örugglega úr vítaspyrnu.
Stuttu síðar komst Sigurður
Hallvarðsson í dauðafæri en
skaut yfir mark Einherja.
Þróttarar hafa líklega álitið sig-
urinn í höfn því þeir tóku lífinu
með ró í síðari hálfleik. Þeir
Húsavík
Þrjú möifc á korteri
Völsungur-Skallagrímur 3-0 (0-0) * *
Heldur var dauft bragð af fyrstu 45
mínútunum í sigri Völsunga á Skalla-
grími á Húsavík á laugardaginn.
Staðan stórt núll í hálfleik.
Fyrstu 10 mínúturnar voru Borgnes-
ingar skárri. Uppskáru 3 hornspyrnur
í röð og eitt langskot sem Þorfinnur
varði auðveldlega. Þar með voru
Borgnesingar búnir.
Kristján Olgeirsson og Vilhelm
Fredriksen áttu góð skot á mark gest-
anna og skoti Kristjáns var síðan
bjargað á línu á elleftu stundu. Völs-
ungar skoruðu snoturt mark á 43.
mín. þegar Vilhelm þrumaði boltan-
um í netið en dómarinn dæmdi hann
rangstæðan, hæpinn dómur mjög.
Leikur Völsunga varð mun beittari
eftir hléið. Jónas Hallgrímsson stóð á
markteigshorni og skallaði inn eftir
netta fyrirgjöf Kristjáns á 55. mín. en
öllum til mikillar furðu dæmdi dóm-
arinn markið af, að ábendingu línu-
varðar. Skrýtinn dómur. Nokkrum
mínútum síðar var Svavar Geirfinns-
son, nýkominn inná, á ferð með
hörkusicot sem Bjarki Þorsteinsson
varði vel.
Á næstu 15 mínútunum komu
mörkin þrjú. Jónas skallaði í netið á
61. mín. eftir hornspyrnu. Þremur
mínútum síðar kom annað markið.
Vel útfærð sókn og einum varnar-
manni Borgnesinga mistókst að
EOP-mótið
Mörg ágæt afrek
Aðalsteinn Bernharðsson, KR,
og Svanhildur Kristjónsdóttir,
Breiðabliki, unnu bestu afrekin á
EOP-mótinu í frjálsum íþróttum
sem fram fór á Valbjarnarvelli á
laugardaginn. Aðalsteinn hljóp
400 m grindahlaup á 52,84 sek
(ísl.met er 51,38) og Svanhildur
hljóp 100 metra á 11,95 sek. en
met hennar er 11,79 sek.
Gunnlaugur Grettisson, KR,
sigraði í hástökki karla, stökk
2,00 metra.
Guðmundur Sigurðsson,
Breiðabliki,sigraði í 800 m hlaupi
karla, hljóp á 1:57,35 mín.
Jón Diðriksson, FH, sigraði í
5000 m hlaupi á 14:56,9 mín. At-
hyglisvert er að 7 hlupu á betri
tíma en 16:00,0 og áttundi mað-
ur, Finnbogi Gylfason, FH, setti
sveinamet, 16:01,7 mín.
Sigurjón Valmundsson,
Breiðabliki, sigraði í langstökki
karla, stökk 6,82 metra.
Unnar Garðarsson, HSK, sig-
raði í kúluvarpi karla, kastaði
13,15 metra.
Jón A. Sigurjónsson, KR, sig-
raði í kúluvarpi drengja, kastaði
11,90 metra.
Einar Gunnarsson, Breiðab-
liki, sigraði í 200 m hlaupi á 23,41
sek.
Kristján Gissurarson, KR, sig-
raði í stangarstökki karla, stökk
4,80 m, og Þorsteinn I. Magnús-
son, KR, í stangarstökki drengja,
stökk 3,35 metra.
ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi
karla á 44,14 sek. og KR í 4x100
m boðhlaupi drengja á 48,75 sek.
Guðbjörg Gylfadóttir, USAH,
sigraði í kúluvarpi kvenna með
12,15 metra.
Fríða R. Þórðardóttir, Aftur-
eldingu, sigraði í 1500 m hlaupi
kvenna á 5:22,00 mín.
Guðbjörg Svansdóttir, ÍR, sig-
raði í hástökki, stökk 1,65 metra
og Þórdís Hrafnkelsdóttir, UÍA,
fór yfir sömu hæð.
Ingibjörg ívarsdóttir, HSK,
sigraði í 100 m grindahlaupi
kvenna á 15,87 sek.
Unnur Stefánsdóttir, UMFK,
sigraði í spjótkasti kvenna með
35,82 m. Hin 14 ára gamla Helga
Árnadóttir, KR, kastaði 32,82 m.
Sveit Breiðabliks sigraði í
4x100 m boðhlaupi kvenna á
48,62 sek. sem er aðeins 62/100 úr
sek. frá íslandsmeti.
—VS
hreinsa. Boltinn lenti í Sveini
Freyssyni og þaðan fyrir markið. Þar
var Svavar á auðum sjó og skallaði
vandræðalaust í netið, 2-0. Þriðja
markið kom á 76. mín. og enn var
Svavar „super-sub" á ferðinni.
Borgnesingum mistókst að hreinsa,
boltinn barst fyrir fætur Jónasar sem
skaut en skotið var varið. Svavar
fylgdi vel á eftir og skoraði, 3-0. Völs-
ungar hefðu vel getað bætt við fleiri
mörkum.
Völsungar sýndu sæmilega tilburði
í síðari hálfleik. Vörnin átti náðugan
dag og nýju leikmennirnir, Þorfinn-
ur, Eiríkur og Grétar, styrkja liðið.
Bestu menn voru bræðurnir Bjöm og
Kristján og þeir Sveinn og Jónas.
Frammistaða Svavars voru þó gleði-
legustu tíðindi leiksins. Borgnesingar
eiga erfitt sumar fyrir höndum ef
marka má þennan leik. Stefán Ólafs-
son dómari var óheppinn með línu-
verði.
Maður leiksins: Jónas Hallgríms-
son, Völsungi.
—ab/Húsavík
fengu gott færi um miðjan síðari
hálfleik, en Birgir skaut framhjá
opnu marki Einherja.
Eftir þetta hresstust
Vopnfirðingarnir. Gísli Davíðs-
son átti skot í hliðarnetið og
stuttu síðar fengu þeir víti. Bolt-
inn fór í hendi Þróttara og Njáll
Eiðsson skoraði örugglega úr
vítaspyrnunni. Njáll átti svo gott
skot rétt framhjá stuttu síðar.
Sigurmark Einherja kom mín-
útu fyrir leikslok. Boltinn var gef-
inn fyrir og barst út. Þar var Bald-
ur Kjartansson og hann skoraði
með föstu skoti efst í horn Þrótt-
armarksins, óverjandi fyrir Guð-
mund Erlingsson.
Daði Harðarson og Kristján
Jónsson voru bestir í liði Þróttar,
Njáll Eiðsson var maðurinn á
bakvið sigur Einherja. Þá áttu
þeir Gísli Davíðsson og Kristján
Davíðsson ágætan leik.
Maður leiksins: Njáll Eiðsson,
Einherja. -Ibe
Stadan
i 2. deildarkeppninnl í knattspyrnu:
KA.................2 1 10 6-2 4
Selfoss............2 1 10 5-2 4
Völsungur..........2 1 10 3-0 4
Víkingur...........2 1 10 5-3 4
Einherji...........2 10 12-53
UMFN................2 0 2 0 4-4 2
KS.................2 0 2 0 2-2 2
Þróttur R..........2 0 112-31
iBl................2 0 115-71
Skallagrímur........2 0 0 2 1-7 0
Markahæstir:
Jón Gunnar Bergs, Selfossi....
T ryggvi Gunnarsson, KA.......
Haukur Jóhannesson, UMFN......
Haukur Magnússon, IbI.........
HM-fréttir
Enskur sigur
Hateley skoraði, Lineker meiddist
Englendingar sigruðu Kanada-
menn 1-0 í landsleik í knattspyrnu
sem háður var í Burnaby í Kan-
ada á laugardaginn. Það var
Mark Hateley sem skoraði sigur-
markið eftir að Glenn Hoddle
hafði átt hörkuskot á markið úr
aukaspyrnu.
Markakóngurinn enski, Gary
Lineker, meiddist í leiknum, fékk
slæmt spark í ristina en ætti að
vera búinn að ná sér þegar
heimsmeistarakeppnin í Mexíkó
byrjar. —VS/Reuter
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. maí 1986
*í CO C\J C\J